Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
21.11.2006 at 01:31 #568848
Langar þó að benda á að þarna í grendinni er dalur, get þó ekki munað nafnið í augnablikinu, sem er hægt að aka gegnum. Held þó að það sé enginn snjór þarna. En þessi slóði er afleggjari frá leiðinni uppí Bláfjöll frá Hafnafirði, og liggur á milli hans og leiðarinnar til Krýsuvíkur.
kkv, Úlfr
21.11.2006 at 01:25 #568874Ég þoli ekki svona alhæfingar, ,,Jeppamenn eru aumingjar“
Allavegana, þá held ég að það sé alltaf lítill hluti af svörtum sauðum sem hugsa ekki alveg áður en þeir framkvæma.
Það er líka nóg af svæðum sem hægt er að leika sér aðeins á. Skreppa uppá Úlfarsfell t.d.kkv, S. Úlfr
21.11.2006 at 00:54 #568862Ég hef nú alltaf bundið mitt dót niður bara með dragböndum (strappar uppá lélega íslenzku 😉 .
Fengið þessa fínu kassa ýmist út í rúmfatalagernum eða ikea.
Ég hef tekið nokkrar annsi góðar dýfur og stökk og held ég hafi einusinni lent í því að eitthvað tók á loft, og þá var það óbundinn farþegi!
Einnig muna að hafa þungu hlutina neðst! 😛
kkv, S. Úlfr.
17.11.2006 at 11:40 #568414Mér finnst svolítið háskalegt að hafa þetta undir sætunum. En annars veit ég ekki hvaða rafgeymar hafa verið að reynast best.
17.11.2006 at 11:35 #507208Þetta er draugagangur…
03.11.2006 at 19:33 #566422Hvert er vandamálið?
kkv,
Úlfr kvartrafeindavirki.
02.11.2006 at 17:59 #566240Réttilega eins og þú bendir á Magnús, er hlutfallið misjafnt. En það sem ég er að benda á er hinsvegar það að þetta er algengi slysa aldurinn. Þeas frá bílprófi upp að tvítugu. Sammála er ég þó að fjöldi banaslysa á ári er alltof hár.
En ég tel ekki hækkun sekta né sviptingu ökuleyfa breyta neinu. Ég held að aðal vandamálið sé það að þeir sem hafa gaman að því að keyra hratt, hafa engan stað til að vera á. Nákvæmlega eins og með fólkið á línuskautunum og hjólabrettunum sem hrellti kringluna og fleiri bílastæðahús.
Þar ofaná bætandi, eru engir af þeim vegum hér á íslandi gerðir fyrir hraðakstur. Og ég held að það eigi að höfða meira til skynsemi fólks heldur en að refsa þeim. Við eigum öll að teljast þroskuð.
kkv, Úlfr (sem stundar ekki hraðakstur)
02.11.2006 at 03:11 #566230Mér þykir þetta rugl, við eigum að kallast gáfaðasti dýrategundin. Ég myndi búast við að flest okkar ættu að vera nægilega þroskuð til að halda hraðakstri af götunum.
Ég er mjög spenntur að sjá hve mikið slysum og hraðakstri fækkar með tilkomu hraðakstursbrautanna sem á að ráðast í að leggja.Ég held að lausnin sé ekki sektir og auknar refsingar. Held að lausnin sé fremur í að tryggja öruggan akstur, meðvitund um hvað það er að keyra hratt, og ekki bara hratt, heldur einnig glannalegan akstur. Ég hef séð ökumenn bíla á 50km/h sem hefðu hæglega getað valdið stórslysi.
,,hvernig er það, eru hraðatakmarkararnir ekki tengdir í hið gífurlega flókna tölvukerfi sem er í vörubílum (já, það er MJÖG fullkomið og margslungið) og er því ekki auvelt í þeim að gera búnað sem að slær út, hvað með alla þá bíla sem eru með blöndung í dag? er til einhver aðferð við að láta þá slá af? nema kannski að negla niður bremsum?“
Hægt er að teppa bensínflæðið náttúrulega.
Varðandi hraðatakmarkara í bíla. Ég held að það sé mjög slæm aðferð. Ökukennari sem ég var hjá í bóklega hluta meira prófsins lagðist mjög á móti hraðatakmörkurum í minni bifreiðar. Á þeim forsendum að þetta stóryki hættuna við framúrakstur. Sekúndur nefninlega skipta máli þar á ferð.
Ég er sannfærður um að framúrakstur og gátleysi ANNARA bílstjóra sé oft á tíðum slysavaldur.Og að einblína alltaf á yngstu ökumennina.
Svo ég vitni í mbl.is: ,,[…] Tölur sýna að 28% af banaslysum í umferðinni á árunum 1998-2005 voru af völdum ökumanna upp að 24 ára aldri, […]“Þetta hlutfall þykir mér ekki vera neitt hræðilegt. 28%? Ég hefði skilið 40-50%. Mér sýnist af þessum tölum að eldra fólk sem á að teljast þroskaðara en yngra fólkið, sé verra. Taka þarf á eldra fólki!
Þó má taka inn í að þarna er verið að tala um 17-24, sem eru 7 ár. Síðan 25+, sem eru annsi fleiri ár. En gæta þarf að því að það tekur mörg ár að öðlast almennilega reynslu í akstri svo einstaklingur geti talist ,,nokkuð öruggur“.Er ekki alltaf talað um að fyrstu tvö ár með bílpróf sé algengur slysa aldur?
(Ég lennti nú í tjóni á öðru árinu mínu)
kkv, S. Úlfr Þór
(P.s. til vefnefndar, hví er ekki hægt að gera almennileg bil á milli málsgreina!?)
27.10.2006 at 21:04 #559664Rangur sítónn er einfaldlega rangur sítónn.
Ekki er nokkur möguleiki í hel né á jörðu að þetta geti eyðilagt endurvarpa. Þetta er einfaldlega tónn sem er sendur með tali eins og einhver benti réttilega á hér að ofan.
Í þessum endurvörpum eru væntanlega sérstakar rásir sem hlífa sendinum við of háum sendistyrk (nema þetta sé tækni frá WWI…). Þannig að sendarnir ættu ekki að skemmast sökum of hás sendistyrks.– Úlfr
24.10.2006 at 14:10 #564600Til að leiðrétta þann misskilning sem upp hefur komið, þá er 2790kHz MF, en ekki HF. (Þetta er í raun tittlingaskítur, en rétt skal vera rétt)
Haffi, pfs rukkar fyrir notkun og er það tæpar 2000kr á ári ef ég man rétt.
kkv, úlfr
22.10.2006 at 03:26 #564556Það sem mér þykir helsti gallinn við TETRA kerfið er að það byggist á endurvörpum. Ef það er eitthvað sem náttúran getur kennt okkur er það þá það að það sem getur farið úrskeiðis, fer úrskeiðis.
Þau opnu kerfi sem til eru, svo sem amatör bylgjurnar og svo SSB 2790kHz (og raunar fleiri) eru kerfi sem standast það að fyrirtæki fari á hausinn eða hætti uppbyggingu kerfa. Auk þess sem það er landsdekkjandi frá þeim tímapunkti sem viðkomandi eignast stöð í bílinn. Það vill nefninlega svo skemmtilega til að þessi kerfi eru langdræg, og raunar er þróunin í fjarskiptamálum það góð að ég held að suð og truflanir í tækjum sé smávægileg, miðað við hvað hún var þegar fyrstu SSB stöðvarnar komu hingað til lands.
Ég ætla mér ekki að borga ~100.000kr fyrir tæki sem er ekki landsdekkjandi, nema með hjálp. Frekar hendi ég tæpum 100.000kr í tæki sem er landsdekkjandi og mun standast afveltur fyrirtækja, og bilanna í endurvörpum.
Tæki sem einnig getur boðið uppá þann möguleika að senda út neyðarkall og staðsetningu með einni handahreyfingu.
kkv, Úlfr.
21.10.2006 at 19:13 #564816Þar sem enn eru framleiddar stöðvar fyrir þessar tíðnir er hægt að panta þetta dót af netinu. Yeasu eru held ég með svona loftnet til sölu, en það yrði þá að panta af netinu.
Gaman að vita samt að það eru fleiri furðufuglar en ég með gömlu gufuna á jeppunum.
kkv, Úlfr.
16.10.2006 at 16:43 #563650Mig hefði ekki veitt af svona fyrr í sumar!
12.10.2006 at 00:33 #563236Strákar, sýnið stillingu…
Þetta á að heita GAMAN, lífið er of stutt f. leiðindi!kkv, Úlfr
11.10.2006 at 01:49 #563032Í fyrsta lagi, þarftu að athuga hvort viðnám hátalarans sé það sama í báðum (sem ég geri ráð fyrir) þá þarftu í raun bara að lóða saman á rétta póla (+ og -).
Spurning hversu vel það getur heppnast að setja þetta saman. Annars er líka hægt að tala við hátækni eða aðra aðila sem eru í þessum bransa og sjá hvort þeir eigi einhverja varahluti.En eins og ég segi, ef viðnám hátalarans er það sama í báðum ætti það ekki að vera vandamál. Yfirleitt í kringum 600 Ohm (Viðnámsgildi)
Rafmagnskveðja, Úlfr
10.10.2006 at 01:48 #562930Ég er ekki alveg að fatta, afhverju kíttaðir þú uppí götin, afhverju telur þú það nauðsynlegt?
Spyr hinn fáfróði…
kkv, Úlfr Undanfari
09.10.2006 at 20:09 #529374Ég tel enga hættu á að þetta verði notað gegn okkur, þar sem þetta ætti bara að vera f. félagsmenn, og tækið sendir ekki frá sér staðsetningu nema beðið sé um það.
Auk þess finnst mér að ef f4x4 komi sér upp slíku kerfi, þá erum við engan veginn háð símafyrirtækjum eða öðrum fyrirtækjum í raun. Eina sem þarf f. notandann er SSB stöð með ákveðnum tíðnum, 2,79MHz og hugsanlega fleirum.
Auk þess þennan "kubb" sem ég talaði um, eða einfaldlega nýlega stöð sem sendir út staðsetningu ef stutt er á hnapp.Síðan er það bara f4x4 sem sjá um móttöku á merkinu og að koma því áfram til þeirra sem geta aðstoðað. Því í raun, sjálfvirk hlustun.
Þetta kerfi tel ég mun betra heldur en að reiða á TETRA (sem þarf nánast endurvarpa uppá hvern hól) eða CDMA (sem mér þykir ekki nógu langdrægt til að tryggja öryggi ferðamanna)
– S. Úlfr Þór.
09.10.2006 at 02:51 #562910Úff, hver ætli veltihættan sé á þessum vagni? 10 gráður? Haha.
Þetta er skilgreiningin á rugl hækkunum…
– S. Úlfr
09.10.2006 at 02:00 #529360Ég fékk litla hugdettu sem gæti virkað.
Til eru kerfi í nýrri SSB stöðvum sem að innihalda neyðarsendingu, þeas. tengt er gps tæki við talstöðina og hægt er að styðja á hnapp til að senda frá sér staðsetningu sína. Þetta mætti tölva lesa og senda síðan SMS á þá félaga f4x4 sem væru til í að taka að sér "bakvaktir".
Þetta mætti útfæra á eldri stöðvar með sérsmíðuðum kubb milli hljóðnema og stöðvar, og svo úttak út á tölvu f. þá sem vilja lesa neyðarmerki frá öðrum.Nánari útskýringu á þessari hugmynd má lesa [url=http://www.ulfr.net/Inn/comment.php?id=061009015302:sr4e16oo]hér[/url:sr4e16oo] á heimasíðu minni.
Vil ekki setja hér inn langa romsu sem nær ekki alveg að koma sínu til skila sökum lengdar.
Virðingarfyllst, S. Úlfr Þór
08.10.2006 at 15:07 #529338Það er komin SSB stöð í jeppann hjá mér, og flestir félagar mínir sem eru að flakka á hálendinu plana að setja slíkt í bílinn.
kkv, S. Úlfr Þ.
-
AuthorReplies