This topic contains 132 replies, has 1 voice, and was last updated by Magnús Hallur Norðdahl 17 years, 9 months ago.
-
Topic
-
Sælir félagar við verðum að tryggja f4x4 aðgang að þessu kerfi.
Tetra fjarskiptakerfi fyrir öryggis- og neyðarþjónustu komið á næsta vor
Árni Mathiesen fjármálaráðherra, Björn Bjarnason dómsmálaráðherra og Sturla Böðvarsson samgönguráðherra gengu í dag frá samkomulagi við 112 hf. um stofnun nýs fjarskiptafyrirtækis, Öryggisfjarskipti ehf., sem mun byggja upp og reka fullkomið Tetra fjarskiptakerfi fyrir öryggis- og neyðarþjónustu um allt land. Gert er ráð fyrir að uppbyggingu kerfisins ljúki næsta vor.Gengið var frá samkomulaginu við setningu ráðstefnunnar Björgun 2006 og við sama tækifæri gerði nýja fjarskiptafyrirtækið samning við Slysavarnafélagið Landsbjörg um notkun kerfisins. Allir helstu viðbragðsaðilar í landinu hafa lýst yfir vilja til að nota það.
Samkomulagið er gert í framhaldi af yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 26. september síðastliðnum um ný verkefni íslenskra stjórnvalda við brottför varnarliðsins en þar var uppbygging Tetra kerfisins kynnt. Neyðarlínan, 112, eignaðist Tetra kerfið á árinu 2005 en það hefur hingað til aðeins þjónað viðbragðsaðilum á suðvesturlandi, Akureyri og Ísafirði.
Með þeirri endurnýjun og uppbyggingu sem framundan er munu Íslendingar eignast fullkomnasta fjarskiptakerfi fyrir öryggis- og neyðarþjónustu sem völ er á. Kerfið mun þjóna öllu landinu og gegna lykilhlutverki við leit og björgun.
Nýja fjarskiptafyrirtækið er að mestu í eigu ríkissjóðs en 112 hf. á einnig hlut í fyrirtækinu og annast rekstur þess. Tetra kerfið byggist á stafrænni útfærslu og fjarskiptastöðlum sem sérstaklega eru gerðir fyrir fjarskipti neyðar- og öryggisþjónustu, svo sem hjá lögreglu, slökkviliðum og björgunarsveitum.
Kerfið mun einnig henta orkufyrirtækjum, Vegagerðinni og sambærilegum aðilum vel. Unnt er að veita fleirum aðgang að kerfinu en þó þannig að neyðar- og öryggisaðilar hafi jafnan forgang. Við neyðaraðstæður er unnt að útiloka aðra en þá sem nauðsynlega þurfa að nota kerfið. Frá þess segir í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu.
af mbl.is
You must be logged in to reply to this topic.