Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
04.06.2013 at 23:29 #766331
Ljótt er ef satt reynist með veikleika aluzinks varðandi steinkast.
Að 0,6mm stál sé veikburðara en gler á ég þó erfitt með að trúa.Eru til einhverjar myndir sem staðfesta þetta? Ef þetta hefur í raun gerst þá _hljóta_ að vera til myndir eða amk vitnisburður þeirra sem hafa skipt um aluzinkið að vera til?
Væri ekki rétt að kanna þetta?Ég persónulega á erfitt með að trúa þessu, nema hreinlega einhver hafi gert sér að leik að skjóta á húsið, sem mér reyndar þykir ólíklegt.
Ég persónulega held ég myndi kjósa aluzinkið, verðsins vegna, það gefur svæðinu líka ákveðin karaketer að vera ekki of einsleitur.
T.d. má sjá mörg falleg hús í miðbæ Reykjavíkur þar sem bárujárn er notað við hlið annara byggingaefna, þó þetta sé kannski ekki alveg sami hluturinn.Það gerir smá greinarmun á hvert aðalhúsið sé, og hver skemman er.
Persónulegt mat mitt, veljum aluzinkið, það er ódýrara, og þá eigum við amk meiri pening til að t.d. klæða viðbygginguna með steni ef hún skyldi verða reist.
30.05.2013 at 11:38 #766233Hmm, þyrfti að kíkja á þetta.
Annars er mjög fínn gátlisti undir síðu Hjálparsveitar (Stjórn og nefndir » Hjálparsveit og neðarlega á þeirri síðu)
Takk fyrir ábendinguna!
27.05.2013 at 16:58 #742487Smá uppfærsla á Bláfjallaendurvarpanum.
Ætlunin var að fara í vetur og setja upp loftnetið og ganga frá í kringum endurvarpann. Vandamálið hefur hinsvegar það að vegna ísingar og veðurs hefur ekki verið hægt að klára dæmið.
Stefnan er því að þetta verði komið í lag á næstunni, í versta falli, fyrir næsta vetur.
Heyrst hefur einnig að endurvarpinn við Húsavíkurfjall sé óvirkur, er einhver á því svæði sem getur staðfest það?
21.05.2013 at 12:01 #766087Til að finna út hvaða hlutföll eru í bílnum núna er hægt að tjakka upp þannig að eitt dekk sé á lofti, og snúa dekkinu einn hring, telja síðan hve marga hringi pinjónninn snýst m.v. dekkið. Þá ættir þú að fá út helminginn af hlutföllunum sem eru í bílnum, ef mig misminnir ekki, dáldið langt síðan ég gerði þetta sjálfur. 😛
Ágætt að vera tveir að þessu og nota krít til að merkja bæði pinjón og dekk.
05.05.2013 at 01:56 #765763Mér dettur í hug að þeir sem geti saumað leður geti séð um svona viðgerð. En er ekki bara einfaldara að finna heilt notað belti?
23.04.2013 at 18:01 #765519Klárlega lögmæt athugasemd af þinni hálfu.
Persónulega hef ég aldrei spáð of mikið í þessu, en mögulega þarf að breyta lögum klúbbsins til að ýmsar nefndir, þar á meðal húsnefnd, skemmtinefnd og fleiri stjórnskipaðar nefndir geti starfað samkvæmt lögunum. Tæplega vilja menn leggja þær niður bara til þess að samræmast lögum klúbbsins.Þetta þarf að skoða, og ég get vel hugsað mér að bera fram eða taka þátt í að bera fram lagabreytingartillögu á þarnæsta aðalfundi klúbbsins þar sem einmitt þessi mál verða leyst.
23.04.2013 at 12:40 #765369Þetta helgast kannski fyrst og fremst af því að við höfum hreinlega ekki verið nógu dugleg við að koma efni á vefinn og gera það sýnilegt, eitthvað sem við klárlega þurfum að bæta okkur í og hefur verið á stefnuskránni, því miður, allt of lengi.
23.04.2013 at 12:38 #765575Yfirleitt er ekki hægt að forrita 4×4 rásirnar í bátastöðvar nema þær séu sérstaklega hugsaðar til þess.
Annarsvegar er það tíðnisviðið sem þær vinna á sem og sjaldnast eru þessar stöðvar með stuðning fyrir sítóna (CTCSS)
20.04.2013 at 13:55 #765515Við ættum klárlega að fagna því að það er búið að stofna nefnd sem horfir meira á sumarferðir og ferðir fjórhjóladrifna húsbíla. Þetta er nefninlega nefnd um [b:dbv31xji]ferðamáta[/b:dbv31xji] en ekki ákveðnar tegundir af bílum, ferðamáti sem hefur sumpart verið misskilinn og sumir í þjóðfélaginu líta hornauga á.
Eitthvað sem félagsmenn 4×4 ættu nú heldur betur að kannast við!Ástæðan fyrir stjórnskipun á svona nefnd er einföld, við gefum henni "séns". Ef vel gefst til á næstu misserum verður hún væntanlega gerð að fastanefnd á þarnæsta aðalfundi.
Kannski eitthvað af fyrrum (og núverandi!) félögum 4×4 snúi aftur til starfa í klúbbnum á nýju áhugasviði, því ég veit vel að eitthvað af fyrrum jeppaeigendum eiga núna fjórhjóladrifs húsbíla og ferðast um á þeim, mest í sumarferðum, en sumir þó í vetraferðum, á sínum 44" econoline eða Astro eða hvaða önnur tegund sem fellur að þessari skilgreiningu um "hústrukk".
Nú veit ég ekki hversu margir muna eftir stofnun litlunefndar á sínum tíma, en hún var hálfgerð þrautaganga, og einhvernveginn er alltaf hægt að gera nýjar nefndir (og gamlar reyndar líka) að einhverju þrætuepli.
Hugmyndin er ekki að vera með fastskipað stjórnsýslukerfi þar sem allt hefur sinn sérstaka tilgang og hlutverk, óháð því hvort náist að sinna upprunalegu hlutverki, heldur einmitt að hugmyndir fái að blómstra óháð því hvort þær falli alveg að regluverki hvers tíma, lög og reglur eru ágætar þegar þær sinna hlutverki sínu en þegar þær eru farnar að hamla breytingum og framþróun, þá er eitthvað að reglunum!Það er kannski ekkert skrítið að menn haldi annars staðar til á vefnum til að tjá sig um jeppa, enda virðast flestir þræðir, því miður, þurfa að breytast í einhverskonar rökræður um tilvistarleyfi. Mig langar stundum að pósta inn vandamálum sem ég lendi í, en ég nenni því ekki. Ég nenni ekki að þurfa endalaust að verja afhverju ég stofnaði þráðinn, afhverju það eru stafsetningarvillur eða jafnvel "leyndar auglýsingar" í póstinum.
Reynum nú að vera glöð, fögnum tilkomu nýrrar nefndar sem horfir á ákveðinn ferðamáta og reynum að halda klúbbnum frá því að breytast í einhverskonar skrifræðisskrýmsli, við erum nefninlega vel fær um það!
18.04.2013 at 09:36 #765153Þess má geta að dalurinn heitir Kaldidalur.
Einhverjar nýjar fregnir af færð þarna innfrá?
13.04.2013 at 15:09 #765259Nú er ég ekki klár á því hvernig þetta er í hiace, en grunar að þetta sé svipað og í 4Runner og hilux.
Það er öryggjabox vinstra megin bakvið kickpanelinn minnir mig eða upp við stýristúbuna. Það safnast stundum raki í þetta og þá koma upp allskyns rafmagnsdraugar.Svo getur alternatorinn skapað allskyns drauga ef hann er orðinn slappur (s.s. ef reglarinn er eitthvað tæpur)
kkv, Samúel.
13.04.2013 at 13:57 #765225Skil ekki hvaða athugasemdir þetta eru hjá SBS. Fínt að henda inn svona linkum og dóti og skapa smá umræðu. Ekki eins og maður þurfi að skrifa greinargerð með tilvitnunum og heimildarskrá þegar það er póstað inná spjallið, eftir allt saman, er þetta spjall, ekki vísindalegur gagnagrunnur.
Þetta er dáldið töff bíll, þó að ég myndi sjálfsagt frekar kjósa heilt hús umfram pallbíl, en það er bara minn smekkur.
Áhugaverður punktur að vélin hafi verið höfð svona "lítil" sökum árekstrarprófana.Hvet ykkur eindregið til að hlusta ekki á svona "tuð" og halda áfram að skrifa á spjallið og pósta áhugaverðum linkum!
Þó vil ég taka það fram að ég virði skoðanir þínar Sigurður, þá finnst mér spjallið meira virði lifandi en formlegt.
04.04.2013 at 20:53 #764807Skálanefnd:
Rúnar Sigurjónsson á eitt ár eftir.
Logi Már Einarsson hefur lokið setu, en gefur kost á sér áfram
Jón Emil Þorsteinsson hefur lokið setu, en gefur kost á sér áfram
Ómar wieth á eitt ár eftir.
Guðmundur Geir Sigurðsson á eitt ár eftir.
Bæring Björgvinsson hefur lokið setu og gefur ekki kost á sér áfram.
Styrmir Frostason gefur kost á sér.
20.03.2013 at 23:16 #225799Sælir félagsmenn og konur.
Vildi vekja athygli á þessu máli.
http://umhverfisstofnun.is/einstaklingar/nattura/fridlysingar-i-vinnslu/thjorsarver/Í stuttu máli sýnist mér að leyft verði að aka Sóleyjarhöfðann, og þá styttinginn inn að Setri frá Sóleyjarhöfðavaði.
Mér sýnist einnig vera hugmyndir um að opna að vetrarakstri inn að Nautöldu, en slíkt hefur ekki verið leyft hingað til nema á snjóbíl eða vélsleða samkvæmt fyrri lögum.Fært tímabundið undir innanfélagsmál eftir beiðni.
20.03.2013 at 19:16 #764735Ég þykist nokkuð viss um að þú þurfir að setja þig í samband við Vefnefnd sem græjar það fyrir þig.
19.03.2013 at 21:29 #764687Ágætis lesningar hér að ofan.
Varðandi GPS, það er mikilvægt að menn sammælist um að nota ákveðna uppsetningu á hnitasetti.
DD.DDDDD er t.d. það sem er ‘default’ á tækjunum, en flestir notast við DD°mm’ss (gráður mínútur og sekúndur) eða DD°mm,mmmm (Gráður° Mínútur, brot úr mínútu). Það er grundvallaratriði að menn þekki muninn þarna á milli. Fyrsta gefur nokkra tug kílómetra skekkju ef sett er inní mínútur og hin tvö gefa nokkra tugi eða hundruði metra skekkju. Ég nota sjálfur Gráður°Mínútur,brotúr mínútum. (Það er tæknilega séð nákvæmara) og legg ég til að menn venji sig að nota það. Svona misskilningur hefur oft valdið allskyns furðulegum uppákomum! Ég man til dæmis eftir ónefndri áhöfn ónefndrar björgunarþyrlu sem fór alla leið uppí Kerlingarfjöll að leita að ómönnuðu loftfari sem skotið var upp af ónefndum háskóla (en hafði lent inná Gljúfurleitarleið). Undirritaður sá um að breyta á milli hnitasetta en fyrir misskilning var röng hlið af miðanum lesinn af áhöfninni sem síðan misskildi hnitin sem síðan voru slegin rangt inní tækið…. (Þeir viðurkenndu þó eftir klaufaskapinn að þeir hefðu nú átt að sjá hvar mistökin lægju!Það eru því ekki bara jeppamenn sem lenda í vandræðum útaf þessum mismunandi hnitasettum.
Varðandi VHF rásir.
Þá er það jú svo að VHF tíðnirnar okkar eru skiptar niður með sítónum, og það sem verra er að sumar tíðnirnar eru einnig skiptar niður í hluta. Því er mjög mikilvægt að menn séu með stöðvarnar sínar rétt forritaðar!
Það er mjög algengt að þjónustu aðilar átti sig jafnvel ekki á þessu og forriti stöðvar rangt, eða ef einstaklingar eru að forrita stöðvarnar að þeir geri það rangt. Ef þið eruð að lenda í árekstrum á milli rása legg ég til að þið gerið ykkur ferð til þjónustuaðila og kannið hvort stöðin sé rétt forrituð.Sumar talstöðvar, sér í lagi eldri gerðir, eiga erfitt með að skilja sítóna, og sérstaklega amatör stöðvar!!! Sumar hafa bara sítón á sendingu (TX) en ekki á móttöku (RX) á meðan sumar hafa hvoru tveggja. Til að þetta virki nú allt sem best er mjög mikilvægt að sítónninn sé á hvoru tveggja (annars fer splittunin á milli rásanna í rugl).
Það getur líka verið að stöðvar viðkomandi séu orðnar lélegar, þurfi uppstillingu/viðgerð eða jafnvel endurnýjun.Svo er það hin eilífa spurning, má ekki fara að fjölga rásum klúbbsins?
Að lokum frábið ég því að CB (27MHz) stöðvarnar fari að líta dagsins ljós á ný, og legg frekar til að menn sem ferðast mikið saman í hópum sæki sér um sér tíðnir, það er ekki slíkur kostnaður á ári fyrir nokkra einstaklinga.
Viðbót:
Það er líka alltof algengt að menn tali í talstöðvarnar líkt og þeir sætu við hlið manns.
Það er ágætis venja, sér í lagi þegar svona stór hópur er á ferðinni, að menn kalli á viðkomandi, og tilkynni hver er að kalla.
Tökum dæmi: Jón er að draga Gunna.
"Jón, Gunni, ég er til" <— Þarna er Gunni að tala við Jón.
"Gunni, Jón, ertu laus?" <— Jón kallar á Gunna.
Ef það kemur upp aðstaða þar sem samnafnar eru á sömu rás er ágætt að skeyta bíltegund aftan við "kallmerki"
t.d. "Jón hilux, Gunni Patrol, heyrir þú í mér?"
Ef margir jónar eru á mörgum hiluxum er sennilega eina ráðið að byrja að nota 4×4 félagsnúmerin, sem eru frekar óþjál.Ég hef rekið mig allharkalega á að þetta skiptir máli í ferðum þar sem stórir hópar eru á svipuðum rásum eða sömu rásum. Menn hafa lent í því að keyra af stað með kóarann hangandi aftan í bílnum þar sem hann var ekki búinn að hnýta spottann í…
15.03.2013 at 19:29 #764445Heyrði aðeins í Hjalta, Formaður vor og kassarnir ætla að græja suðu og stefnan er tekin á Dreka, Krúser verður því að bíða til morguns með að komast á lappir. Þeir eru nú staddir á flæðunum og eiga um 20km eftir í Dreka.
15.03.2013 at 18:59 #764439Skilst að þetta hafi verið 46" Land Cruiser 80.
15.03.2013 at 17:28 #764435Er vitað hvort einhver amatör sé í ferðinni með HF stöð í bílnum?
15.03.2013 at 17:20 #764433Voru bílstjórinn og kóari ósammála um hvaða stefnu skyldi taka? Heyrði að þeir væru á leið að sækja suðu og pinna.
-
AuthorReplies