Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
09.08.2008 at 09:33 #626684
Ég er sammála þér Þorgeir. Nú verða félagsmenn að taka höndum saman og byggja upp gott félag. Að lesa umræðuna síðsutu daga og vikur er eins að hlusta á leikskólabörn sem geta ekki verið sammála og enginn vill gefa eftir.
Förum nú að ráðum Þorgeirs og bygjum félagið með góðum félagsanda.kv
Þórður k-725
30.07.2008 at 07:36 #626436Austfirðingar eru ánægðir með álverið í dag þar sem þeir sjá alla þá uppbyggingu sem hefur átt sér stað í Fjarðarbyggð frá því að hafist var handa með áverið. En ég hugsa að sú gleði verði ekki eins ríkjandi eftir nokkur ár þegar allir ókostirnir koma í ljós. það eru nokkrir ókostir við þessa staðsettningu sem Reyðfirðingar hafa ekki viljað sjá en þegar menguninn verður viðloðandi yfir bæinn alla daga þá er spurning hvort allir verði eins glaðir.
25.07.2008 at 20:41 #626428Ég er á mörgu leiti samála Saving Iceland hópnum en mér finnst mótmæla aðgerðir þeirra ganga of langt. Við þurfum ekki að reisa fleiri álver, Ekki virkja fleiri vötn. þetta er komið nóg. Nú er bara að koma með nýsköpun til að byggja upp aðra atvinnu möguleika í landinu. það er margt hægt að gera og Ísland hefur marga möguleika á skemmtilegum og umhverfisvænum möguleikum.
03.07.2008 at 07:30 #625034Það er mjög slæmt þegar eigendur svona svæða loka þar sem ferðaskrifstofur vilja ekki borg fyrir komu ferðamanna. Náttúruperlur eins og kerið á að vera opið öllum á gjaldtöku. Það er lægi að takmarka umferð ef svæðið liggur undir skemmdum og verið sé að skoða hvað hægt sé að gera en þessi lokun fór yfir strikið.
29.06.2008 at 09:29 #625022Þessi leið að takmarka aðganga hefur oft verið í umræðuni. t.d hefur verið talað um það að grípa til eihverja aðgerða í Dimuborgum ef ekkert verður aðgert og ein leiðinn þar er að takmarka aðgang eða loka svðinu fyrir ferðamönum þar sem gögnnustígar eru orðinir mjög slæmir. Búið er að gera við stíga þar sem mest er gengið er það er samt mikið sem þarf að gera í viðbót til að varna því að ekki skemmist meira vegna ásóknar.
Við kerið er göngustígur sem ekkert hefur verið viðhaldinn og var longukominn tími til að gera eitthvað. Þess vegna er best að takmarka aðgang tímabundið meðan verið að er að finna góða lausn til að laga það svæði. Við kerið er ekki mikið mál að gera aðgengi gott fyrir alla og vonandi verður unnið að lagfæringum til að allir geti notið þess að skoða þessa náttúruperlu.
kv
Þórður Ingi
28.06.2008 at 08:41 #625010Þegar þölmörk svæða er að springa þá þarf að grípa til einhverja ráðstfanna. Einn kosturinn er að loka allveg en hinn er að takmarka aðgang. Þessi leið sem tekinn var við kerið er mjög góð Þar sem svæð er ennþá opið fyrir almenning en ekki fyrir fjöldaferðamennsku eins og rútuhópar flokkast undir.
Það sem eigendur kerisins verða núna að gera er að skoða hvað þeir geta gert til að gera svæðið þannig að hægt verði að taka á móti öllum sem vilja skoða svæðið. Með því þarf að búa til góða stíga og afmarka hvað fólk má ganga og f.l það er hægt að útbúa svæðið þannigð að það beri fjöldaferðamennsku en það þarf að vanda vel til verks en á meðan er best að takmarka þá umferð sem fer um svæðið.
kv
Þórður Ingi
Ferðamálafræðingur
25.06.2008 at 20:01 #624942Ég er sammála ykkur með Atlandsolíu, þeir ættu að geta verið mikil lægri en hin félöginn þar sem ekki er nein yfirbygging hjá þeim. En þeir eru komnir í saman verð og aðrar stöðvar. Ég tók eftri því meðan ég bjó í bænum að það munaði ekki nema 20 aurum á orkuni og Atlandsolíu í Hafnarfirði þar er mjög stutt á milli þessara tveggja stöðva.
25.06.2008 at 18:28 #624976Olíufélöginn voru fljót að hækka í gær þegar krónan féll en ekki eins fljótir að lækka þegar hún styrkist í dag.
25.06.2008 at 18:26 #624936Atlansolía er eina stöðinn sem er ekki í eigu stóra aðila. En við sem búum á landsbyggðinni getum ekki nýtt okkur þessar stöðvar.
04.06.2008 at 07:35 #623578Ég mun sennilega ekki komast þessa helgi þar sem ég á von á mínu fjórða barni um þetta leiti.
kv
Þórður Ingi
05.05.2008 at 14:36 #622198það er í góðu lagi að loka spjalli fyrir almenning. það er margt sem fer hér fram sem ekki á að vera nema fyrir félagsmenn.
kv
Þórður Ingi
01.05.2008 at 14:04 #621888Hann á að liggja eins og hann er í dag með smá lagfæringum. Þessi vegur þarf ekki að vera opinn allt árið. Hinar leiðirnar skemma umhverfið of mikið og raska lífríki þingvallavatns.
25.04.2008 at 11:49 #621502Ég er einn af þeim sem stóð með þessum mótmælum en miðað við hvernig bílstjórar hafa hagað sér þá eru þeir búnir að missa minn stuðning. Vonandi verða lögreglumennirnir fljótr að ná sér. Nú held ég að bílstjórar ættu að fara rólega því þeir eru að verað búnir að missa allan þann stuðning sem þeir höfðu í upphafi.
23.04.2008 at 17:06 #621130Að horfa á þetta í sjónvarpinu í dag var slæmt. Að lögreglan skulu nota kilfur og táragas til að násýnu fram þegar hefði verið hægt að ræða málinn því þetta byrjaði þegar einn bílstjóranna var að fara að færa bílinn sinn og opna leiðinna.
Svo í lok dags gerðist lögreglan brotleg með því að brjótast inn í bíl Sturlu sem var ´löglega lagt og án þess að hafa heimild til að taka bílinn. Nú verður gaman að sjá hvernig það fer.
21.04.2008 at 21:21 #620878Mér finnst þessi umræða hér vera dálítð undarleg. Þegar stjórn er kosinn þá er hluti stjórnar kosinn til tveggja ára, að sjálfsögðu eiga þeir sem voru kostnir á aðalfundi í fyrra til tveggja ára að sitja áfram út sitt kjörtímabil. það sem ég hef séð til stjórnar hefur hún unnið nokkuð gott starf fyrir félagið en það er alltaf einhverjir sem gera út á það að setja út á stjórn án þess að stjórn eigi það skilið. Stundum koma upp atvik sem stjórn og félgasmenn eru ekki sammála en það leysir ekki vandamál með því að vera með skítkast út í stjórnarmenn hér á spjallinu. Félagsmenn geta alltaf sett út á en koma svo ekki með betri hugmynd í staðinn.
Stjórnarmenn sem eiga eitt ár eftir stijið áfram ykkar tíma, það er ekki gott fyrir neitt félag að skipta öllum út á sama fundi.
07.04.2008 at 10:23 #619714Gráa kortið gildir ekki í alla sjálfsala hjá Shell
Ég lenti í þessi fyrst eftir að ég fékk gráa kortið og tók olíu í sjálfsafgreiðlsu stöð shell og ekki kom afsláttur ég hafði samband við shell og þeir sögðu mér að það væru ekki allar dælur sem gætu tekið gráa koritð en ef ég væri með rauða þá gengi það alltaf. Ég fékk mér rautt kort og afslátturinn kemur alltaf eftir það.
03.04.2008 at 13:17 #619184Ég var eitt sinn að keyra bíl fyrir ferðaþjónustu fattlaðra og við lentum oft í að það voru bílar í þessum sérmertu stæðum. Eitt sinn var ég við smáralind að ná í fimm hjólastjóla og ég komst ekki í það stæði þar sem bill ófattlaðs mans var í stæðinu. Ég lagði því þvert fyrir framn bílinn og ég vissi að ég yrði góða stund að ná í alla því ég varð að sækja þá inn allan leið inn. Ég var reyndar ekkert að flyta mér þegar ég sá að eigandi bílsins var kominn og var að flyta sér í burtu hann bað mig að færa sig en ég sagði honum að ég væri búin að taka brautina út og hún færi ekki samna fyrr en allir væru komnir inn . Þessi maður varð þvi að bíða í bilnum meðan ég festi alla stólanna í rólegheitum og biðinn var ca 20 mín með öllu. Maðurinn var ekki ánægður en gat ekkert sagt þar sem hann var í stæði sem hann átti ekkert að vera í.
02.04.2008 at 19:26 #618994Þessi mótmæli sem 4×4 stóðu fyrir í gær voru frábær. Ég tók þátt í hópakstri á Akureyri. Ég hefði viljað vera í bænum til að vera með ykkur á austurvelli. Ég er búinn að skrifa dálítið um þessi mótmæli á blogginu mínu og þar hafa nokkrir kommentað sem eru á mót en eftir að hafa rökrætt aðeins við þá kemur í ljós að þeir eru sammála þessu því þetta mun koma þeim vel.
gangi ykkur vel í áframhaldandi mótmælum
31.03.2008 at 08:22 #618750Ég vona að það verði góð mæting hjá ykkur á morgun. Ef ég hefði verið í bænum hefði ég mætt og mótmælt með ykkur.
Gagngi ykkur vel
28.03.2008 at 21:36 #618690Ég var stopp á gatnamótum kringlumýrabraut og miklubraut í dag, ég hefði getað komist út úr þvögunni en ég tók frekar þá aftöðu að vera stopp og stiðja bílstjóra í þessum mótmælum.
Þetta var gott hjá þeim og vona ég að þetta muni skila árangri hjá þeim.
-
AuthorReplies