Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
01.02.2011 at 15:54 #717756
Prófaðu að tala við Árna Brynjólfsson rennismið í Hafnarfirði, hann setti saman Hilux og Rocky millikassa fyrir allnokkrum árum. Sá búnaður var settur í Hiluxinn hans Gunna Frænda.
Kv. Steinmar
01.02.2011 at 15:51 #718124Ok er gamalt eldfjall og á toppi þess var einu sinni jökulhetta. Vísindavefurinn inniheldur mikið af upplýsingum og þar á meðal þetta: http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=7251
Kv. Steinmar
11.01.2011 at 20:12 #715984Þetta er, hef ég eftir áreiðanlegum heimildum, mynd af misheppnuðu atriði úr James Bond mynd….. er það ekki ?
Kv. Steinmar
11.01.2011 at 09:50 #716038Nú var ég ekki á fundinum í gær, svo ég get ekki tjáð mig um það sem Snorri hefur sagt. En svo ég reyni kannski að svara spurningunni; stærra er stundum betra, ekki alltaf. Ég er sjálfur búinn að eiga og nota ýmsar stærðir bíla, allt frá Suzuki á 31" upp í Econoline 350 á 44" dekkjum. Stundum fannst mé ákaflega gott að vera á stórum og þungum bíl, beinlínis nauðsynlegt, en svo komu tímar þegar minni og meðfærilegri bílar hefðu komið sér betur, ég tala nú ekki um þegar druslan sat á svartakafi í einhverjum skaflinum og maður þurfti að moka.
Persónulega finnast mér "ofurtrukkarnir" mjög flottir og virðast samsvara sér vel, en þeir eru komnir langt upp fyrir það sem mig langar að eiga eða reka, en flottir eru þeir.
Jeppinn sem passar við allar aðstæður er sambland af Súkku og Ram og einhverskonar breytilegur bill, bæði í stærð og búnaði. Bíllinn er smábíll í snattinu en ofurtrukkur í krapaelgnum á fjöllum.
Sem betur fer er ekki búið að smíða hin fullkomna jeppa og vonandi verður það aldrei gert, því hvað yrði þá um áhugamálið okkar ?
Kv. Steinmar
11.01.2011 at 08:28 #716034Þarna gerðist sá fáheyrði atburður að hvalur stökk á skútuna og laskaðist hún nokkuð við það. Fólkið á skútunni var búið að fylgjast með hvalnum um tíma og jafnvel veita honum eftirför. Hver veit nema greyið hafi verið orðinn leiður á þessum túristum og ákveðið að stugga aðeins við þeim með fyrrgreindum afleiðingum.
Ef ég man rétt átti atburðurinn sér stað undan ströndum Suður-Afríku síðastliðið haust.
Kv. Steinmar
10.01.2011 at 20:41 #716006Það hefur lengi verið deyfð yfir þessu blessaða spjalli, þó hafi komið smá sprettir inn á milli. Ég er ekki sérstaklega hræddur við að skrifa mínar skoðanir ef því er að skipta, en stundum er umræðan á því plani að mig langar einfaldlega ekki að taka þátt. Ekki er ég hræddur við ritskoðun; hún er verkfæri spéhræddra manna sem hræðast sannleikann. Samt get ég vel skilið þegar skrif manna eru fjarlægð vegna óviðeigandi ummæla um menn og málefni.
Ég ætla ekki að lofa, hvorki þér eða öðrum, hressilegum eða æsandi skrifum af minni hendi og sé enga ástæðu til að láta hrikta í neinum stoðum, orsaka svitaköst eða ná mönnum á snúning. Engu að síður læt ég skoðun mína í ljós ef mér þykir þörf á, en stundum má satt kyrrt liggja.Steinmar
10.01.2011 at 11:47 #715978Hmmmmm. Mér finnst alltaf betra að sjá það sem á að vera á myndinni, en ég geri ráð fyrir að ef meira sæist myndu allir sjá eins og skot hvar þessi brú er.
Ég fór að leita í huganum að stöðum sem koma til greina og að endingu vil ég meina að téð brú sé yfir Elliðaár, neðan stíflunnar sem myndar lónið neðan við elsta hluta Árbæjarhverfis.Kv. Steinmar
26.12.2010 at 08:50 #714420Sæll
Ég Googlaði þetta og hér er niðurstaðan:
http://www.google.is/search?sourceid=na … +t%c3%a1arKannski er best að hafa samband við Morgunblaðið.
Kv. Steinmar
19.12.2010 at 16:14 #713852Sælir
Á þessari síðu; http://www.awdwiki.com/article.html?inc=vol, eru heilmiklar upplýsingar um þessa gerð fjórhjóladrifs, ásamt teikningum og fleiru. Þar sem þessir bílar eru með sílikonkúplingu sem deilir átakinu milli fram og afturhjóla, eru líkur á að þessi kúpling sé farin að gefa sig eitthvað. Annars er ágætt að nota Google, hún leiðir mann kannski ekki beint að markinu, en í humátt.
Gangi þér vel.
kv. Steinmar
19.12.2010 at 10:13 #713846Ertu að hlæja að Golf eins og þessum Gísli ?
http://www.google.is/imgres?imgurl=http … CCQQ9QEwAgÞað er mörg ár síðan ég sá Golf 4×4 í fyrsta sinn, svo mér finnst spurningin ekki óeðlileg, þó ekki viti ég svarið.
Kveðja
Steinmar
21.11.2010 at 11:57 #711090Það er eignlega vægt til orða tekið að þetta sé vesen, þetta er bölvað bras og leiðindi sem auk þess kostar hellings pening, því miður.
21.11.2010 at 10:44 #711086Blessaður Geiri
Það er allt að því ómögulegt að ná brotnum kertum úr heddinu án þess að taka það af. Ástæðan fyrir því að þetta gerist er sú að það safnast sót neðst á kertalegginn og það verður til þess að kertið festist í göngunum þegar er byrjað að losa það úr. Annaðhvort snýst kertið í sundur eða gengjurnar hreinsast úr heddinu, hvorutveggja hið versta mál og í báðum tilvikum verður að taka heddið af til að gera við.
Kveðja
Steinmar
01.11.2010 at 08:52 #708528Fann þessa töflu: http://www.engineeringtoolbox.com/air-a … d_462.html
Eftir henni er hægt að reikna út fræðilega breytingu á þrýstingi.
Gangi þér vel
Kv. Steinmar
31.10.2010 at 21:10 #708524Ég þekki enga formúlu til að reikna út þrýstingsaukningu með aukinni hæð, þar spilar andrúmsloftsþrýstingur líka aðeins inn í, lofthiti, dekkjahiti og fleira. Mig minnir að þegar maður var að fara á Lanjökul og hleypti niður í 4 pund við jökuljaðar í ca. 700 mys þá passaði yfirleitt að maður þurfti að hleypa 3-4 pundum úr til viðbótar þegar maður var kominn í ca. 1200 mys. Þannig að samkvæmt því er það eitthvað meira en 0,16- 0,2 psi/100mtr.
Í sambandi við burðarþol íss vil ég benda á: http://esv.blog.is/blog/esv/entry/794549/
Þarna eru einhverjar tölur, en mín reynsla er sú að 20cm glærís heldur 2,5 tonna jeppa með glans. Eitt sem þarf að taka með í reikningin er að við aukinn hraða minnkar þyngdarálagið á ísinn þannig að þunnur ís getur borið meiri þunga ef þunginn ferðast með einhverjum x-hraða. Þó ber að varast mjög hraðan akstur á þunnum ís vegna þess að faratæki mynda öldu í ísnum og þegar ákveðnum hraða er náð sker farartækið sig í gegn og þá er hætt við að maður blotni lappirnar….
Ef ísinn er aftur á móti hvítur og fullur af loftbólum er burðarþolið mun minna. Mig minnir að það þurfi ca. 50-60cm af hvítum ís til að halda meðaljeppa.Kveðja
Steinmar
18.08.2010 at 12:09 #700166Þar sem ég er ekki mikill aðdáandi almenningssalerna get ég ekki tjáð mig um hvort kamarinn á þessum hól er original eða ekki. Stór hluti af þeim upplýsingum sem ég hef um staðinn er af spjöldum sögunnar, sem bókstaflega hanga á veggjum hússins, sem og úr lesefni ýmiskonar.
En satt er það; þetta er flottur útsýnisstaður.
Kv. Steinmar
16.08.2010 at 19:57 #700160Dagbjartur er með þetta á hreinu sýnist mér. Kelsteinhaus kallast þetta hús og er byggt í 1840 metra hæð yfir sjó. Að byggingu þess stóðu næstráðendur Hitlers og var það byggt sem afmælisgjöf til foringjans í tilefni 50 afmælis hans. Verkið tók aðeins 18 mánuði og mest allt efni flutt þarna upp hestvögnum. Húsið er í dag í nákvæmlega sömu mynd og það var strax eftir byggingarlok. Bandamenn reyndu að varpa sprengjum á kofann en hittu aldrei og að endingu hættu þeir að reyna. Hitler dvaldist sjaldan þarna, þar sem hann þjáðist af lofthræðslu. Hann kaus í staðinn að dvelja í Bergsteinhaus sem var staðsett í nágrenninu, bara einum 800 metrum neðar. Bergsteinhaus var jafnað við jörðu í stríðslok og sjást engar minjar né merki um það lengur.
Þegar farið er upp til Kelsteinhaus er ekið frá þorpinu Berchtsgaden (vonandi rétt skrifað) upp í um 1000 metra hæð og þar kaupir maður miða með rútu sem ekur "veginn" upp á hlaðið fyrir neða húsið. Þaðan er gengið ca. 75m eftir jarðgöngum og farið lyftu upp í sjálft húsið. Lyftan fer 124 metra uppávið, sem ca. 50 metrum hærra en Hallgrímskirkjuturn.
Þegar upp er komið er húsið algjörlega óbreytt frá því sem það var í upphafi, að því slepptu að það er hægt að kaupa veitingar fyrir okurfé. Fyrir ofan húsið, þaðan sem myndin er tekin, gríðarlega fallegt útsýni yfir næsta nágrenni. Þar vaxa hin ýmsu háfjallablóm og alltaf sjást fuglar þarna, sem reyndar eru sumir svo gæfir að þeir borða úr lófa manns.
Þetta er einn af þessum stöðum sem er ógleymanlegt að heimsækja, ef ekki fyrir söguna, þá fyrir náttúrufegurð og útsýni.
04.07.2010 at 20:47 #697684Kannski er maðurinn að tala um að fljóta "þyngdarlaus" í vatni við köfun ? Það er einskonar flot, ekki satt ?
Annars er fullkomið flot, í jeppamennskunni, eitthvað sem erfitt er að skilgreina þar sem smekkur manna og tilfinning er mismunandi.
Kv. Steinmar
26.05.2010 at 19:51 #694554Prófaðu að tala við Bogga í Mótorstillingu, hann er snillingur í öllu sem viðkemur Chevy.
Kv. Steinmar
29.04.2010 at 20:02 #692194[quote="Hlynur":2xniv7wu]Það næsta sem gerist er að þú kemur heim og ferða að grenja í mönnum um að fá að keyra tourista á Ford Econoliner. :)[/quote:2xniv7wu]
Einhvernveginn er ekki ég ekki svo viss………… en maður á aldrei að segja aldrei
29.04.2010 at 19:30 #692190Vissulega verður maður að velja og hafna. Í dag er ég í þeirri stöðu að vera námsmaður í útlöndum og get þess vegna ekki tekið þátt í jeppamennskunni eins og ég gerði hér áður. Fyrst eftir að ég flutti var þetta svolítið erfit og söknuðurinn gerði vart við sig. Eftir því sem tíminn leið bar minna á einkennum, en núna undanfarið hafa þau gosið upp aftur, kannski vegna umbrota náttúrunnar, kannski er maður líka farinn að gleyma hvað mikið maður var búinn að fá nóg af þessu.
Sem betur fer er stöðug nýliðun í hópi jeppamanna og það kemur maður í manns stað og maður finnur sér bara nýtt áhugamál, eða það hef ég allavega gert, þó að ég hafi reyndar dustað rykið af áhugamálum sem lengi höfðu verið kæfð niður.Ferðamennska er fyrir alla, bæði konur og karla. Það skiptir engu máli hvað aðferð eða faratæki er notað, þetta er spurning um að njóta þess sem maður er að gera og láta ekki einhverja gamla/unga svartsýnisseggi eyðileggja sportið.
Með ósk um gott ferðasumar til handa öllum gömlum ferðafélögum og líka hinum sem eru að stíga sín fyrstu skref í dellunni.
Kv. Steinmar
-
AuthorReplies