Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
27.10.2016 at 21:44 #940977
Ég var beðinn að koma eftirfarandi á framfæri
Hraðnámskeið fyrir verðandi radíóamatöra verður haldið um miðjan nóvembermánuð og hefst laugardaginn 12. nóvember. Áætlað er að halda prófið þann 19. nóvember.
Um helgina 12.-13. nóvember er áætlað að kenna í 6 – 7 tíma hvorn dag og síðan frá klukkan 19 til 22 á hverju kvöldi frá mánudegi til föstudags. Prófið hefst klukkan 10 á laugardagsmorgni og lýkur klukkan 14.
Námskeiðsgjald er 20 þkr. fyrir nýja nemendur en nemendur sem áður hafa sótt námskeið hjá ÍRA greiða ekki námskeiðsgjald en greiða kostnaðarverð fyrir námsgögn ef þeir eiga þau ekki til frá fyrri námskeiðum.
Námskeiðskynning verður þann 3. nóvember í Skeljanesi og hefst klukkan 20:15.
Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt skrái sig á námskeiðið með tölvupósti á ira@ira.is eða með símtali í 8633399.
Fh stjórnar ÍRA
Jón Þóroddur Jónsson
TF3JA
28.07.2016 at 00:26 #938333<div id=“id_57995114241256085855032″ class=“text_exposed_root text_exposed“>
Eins og þeir sem ferðast um hálendið vita, þá eru núverandi fjarskiptakerfi (VHF og GSM) með takmarkaða útbreiðslu. Skuggasvæði án öruggra fjarskipta eru víða. Þeir sem vilja hafa fjarskiptaöryggi í lagi hafa þurfa að nota rándýra gerfihnattasíma. Hópur áhugamanna um fjarskipti á hálendinu er að endurvekja fjarskipti á HF bandinu en með þeim er hægt að ná um allt land og jafnvel víðar. Það eru gömlu Gufunestíðnirnar (2.790 Khz) og svo ætlum við líka að vera á tíðni nálægt 5.0<span class=“text_exposed_hide“>…</span><span class=“text_exposed_show“>00 Khz sem þýðir mun minna loftnet. Þeir sem þekkja gömlu Gufunestalstöðvarnar vita hvað þessi tæki geta og nýjustu kynslóðir talstöðva eru mun betri en þær sem voru notaðar hér áður. Við erum búnir að finna stöð sem er með CE merkingu og er því lögleg hér á landi. Hún er frá Kenwood og heitir TK-90. Þessi stöð er notuð víða á strjálbýlum svæðum þar sem GSM dugir ekki til, t.d í Afríku, Ástralíu, Indlandi og víðar. http://www.kenwood.com/india/com/lmr/tk-90/</span>
<div class=“text_exposed_show“>Ég er að undirbúa fyrstu pöntun og vil bjóða áhugasömum að taka þátt á kostnaðarverði og vera með í innleiðingunni frá upphafi. Þessar stöðvar kosta vel undir 1.000 EUR, eru mjög vandaðar og henta mjög vel í bíl. Hefur einhver áhuga á að skoða þetta betur ? Ég skal fara betur yfir þetta með þeim sem gefa sig fram.
</div>
</div>
14.04.2016 at 09:00 #937809RUV er núna með tilraunasendingar á MW, eða 666
Hvet ykkur til að prófa hvort þið náið þessum sendingum á bíltækjunum ykkar og melda hér inn hvernig þið heyrðuð sendinguna.
Sendirinn er á Vatnsenda og vænta má þess að hann dragi um suðvesturhornið og eitthvað inn á landið. Ég náði þessu t.d. vel við Laugarvatn.
11.01.2016 at 23:14 #935859Amatörnámskeið hjá ÍRA.
Námskeið til amatörprófs verður haldið á vegum ÍRA, félags Íslenskra radíóamatöra í vetur. Kynning á námskeiðinu og afhending námsgagna verður í félagsheimili ÍRA í Skeljanesi fimmtudagskvöldið 28. janúar klukkan 20. Þeir sem áhuga hafa á að taka þátt í námskeiðinu sendi tölvupóst á ira@ira.is eða tilkynni þáttöku í GSM síma 8633399 fyrir 22. janúar. Almennt námskeiðsgjaldgjald er kr. 20.000,- en kr. 14.000,- fyrir félaga í ÍRA.Kennt verður á þriðjudags- og fimmtudagskvöldum, tvo tíma á hvoru kvöldi. Verklegar æfingar verða í húsnæði félagsins í Skeljanesi einhverja sunnudagsmorgna meðan námskeiðið stendur yfir. Ráðgert að námskeiðið hefjist í byrjun febrúar og ljúki í apríl. Próf verður haldið um mánaðamótin apríl-maí.
Allar upplýsingar um námskeiðið verða settar á heimasíðu félagsins ira.is fljótlega.
13.12.2015 at 16:44 #935283Eitthvað gengur mönnum illa að finna hópinn, kann ekki nóg á fésið til að vita hvað þarf til. Meldið endilega hér ef þið viljið láta bæta ykkur í hópinn og ég reyni að græja það.
13.12.2015 at 15:34 #935282Bendi öllum sem hafa áhuga á að endurvekja gömlu Gufunestalstöðvarnar að óska eftir innöngu í Facebook hópinn: Stuttbylgju stöðvar á Íslandi
08.12.2015 at 23:20 #935191Radíóamatörar og jeppaferðamenn eiga margt sameiginlegt, enda eru margir virkir félagar í báðum þessum félögum.
Næsta fimmtudagskvöld, þann 10.12.2015 kl 20, verður félagsfundur IRA haldinn í nýjum sal Ferðaklúbbsins 4×4 í Síðumúla 31.
Við munum fjalla um það sem radíóamatörar og íslenskir jeppaferðamenn eiga sameiginlegt og hvernig amatörsportið nýtist sem ferðafólki á Íslandi sem öryggistæki.
Hvetjum alla félaga í F4x4 sem hafa áhuga á fjarskiptum til að koma. Sérstaklega þá sem sakna gömlu „Gufunestalstöðvanna“.
08.03.2015 at 17:39 #777212Fúlagengið er á svipuðum slóðum og 1918.
Fylgja Eyfirðingavegi til vesturs og nálgast Kjalveg.
Voru að fara framfyrir 10 til 15 bíla röð, mikil snjóblinda.
08.03.2015 at 17:20 #7772111918 hópurinn er nú á suðurleið, eru norðvestan við Hofsjökul.
Hægt er að sjá ferilinn þeirra, hvar þeir eru staddir, hraða og stefnu, hér:
http://aprs.fi/#!mt=roadmap&z=11&call=a%2FTF3WJ-9&timerange=3600&tail=3600
Þetta er ferliskráning í jeppa Jóns Ólafssonar sem er radíóamatör TF3WJ og nýtir þarna á hagnýtan hátt eina af fjölmörgum skemmtilegum græjum úr veröld radíóamatöra.
ATH, hægra megin á APRS síðunni, er hægt að stilla hver langur tími er sýndur. Ef því er breytt í 3 daga , þá sést öll ferðin hjá Jóni og félögum, nema þegar hann hefur haft slökkt á græjunni, það sést sem beinir langir leggir í ferlinum (t.d. á hluta af Öxndalsheiði og víðar) .
06.03.2015 at 09:17 #777168Rétt að taka fram að það voru ekki bílar úr Fúlagenginu sem voru í þessum bilunum og vandræðum. Þetta voru bílar úr öðrum gengjum og/eða utan gengja sem Fúlagengið var að aðstoða, enda hjálpsamir og öflungir menn.
08.01.2015 at 11:33 #776038Tilkynning frá IRA:
Kynning vegna námskeiðs til amatörprófs verður í félagsheimili ÍRA í
Skeljanesi, fimmtudaginn 8.janúar 2015, kl. 20.30
Verið öll velkomin.Hvet alla áhugasma um að mæta á kynningarfundinn í kvöld !
Einnig má skoða http://www.ira.is
14.12.2014 at 12:54 #774743Hvet alla jeppaferaðmenn sem hafa áhuga á að geta alltaf komist í samband við umheiminn, hvar sem er á landinu, að taka þetta námskeið. Eða ná alltaf á milli bíla.
Þetta námskeið kostar mjög lítið miðað við það efni sem farið er yfir. þekkingin sem fæst er nytsamleg á fjölmargan hátt, margir taka þessi námskeið líka til að auka hæfni sín í störfum sem tengjast fjarskiptum á einn eða annan hátt.
Svo er þetta alveg ótrúlega skemmtilegt sport með háan dótastuðul.
06.05.2014 at 00:25 #768043Í framhaldi af uræðu á félagsfundinum áðan, þá eru hér nokkrir linkar á fróðlegar greinar um USB hleðlsu.
Sú fyrsta er sú sem ég nefndi á fundinum áðan (mig misminnti nafnið aðeins) og heitir „the-dirty-truth-about-usb-device-charging“.
http://www.maximintegrated.com/app-notes/index.mvp/id/4803
How USB charging works, or how to avoid blowing up your smartphone
How to charge your smartphone and other USB devices as quickly as possible
15.03.2014 at 13:06 #454156Ég tek eitt stykki echoMap 70s
12.09.2013 at 23:04 #378883Sælir
Ég fékk póst um daginn um skráningu á upplýsingum um bílinn minn á sýningunni.
Núna finn ég ekki þennan póst.Er möguleiki á að fá hann sendan aftur ?
snorri@tstod.is
09.05.2013 at 14:43 #765851Flott Rúnar.
Þið í skálanefndinni eruð algjörir dugnarðarforkar.
Snorri
09.05.2013 at 11:03 #765397Ég óska nýkjörinni stjórn til hamingju með kjörið og velfarnaðar í starfi.
Fráfarandi stjórn þakka ég fyrir vel unnin störf.
Nýr maður kom inn í fjarskipatnefnd, Árni Ómarsson og við bjóðum hann velkominn í hópinn.
Nýrrar stjórnar bíður að halda á lofti fjölmörgum hagsmunamálum okkar af ennþá meiri krafti, ekki veitir af.
Snorri Ingimarsson
fjarskiptanefnd
25.04.2013 at 20:00 #764821Fjarskiptanefnd skipa:
Snorri Ingimarsson R16
Hlynur Snæland R2208
Jóhannes Jónsson R2729
Kjartan Gunnsteinsson R1563
Sigmundur Sæmundsson R3006Við gefum allir kost á okkur áfram en myndum fagna því að fá nýja og áhugasama til að starfa í nefndinni með okkur.
19.09.2012 at 20:15 #757341Hvernig gengur vinnna stjórnar F4x4 við að skoða þessi lög og semja umsögn ?
30.08.2012 at 22:42 #757117Mér ofbýður algerlega þetta með nýju refsilögin hans Róberts.
Auðvitað er rétt að refsa fyrir spjöll af völdum umferðar utanvega.
Refsingin verður þó að vera í einhverju samræmi við refsingu fyrir önnur afbrot.Þessir stjórnmálamenn treysta sér ekki til að (eða vilja ekki) setja löggjöf sem getur blakað við þeim sem byrla börnunum okkar eitur á götunum. En þeir telja sig þess umkomna að ákvarðar refsingar fyrir astur utanvega í hrópandi ósamræmi við slík afbrot.
Jafnvel upptöku ökutækja samkvæmt einhverju huglægu mati embættismanna.
-
AuthorReplies