This topic contains 0 replies, has 1 voice, and was last updated by Snorri Ingimarsson 7 years, 11 months ago.
-
Topic
-
Ég var beðinn að koma eftirfarandi á framfæri
Hraðnámskeið fyrir verðandi radíóamatöra verður haldið um miðjan nóvembermánuð og hefst laugardaginn 12. nóvember. Áætlað er að halda prófið þann 19. nóvember.
Um helgina 12.-13. nóvember er áætlað að kenna í 6 – 7 tíma hvorn dag og síðan frá klukkan 19 til 22 á hverju kvöldi frá mánudegi til föstudags. Prófið hefst klukkan 10 á laugardagsmorgni og lýkur klukkan 14.
Námskeiðsgjald er 20 þkr. fyrir nýja nemendur en nemendur sem áður hafa sótt námskeið hjá ÍRA greiða ekki námskeiðsgjald en greiða kostnaðarverð fyrir námsgögn ef þeir eiga þau ekki til frá fyrri námskeiðum.
Námskeiðskynning verður þann 3. nóvember í Skeljanesi og hefst klukkan 20:15.
Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt skrái sig á námskeiðið með tölvupósti á ira@ira.is eða með símtali í 8633399.
Fh stjórnar ÍRA
Jón Þóroddur Jónsson
TF3JA
You must be logged in to reply to this topic.