Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
27.02.2010 at 23:47 #685376
Það eru 2 lagnir vegna þess að ein er þrýstingur og hin er slefið. Bremsujafnarinn er svo í raun þrýstistillir sem gefur meiri þrýsting til bremsudælanna eftir því sem lokinn opnar betur (eins og bíllinn sé meira hlaðinn og þurfi því að bremsa hlutfallslega að aftan) Umframvökvinn fer því tilbaka um slefrörið.
Þegar menn blinda það fær bíllinn því alltaf fulla hemlum að aftan, sem er sjálfsagt yfirleitt í lagi á Hiluxunum enda er hemlaafl að aftan oftast ekki þeirra sterkasta hlið.Atli, hefur þú sjálfur blindað returrörið? Ég var að spá í að gera það á mínum enda búinn að vera með lokann fastann í efstu stöðu í rúmt ár og kominn tími á að endurnýja bremsurörin, helmingi minna vesen að leggja bara eitt nýtt! 😉
Kv. Sigurþór
20.02.2010 at 10:57 #684070Ok, flott. Ætli þeir fái ekki bara 5.13 hlutföllin úti? Þau voru ekki að reynast eins vel eins og 5.42. Vonandi að þetta reddist!
Kv. Sigurþór
20.02.2010 at 00:38 #684066Get lofað þér að Biggi í Formverk á Bæjarflöt í Grafarvogi gæti sagt þér það! Ég keypti svona hlutfall af honum fyrir nokkrum árum í Breyti sem hann hafði pantað sjálfur beint frá þeim á Spáni. Þetta tók einhvern óratíma að fá þetta man ég, þeir voru alltaf að lofa þessu til landsins og svo liðu nokkrir mánuðir, en skilaði sér að lokum.
Kv. Sigurþór
19.02.2010 at 22:40 #684060Sælir
Þettar var framleitt í einhverri fabrikku á Spáni minnir mig, en man ómögulega nafnið á henni
Kv. Sigurþór
19.02.2010 at 11:24 #683914Bílaverkstæði Einars Þórs Bæjarflöt 7
S: 567-0080 – 894-2606
19.02.2010 at 11:10 #683652Sælir piltar…
Ég var nú bara að reyna að koma með svar sem var í stíl við spurninguna! Þegar menn eru ekki vissir um hvort er að plaga aksturseiginleika bílsins, spindilhallinn eða jafnvægisstöngin geri ég ekkert sérstaklega ráð fyrir því að það sé engilega næg verkþekking að taka stúta af og sjóða afturá með fullnægjandi hætti.
En það er sjálfsagt að sá sem spyr vegi og meti bara þau svör sem koma og framkvæmi í framhaldi af því eftir bestu getu og kunnáttu. Málið er bara að ég hef átt við og hjólastillt mörg hundruð bíla, breytta og óbreytta í vægast sagt misjöfnu ásigkomulagi og við hljótum að vera sammála um að þessi frágangur þurfi að halda vatni.Kv. Sigurþór
18.02.2010 at 16:23 #681756Ég verð nú að taka undir með Jóni, þetta ætti að koma fram í skilgriningu með afsláttarprósentunni!
Kv. Sigurþór
18.02.2010 at 16:20 #683644Ég var ekki að segja að þetta væri ekki HÆGT heima á plani, en þá er bara líklegt að menn borgi fyrir það með verri aksturseiginleikum og dekkjasliti.
Kv. Sigurþór
18.02.2010 at 12:47 #683640Það fer nú aðallega eftir aðstöðu og kunnáttu. Þetta er allavega ekkert sem maður vill mixa við lágmarksaðstöðu inni í skúr.
Fyrst þarf náttúrulega að strípa hásinguna og svo skera stútana af og fasa vel fyrir suðuna og svo er auðvitað mjög mikilvægt að öllu sé stillt nákvæmlega rétt upp áður en steikt er saman. Bæði varðandi camber og caster (hjólhalli og spindilhalli).Ég myndi ráðleggja þér að láta gera þetta hjá vönum mönnum eins og td. Stál og Stansa.
Ef vel á að vera þyrfti einnig að hjólastilla bílinn bæði fyrir (til að fá rétta mynd af skekkjunni) og eftir til að fá rétta innskeifni og til að tryggja að vel hafi tekist til.Kv. Sigurþór
17.02.2010 at 17:52 #683636Hvoru megin setirðu fleiginn? Ef þú ert með neikvæðan spindilhalla upp á 10°(eins og þetta hljómar hjá þér) verður bíllinn skelfilegur í akstri og leitast ekki við að rétta sig af heldur beygja meira. Ef spindilhallinn er neikvæður þá myndi ímynduð lína sem dregin er gegnum spindilkúlurnar lenda fyrir aftan hjól en hún á alltaf að lenda fyrir framan hjól.
Passlegur spindilhalli á svona hásinga Hilux er svona 4-6 gráður. 10° og yfir er bara of mikið, þú ert þá farinn að setja mikið álag á spindillegurnar.Kv. Sigurþór
13.02.2010 at 16:38 #674152Hvernig átti þessi setning að enda hjá þér Frikki? "var hún bara nokkuð…"
Kv. Sigurþór
10.02.2010 at 02:23 #682308Mudder á 14" breiðum felgum er alveg skotheldur pakki undir þennan bíl! Var með það undir mínum gamla og það fór aldrei neinn meira en maður sjálfur í ferðum!!!
Kv. Sigurþór
29.01.2010 at 08:11 #679882Orginal er hann með EGR-búnað á pústgreinunum, hvernig var gengið frá því þegar flækjurnar voru settar í? Ef EGR-systemið er enn til staðar getur verið að ventillinn standi opinn. Þetta er svona það helsta sem manni dettur í hug ef ekki fleira var gert til þess að eyðslan ykist svona!
Kv. SÞ
28.01.2010 at 19:19 #679676Spurning um að ath með ventla og þjöppumæla, gat á hosu frá túrbínu? Reykir bílinn þegar þú botngefur honum? Wastegate lokinn á túrbínunni gæti verið að svíkja þig. Þú getur prufað að hengja boostmæli með T-stykki við litlu slönguna hjá wastegatelokanum, tekið hana upp með húddinu og tillt mælinum á aðra þurrkuna, farið út að keyra. Ætli hann eigi ekki að vera að blása einhver 7-9 psi!?! Annars er þessi fíni Pajero-Tækniþráður hérna á spjallinu einhversstaðar þar sem þú átt að geta fundið ýmsan fróðleik um akkúrat þessa vél.
Kv. Sigurþór
25.01.2010 at 20:23 #679270Þú þarft hubbin, dælurnar og diskana úr Hilux/runner ásamt því að setja 16mm spacera milli diska og hubbs. En svona uppsett er bremsudiskurinn aðeins of lítill (dælan stendur of ofarlega). Menn hafa skilst mér notað tvöfalda diskinn úr 60 Cruisernum sem hefur smellpassað fyrir svona breytingu.
Kv. Sigurþór
https://old.f4x4.is/index.php?option=com … mId=247704
16.01.2010 at 09:00 #677222Ef þú átt 10cm. upphækkunarklossa úr Patrol þá eru það væntanlega klossarnir sem settir eru undir gormana. Allavega var langflestum Patrolum breytt þannig enda þægilegt og einfalt. Nissan DC ´99 er hinsvegar með klafa að framan en ekki hásingu og gorma eins og Patrol, og ef þú ætlar að breyta honum fyrir 38" dekk þarftu að fara í upphækkun á boddýi með fiberklossum, 8-10cm. Passaðu svo að sjóða allavega 2 af boddýfestingunum upp.
Svona boddýlift fylgir allskonar föndur eins og að lengja í öxlinum frá stýrisratti og niður í maskínu, lengja í stöngum fyrir gír og millikassa (sleppur stundum), hækka stuðarana þar sem þeir fylgja grindinni, síkka vatnskassann niður því hann liftist frá vélinni, lengja í áfyllistútnum fyrir eldsneytistankinn og sjálfsagt eitt og annað sem fylgir hverjum bíl fyrir sig.
Gangi þér annars vel.Kv. Sigurþór
15.01.2010 at 09:05 #677040Þú færð tjakkinn í þetta í Landvélum. Þeir eru svo sem ekkert mjög spes en það þarf t.d. að passa að setja ekki of rúmmálsmikinn tjakk svo forðabúrið á stýrisdælunni tæmist ekki þegar tjakkurinn gengur í sundur. Svo þarf hann auðvitað að hafa rétta lengd og hreyfigetu, og einnig þarf að bora stýrismaskínuna á réttum stöðum fyrir nipplunum. Og þú verður að taka hana í sundur til að bora hana svo þú fáir ekki svarfið inn í kerfið.
Kv. Sigurþór
13.01.2010 at 11:22 #676682Talaðu við Einar á Bílaverkstæði Einars Þórs, hann er með Benz með þessari vél og þekkir þetta!
Kv. Sigurþór
12.01.2010 at 14:23 #676036Það er nú engin nauðsyn að mæla á þessu hersluna ef þú ert sæmilega bílskúrsfær, aðallega að þetta sé hert jafnt og sitji vel. Það ætti að vera í lagi að nota gömlu pakkninguna áfram ef hún er heilleg. Það er samt gott að setja smá filmu af pakkningarsiliconi sitthvorumegin við hana og fituhreinsa báða fleti áður en límt er.
Það er alls ekkert víst að þú verðir nokkuð var við það ef vélin er að draga smá falskt loft. Og í raun ekki fyrr en blandan er komin út fyrir þau mörk sem skynjararnir ráða við að leiðrétta með tölvunni og kveikja þar með "Check engine" ljósið. En þú gætir samt sem áður verið með lélegan bruna því vélin er þá að fá meira súrefni en loftflæðimælirinn gefur tölvunni til kynna. Súrefnisskynjarinn í pústinu á svo að taka á of háu súrefnisgildi í afgasinu með því að gera blönduna sterkari.
Eru þessar eyðslutölur hjá þér örugglega miðað við samskonar akstur? Ath. útihitastig hefur talsvert að segja með eyðslu, sérstaklega í innanbæjarakstri þar sem eknar eru stuttar vegalengdir og vélin kannski enn að hitna þegar drepið er á. Kalt í veðri = meiri eyðsla…
Kv. Sigurþór
12.01.2010 at 10:57 #676072Ég keypti mína í N1 Bíldshöfða, þeir voru með þetta í haugum þá allavega. Hljóta að fá þetta aftur…
Kv. Sigurþór
-
AuthorReplies