Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
29.11.2002 at 09:44 #464542
Menn verða þá að vera með mjög lág hlutföll og svakalegan kæli ef þeir ætla ekki að steikja skiptinguna í erfiðu færi.
Þetta gæti hinsvegar verið gaman á ferðinni en stundum verður færið erfitt og þá…….:(
Jón H.
28.11.2002 at 10:26 #464534Þó vélin skili mörgum hestöflum þá held ég að hún sé betri fyrir fólksbíl en jeppa.
Mig minnir að þessar vélar vinni ekki sérstaklega vel þangað til að túrbóið kemur inn (og þá fljúga þær) en jeppi þarf helst á togi að halda á lægri snúning.
JHG
25.11.2002 at 08:26 #464528Hann vildi fá samanburð á þessum vélum, ef við förum að víkka þetta út þá kæmi t.d. Cadillac 500 ci vel til greina, svipað þung og small block og togar svakalega.
Menn hafa svo strokað 400 sbc vélina mjög mikið (ráðlegt að steypa svolítið í blokkina) og hafa farið uppfyrir 427.
Ég tek svo alltaf Chevy fram yfir Ford 😉
JHG
24.11.2002 at 00:30 #464516Ég sá að einhver var að fárast yfir eyðslunni.
Small block eyðir nú ekki svo miklu (en eyðsla er nú einu sinni afstæð). Ég á m.a. 1986 módel af Transam með 305HO með Holley 600 blöndung, rúlluundirliftur, flækjur ofl. ofl.
Í sumar fór hann niður í 13,8 lítra í blönduðum akstri (alls ekki sparakstur).
Margir eiga erfitt með að trúa því en ég skrái alltaf stöðu mælis þegar ég kaupi bensín og skrái það síðan í excel skjal.
Kosturinn við "stóra" vél (einnig afstætt) er að þú getur látið hana vinna vel á lágum snúning. Um leið og stór vél fer að snúast þá fer hún að eyða.
Hinsvegar er ég með Blazer K5 með 350 sbc og TH350 (enginn yfirgír), 4,88 hlutföll og 38 tommu dekk. Á hundrað kílómetra hraða er vélin á ca. 2.500 snúningum (allt of hátt) og því eyðir hann um 20-25 lítrum í blönduðum. Ég veit að ég gæti náð honum niður með að setja skiptingu með yfirgír undir en þar sem að bíllinn er nú aðallega ætlaður til fjallaferða þá yrði ég lengi að ná uppí kostnaðinn (skipting, ný sköft, færa millikassa ofl.. Svo er bíllinn líka 2,3 tonn svo þessi eyðsla ætti ekki að koma mikið á óvart.
Ef þú gerir þetta þá mæli ég með að þú tengir TH700R4 (0,7 yfirgír) skiptingu við dótið til að minnka eyðsluna (tala nú ekki um ef þú dettur niður á vél með TPI) og nota ekki of heitann knastás.
JHG
24.11.2002 at 00:04 #464514Ég hef aldrei heyrt það áður að undirliftur í small block chevy hafi eitthvað verið að gefa sig (gæti samt verið án þess að ég hafi heyrt um það). Ég myndi mæla með rúlluundirliftum (og þá helst vökva).
Ég á tvo bíla með chevy vélum (annar með rúllu en hinn með þeim gömlu góðu) og þær hafa reynst vel, bila lítið (sem ekki neitt) og mjög skemmtilegar.
Það er ekki tilviljun að chevy small block er sú vél sem er algengast að menn setji í aðrar tegundir.
JHG
23.11.2002 at 19:09 #464510Þó vélin sé með sömu kúbik tölu þá er þetta allt önnur blokk.
Það er hægt að fá helling af aftermarket og performance hlutum í small block chevy á góðu verði en úrvalið er miklu minna í Búkkann.
Ef það vantar svo varahluti strax þá er hellingur til af hlutum í sbc hér á landi meðan þú þarft örugglega að panta þá í Búkkann.
Chevy small block fæst svo frá 283 ci til 400 ci sem gefur möguleika á stækkun ef þú rústar 350 vélinni
JHG
15.11.2002 at 15:45 #461560Ef minnið er ekki að svíkja mig þeim mun meira þá var það Jeep Commanche sem fór hæst alla bíla (Hvannadalshnúk).
Jón H.
02.11.2002 at 18:30 #463978Það efast ég um, þú ert væntanlega með 9" að aftan sem á nú að þola ýmislegt.
Ég er með Blazer K5 á 38" (breyttur fyrir 44) og er með venjulegann GM 12 bolta að aftan. Hann hefur þolað allt nema þegar smurstöð gleymdi að setja olíu á drifið eftir að þeir höfðu tappað af. Ég gat samt keyrt á þessu í nokkra mánuði olíulaust án þess að nokkuð gerðist.
9 tomman á frekar að vera sterkari en 12 boltinn og þú ert með léttari bíl svo álagið á að vera minna en hjá mér.
En, stærri dekk þýða meira álag svo það getur allt gerst…
JHG
26.09.2002 at 15:48 #463354"Alveg er það merkilegt hvað eigendur Lada bifreiða eru sniðugir við að bjarga sér…"
Ég held að það eigi almennt við um jeppamenn. Það kannast eflaust flestir jeppamenn við að þurfa að bjarga sér á einkennilegann hátt (ég varð t.d. að binda millikassa).
JHG
20.09.2002 at 13:34 #458066"Ef þú notar bílinn þinn utanbæjar kemur upp viðhald"
Auðvitað er viðhald á öllu sem er notað, það er oft hægt að bæta bílinn áður í alvöruna er komið og sleppa við bilun.
Svo er það nú þannig að sumir eru alltaf að brjóta meðan aðrir ferðafélagar á svipuðum bílum brjóta ekki neitt. Sumir þurfa alltaf að vera í loftköstum (bókstaflega) og er alveg sama um bílinn.
Það skiptir máli hvernig þú keyrir, ekki endilega hvar!
JHG
19.09.2002 at 09:45 #458060Ef þetta væri gamall bíll sem ekkert hefur verið hugsað um og einhver skítmixari hefði átt hann þá væri ekki von á góðu, hvers lenskur sem bíllinn væri og hvort hann notar dísel eða bensín.
Viðhaldið á mínum gamla Blazer K5 hefur hinsvegar verið mjög lítið (og ekkert skítmix) og endurbætur undanfarinna ára eru langtum ódýrari en áætlaður viðhaldskostnaður FÍB er á nýjum fólksbíl (þeir gera ráð fyrir ca 85.000 krónum 😮 )
Ef það er hugsað um eðlilegt viðhald og slitnum hlutum skipt eða viðgerðir út þá endast bílar endalaust.
JHG
10.08.2002 at 20:55 #462762Ef þú ert að fara á jökul þá segist þú vera að ná í ókeypis ís
Jón H.
08.08.2002 at 14:22 #462694Mín reynsla af að skipta af sparibauk (gamli góði Súzuki Fox) yfir á stórann trukk með V8 er eftirfarandi.
Ég byrjaði að fá algjört kúltúrsjokk þegar ég áttaði mig á hve mikið gat farið í bensín. Kannski ekki skrítið þar sem að maður gaf svolítið mikið í fyrst. Eyðslan fór örugglega uppundir 40 lítra á hundraði
Svo lærði maður að það þarf ekki að standa þessar stóru vélar til að láta þær vinna (og svo fann ég og lagfærði bensínleka).
Ef ég keyri skikkanlega þá er trukkurinn svona í 25 lítrum (en er tilbúinn að eyða hverju sem er) en þetta er blöndungsbíll án alls tölvudóts.
Ég fékk svo algjört víðáttubrjálæði inní þessum hlúnk (Blazer K5 vs. Fox ;), það er rosalega þægilegt að ferðast í ferlíkinu.
Það er hinsvegar ekki eins skemmtilegt að keyra Þingholtin á Þorláksmessu
Ef þú ert ánægður með Súkkuna þína þá sé ég ekki ástæðu til að skipta nema þig langi sérstaklega í V8 flokkinn.
Ef þig langar hinsvegar til að fá almennilegt spark þegar þú gefur í (og ert viss um að veskið þoli það) þá er hann fyrir þig
Ég tek svo undir það sem áður kom fram, "að það er erfitt að dæma svona hluti án þessa að sjá þá og skoða vel……….."
Kveðja,
Jón H.
07.08.2002 at 08:53 #462688Get ekki verið sammála því að maður sé alltaf út í skúr að gera við (maður er kannski að gera eitthvað annað :).
Minn gamli góði Blazer með sína 350 V8 hefur nú ekki mikið bilað. Ég var í fyrsta skipti að opna ventlalok á vélinni núna um helgina en ég hef átt bílinn í ca. 7 ár (ákvað að skipta um ventlalokspakkningu til að laga smá leka). Bílskúrinn minn er því miður það lítill að Blazerinn kemst ekki inn
Eina stóra sem bilað hefur er þegar smurstöð gleymdi að setja olíu á afturhásinguna (mín sök að treysta einhverjum öðrum fyrir svona hlut), ég keyrði í þrjá mánuði áður en legan við pinjóninn brotnaði. Það var allt orðið blátt en ekkert annað brotið. En tryggingarfélag smurstöðvarinnar borgaði það (eftir mikinn slag)
Ég held að það séu ekki margar hásingar sem þola það að vera olíulausar í þrjá mánuði (var minn eini bíll og notaður daglega). Að öðru leiti er þetta bara þetta venjulega, kerti, þræðir og þær breytingar sem maður gerir.
Hinsvegar kunna þessir gripir að drekka, minn fer með um 25 á góðum degi og hefur mjög gaman af að eyða MIKLU meiru ef ég leyfi honum það 😉
Mér skilst reyndar að V6 vélin frá Toyota sé lítið skárri (má vera að 2,4 sé sparibaukur) hvað eyðsluna varðar :/
Það er algjör óþarfi að stunda "skítfix" á þessum bílum þar sem að það er hægt að fá allt í þessa gripi.
Ef það er hugsað vel um bílinn og sinnt venjulegu viðhaldi þá á þetta ekki að bila neitt mikið. Það á auðvitað ekki við ef bíllinn er útslitinn og kominn á grafarbakkann.
Kveðja,
Jón H.
P.s. það er nú orðið ljótt þegar GM maður er farinn að verja FORD 😉
30.07.2002 at 16:03 #462666Ef eyðslan yrði 18-20 með 6.2/TH700 (með yfirgír) vs. 25 með TH350 (án yfirgírs) þá held ég að það sé betra að halda sig við 350.
Það tæki áratugi að ná fjárfestingunni til baka
Með því að setja 700 skiptingu í þá dettur snúningur allavegana niður um ~30% svo eyðslan ætti að minnka eitthvað.
Jón H.
30.07.2002 at 11:21 #462662Hvað er svona rella að eyða í bíl eins og mínum?
Eins og er þá fer hann með 25 ef ég tek því rólega (lág hlutföll og enginn yfirgír), ætti dísellinn ekki að lagfæra gatið á buddunni? Ætti ég kannski bara að skella í hann 700 skiptingu og gleyma þessu með díselinn?
Jón H.
29.07.2002 at 14:33 #191629Ég var að pæla í að skipta minni 350 og th350 út fyrir 6,2/TH700. Það er synd að neyðast til að fara í díselinn en eyðslan er bara orðin of mikil.
Breyting á lögum um díselskatt hefur þarna líka áhrif.
Ég var að velta fyrir mér hvort þessi framkvæmd væri nokkuð svo erfið (þeir komu jú m.a. með 6,2). Ég veit að það verður að færa millikassa þar sem að 700 skiptingin er lengri en TH350 (og þar af leiðandi að breyta sköftum), en eru einhver sérstök vandamál sem ég gæti lent í vegna dísel rellunnar (fyrir utan að sakna hrossanna minna)?
Hugmyndin er að kaupa bíl til að rífa dótið úr þegar það fer að líða á veturinn.
Jón H.
12.07.2002 at 10:48 #462340"Slepptu þessu!!! 35" lágmark.. það er allaf EF!!!!! og það er ekki þess virði að taka áhættu!!!!Þetta er óberyttur bíll….BETTER TO BE SAFE THAN SORRY!!!!!!!"
Ég fór oft þarna á 33" súkku án mikilla vandræða. Hef meira að segja séð lödu station inní Langadal (ætli hann hafi farið yfir í spotta???).
Ef það er ekki mikið í ánum og þú ert með einhvern með þér (ekki fara einbíla) þá á þetta að vera í góðu lagi.
Jón H.
23.01.2002 at 16:18 #458300Ég hef aldrei lent í vandræðum með að fá varahluti í mína bíla sem voru fluttir in notaðir frá USA (Transam og Blazer K5). Allar legur fást í Fálkanum, Bílanaust, Benna og fleiri stöðum. Aðrir varahlutir fást víða hér heima.
Ef mig vantar einhverja sérstaka hluti (t.d. þéttilista) sem ekki fást hér heima þá panta ég hjá H. Jónssyni, þarf bara að gefa upp tegund og árgerð og ef ég nenni þá gef ég upp VIN númerið. Einnig er hægt að panta sjálfur að utan ef menn nenna að standa í því.
Kveðja,
Jón H.
16.01.2002 at 10:19 #458428Ég setti MSD6AL kveikjumagnara, MSD háspennukefli og MSD Super Conductor 8,5mm þræði í Transam með sbc fyrir nokkrum árum og var mjög ánægður með útkomuna.
Torkið jókst, hann varð betri í gang (var stundum leiðinlegur í gang heitur, varð að starta með botngjöf en nú stekkur hann alltaf í gang), hægagangur varð betri (svolítið heitur ás
) og eyðslan minnkaði. Þar sem að ég skipti um svo margt (eitthvað gæti hafa verið orðið lélegt) þá get ég ekki fullyrt að kveikjumagnarinn hafi haft úrslitaáhrif en ég tel mér allavegana trú um það.
Þetta dót er ennþá í bílnum og hefur ekkert bilað. Væri samt örugglega betra að kaupa OFF-ROAD útgáfuna í Hiluxinn þar sem að hún er betur varin (ég fer lítið á fjöll á Transaminum 😉 ).
Kveðja,
Jón H.
-
AuthorReplies