Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
25.09.2003 at 13:26 #476924
Gott mál að minnast á ef maður fær góða þjónustu. Það er í raun ekki minna mikilvægt en að láta vita ef maður fær slæma þjónustu.
Eins og ég skrifaði áðan þá hef ég ekkert haft undan þeim að kvarta í svolítinn tíma núna og vona að það haldist sem lengst
JHG
25.09.2003 at 13:13 #476920Er það ekki skrýtið þegar það þarf að minnast sérstaklega á ef þeir geta afgreitt kertaþræði?
Það eru margir ágætis menn hjá Bílanaust, en ég sjálfur (og alltof margir sem ég þekki) hafa fengið þjónustu þar sem er kannski ekki til fyrirmyndar (meira að segja verið vændur um lygi af afgreiðslumanni).
Ég hef hinsvegar ekki lent í vandræðum með þá í allavegana ár, vonandi eru þeir bara búnir að taka sig á og þjónustan orðin góð
JHG
18.09.2003 at 19:27 #476546Hefði átt að lesa betur, það stendur víst afganhiti en ekki afgangshiti 😀 Ég verð líklegast að fara að fá mér gleraugu 😉
En, ég hef alltaf heyrt það kallað afgas, kannski er afgan alveg eins rétt (eða allt annar hlutur).
JHG
18.09.2003 at 19:23 #476544Getur einhver fróður sagt mér fáfróðum hvað afgangshiti er?
Ég kannast við afgashita, en hef aldrei heyrt um afgangshita áður.
JHG
10.09.2003 at 22:22 #476240Mikið er gaman að heyra/lesa svona málefnalega umræðu svona einu sinni 😉
JHG
29.08.2003 at 10:33 #475848Mér er nokk sama hvort félagsskírteinið stemmi við lög félagsins, og eflaust er einhver skíring á ef það er eitthvað misræmi. Ég er að hugsa um að gerast félagi, en ætli maður bíði þá ekki fram í október með það.
JHG
25.08.2003 at 20:44 #192821Ég var að glugga í lög félagsins og rakst á eftirfarandi texta í 14. grein lagana:
„Félagsgjald skal ákveða á aðalfundi ár hvert og skal það greitt í upphafi hvers starfsárs. Reikningsár félagsins er frá 1. maí til 30. apríl næsta árs.“
Mér finnst það liggja í orðanna hljóðan að starfsárið sé það sama og reikningsárið (þ.e. 1. maí til 30. apríl), en það væri gott að fá úr því skorið hvort það sé réttur skilningur.
Kveðja,
JHG
21.08.2003 at 13:50 #475700Ég þekki ekki hvað þarf að gera við K5 með sjálfstæða fjöðrun en boddýhækkun og stóru skærin ættu að koma þér ansi langt.
Sjálfur er ég með 1981 K5 á 38" en breyttur fyrir 44", en hann er með Dana44 að framan og GM 12 bolta að aftan.
Þú ættir að skoða http://www.coloradok5.com vel (sérstaklega spjallborðið) en þar getur þú örugglega fengið allar þær upplýsingar sem þig vantar.
JHG
19.08.2003 at 13:10 #475694Kantan getur þú örugglega fengið hjá Ingva, en mig minnir að hann sé nú við hliðina á Bílabúð Benna. Ég keypti kanta fyrir 44" (á stóra Blazer) af honum fyrir nokkrum árum síðan á mjög sanngjarnan pening. Ef hann á þá ekki til þá er hann fljótur að steypa þá fyrir þig.
Því miður man ég ekki hvað fyrirtækið hans heitir
en það getur örugglega einhver hér bætt úr því.
JHG
13.07.2003 at 22:27 #474002Skv. upplýsingum á:
http://coloradok5.com/forums/showflat.p … o=&fpart=1
þar stendur m.a.:
"just called and they told me 465.95 per tire american. so not too bad at all, and thats for the 49x21x17"
JHG
11.07.2003 at 18:10 #473998Það er grein um hvernig á að taka svolítið af 14 bolta á
http://www.coloradok5.com/tech.shtml
ásamt nokkrum öðrum góðum greinum (m.a. nokkrar dana 60 greinar).
JHG
05.06.2003 at 08:48 #474030Þessir bílar hafa ekki verið þekktir fyrir hitavandamál á miklu heitari svæðum en Íslandi. Eru þessir Patrol menn ekki bara að nota orginal Patrol vatnskassann, sem er gerður fyrir miklu minni vél?
JHG
02.06.2003 at 20:43 #473968Rakst á fleiri myndir af þessum svaka dekkjum…..
http://coloradok5.com/forums/showflat.p … o=&fpart=1
JHG
07.04.2003 at 16:33 #471998Buick vélin var úr áli. Þeir lentu í vanda þar sem að venjulegur coolant var ekki nógu góður fyrir álið og sá sem þurfti að nota var mjög sjaldséður á bensínstöðum í Bandaríkjunum snemma á sjöunda áratugnum.
JHG
05.04.2003 at 13:30 #472098Nei það á ekki að þurfa. Ef ég man rétt þá er miðað við 10% stækkun en 2 tommur eru innan við 6% breyting.
Minn var sérskoðaður á 36" en hefur verið á 38" í allan þann tíma sem ég hef átt hann og það er aldrei spurt um það í skoðuninni.
JHG
25.03.2003 at 12:54 #471460tttttt
25.03.2003 at 11:49 #471456Rosalega er menn kaldir, þetta ætti nú ekki að vera minnst áberandi bíllinn. Ég samhryggist og vona að hann finnist heill sem fyrst. Ég er viss um að allir sem lesa þetta hafa augun opin.
JHG
22.03.2003 at 22:00 #192388Ég rakst á erlenda síðu sem er með upplýsingar og búnað til að láta grútarbrennaranna ganga fyrir steikarfeiti. Ef menn hafa aðgang að mötuneytum eða veitingarhúsum (sem væru örugglega fegin að losna við notaða feiti) þá er hægt að spara stórar fjárhæðir.
Eini gallinn sem ég sé er að bílar sem ganga á þessu anga víst eins og steikhús 😉
Það var svolítil umræða um þetta í Englandi (og kom í fréttum hér) að yfirvöld þar eru að eltast við flutningsbílstjóra sem stunda þetta (þefa þá uppi ;).
Ákvað að vekja athygli á þessu núna fyrst ég rakst á slóðina.
hún er: http://www.greasel.com/
JHG
18.03.2003 at 18:57 #470946"…á talsvert hærra plani heldur en þær sem fara fram á huga.is, þar eru ekki menn (strákar) með sömu reynslu og þeir sem hér skrifa. Á huga eru ungir strákar að velta upp spurningum og vangaveltum sem tekur því ekki að svara."
Lýsir þetta ekki svolitlum hroka? Á hugi.is/jeppar er öll flóran, svona eins og hér. Á hugi.is/jeppar eru m.a. reyndir jeppamenn sem hafa ferðast mikið og breytt sínum bílum sjálfir. Þar eru svo nokkrir félagar úr þessum ágæta ferðaklúbb. Auðvitað eru þar líka menn sem eru að byrja í sportinu og koma með spurningar (sem sumum finnst greinilega barnalegar) en byrjuðum við ekki allir þannig?
Hvað málefnið varðar þá held ég að það sé sanngjarnt að myndaalbúmið sé lokað (þ.e. eingöngu fyrir félagsmenn) en skynsamlegt að hafa spjallið opið fyrir alla (hætt við að það verði steindautt annars).
JHG
14.03.2003 at 21:13 #470844Þessar bead lock felgur eru örugglega mjög sniðugar.
Ég veit ekki hvort það skipti máli hér á landi en mér skilst að framleiðandur svona felgna hafi ekki óskað eftir því að fá þær DOT merktar, og þar að leiðandi ekki löglegar á vegum úti (off-road only).
Það tengist að mér skilst aðallega hræðslu lögfræðinga þessa framleiðanda við málsókn en þarlendir lögfræðingar hafa verið mjög duglegir að kæra útaf ótrúlegustu málum.
Mig minnir að ég hafi séð einhverja torfærubíla með þetta system en það getur verið að mér hafi skjátlast.
Mér hefur sýnst að svona felgur séu frekar dýrar og líklegast meta menn að soðinn kantur og síkaflex sé ódýrari kostur 😉
Ég sá einhverntíma í erlendu blaði að það var verið að kynna litla slöngu sem gerði lítið annað en að halda dekkinu að kantinum. Menn gátu því hleypt úr niður í andvara en þurftu ekki að hafa áhyggjur af því að affelga. Líklegast hefur þessi lausn ekki selst nógu vel (eða ekki virkað) því ég hef ekki heyrt um þetta síðar. Mér finnst hugmyndin samt ekki svo galin
JHG
-
AuthorReplies