Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
09.03.2002 at 23:26 #459540
Við Björn erum sammála nema varðandi atriði 1 og 4. Það sem
ég hef sett á síðu umhverfisnefndar um þessi atriði byggir á samtölum við þjóðgarðsvörð og starfsmenn umhverfisráðuneytis. Það má líta svo á að það sé ákvörðun þjóðgarðsvarðar að ekki gildi aðrar reglur á Snæfellsjökli en annarsstaðar. Það kemur fram á síðunni að þetta er tímabundið.
Það er líka líka fróðlegt að lesa ræðu ráðuðherra við stofnun þjóðgarsins. Það er alls ekki hægt að lesa úr henni að það hafi verið ætlunin að banna akstur á jeppum á jöklinum. Ég rengi ekki túlkun Björns á orðalagi reglugerðarinnar en mér tókst ekki að fá þá sem ég hef rætt þetta við, til að skilja það á sama hátt.
Eg er sammála því reglurnar á Snæfellsjökli meiga ekki verða fordæmi fyrir aðra þjóðgarða en ég sé ekki ástæðu til ótímabærrar svartsýni í því efni.
Eitt af því sem þarf að vinna að, er að "notendur", til dæmis SamÚt, fái fulltrúa í rágjafarnefndum sem stofnaðar hafa verið við alla þjóðgarða.
09.03.2002 at 06:05 #459536Mín skoðun er sú að ef menn verða fyrir eitthverju svipuðu
og Soffía lýsir, þá eigi menn að hringja á Lögreglu. Starfsmenn Snjófells hafa verið að brjóta lög með því að taka sér vald sem þeir hafa ekki og með hótunum og jafnvel fjárkúgun. Ef lögreglan fæst ekki til að koma og taka skýrslur, þá er a.m.k. hægt að skrifa niður nöfn viðkomandi.Náttúruverndarlögin fjalla um rétt manna til að ferðast um landið. Landeigendur hafa ekki rétt til að banna ferðir
fólks utan ræktaðs lands. Til dæmis geta þeir ekki bannað
gangandi umferð meðfram laxveiðiám. Það skiptir því ekki máli hvort svæðið austan Snæfellsjökuls er í einkaeigu eða ekki, við erum í fullum rétti að ferðast þar um og getum ekið þar sem jörð er snæviþakin og frosin.Ég er ekki sammála þeirri túlkun Björns Þorra að reglugerðin um Snæfellsjökulsþjóðgarðinn banni akstur á jöklinum. Hún gefur þjóðgarsverði vald til að stýra notkun vélknúinna ökutækja þar. Vegna þess hve jökullinn er lítill og fjölfarinn þá er þess þörf. Hinsvegar hafa ennþá ekki verið settar neinar sérstakar reglur fyrir jöklulinn, og verða a.m.k. ekki fyrir páska.
08.03.2002 at 10:31 #459528Ég hringdi í dag í Guðbjörgu þjóðgarsvörð og ferðaþjónustuna
Snjófell á Arnarstapa sem eru með vélsleða útgerð á SnæfellsjöliÞeir hjá Snjófelli bera út þau ósannindi að akstur á bílum
sé bannaður. Þeir hafa ekkert fyrir sér í þessu.Það er leyfilegt að aka á jökulinn í samræmi við þau log
og reglur sem almennt gilda um akstur á snjó.
Það rétt að minna menn að sýna almenna tillitssemi og t.d.
varast að aka í eða yfir troðnar skíðabrautir.
Sjá síðu umhverfisnefndar, http://um44.klaki.net/reglur.html-Einar
06.03.2002 at 11:37 #459516Ég talaði við þjóðgarðsvörðinn, Guðbjörgu Gunnarsdóttur
http://www.natturuvernd.is/1_Stofnun/st … dottir.htm
í janúar síðastliðnum.
Hún sagði að það væri ekki bannað að aka á jökulinn.
Líklega verðar settar eitthverjar reglur um akstur á jöklinum,
en það hefur ekki verið gert.
Það er hægt að ná í hana á skrifstofu Náttúruverndar, s 570 7400
Það eru tengingar á viðkomandi lög og reglugerðir á síðu
umhverfisnefndar: http://um44.klaki.net/reglur.html
01.03.2002 at 10:05 #459316Norðlenska formúlan, sem notuð hefur verið í
stærri ferðum hefur tvo galla, í fyrsta lagi er léttari bílum
mismunað og öðru lagi segjast menn nota heildarþyngd on nota í reynd
eiginþyngd, eða eitthavð nærri því. Ég legg til að menn hættii
því rugli og noti skráða eiginþyngd, vegna þess að sú tala
liggur fyrir og hún fer nærri því að fylgja hlutfallslega
þyngd bíls sem er tilbúinn í ferð. T. d. fylgir eldsneytis
notkun nokkurn veginn þyngd, fyrir bíla sem eru með sambærilegar
vélar.
Gagnleg vísitala er að deila eiginþyngd með þvermáli og breidd
dekks (t.d. 2150/(38*15.5)=3.65).
Ef mönnum finnst þetta ekki nógu nákvæmt þá er bara að mæla flotið
beint, með því að fá sér nákvæman þrýstimæli, hleypa alveg úr og mæla
þrýstinginn þegar bíllinn byrjar að lyftast.
Flestir breyttir jeppar liggja á bilinu 1.5-2.7 psi í þessari
mælingu.Útivistar formúlan mismunar ekki eftir þyngd á sama hátt og
4×4 formúlan en hún sleppir 36" dekkjum og þeir virðast halda
að færi á jöklum sé alltaf rosalega erfitt.
28.02.2002 at 13:05 #459308Það er margt til í því sem Viðar segir. En hann virðist
gleyma því að hér er verið að fjalla um reglur í ferðum sem
farnar eru í nafni Ferðaklúbbsins. Það er mín skoðun að
sú mismunum sem tíðkast hefur, þar sem annaðhvort er enblínt
á dekkjastæðrina, eða henni gefið óeðlilega mikið vægi
í samanburði við þyngd, í ferðum sem skipulagðar eru í nafni
klúbbsins sé óásættanleg.Ég hef sjálfur ekki gert mér rellu út af því þó ég væri á bíl sem
ekki væri gjaldgengur í stærri ferðir á vegum klúbbsins,
heldu skipulagt sjálfur þær ferðir sem mig hefur langað að fara.Annað sem menn virðast ekki átta sig á, ef ferðast er í samræmi við
veðurspár þegar veður er skaplegt, þá er færi á jökulum alls
ekki erfiðara en oft gerist utan jökla.
26.02.2002 at 23:00 #459044Það sem ég sagði um stífur í síðasta pistli var líklega dálítið villandi. Ég ætlaði alltaf að breyta bæði efri og neðri stífunum, ég á bara enn eftir að breyta efri stífunum.
Ef stífur eru samsíða og láréttar, þá hafa hemlunar- eða drifkraftar ekki áhrif á fjöðrunina. Ef stífur eru hallandi þá er, með því að hafa þær ekki alveg samsíða, hægt að losna við samspil fjöðrunar og drifkrafta. Það er líka rétt að með stærri dekkjum reynir meira á stífur og fóðringar, með því að auka bilið milli stífa er hægt að snúa þessu við.
Samspil milli drif og fjöðrunarkrafta getur m.a. valdið því að hjólin fari að hoppa sem dregur úr gripi.
Ein praktísk spurning, hvernig er best að lyfta stífufestingum á hásingunni? Fóðringin vinstra megin er í gati sem virðist vera steypt í drifkúluna. Ég hef heyrt að það sé vandkvæðum bundið að sjóða við svona steypt stykki.
-Einar
26.02.2002 at 20:59 #459300Eitt af því sem gerir þetta sport jafn heillandi og raun ber vitni, er að það er ekki til neitt eitt svar við því hvað virkar best við allar aðstæður. Eiginleikar snævarins eru gríðarlega margbreytilegir. Stundum er lagskipting með þeim hætti að það er betra á vera á léttum bíl, stundum er virkar betur að vera á stórum dekkjum þó bíllinn sé þyngri. Um síðustu helgi horfði ég á nýlegan Patrol á 44", ítrekað detta niður og þurfa aðstoð þar sem léttari bílar fóru án vandamála.
Ég hef líka oftar en einu sinni farið upp brekkur á 35" dekkjum, sem 38" bílar komust ekki upp.Þetta breytir þvi ekki að það sem mestu máli skiptir er að bíllinn hafi nægilegt flot, það er að segja, að snertiflötur dekkjanna sé nægilega stór til að bera þyngd bílsins.
Bílar af svipaðri þyngd og Toyota Dobule Cab, á 35" dekkjum
hafa heldur meira flot en TLC-80 á 38". Því er það að mínu viti ósanngjarnt banna léttari bílana í ferðum þar sem þyngri bílarnir eru gjaldgengir.
-Einar
22.02.2002 at 16:14 #459282Í nýliðaferðum á vegum Umhverfisnefndar
(http://um44/klaki.net/nlf) hefur enn engum verið vísað frá
vegna dekkjastærðar.Varðandi samanburð á dekkjastærðum og þyngd, þá er einfalt að mæla
það sem mestu máli skipir, það er hámarks flot.Mælingin felst í því að hleypa öllu lofti úr aftur dekkjum
á bíl hlöðnum og tilbúnum í ferð, dæla lofti í dekkið þar
til felgan hefur lyftst um 2-3 cm, og mæla loftþrýsing í dekkinu.Þeim mun lægri þrýsting í dekki sem þarf til að lyfta bílnum,
þeim mun betur getur hann flotið á snjó.Sem dæmi, útreiknað gildi fyrir TLC-80 á 38" dekkjum og 14"
breiðum felgum er um 2.6 psi, en fyrir Jeep cherokee á
35" dekkjum og 10" felgum, er það um 2.0 psi. Cherokke á
38" dekkum gæfi um 1.4 psi.Það er mikilvært að notaður sé nákvæmur loftmælir.
Þessi mæling tekur með heildarþyngd, þyngdardreifingu og
dekkja og felgustærð.
22.02.2002 at 00:09 #459274Þessar reglur mismuna léttari bílum. Bíll sem er 1600 kg tómur á 35 tommu dekkjum flýtur miklu betur en LC80 á 38 tommum. Ég ferðaðist um allar trissur í 8 ár á svoleiðis bíl m.a. yfir 6 jökla. Ég gat næstum alltaf farið í för eftir hilux á 38 tommum. Það er langt í frá að LC80 á 38 geti það.
Ef það á að gæta jafnræðis í ferðum þar sem LC80 eða nýasta
gerð af Patról meiga vera á 38 tommum, verður að leyfa 35 tommur upp í 18-1900 kg og 36 tommur upp í 2200-2300 kg.
Þessar tölur miðast við eigin þyngd. Heildarþyngd á ferðbúnum bíl er oftast nærri því að vera í hlutfalli við eiginþyngdina, því er einfaldast að nota hana til viðmiðunar.Éf það ætti að reikna þetta nákvæmlega, ætti reyndar að miða við þyngd á afturöxli á fullhlöðnum bíl. Stóru Land Cruserarnir eru mjög afturþungir, jafnvel þó búið sé að færa aftur hásinguna eitthvað, sem gerir það að verkum að þeir komast jafnvel enn minna en ætla mætti út frá heildarþyngd.
21.02.2002 at 23:40 #459040Ég vildi að ég hefði vitað af aðferðinni sem Guðmundur nefndi, að losa statifið sem gormurinn, samsláttarpúðinn, demparinn og balancestöngin tengjast, frá hásingunni og færa upp. Þetta heldur réttri afstöðu fyrir þessa hluti og leysir líka fyrstu ástæðuna fyrir því að það þarf að breyta stífunum, nefnilega það að neðristífan rekst í plötuna sem gormurinn hvílir á, þegar bíllinn fjaðrar sundur. Það er samt þörf á að breyta stífufestingum til að fæara hásinguna aðeins framar, og það er til bóta að auka blið milli stífanna.
Varðandi stífurnar, þá er skiptir mestu að þær séu samsíða. Ef þær eru samsíða þá skiptir ekki öllu máli þó þær halli aðeins. Ég er búinn að síkka neðri stífunrnar þar sem þær tengjast grindinni, en á eftir að lyfta efri stífunum á hásingunni. Vegna þessa dúar bíllinn aðeins þegar bremsað er, en þetta venst og er ekki verulega til ama. Bíllinn er samt fínn í stýri. Ég á líka eftir að færa gatið þar sem þversífan tengist hásingunni, til að miðja hásinguna.
Eg setti OME gorma en held að það væri líka allt í lagi að nota orginal gormana með stærri klossum.Með aðferðinni hans Guðmundar þar hvorki að skipta um gorma né setja klossa.
Ég myndi alls ekki nota gorma úr Amerískum kittum.
-Einar
21.02.2002 at 16:22 #459252Ég sett Lock-Right í afturdrifið á 1987 Isuzu trooper.
Það var ekki mikið mál að fylgja leiðbingunum fyrir
ísetningu, sérstaklega að aftan. Á Ísuzu og (toyota)
þá dregur maður öxlana aðeins út og losar koggulinn undan.
Það þarf ekki að snerta pinjoninn. Á trúpernum þrufti að
losa kambinn, bara passa að setja allt eins saman.Þessi læsing svínvirkaði en entist ekkert. Mín læsing var
keypt í USA og var með 2 ára ábyrgð. Ég fékk nýja læsingu
tvisvar sinnum undir ábyrgðinni, en þá nennti ég þessu ekki
lengur. Það sem gerðist var að tennurnar í læsinginni hnoðuðust
og hún fór að sleppa með háværum smellum.
Ég þekki dæmi um að í 7.5" toyota drifum, að þá valdi
svona læsing því að "carrier" í drifinu klofni með þeim
afleðingum að drifið fer í köku. Toyota drifin virðast
ekki nógu sterk til að þola svona læsingu.Mér skilst að á Dana hásingum sé hægt að setja svona læsingu
án þess að taka drifið úr.
21.02.2002 at 09:42 #458684Drifbúnaður í Jeep YJ (wrangler) er nánast alveg sá sami og
í XJ (cherokee). Sjá spjallið:
https://old.f4x4.is/vefspjall/tradur.asp?t=199
Það er hægt að fá allar tegundir af læsingum og 4.8750 hlutföll
sem eru hæfileg fyrir 35 tommu dekk með 2.5l vélinni. Fyrir
stærri dekk gæti þurft leiðréttingu á hraðamæli (skifta um
tannhjól í hraðamælisdrifi á millikassa, lítið mál)
Vegna þess hve léttir þessir bílar eru þá
duga 35 dekk til komast svipað og partol og landcruser hlunkar á 38"
Á 36 eða 38 tommu dekkjum geta þeir mun meira við flestar aðstæður.Aðferðin sem Birkir lýsir er sú hefðbundna við að hækka
bíla sem með fjaðrirnar undir hásingunum, samanber Suzuki fox
og LC-60.
Ef ég ætti svona bíl myndi ég skoða aðrar leiðir, hækka minna
skera meira úr boddíi. YJ hefur þann kost að það er hægt
að lifta boddiinu, sem er betra, ef það er rétt gert.
Það er ekki nóg að setja klossa, það þarf líka að færa nokkrar
festingar til að stoppa láréttar hreyfingar.
T.d. mætti hugsa sér að hækka 5-7 cm á boddýi og færa
fjaðarfestingar niður um 5cm, hugsanlega færa afturhásingu
aftur og framhásinguna fram. Með þessu móti hækkar þyngdar-
punkturinn mun minna, það reynir minna á fjaðrirnar og það
þarf ekki að breyta stýrisgangi eða millikassa.Þegar fjaðrir er settar ofan á hásingar og dekk stækkuð,
er hætta á að fjaðrirnar bogni eða brotni vagna átaks frá
snúningi hjólanna. Jeep fjaðrir eru viðkvæmar fyrir þessu.-Einar
20.02.2002 at 09:31 #459212Er nokkup vit í því að vera nota diganoal dekk þegar hægt er fá radíal dekk næstum jafn stór?
20.02.2002 at 08:30 #459030Samkvæmt Chrysler viðgerðabók fyrir ’95 XJ og TJ (wrangler) voru þá notaðar tvær afturhásingar, Dana 35C og 8 1/4. Það var tekið fram að 35C væri staðalbúnaður en 8 1/4 væri stundum notuð í bíla sem ekki væru með ABS bremsum. Það er hvergi minnst á Dana 44, þannig að hún virðist ekki hafa verið notuð í þessa bíla, a.m.k ekki á Bandaríkjamarkaði.
19.02.2002 at 09:37 #459024Ég efast um að 44/9 hlutföllin séu til í Dana 35C, en ég
veit það ekki. Ég er ekki viss um að ég myndi nota þau þó
þau fengjust. Það er kostur að vera laus við spennu í
drifrásinni, þegar ekið er á beinum vegi, þó það kosti það
að bíllinn láti aðeins verr að stjórn í beyjum.Ég er vanur því að skipta oft úr í framdrifið á ferð. Þessa
dagana er það erfitt því eitt dekkið er aðeins öðruvísi,
sem á beinum vegi gerir það mikla spennu að bíllinn fer ekki
strax úr framdrifinu þegar stöngin er færð.-Einar
18.02.2002 at 22:32 #459020Ég fékk mér í sumar hlutföll fyrir framdrif (D30 reverse) og afturdrif (D35c). Bæði hlutföllin eru eins, 39/8 = 4.8750.
Ef fylgja ætti ráðum Guðmundar, gæti aftur hlutfallið verið 44/9=4.8889. Með slíkum hlutföllum færu framhjólin 352 hringi meðan afturhjólin fara 351. Þetta hefur kosti í beyjum því framhjólin fara þá lengri leið.
Orginal hlutföllin í mínum bíl eru 3.73, ég haft alltaf staðið í þeirri trú að þau séu 41/11=3.7272, en ég hef ekki talið tennurnar.-Einar
18.02.2002 at 22:02 #458984Faðu þér >1994 Jeep XJ (cherokee), með 4 cyl 2.5l vél.
Hækkaðu, að aftan með OME fjöðrum, klossum að framan og settu hann á 35 tommu dekk.
Þegar buddan leyfir má setja 4.750 hlutföll og loftlæsingar í drifin.
Þessi bíll er um 1500 kg breyttur og fer sviðað og tveggjatonna hlunkarnir á 38 tommu dekkjunum, fyrir brot af kostnaðinum og veseninu.Á þessum tíma var Chrysler búinn að lagfæra frágangs og bilana vandamálin sem einkenndu Jeep meðan merkið var í eigu AMC.
Ef þú vilt ferðast einn, þá er hægt að fara í 38 tommur en þá skilur þú hina bara eftir.
18.02.2002 at 09:18 #459160Samkvæmt síðustu fréttum sem ég hef séð, þá var vandamálið við
Ford Explorer, það að dekkin skárust á færiböndunum í
verksmiðju ford í Lousville þar sem bílarnir voru settir saman.
sjá:
http://abcnews.go.com/sections/us/Daily … 10520.html-Einar
17.02.2002 at 21:38 #459010Ég held að allir XJ, TJ (wrangler) og ZJ (grand cherokee) séu með 1/2.72 í millikassanum. Það er hægt að fá kit til að breyta þessu í 1/4. Standard hlutfallið er með því læsgta sem gerist. T.d eru Nissan og MMC flestir eða allir með rétt um 1/2.
-Einar
-
AuthorReplies