Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
17.02.2002 at 07:42 #459172
Ef á að nota bílinn í snjó, þá myndi ég mæala með því að skipta út sjálfvirkum driflokum fyrir handvirkar. Gallinn við sjálfvirku lokurnar er að þeim hættir til að afgengja þegar verið er að rugga fram og aftur í snjó. Þegar þær tengja aftur heyarast stundum háværir smellir sem eru ekki traustvekjandi.
Annar stór ókostur er að maður þarf að stoppa til að setja í framdrifið. Þetta skiptir ekki miklu máli á fjöllum, þá hefur maður bílinn í framdrifinu, en innanbæjar þá er ég stoðugt að skipta úr og í framdrifinu. Á bílum með hefðbundum millikassa (ekki sídrifi) reynir gríðarlega á drif, öxla og drifsköft að keyra í framdrifinu á auðu malbiki.
-Einar
14.02.2002 at 22:36 #459002Ég er að nota orginal drifskaft og loftpúða með 36" dekkjúm og loftpúðum. Ég hef ekki orðið var við titring frá drifrás með loftpúðana rétt stillta. Langstífurnar eru næstum samsíða drifskaftinu þannig að það ætti að vera mjög lítil hreyfing á dragliðnum.
Þegar fjaðrirnar eru ofan á hásingunum, þá hreyfist hásingin fram og aftur þegar fjaðrirnar svigna. Þetta eykst ef hækkað er með klossum. Ég geri ráð fyrir að þetta sé ástæðan fyrir þeirri útbreyddu skoðun að það þurfi að setja fastan flans á millikassann og fá skaft með draglið, þegar Jeep bílum er breytt.
-Einar
14.02.2002 at 10:35 #458968Ef það á að nota jeppann til að aka á snjó, þá skiptir
þyngdin mestu máli. Stóru Land Cruserarnir og nýjustu
Patrolarnir eru of þungir fyrir 38 tommu dekk, og
kramið er tæplega nógu sterkbyggt fyrr 44 tommu dekkin.
38 tommu dekk duga oftast fyrir bíla sem eru um 2 tonn
(tómir) eins og Musso, Trooper eða LC-90.
Því léttari sem bíllin er, því betra.
13.02.2002 at 11:42 #458994Ég er sammála því að það þurfi að færa framhásingu ef á
setja stærra en 36", það er á mörkunum með 36 tommuna.
Ég held að það þurfi ekki að færa afturhásingu fyrir
38. Ef á að færa eitthvað að ráði, þá er kúlan komin mjög
nærri bensíntanknum.Ég missti loft úr púða á Langjökli í Nýliðaferð
http://um44.klaki.net/la02/m1.html
Eftir að ég kom heim tókst mér að koma lofti í hann, og nú
virðist ekkert vera að. Sú skýring sem ég dettur helst í hug
er að gúmíið hafi frosið við neðra sætið og dregist til
að ofan, við hafi loftið sloppið út. Þetta er alveg hliðstætt
við það þegar dekk losnar frá felgubrún.
Það væri gaman heyra hvort aðrir hafi lent í svipuðu.Líkleg ástæða fyrir þessu er að ég á eftir að ganga frá
pústinu. Milli þverstífu, samsláttarpúða, loftpúða dempara
og eldsneytistanks er lítið pláss fyrir púströr. Ég á eftir
að fara á pústverkstæði og heyra hvernig fagmönnum líst á.
13.02.2002 at 05:04 #458990Algengast er að þessir bílar séu hækkaðir að aftan með aukablöðum og klossum. Ég vildi ekki nota aukablöð þar sem þau gera fjöðrunina stífari. Mín reynsla er sú að ef maður vill komast vel áfram á snjó, þá skiptir góð fjöðrun oft meira máli en vélarafl. Orginal blaðfjaðrirnar fjaðra þokkalega vel, en þær voru farnar að slappast verulega.
Þessum fjöðrum hættir til að bogna, og hættan á því eykst
þegar settir eru klossar og stærri dekk. Af þessum ákvað ég að nota ekki orginal fjaðrirnar.
Þeir kostir sem ég taldi koma til greina voru að
nota OME fjaðrir (fást hjá Benna), eða smíða stífur og
setja gorma eða loftpúða.
OME fjaðrirnar hafa reynst mjög vel undir Toyótum, bæði
4 runner og LC-60. Til að hækka bílinn ætlaði ég að
síkka festingarnar frekar en að nota klossa. Ég fékk mér lengri hengsli með smurkoppi til þessa.
Kosturinn sem ég valdi á endanum var að fara í Loftpúða. Þeir hafa þann kost að hægt er að stilla þá eftir hleðslu bílsins sem gefur kost á mýkri fjöðrun en annars væri mjöguleg án þess að fórna burðargetu bílsins. Loftpúðarnir eru það mjúkir að við að fylla endsneytistankinn og setja 3×20 lítra brúsa skottið, þá sígur aftur endinn um næstum 10 cm.
13.02.2002 at 04:36 #459066Frá 1994 – 2000 fór ég margar ferðir á jökla,
allt á 35 tommum. Fyrstu árin voru ferðafélagar mínir
flestir á 35 tommum líka, m.a. langur 6 cyl. pajero.
Við höfum farið yfir Vatnajökul, Langjökul, Höfsjökul,
Mýrdalsjökul, Torfajökul og Kaldaklofsjökul.
Á Vatnajökli höfum við farið upp eða niður Dyngjujökul Köldukvíslarjökul, Tungnárjökul, Skaftárjökul, Skeiðarárjökul,
Breiðamerkurjökul og Skálafellsjökul og ekið uppá
bæði Bárðarbungu og Öræfajökul. Það sem skiptir mestu
er að vita hvað maður er að gera og að taka mark á
veðurspám. Í snjókomu getur færi orðið það
þungt að það sé nánast ófært fyrir alla bíla, en
yfirleitt bætnar færið fljótt þegar veðrinu slotar.
Veður á Jökli getur verið miklu verra en utan þeirra,
en það getur líka verið betra.
08.02.2002 at 19:01 #458890Start spray, ether.
Ég hef einusinni horft á þetta gert, það varð bölvað
klúður og tók langan tíma, og þeir sem í þessu stóðu
voru heppnir að slasa sig ekki. Allar þær affelganir
sem ég eða mínar ferðafélagar hafa lent í hafa verið
leyhstar með aircondition loftdælum eða kolsýrukútum.
08.02.2002 at 08:58 #458828Ég er nýbúinn að skipta úr bensín yfir í dísel.
Báðir bílarnir eru álíka þungir (1600kg eigin þyngd breyttir)
með álíka stórar vélar 2.3l vs 2.5l. Árlegur akstur er
milli 10 og 15 þúsund km. Meðan þungaskatturinn er eins
og hann er núna, er dýrara að aka á löglegum hraða til Akureyrar
og innanbæjar er kostnaðurinn svipaður. Ástæður þess
að ég valdi díselinn eru:1. Fjallaferðir verða ódýrari. Meðan maður spólar ekki því
meira veit ökumælirinn ekki af því þegar færið þyngist.
Hann fattar það heldur ekki þegar maður kitlar pinnann
aðeins.2. Maður kemst mun lengra á því eldsneyti sem maður hefur pláss
fyrir. Þagar skilyrði versna og ferðahraðinn dettur niður
rýkur eyðslan per km ekki upp úr öllu valdi eins og á
bensínbílum.3. Díselvélin togar miklu betur á lágum snúningi, sem gerir
mun þægilegra að keyra þegar þarf að fara mjög hægt
eða hjakka.4. Díselvélin er sprækari (116 hö vs 97). Munurinn sem
einu sinni var á afli milli bensín og diselvéla er
mikið til horfinn. Einnig hefur einbunu tæknin
(common rail) gert díselvélarnar næstum eins þíðgengar
og bensínvélar.Helsti ókostur díselvélarinnar í fjallaferðum, er að hún
er erfiðari í gangsetningu þegar frostið er komið í 20 gráður
eða meira. Á móti kemur að díselvélin eyðir aðeins um
liter á klukkustund í lausagangi. Veit einhver hvað
bensínvél eyðir í lausagangi?.
06.02.2002 at 14:48 #458820Eyðslutölur BÞV passa ágætlega við fræðin. Það er tvennt
skiptir mestu máli, það er vinnan sem er framkvæmd og
nýtingin. Fræðileg nýting í brunavélum fer eftir hitastigi
við brunnan, sem ræðst af þrýstingi eða þjöppun. Þjöpunar-
hlutfall í diselvélum er um það bil tvöfalt hærra en í
bensínvélum, þetta veldur um 30% betri nýtingu í
díselvél við hægstæð skilyrði. En bensinvél sem ekki
þarf að skila nema hluta því átaki sem hún getur, vinnur
við enn lægri þrýsting. Þetta veldur því að nýting
bensínvélar við létt álag versnar miklu meira en í
diselvélinni sem alltaf vinnur undir fullum þrýstingi.
(Inngjöf hefur ekki áhrif á loftmagnið sem díselvélin fær)
Í fjallaferðum þegar meðalhraðinn er oft ekki mjög hár,
getur hæglega munað helmingi á eyðslu bensín og díselbíla.
Þetta skýrir það líka að stærð véla hefur miklu meiri
áhrif á eyðslu í bensínbílum en díselbílum.Hærra þjöppunarhlutfall í bensínvélum gefur bæði meira
afl og betri nýtingu, en kallar á besnín með hærri
oktantölu sem er oft talsvert dýrara.
04.02.2002 at 09:28 #458744Þegar ég átti MMC, þá var reynslan sú að varahlutir sem
fengust annarsstaðar voru á samkeppnishæfu verði hjá
Heklu, en það var okrað á öðru. En hvort þeir okra meira
en Ingvar Helgason (Bílheimar) eða Toyota, það er ég ekki
viss um.Eg hef aðeins pælt í breytingum á Pajero og Galloper.
Kostir eru m.a.
að það virðist vera auðveldara að fá pláss fyrir stærri
dekk, sérstaklega að framan en, en hjá flestum
keppinautunum, orginal drifhlutföllin eru frekar lág,
læsing að aðftan er staðalbúnaður, og bílarnir fjaðra vel.
Ókostir eru takmarkað framboð á drifhlutföllum og lítill
munur á háa og lágadrifi. Það ætti að vera hægt að
taka á þessu með auka millikassa, mér var sagt að það
ætti ekki að vera sérlega erfitt og hefði verið gert
einusinni, við bílinn sem var spilaður upp á Eríksjökul
vorið 1994.
04.02.2002 at 09:15 #458802Þvermál og breidd dekkja skipta hvorutveggja máli.
Stærð og breidd felgu gera það líka. Ef felgustærðin
er látin liggja milli hluta, þá gefur margfeldi af
þvermáli og breidd góða vísbendingu um mestu stærð
snertiflatar dekksins við jörð.
Ástæðan fyrir vinsældum 38 tommu dekkjanna er fyrst og
fremst að það eru stærstu radial dekkin sem fást.
35 tomman er stærsta fjöldaframleidda dekkið.
Því er talsvert stökk í verði frá 35 í 36.
Einnig er minna um galla í fjöldaframleiddu dekkjunum.
36 tommu dekkið gefur c.a 20% stærri snertiflöt en
35 tomman. 38 tomm er með ca 15% stærri flöt en 36 dekk
29.01.2002 at 15:33 #458654Vitið þið hver selur Gas DOAP101JH dæluna ?
25.01.2002 at 16:29 #458616Ég myndi giska á að færið hafa frekar skánað frá síðustu helgi,
Það hefur lítið snjóað þessa viku og færið batnar oftast með
tímanum þegar ekki bætist mikill nýr snjór við.
En þetta kemur í ljós á morgun
25.01.2002 at 13:54 #458528Ég hef grun um að talsverðan fjölda slysa, sérstaklega
útafkeyrslna, megi rekja til þess að ekið er í hálku í
afturdrifi eingöngu, á bíl með sjálfvirka driflæsingu. Ég held að
þetta gildi bæði um diskalæsingar (stundum kallaðar tregðu-
læsingar) og 100% læsingar eins og No-spin og LockRight.Margir, kannske, flestir nýjir jeppar sem eru fluttir hér
inn, eru annaðhvort með handvirkri 100% læsingu eða
diskalæsingum. Flestar Toyotur og Pajero ’91 og yngri
eru með handvirkum læsingum.Það mætti prófa þessa tilgátu með því að bera saman
tíðni hálkuslysa hjá bílum með og án sjálfvirkra læsinga, t.d.
Pajeoro ??-90 (sjálfvirk) og Pajero 91- (handvrik)
eða Trooper 98- (sjálfvirk) og LC90 (handvirk).Ef þessi tilgáta reynist rétt, þá getur verið að það sé
ranglega verið kenna breytingum, um slys sem þar sem
röng notkun sjálfvirkra læsinga er meðal orsakaþátta.
25.01.2002 at 08:54 #458598Ef hækkað er á boddýi þarf ekki að hugsa um stífur,
bremsuslöngur, hjöruliði, drifsköft, dempara, stýrisstangir
og allt annað sem fylgir hækkun á gormum.
Þyngdarpunktur hækkar munn mynna
þegar hækkað er á boddy sem þýðir betri aksturseginleika
og minni hættu á að bíllinn velti.
25.01.2002 at 08:39 #458546Það er ekki rétt sem ég skrifaði í gær, að ekki mætti
nota VHF innan hópa í ferðinni Reykjavík 101. Ég veit
ekki hvort minnið hefur brugðist mér, eða hvort reglunum
hefur verið breytt.Fyrir rúmu ári keypti ég CB stöð og loftnet með segulfæti
í Radío Shack í USA. Stöðin kostaði 30 eða 40 dollara,
og loftnetið 20. Radio Shack er mjög stór keðja með búðir
út um allt.Í fríhöfninni kostar CB stöð af gerðinni President Harry
kr. 14250 (http://www.dutyfree.is). Ég spurðist nýlega
fyrir um verð á loftnetum í búðum í Reykjavík.
Það reyndist vera um 6000 kr.
Mér finnst að það eigi að tilheyra fortíðinni að menn
sætti sig við margfalt hærra vöruverð hér á landi en
erlendis. VSKurinn skýrir ekki þennan mun. Það má heldur
ekki gleyma því að verðin erlendis eru smásöluverð.
24.01.2002 at 05:04 #458510Það er vandamal að i umferðinni er blandað saman olikum
ökutækjum. Ef misþung ökutæki rekast saman fara farþegar i
lettara tækinu yfirleitt verr ut ur arekstrinum.Sviðað gildir þegar mishair bilar rekast saman eins
og þegar smabill ekur aftan a vörubil.Breytingar a jeppum hafa ahrif a aksturseiginleika,
yfirleitt til hins verra.
Hversu mikil, fer mikið eftir þvi hvernig staðið er að
malum.Það yrði ekki einfalt að greina a milli þessara þatta i
svona könnun. Það er skoðun að ef vel er að breytingum
staðið þa vegi siðast atriðið ekki þunkt i samanburði við
aðra þætti eins og t.d. færni og reynslu ökumanns.Annar hef eg grun um að sjalfvirkar driflæsingar eins hafa
verið staðalbunaður i mörgum jeppum, komi við sögu i
mörgum slysum, serstaklega utafkeyrslum og veltum.
Slikir bilar eru varsamir ef þeir eru keyrðir i aftturdrifi
i halku.
24.01.2002 at 04:43 #458538Allar CB stöðvar seldar í usa eru AM og senda á 4 wottum
Hér gilda evrópskar reglur sem leyfa bara 2.5 á am en 4
wött í FM. Vegna þess hve Evrópski markaðurinn fyrir CB
stöðvar er miklu minni, eru evropu stöðvar um 3 sinnum
dýrari þær amerísku.
Sjá http://um44.klaki.net/bunadur.html
Vegna þessa er erfitt að senda amerískar stöðvar í póst
(þegar ég reyndi það stal pósturinn stöðinni).Sæmkmæmt skraningum a postlista vegna nylðaferða
umhverfisnefndar eru um 15% bila með VHF, þannig að
það er langt i að hægt se að ætlast til að slikt se i
öllum bilum.I ferðinni 101 Reykjavik er bannað að nota VHF milli hopa
svo að þeir sem eru eingöngu með VHF komast ekki i
þa ferð.Fyrir suma, en ekki alla, skiftir mali hvort talstöð kostar
6000 kr eða 50000 kr. Er það skoðun formannsins að þeir
fyrrnefndu eigi ekki erindi a fjöll?
23.01.2002 at 15:50 #458298Ég hef leikið mér vísitölu fyrir dekkjastærð sem fæst með
því deila eigingþyngd bíls í kg með þvermáli og breydd
dekks í tommum.Nokkur dæmi:
Bíll þvermál breidd vísitala
Cherokee 2.5. tdi 1540 36 14.5 2.95
Patrol ’92 2.8l 2150 38 15.5 3.65
Hilux 1800 38 15.5 3.05
Suzuki sidekik 1280 33 12.5 3.10Nú er patrol á 38 tommum almennt talinn boðlegur í ferðir
svo ef þessi vísitala er undir 3.5, ætti flotið að vera í lagi.Varðandi bronco II, þá er sá bíll með veikari drif, a.m.k.
að framan, en Cherokee og Wrangler Hann er líka stuttur
milli hjóla sem stundum er ókostur, mig minnir að þegar ég bjó í USA hafi þessir
bílar haft orð á sér fyrir að vera valtir.
Í þeim Bronco II bílum sem ég kannast við er búið að
skifta út næstum öllum vél og drifbúnaði.Einn af kostum Cherokee og Wrangler er framboð af læsingum
í drifin, lægstu hlutföll eru 4.88, sem passar fyrir 36-38
tommu dekk.Allar vélar sem bjóðast í þessum bílum hafa meira en
nóg afl til vetrarferða.
Eldsneytiseyðsla fer fyrst og fremst eftir þyngd bíls
sé stilling vélarinnar í lagi.
Bensín vélar eyða þó ca. 30% meira end díselvélar, þessi
munur eykst með vélarstærð.
21.01.2002 at 10:30 #458470Besta lausnin væri setja upphitun í húsið. Þetta væri
t.d. hægt að gera með því að láta kælivatn frá vélinni
fara um óeinangrað rör í pallhúsinu.
Ef ég ætti svona bíl
myndi ég líklega fjarlæga framrúðuna á pallhúsinu og
afturrúðina á farþega húsinu, og setja sveigjanlega
pakkningu á mill.
-
AuthorReplies