Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
08.05.2007 at 07:52 #590556
Þetta er allt saman eitt stórkostlegt norskt PLOTT !!!!
Heræfingar og fjarskiptakerfi og ég veit ekki hvað.Við sjáumst síðar………………….(kannski)
10.03.2007 at 18:16 #583896Þetta er nú eitthvað sem er búið að vera vitað allt frá því að þessir bílar komu á gótuna. (og þar eiga þeir best heima)* Það er reyndar merkilegt að þetta sé fyrst nún að komast í fjölmiðla vegna þess að þessi galli var loks viðurkenndur í sumar. Mér finnst nokkuð alvarlegt ef öxlar brotna undir bílum. Afleyðingarnar geta verið ófyrirséðar. Heyrst hefur um dæmi þar sem öxlar hafa brotnað í þessum bílum þó þeir hafi verið óbreyttir eða lítið breyttir og ekki og aldrei farið út fyrir þjóðvegina*. Það sem er hins vegar virðingarvert við TOYOTA er það að þeir viðurkenna gallana (kannski soldið seint þegar þessir bílar eru búnir að vera í sölu síðan einhvern tíman á síðustu öld)
09.01.2007 at 07:35 #574684Er einmitt rétta orðið vegna þess að þetta er sú tegund jeppa sem hefur verið framleidd lengst allra jeppa í heiminum.
Þeir koma með tilbúna frábæra fjöðrun sem er bæði mjúk og slaglöng og ólíkt mörgum öðrum tegundum þarf ekki að fara í breytingar á fjöðrunarkerfi þeirra.
Drifbúnaður er sterkur en sumum hefur tekist að brjóta öxla í afturhásingu, en hægt er að skipta þeim út fyrir sterkari (mjög einfalt). Gírun í gegnum drifrás er með því lægsta sem þekkist í óbreyttum jeppum þannig að hægt er að nota 38" án breytinga á hlutföllum.
Fyrir árið 1999 eru þessir bílar með 4 cyl 2,5 tdi með manual innspýtingu. Þetta er mótor sem gefur mikið tog á lágum snúning og er að mörgum talinn með betur heppnuðu jeppamótorum (dísil) sem framleiddir hafa verið í þessari stærð. Eftir 1999 kemur 5 cyl tdi með tölvustýrðu olíuverki, mikil snerpa og ágætur kraftur (eftir tölvukubb) á snúningi en lágsnúningstogið er farið. Næstu breytingar fela í sér 2,4 tdi úr Ford Transit og sex gíra kassa.
Annars hefur búnaður (og skortur á búnaði) þessara bíla verið óbreyttur í langan tíma en þeir eiga sér alltaf dyggan aðdáandahóp.DFNDR
14.12.2006 at 12:47 #199167Hefur einhver notað svona rafmagnsspil/loftdælu . Þetta lítur út fyrir að vera sniðug græja. Hér er VIDEO.
02.10.2006 at 09:31 #562020Vil af gefnu tilefni benda á að gæsla á geymslusvæðinu er nokkuð takmörkuð. Veit um bíla sem hafa verið skemmdir og stolið úr þeim munum og engar bætur fengist fyrir. Veit ekki alveg hvað er verið að borga fyrir þegar menn fá að leggja bílunum sínum þarna út í hrauni. Mér finnst alveg lágmarks þjónusta að svæðisins sé gætt fyrir þá leigu sem verið er að borga.
10.06.2006 at 22:19 #554146Ég er búinn að eiga einn árg 98 í rúmlega tvö ár og er bara nokkuð sáttur. Bíllinn hentar vel mínum kröfum til bíla, hefur gott pláss, kemst það sem ég vil, er ekkert of fínn þannig að ég fer ekki að háskæla þó þeir sem ganga um bílinn séu ekki alltaf á spariskónum. Fjöðrunin er alger snilld og ég held að hann geti bara ekki annað en staðið í öll hjól sama hvað hann vindur upp á sig. Bíllinn minn er með þessari 35" hækkun en ég breikkaði brettakantana um slatta. Og svo var ekkert annað en skrúfa 38" GHII undir. (smá ágreiningur við bretti og grindarbita)
24.04.2006 at 19:00 #550666Ég var búinn að hreinsa jarðtenginguna frá öðrum geyminum en fann enga breytingu. (Get sennilega ekki mælt þetta neitt sjálfur) Á eftir að skoða þetta hinum megin. Annars er sosem ekkert ólíklegt að sjóbaðið hafi ekki verið að bæta rafkerfið neitt. Spansgræna og svoleiðis er fljót að láta á sér kræla eftir svoleiðis.
Kveðja DFNDR
24.04.2006 at 08:09 #197837Ég er með Pajero árgerð 1988 sem lenti í sjóninn fyrir tveim árum síðan. Hann var allur þveginn og spúlaður og er svosem ekkert sértstaklega farinn að ryðga en það kemur sjálfsagt seinna.
Það sem er að angra mig er það að startarinn er ekki að virka þó ég sé búinn að skipta um legur og kol. Hann virkaði fínt þegar ég prufaði hann úti á gólfi en þegar hann er komiin í bílinn gerist ekki neitt. Það kemur straumur frá svissinum og segulrofinn smellur en ekkert meira gerist.
Getur einhver gefið ábendingar um hvað sé að klikka hjá mér.
Kveðja DFNDR
22.04.2006 at 21:33 #550578ER hann ekki á járnkalla fjöðrum? Og fyrst ég er byrjaður þá er ekki pláss fyrir nema einn farþega fyrir utan hundinn. Og svo kannski tvær samlokur í skottinu, annars sennileg jeppi en ég held að það þurfi að breita ýmsu áður en hann verður samkeppnisfær.
22.04.2006 at 20:49 #550568Ég er þeirrar ánægju aðnjótandi að vera síkátur Land Rover eigandi. Ég á DFNDR árgerð 1998 sem er rétt að verða kominn í 300þús km. Ég e nokkuð sáttur en bíllinn er með þessari svokölluðu 35" hækkun en ég breikkaði brettakantana og setti svo 38" undir. Fjöðrunin er mjög góð og alltaf nóg pláss í bílnum. Minn bíll er með 4 cyl vélinni sem er frábær jeppavél vegna þess að hún er með meira tog en aðrar vélar sem ég hef kynnst. Auk þess er þetta ótrúlega sparneytin vél á skynsamlegum akstri. 5 cyl vélin hefur hins vegar mikinn kraft og snerpu en hefur ekki þetta tog á lága snúningi eins og gamla 4 cyl vélin. Gírkassi og millikassi í DFNDR er einnig alveg ekta jeppadæmi vegna þess að lága drifið er tiltölulega lágt og einnig er háa drifið lágt þannig að menn komast upp með að setja 38" undir án þess að lækka hlutföll. Hins vegar þarf að lækka hlutföll ef farið er í 44" og stærra. Að mínu mati eru þetta sennilega einu "alvöru" jepparnir sem framleiddir eru í dag og hægt er að breyta fyrir ótrúlega lítinn pening til að kom sér af stað í jeppasportið (svo má alltaf bæta við).
Það mættu hins vegar vera meiri þægindi um borð en þarna er samt allt sem þarf. Annars finnst mér fara vel um þá sem eru frammí og ég hef ekið hringinn nokkrum sinnum og þreytist minna í þessum bíl en öðrum dýrari nýrri bílum af einhverjum japönskum tegundum.
Ekki hika, fáðu þér alvöru jeppa.
Kveðja DFNDR í sumarsnjó fyrir austan.
09.04.2006 at 12:25 #548714Þetta er bráðsniðugt og ætti að geta virkað vel. Eitt sem ég er að spá í er hvort ekki myndist núningur þar sem dekkið og þessi púði mætast ef verið er að aka með dekkin mjúk. Þar gæti verið eitthvað átak á milli með tilheyrandi núningi og hitamyndun.
06.04.2006 at 16:11 #548488Yfirleitt er fólki ráðið frá því að setja loftnet fyrir talstöðvar á aftanverða bíla vegna þess að þá verður sendingin stefnuvirk (sendingin virkar ekki jafn sterk í allar áttir). Best er að hafa loftnetin á miðjum bílnum þannig að bíllinn virki allur sem plan fyrir sendinguna.
Hafa gæði CB eitthvað farið versnandi?
Ég man þá tíð þegar ekki var annað í boði í fjarskiptamálum hjá almenningi að fólk var að tala á milli fjarða (yfir fjöll og fyrnindi) hér fyrir austan með venjulegum CB stöðvum. Í þá daga hugsuðu menn um að stilla standbylgjuna hjá sér og notuðu einnig ýmis önnur trix eins og magnaramíkrafóna oþh. Loftnetin voru líka alltaf mun lengri en nú er algengast. Veit ekki hvort það skiptir öllu máli en ég held að menn spái ekki eins mikið í þetta eins og í "gamla daga". Ég hef allavega ekki getað notað mína CB til annars en að hlusta á aðra blaðra.
31.03.2006 at 11:37 #547932Ég er einn af þeim sem ek um á "venjulegum " fólksbíl sem er keyptur til landsins sem slíkur og skráður sem slíkur. Mér hefur aldrei fundist neitt sérstaklega sárt að borga þau gjöld sem innheimt eru við rekstur hans enda veit ég að þeir peningar eru í góðum höndum hjá landsfeðrunum. (ehm) Mér finnst hins vegar soldið skrítið þegar menn sem eru að flytja inn þessa stóru "jeppa" sem bera lægri vörugjöld og tolla fara að kvarta yfir því mikla misrétti sem þeir eru beittir þegar þeir þurfa að borga eitthvað sem aðrir sleppa við. Ef menn ætla ekki að nota þessa bíla sem vörubíla þá eiga menn að flytja þá inn þannig og borga tilskilin gjöld. Sama gildir ef menn ætla að breyta skráningu eftir að bíllinn hefur verið fluttur inn til landsins. Ég get alveg skilið að það sé freistandi að kaupa stóran og öflugan bíl sem er á "viðráðanlegu" verði miðað við sambærilegan fólksbíl, en menn verða að gra sér grein fyrir því hvaða gjöld og skyldur fylgja
Kveðja úr snjó á Austurl.
13.03.2006 at 14:06 #197533Ég er nýgræðingur þegar kemur að gps tækni en mig langar til að nota handtækið mitt með farrtölvunni. Ég er að velta fyrir mér ef ég kaupi forrit eins og OZI-explorer, hvort það komi með einhverjum kortum eða hvort ég þurfi alltaf að skanna þau inn eða fá þau hjá öðrum. Ég er með prufuútgáfu og sé ekki hvort kortin fylgja með ef ég kaupi. Er eitthvað annað forrit sem mælt er með (er með Magellan sportrac map)? Þekkir einhver forrit sem heitir Expert GPS?
Kveðja DFNDR
11.03.2006 at 13:12 #546132Eg hef hert á vindustöngunum á tvenns konar bílum til að ná fram hækkun að framan, annars vegar á Nissan pickup og hins vegar á Pajero. Mér fannst Nissaninn batna mikið vegna þess að hann hætti að "skoppa" að framan ef maður var að reyna að læðast á ósléttum eða stórgrýttum slóðum. Sama gildir um Pajeroana sem ég gerði þetta við en þeir voru reyndar ekki eins slæmir með þetta. (getur verið spursmál með mismunandi dempara líka) Nissaninn varð alls ekki of stífur að framan enda var hann ekki hækkaður mikið. Pajeroana hækkaði ég það mikið að efri stífan nam nánast við púðann sem skammtar af hve langt niðurslagið er en samt fannst mér þeir bara passlega stífir. Bílar verða miklu hærri undir lægsta punkt að framan þegar þetta er búið. Eitt sem þarf að athuga er það að aukið brot kemur á öxlana frá drifi út í hjól þannig að liðhosur slitna hraðar. Æskilegt væri að síkka framdrifið sem nemur hækkuninni en ég held að það sé eiginlega aldrei gert.
27.02.2006 at 08:39 #544932Í ljósi hörmulegra atburða liðinnar helgar er ljóst að nauðsynlegt er að koma upp samhæfðu safni gps punkta sem ALLIR hafa ókeypis aðgang að. Rétt er að minna á að það er góður siður að deila reynslu sinni með öðrum og söfnun GPS punkta er ekkert annað en reynslusöfnun. Ef menn gætu nálgast safn GPS punkta á einum stað geta menn lagt betur undirbúnir af stað í ferð.
Kveðja DFNDR
04.01.2006 at 20:57 #196979Sælt veri fólkið og til hamingju með árið.
Mér áskotnaðist nýlega aircondtiondæla sem ég er að hugsa um að setja í Land Roverinn. Dælan er frá Denso og er með v laga reimskífu. Á Land Rovernum er laust pláss á reimskífu sem er með flatri reim með fjórum eða fimm sporum þannig að eitthvað þarf að gera til að þetta passi saman.
Og því spyr ég fræðinga hvort þeir viti hvort hægt sé að skipta um reimskífu á dælunni og hvar helst væri að fá nýja skífu.
Kveðja Arnaldur
19.03.2005 at 12:39 #519350Það er orðið langt síðan ég hef tekið þátt í svon "hver getur pissað lengst keppni" en ég verð að taka þátt í þessari. Menn eru alveg ótrúlega fljótir að gleyma, td því þegar patrolar voru innkallaðir og skipt um vél í þeim. Og annars fyrst ég er byrjaður, þá kom ég einu sinni inn á verkstæði sem þjónustar TOY, þar er pláss fyrir þrjá bíla og þar voru þrír lc 90, það þurfti að skipta um hedd í tveiimur og einn var með bilaðan gírkassa, allt eins til tveggja ára gamlir bílar.
Ég hef átt tvo aldna Pajero, annan árg 83 með 2,3d sem gaf upp öndina í 200þús og ákvað ég að setja 2,5td í staðinn og entist hún bílinn og svo aftur árg 88 með 2,5td sem er kominn í 250þús og er ok. Þurfti að reyndar skipta um hedd fljótlega eftir að vatnskassahosa rifnaði endanna á milli (afstaða hosunnar hafði breyst þegar bíllin var hækkaður á boddýi um 3") Ég er sáttur við endingu Pajero.
Ég ákvað samt af ýmsum ástæðum að skipta um merki.Land-Rover DFNDR er bestur
12.03.2005 at 10:53 #518610Að Parnelli geta verið hættuleg. Sl. sumar sá ég afleiðingar útafaaksturs og veltu sem átti sér stað eftir að dekk af þessari gerð hafði sprungið frá gjörðinni við felgubrúnina og dekkið vafist utanum stýrisgangiinn þannig að bíllinn varð stjónlaus. Það er mikil mildi að ekki varð manntjón þar sem bíllinn fór mjög illa.
20.02.2005 at 20:08 #517408Ég er búinn að prófa að afrita úr kortum af diski LM en það er takmarkað hve stóran flöt er hægt að taka og færa í annað forrit þannig að það verður seinlegt að afrita kort af öllu landinu. Mér finnst galli að ekki skuli vera hægt að taka heilt kort og afrita í gps forrit td. OZIex.. Maps.. og Expertgps.
Veit einhver hvort Landmælingar bjóði kortin þannig að hægt sé að nota þau í forritin? Það væri allavega æskilegt að svo væri.DFNDR í engum snjó
-
AuthorReplies