Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › Göngin og veggjaldið
This topic contains 35 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 18 years, 7 months ago.
-
CreatorTopic
-
30.03.2006 at 13:10 #197650
Sælir,
Ég er með smá ábendingu til stjórnar 4X4.
Núna fjölgar þeim félagsmönnum sem eru á bílum yfir 6 m löngum svo sem Ford F og hugsanlega Linerunum líka og erum við að lenda í því að borga 3000 kr í göngin hvora ferð.
Einhverstaðar verað mörkin að liggja, ég geri mér grein fyrir því.
En væri ekki ráð að stjórnin gerði samskonar samning og félag húsbílaeigenda gerði við Spöl þ.e að félagsmenn í þessu tilviki 4X4 borguðu bara 1000 kr óháð lengd bíla.
Hvað segja félagsmenn, er ekki ráð að leggjast í samninga?Kv,
Pétur
R – 3384 -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
30.03.2006 at 22:51 #547914
Skilst að hér sé eitthvað sem ég ætti að svara, en sé þó ekki margt. Þó af því Gummi blandar umræðu um utanvegaakstur inn í málið (ef ég skil innlegg hans rétt) þá hefur utanvegaakstur ekkert með loftmengun að gera. Hvortveggja að vísu flokkað sem umhverfismál en ólíkir hlutir engu að síður og þó sjálfsagt sé að huga að allri umhverfisvernd er afstaða mín til utanvegaaksturs af öðrum toga, eða einfaldlega vegna þess að hjólför útum allt og gróðurskemmdir af völdum umferðar spillir þeirri upplifun sem ég sækist eftir á fjöllum. Þar fyrir utan reikna ég með að nýlegur amerískur pickup með nútíma díselvél mengi ekkert meira en minn 9 ára gamli Landrover. Held að 4×4 klúbburinn geti seint gefið sig út fyrir að vera klúbbur sem beiti sér gegn útblástursmengunar, við getum alveg viðurkennt það kinnroðalaust.
Gjaldið í Hvalfjarðargöngin er í sjálfu sér ekki skattur heldur gjald sem er borgað til einkafyrirtækis. Það er engin lógísk skýring á því að Ford F-eitthvað þurfi að borga meira fyrir afnot af göngunum en Patrol eða Landrover þó hann sé örlítið lengri. Það að tollar séu lægri á þessum bílum hefur ekkert með málið að gera, tollar fara til ríkisins en gangnagjöldin til einkafyrirtækis. Það hefur heldur ekkert með málið að gera að þeir sem eigi þessa bíla eigi hvort eð er svo mikið af peningum og eiginlega efast ég um að það sé munur á þeim hvað það varðar eða eigendum ýmissa annarra tegunda. Líklega er hugsunin á bak við þessa mismunandi gjaldflokka upphaflega sú að láta bíla sem flytja fólk eða vörur um göngin í atvinnurekstri borga meira og hægt að færa rök fyrir því. En tveir pickuppar sem báðir eru notaðir sem ferðabílar fjölskyldunnar og annar borgar þrefalt á við hinn, það sé ég ekki sem neina sanngirni. Jafnvel þó ég sjálfur sé í lægri flokknum (og ekki á leiðinni þaðan)
Hins vegar sýnist mér miðað við þær upplýsingar sem ég hef fengið að undanþága fyrir þennan hóp sé ekkert sem sé auðfengið og líklegt að tilraunir okkar í þá átt myndu stofna samningi húsbílafélagsins í hættu en ekki færa okkur neinn ávinning. Hefði þetta hins vegar legið þannig að það hefði verið auðfengið hefði verið sjálfsagt að reyna. Það væri líka mjög til bóta að fá þessi 80 km/klst úr gildi en það er klárt mál að það er ekki einfalt verk. En það er reyndar annað dæmi um fáránleika þess að þessir pickuppar séu flokkaðir sem vörubílar meðan aðeins minni pickup er flokkaður sem fólksbíll.
Og hana nú!
Kv – Skúli
30.03.2006 at 23:01 #547916
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
auðvitað veit maður að það er dyrara að reka þessa bíla, og td er ég að taka meiraprófið núna til að mega keyra bílinn sem ég var að kaupa bara að taka vörubílinn er 150þús, enn það eru þessir viðaukar td pikkup prófin, uppa’ð 7,5tonn það kostar 100 þús svo frekar fer maður alla leið og tekur vörubílinn, enn svo ma pabbi keyra þetta?? nær ekki nokkri átt, auk þess er meiri þungaskattur af þessu og ymislegt sem tynist til svo fólk skal ekki halda að það se eitthvað bónus dæmi að vera á svona bílum, þótt jon jonsson hafi ekki borgað nema 13-14% toll af bilnum þegar hann kom nýr, enn að þurfa að borga 3000kr fyrir einkabíl þarna i gegn er fáranlega mikið 2 ferðir eru ca heill olíutankur og verður gaman að sjá hvernig þeir ætlað gera þennan kjalveg, segjast ætlað leggjan mikið til ofan á gömlu vegstæði,,, og rukka i gegn??? ef sú verður raunin fær umbðsmaður alþingis að vinna fyrir laununum sinum.
30.03.2006 at 23:15 #547918Nefnið mér eina ástæðu fyrir því að Spölur ætti að gefa okkur afslátt. Ekki eru þeir í samkeppni, nema þá við Hvalfjörð sem hallar heldur betur á í samkeppninni.
31.03.2006 at 08:14 #547920
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
3000 kall fyrir bíl yfir 6 metra er þvæla, ekkert sem segir mér að þetta sé réttlátt gjald, það kemur vörubílum,pikkupum eða hvað sem er ekkert við, þetta er skráð lengd bifreiðar, Dodge charger árg 70 þyrfti að borga 3000, sanngjarnt ekki satt.
31.03.2006 at 09:51 #547922Varðandi afaslátt fyrir meðlimi 4×4 þá segi ég þetta,
afhverju ætti Spölur ekki að gefa klúbbi eins og 4×4 afslátt. Það mætti setja það fram á sama hátt og FÍB gerði varðandi fellihýsin þar borgar þú sem ert á venjulegum bíl með fellihýsi, og skiptir ekki máli hvað það er þungt bara 1000 kr. þegar reglur Spalar gefa annað til kinna. Þetta skilst mér að sé vegna þess að FÍB telur að það sé ákveðið öryggi fólgið í því að fara göngin í stað þess að aka fjörðinn.
Við gætum hæglega komið með sömu rök, afsláttur mun kvetja klúbbmeðlimi sem eru á stórum bílum til að aka göngin í stað þess að fara fjörðinn og getur þar af leiðir fækkað slysum….
Ég er ekki að kvetja klúbbinn til að "skemma" fyrir öðrum eins og húsbílaeigendum heldur að taka þetta upp á málefnalegum grundvelli. Hugsanlega getur þetta orðið til þess að Spölur endurskoði þessa viðmiðun sína sem mér finnst ekki vera í takt við raunveruleikann.
Kv,
Pétur
R – 3384
31.03.2006 at 10:29 #547924Ég styð þá skoðun að 4×4 reyni að herja út afslátt fyrir félagsmenn í göngin ef það er gerlegt og þá án þess að skemma fyrir öðrum,Annars er ég alfarið á móti vegatollum finnst ég borga nóg í olíuverðinu og öðrum gjöldum af bílnum.
En hvað varðar lengri bíla þá finnst mér eiginlega að það sé þeirra sem kaupa að vega og meta kosti þess eða galla að vera á svona bílum,En engu að síður eru skattareglur varðandi þessa bíla fáráðnlegar og ætti að vinna að því að fá þeim breytt þó breytir það engu um að svona eru reglurnar núna og eftir þeim er farið.
Kv Klakinn
31.03.2006 at 10:34 #547926Sælir félagar.
Þetta mál hefur verið rekið á síðum Mbl. um nokkurt skeið, en þar hefur Ellen Ingvadóttir tekist á um þetta við Gísla Gíslason stjórnarformann Spalar. Á umræðunni eru margir vinklar og hefur hún m.a. bent á samninga við húsbílafélagið og dregið fram fáránleikann í því að flestir á stóru ammrísku pikköppunum eru jú með pallhýsi (húsbíll) stóran hluta ársins.
Á hinn bóginn hefur Gísli bent á að einhversstaðar þurfi mörkin að liggja og að þessir stóru bílar séu vörubílar í skilningi laga og reglna.
Það má ekki gleyma því að þessir bílar eru að því er mér skilst, vsk bílar, en samt á venjulegum númerum. Þeir eru fluttir inn á lægri tollum en "litlu pikköpparnir", þar sem þetta eru vörubílar í skilningi laga og reglna. Er ekki málið þá bara að fá þá fellda út úr þeim flokki alfarið, þannig að þeir séu ekki vsk bílar á bláum númerum og að menn greiði sömu aðflutningsgjöld og á minni bílum.
Það hlýtur að verða að vera eitthvað samræmi á hlutunum – maður getur ekki bæði borðað kökuna og átt hana… eða hvað?
Ferðakveðja,
BÞV
31.03.2006 at 10:35 #547928Það sem ég á við Skúli er að ég tel að þetta sé skaðlegt fyrir trúverðugleika þessa félagskapar. Þó svo að sumir telji ekkert athugavert við að fara á 5 tonna bíl inn á Grímsfjall með 0,5 tonn af olíu í tönkum og eyða því öllu bara af því að þeir hafa efni á því, þá er það bar ekki svo um almenning í þessu landi. Við eru að berjast í bökkum með að fá að aka utanvega á snjó hér. Þessi hugsunargangur að þetta sé sjálfsagt gengur bara ekki ef sú barátta á ekki að tapast.
Guðmundur
31.03.2006 at 11:02 #547930Ég gleymdi að minnast á það að með því að kaupa 100 ferða lykil þá greiða menn á jeppa (ekki vörubíl) aðeins kr. 270 pr. ferð. Ef menn vilja ekki ráðast í slíka fjárfestingu, þá er hægt að lækka gjaldið í kr. 600 með því að kaupa 10 ferða kort.
Þetta er því almennt ekki dýrt og að mínu viti fráleitt að Ferðaklúbburinn 4×4 fari að væla um frekari afslátt fyrir félagsmenn.
Það er fullt af öðrum og þarfari verkefnum í hagsmunagæslu fyrir félagsmenn.
Ferðakveðja,
BÞV
31.03.2006 at 11:37 #547932Ég er einn af þeim sem ek um á "venjulegum " fólksbíl sem er keyptur til landsins sem slíkur og skráður sem slíkur. Mér hefur aldrei fundist neitt sérstaklega sárt að borga þau gjöld sem innheimt eru við rekstur hans enda veit ég að þeir peningar eru í góðum höndum hjá landsfeðrunum. (ehm) Mér finnst hins vegar soldið skrítið þegar menn sem eru að flytja inn þessa stóru "jeppa" sem bera lægri vörugjöld og tolla fara að kvarta yfir því mikla misrétti sem þeir eru beittir þegar þeir þurfa að borga eitthvað sem aðrir sleppa við. Ef menn ætla ekki að nota þessa bíla sem vörubíla þá eiga menn að flytja þá inn þannig og borga tilskilin gjöld. Sama gildir ef menn ætla að breyta skráningu eftir að bíllinn hefur verið fluttur inn til landsins. Ég get alveg skilið að það sé freistandi að kaupa stóran og öflugan bíl sem er á "viðráðanlegu" verði miðað við sambærilegan fólksbíl, en menn verða að gra sér grein fyrir því hvaða gjöld og skyldur fylgja
Kveðja úr snjó á Austurl.
31.03.2006 at 13:37 #547934Ég er einn þessara manna sem ek um á vörubíl samkvæmt skilning Íslenskra laga. Ég er líka einn af þeim sem hef ekið um á jeppa nánast allan minn ökuferill. Ég byrjaði minn jeppaferli á Suzuki fox og skipti síðan yfir í Toyotu Hilux (38 tommu breyttan) sem ég ók um í mörg ár. Eftir því efnahagur jókst þá skipti ég yfir í Nissan Patrlol (líka 38 tommu breyttan) og ók um á honum í nokkur ár. Núverandi bifreið mín sem er Ford F-250 (38 tommu breyttur) er án efa sá bíll sem uppfyllir mína þarfir í ferðamennsku hvað allra best. Á síðari árum ferðast ég minna á veturna en þeim mun meira á sumrin, Fordinn kemur þannig út í samanburði við mína fyrri bíla að eyðslan er svipuð í Patrolnum en aflinu og þægindunum er ekki saman að líkja bæði í samanburði við Hiluxinn og Patrolinn. Ekki nóg með að það fari mun betur um ökumann og farþega heldur er plássið alltaf nóg fyrir allt dót sem manni langar að hafa með sér á fjöllum.
Að mínu mati er þessi umræða um réttlætinguna á margfalt hærra gjaldi í göngin komin langt út fyrir öll skynsemismörk. Í fyrsta lagi er mikilvægt að hafa gjaldflokka á svona veggjaldi gagnsæja (eins og Spölur hefur réttilega bent á) en ekki þannig að þurfi beinlínis að skoða skráningarskírteini bifreiðarinnar til að átta sig á hvar hún á heima. Starfs mín vegna hef ég ekið töluvert erlendis, bæði í Evrópu og USA og víðast hvar þar sem um marga gjaldflokka er að ræða eru einfaldlega taldir öxlarnir undir bílnum, þannig að þeir bílar sem raunverulega eru notaðir til að flytja farm borga hærra gjald en hinir. Ef hinsvegar lengdin er látin ráða gjaldflokki ökutækis á það sama yfir alla að ganga þannig að bifreiðar sem draga eftirvagn, eins og tjaldvagn, fellihýsi, hjólhýsi eða húsbíll sem er yfir 6m ættu hiklaust að greiða hærra gjald. Hvað með bíl sem dregur annan bíl? . borga þeir tvöfalt gjald eða er það bíllinn sem dregur sem ræður gjaldflokkinum? . myndi þá borga sig fyrir okkur pallbýlaeigendurnar að fá að hengja spotta í fólksbílinn fyrir framan?
Umræðan um að þeir sem borgi lægra hlutfall af aðflutningsgjöldum eigi bara hreinlega skilið að borga hærra veggjald fékk mig hreinlega til að missa allt álit að Speli eða þeim sem því fyrirtækis stýra. Hvað með leigubifreiðar, bifreiðar fyrir fatlaða eða sjúkra-/ björgunarbifreiðar eiga þær þá líka að borga hærra gjald? Speli kemur einfaldlega ekkert við hvaða gjöld viðkomandi einstaklingar borga til ríkisins í formi skatta eða aðflutningsalda. Ég velti því líka fyrir mér hvort ég hafi raunerlulega borgað hærri eða lægri aðflutningsöld til ríkisins heldur en sá sem keypti sér Toyotu Corolla eða VW Golf, því þrátt fyrir að prósentan sé lægri þá er innkaupsverðið á mínum bíl mun hærra þannig að upphæðin sem skilar sér til ríkisins er vafalaust hærri.
31.03.2006 at 13:53 #547936
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Annað hvort borga allir eftir reglunni eða breyta gjaldheimtunni, það þýðir ekki að mismuna fólki sem á ökutæki sem er yfir 6 metra langt, það skapar alltaf óánægju, þetta skiptir máli þegar fólk notar göngin töluvert.
31.03.2006 at 14:19 #547938Það dugar ekki að binda aftan í fólksbíl, lenntum í því að þurfa að draga Patrol í gegnum göngin og var hann á 2 dekkjum því framdekkin voru í kerru, bíllinn var mannlaus og það var fullt verð takk fyrir.
Mér hefði nú fundist 1/2 gjald alveg ásættanlegt sérstaklega þar sem þú borgar ekkert fyrir að vera með kerru eða fellihýsi eða hvað þetta heitir nú allt saman sem dinglar aftaní.
Kveðja Lella
31.03.2006 at 15:41 #547940Er umræðan ekki farin að fara í hringi. Það á að skoða það hvort um sé að ræða fjölskyldubíla eða atvinnutæki. Fjölskyldubílar ættu allir að borga sama gjaldið hvort sem þeir eru 3m. eða 7 metrar langir svo framarlega sem tilgangurinn sé sá sami með notkun þeirra. Ég held að Spalarmenn séu ekkert að spá aðflutningsgjöldum á bíla þegar þeir koma til landsins. Ég get ekki séð að það sé einhver frekari kostnaður fyrir þá hvernig farartæki fólk ekur um á. Annars held ég að göngin séu búin að borga sig upp og ætti að vera ókeypis í gegnum þau. Sama hvað erlendu lánin segja sem þeir eru að borga af.
31.03.2006 at 21:17 #547942
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég var að vinna hjá fyrirtæki sem fór ófáar ferðirnar í geggnum göngin. Þegar það kom til tals við Spöl að fá afslátt á ferðum gegnum göngin var sagt þið kaupið bara áskriftar lykil (vorum með 10 miða kortin) annað kom ekki til greina að þeirra hálfu ….Fyrir töluverðu síðan kom þessi umræða upp með þessa VÖRUBÍLA og ég stend enn við það sem ég sagði þá. EF og þegar ég fæ mér vörubíl þá skal ég glaður borga 3000 í göngin. þetta eru reglur sem þeir hjá Speli settu og það er ekki hnikað um sentimeter (veit það að eigin raun(og borgaði glaður 3000 kallinn))
kveðja dóri hauks A-714
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.