This topic contains 0 replies, has 1 voice, and was last updated by Jón G. Guðmundsson 9 years, 3 months ago.
-
Topic
-
Aðeins hefur maður verið að stúdera og prófa sig áfram með coax-kapla fyrir VHF stöðvar með góðra manna hjálp. Eftir að hafa prófað venjulegan RG-58 kapal eins og er algengastur þá pantaði ég vandaðri kapal af svipaðri lengd sem heitir LMR-195. Hann er ekki bara með vírofinn skerm eins og RG-58 heldur með málmfilmu að auki.
RG-58 kapallinn er með 1.2dB í tap meðan LMR-195 er með 0.6dB
Það þýðir að með 25-watta stöð þá er maður með 18-wött úti við loftnetið á ódýrari kaplinum, en 22-wött á þeim dýrari.
Dýrari kapallinn er að vísu á 5700 krónur 4ra metra lengja (með fme-tengjum á báðum endum) en það finnst mér alveg ásættanlegt fyrir 22% meira afl úti við loftnetið.
You must be logged in to reply to this topic.