FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Tetra kerfið

by Guðmundur Guðmundsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Fjarskiptamál › Tetra kerfið

This topic contains 132 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Magnús Hallur Norðdahl Magnús Hallur Norðdahl 18 years, 4 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 20.10.2006 at 15:58 #198780
    Profile photo of Guðmundur Guðmundsson
    Guðmundur Guðmundsson
    Participant

    Sælir félagar við verðum að tryggja f4x4 aðgang að þessu kerfi.

    Tetra fjarskiptakerfi fyrir öryggis- og neyðarþjónustu komið á næsta vor
    Árni Mathiesen fjármálaráðherra, Björn Bjarnason dómsmálaráðherra og Sturla Böðvarsson samgönguráðherra gengu í dag frá samkomulagi við 112 hf. um stofnun nýs fjarskiptafyrirtækis, Öryggisfjarskipti ehf., sem mun byggja upp og reka fullkomið Tetra fjarskiptakerfi fyrir öryggis- og neyðarþjónustu um allt land. Gert er ráð fyrir að uppbyggingu kerfisins ljúki næsta vor.

    Gengið var frá samkomulaginu við setningu ráðstefnunnar Björgun 2006 og við sama tækifæri gerði nýja fjarskiptafyrirtækið samning við Slysavarnafélagið Landsbjörg um notkun kerfisins. Allir helstu viðbragðsaðilar í landinu hafa lýst yfir vilja til að nota það.

    Samkomulagið er gert í framhaldi af yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 26. september síðastliðnum um ný verkefni íslenskra stjórnvalda við brottför varnarliðsins en þar var uppbygging Tetra kerfisins kynnt. Neyðarlínan, 112, eignaðist Tetra kerfið á árinu 2005 en það hefur hingað til aðeins þjónað viðbragðsaðilum á suðvesturlandi, Akureyri og Ísafirði.

    Með þeirri endurnýjun og uppbyggingu sem framundan er munu Íslendingar eignast fullkomnasta fjarskiptakerfi fyrir öryggis- og neyðarþjónustu sem völ er á. Kerfið mun þjóna öllu landinu og gegna lykilhlutverki við leit og björgun.

    Nýja fjarskiptafyrirtækið er að mestu í eigu ríkissjóðs en 112 hf. á einnig hlut í fyrirtækinu og annast rekstur þess. Tetra kerfið byggist á stafrænni útfærslu og fjarskiptastöðlum sem sérstaklega eru gerðir fyrir fjarskipti neyðar- og öryggisþjónustu, svo sem hjá lögreglu, slökkviliðum og björgunarsveitum.

    Kerfið mun einnig henta orkufyrirtækjum, Vegagerðinni og sambærilegum aðilum vel. Unnt er að veita fleirum aðgang að kerfinu en þó þannig að neyðar- og öryggisaðilar hafi jafnan forgang. Við neyðaraðstæður er unnt að útiloka aðra en þá sem nauðsynlega þurfa að nota kerfið. Frá þess segir í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu.
    af mbl.is

  • Creator
    Topic
Viewing 20 replies - 41 through 60 (of 132 total)
← 1 2 3 4 … 7 →
  • Author
    Replies
  • 22.10.2006 at 22:43 #564564
    Profile photo of Benedikt Sigurgeirsson
    Benedikt Sigurgeirsson
    Participant
    • Umræður: 171
    • Svör: 3595

    Eg er búinn að ákveða hvernig þetta verður!

    Framtíðarlausn er ekki falin í SSB né Tetra fyrir okkur jeppamenn/konur.

    Okkar framtíðarlausn er falin í VHF sem við þegar eigum. Það sem þarf að gera er að byggja enn frekar upp það kerfi og breyta nokkrum endurvörpum þ.e. linka saman þannig að enn lengri drægni náist, þetta er að mér skilst hægt.

    Það sem okkur vantar er ekki enn ein talstöðin í viðbót. Við erum með talstöð fyrir sem er VHF og það kerfi eigum við sjálfir. Það sem okkur vantar er sími til að geta hringt heim til að láta konuna vita að okkur seinkar um sólahring því við þurfum að fara og bjarga einhverjum patrol lúðum. Ok, hvað er að gerast í símamálum og hvernig líta þau mál út? Þau líta þannig út að búið er að ákveða að nota 450 kerfið og tel ég að það sé sú lausn sem einna helst kemur til með að gagnast okkur. Ef rétt reynist það sem ég hef hlerað er ekki ólíklegt að Tetra og Síminn muni sameinast um að reka senda vítt og dreift um hálendið og ef það verður niðurstaðan þá er augljóst að það verður okkar lausn í það minnsta þangað til að við fáum að vita hvað endabúnaður okkar kostar (síminn í jeppann). Klárlega þó verður hann alltaf miklu ódýrari en Tetra. Hugsið ykkur, menn veigra sér við að kaupa VHF talstöð á 35þ, haldið þið að það sé auðveldara fyrir þann hóp sem er ansi stór, að eyða 90-130þ í Tetra?

    En þetta er svo sem bara mín skoðun.





    22.10.2006 at 22:56 #564566
    Profile photo of Benedikt Sigurgeirsson
    Benedikt Sigurgeirsson
    Participant
    • Umræður: 171
    • Svör: 3595

    Blessaður Benni
    22. október 2006 – 22:47 | Ofsi, 1295 póstar

    Er vhf framtíðin, og að fjölga endurvörpum kostar helling. ég sé ekki að það sé neitt kýr skýrt í þessu. Heldur finnst mér óvissuþáttunum bara fjölga. Allavega er ekki til neitt sem sem verður sannalega landsdekkandi enn sem komið er. Hvað samstarf Tetra og Símans varðar. Þá veist þú að Síminn er ehf og í bissnes og af hverju ætti hann að vera að eltast við örfáa jeppakalla sem vilja hringja heim. Ég held að þeir hafi ekki mikinn áhuga á því að reka fullt að endurvörpum sem þarf að reka með díselvélum 24 klukkustundir árið um kring





    22.10.2006 at 23:05 #564568
    Profile photo of Jón G Snæland
    Jón G Snæland
    Participant
    • Umræður: 58
    • Svör: 4513

    erum við að verða búnir að dreifa þessum fjarskiptaþráðum um allt spjallið, ´þá er nú ekki hægt að ásaka okkur um að hafa ekki águha á málefninu





    22.10.2006 at 23:05 #564570
    Profile photo of Benedikt Sigurgeirsson
    Benedikt Sigurgeirsson
    Participant
    • Umræður: 171
    • Svör: 3595

    "Þá veist þú að Síminn er ehf og í bissnes og af hverju ætti hann að vera að eltast við örfáa jeppakalla sem vilja hringja heim" örfáa er það hvað eru margir með NMT ???? svo lítur dæmið kanski betur út ef um "sameiginlegan rekstur"
    er að ræða, í það minnsta aukast líkurnar á því að þeð gæti orðið ekki satt?

    "með díselvélum 24 klukkustundir árið" Þetta er reindar þannig held ég að það eru geimar notaðir og disel þarf ekki að ganga nema örfá klst á sólahring til að hlaða þá.

    Ég er mjög hrifin af Tetra og þeim möguleikum sem þessu kerfi fylgja og hef trú á að þetta eigi eftir að gera sig, það er bara samt einhver helv…. hundur í mér er varðar þetta kerfi ef horft er á þetta út frá öllum forsemdum sem m.a að hluta til koma fram í síðasta póstu frá mér.





    22.10.2006 at 23:23 #564572
    Profile photo of Snorri Ingimarsson
    Snorri Ingimarsson
    Participant
    • Umræður: 68
    • Svör: 971

    Aðeins 2 kerfi eru og verða landsdekkandi.

    Iridium – ofsadýrt en að mörgu leyti lipurt.
    SSB (HF) – ofalega ódýrt í rekstri en að mörgu leyti stirt í notkun. Örugga hlustun vantar.

    Allt annað verður að mínu mati málamiðlun með takmarkaða útbreiðslu (ekki landsdekkandi) og skuggsvæði. Líka VHF þrátt fyrir metnaðarfulla uppbyggingu.

    Önnur kerfi verða þægilegri en alls ekki landsdekkandi (TETRA, CDMA-450).

    Besta blanda nú af landsdekkandi og þægilegu er: VHF, NMT, IRIDIUM

    Landsdekkandi fjarskiptaframtíð með bestu þægindum þar sem þau nást liggur í einhverju af eftirfarandi (ath ekki tæmandi).
    VHF, IRIDIUM, TETRA
    VHF, IRIDIUM, CDMA450
    VHF, HF, TETRA
    VHF, HF, CDMA450

    Ég legg til að áhugasamir prófi HF (SSB) í vetur eftir föngum. Þeir sem eiga svona stöð inn í skúr (af því enginn heyrir í þeim) skelli henni í notkun aftur. Jafnvel að áhugasamir setji upp eina internettengda stöð til prufu ef fjármagn eða spons fæst. Skoðum svo heildardæmið að prófunum loknum og þegar allt með önnur kerfi liggur fyrir.

    Snorri Ingimarsson
    R16 og TF3IK
    P.S. Ég er búinn að redda mér landsdekkandi í bili með IRIDIUM sem kostar heilar 30.000 á ári (á við hálfa bílatryggingu) og ég get varla beðið með að losna undan en geri það ekki fyrr en önnur landsdekkandi lausn er komin með öruggri hlustun.





    23.10.2006 at 08:40 #564574
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Snorri, á listana hjá þér vantar GSM og Globalstar. Gamla góða Gufunes bílarásin 2790 kHz er á miðbylgu (MF), ekki stuttbylgu (HF). Mörkin eru við 3 MHz (100 m).

    Ég legg til að menn kynni sér [b:1ga2g6t4][url=http://www.pta.is/displayer.asp?cat_id=168:1ga2g6t4]Fjarskiptaáætlun 2005-2010[/url:1ga2g6t4][/b:1ga2g6t4] sem afgreidd var frá Alþingi 2005. Þar er m.a. gert ráð fyrir að setja tæpan miljarð af skattpeningum í að efla GSM þjónsutu, um fram það sem stendur undir sér á markaðsforsendum, til að bæta þjónusu á helstu þjóðvegum og ferðamannastöðum. Það má reikna með því að hluti af þessu verði að stja GSM senda (hugsanlega með a.m.k 64 km drægni) á þá staði inn til landsins þar sem NMT er nú. Því má gera ráð fyrir að GSM muni alltaf ná til stærri hluta hálendisins heldur en Tetra, þótt hvorugt verði "landsdekkandi" því bæði kerfin eru takmörkuð við sjónlinu. Það er ljóst að Tetra aða CDMA450 munu alls ekki nýtast erlendum ferðamönnum (það eru ekki hátt hlutfall þeirra frá Rúmeníu eða Rússlandi).

    Í fjarskiptaáætlun er svohljóðandi klausa:
    [b:1ga2g6t4]Tetra er farsímakerfi og jafnframt talstöðvakerfi hjálparsveita, lögreglu og slökkviliðs. Útbreiðsla og notkun þess hefur ekki orðið almenn og er nú að mestu bundin við SV-hornið. Reynslan sýnir að Tetra er fyrst og fremst talstöðvar- og öryggiskerfi fyrir opinbera og hálfopinbera aðila, auk verktaka.[/b:1ga2g6t4]

    Ísland er líklega eina landið í heiminum, þar sem áform eru uppi um að veita almenningi aðgang að Tetra kerfi.

    Ef Globalstar tekst að [url=http://www.globalstareurope.com/en/about/newsevents/press_display.php?pressId=23:1ga2g6t4]fjármagna endurnýjun á gervitunglum sínum[/url:1ga2g6t4] þá er þar líklega komið nánast landsdekkandi símkerfi með lægri fasta kostnaði en Iridium.

    -Einar TF3EK





    23.10.2006 at 09:03 #564576
    Profile photo of Bergþór Júlíusson
    Bergþór Júlíusson
    Participant
    • Umræður: 40
    • Svör: 761

    Þið megið ekki gleyma að ríkið er skildugt til að koma á sambandi við sjómenn þegar nmt dettur út þannig að það verður settur kraftur í uppbyggingu á kerfi sem þeir geta sætt sig við,450 kerfið eða einhvað annað. vhfið er ekki að virka fyrir þá vegna kúrvunar sem er á hnettinum. Þegar þeir detta út í sts kerfinu er hringt í þá og beðið um staðsettningu og hvort allt sé ok. >Held að landsamband smábátaeigenda muni ekki sætta sig við einhvert hálfkák í þessum málum.





    23.10.2006 at 20:01 #564578
    Profile photo of Benedikt Sigurgeirsson
    Benedikt Sigurgeirsson
    Participant
    • Umræður: 171
    • Svör: 3595

    Eigum við ekki að reina að fá þráðlaust internet á hálendið strákar, væri það ekki alveg ljómandi.





    23.10.2006 at 21:17 #564580
    Profile photo of Tryggvi R. Jónsson
    Tryggvi R. Jónsson
    Participant
    • Umræður: 50
    • Svör: 2648

    Af því að lesa um CDMA450 þá hljómar það eins og styrkur þess kerfis sé einmitt gagnaflutningur þannig að kannski fáum við okkur bara Skype og græjum þetta landsdekkandidót bara VoIP 😉





    23.10.2006 at 21:31 #564582
    Profile photo of Benedikt Sigurgeirsson
    Benedikt Sigurgeirsson
    Participant
    • Umræður: 171
    • Svör: 3595

    Já og svo fáum við okkur webcam og þá er hækt að fylgjast með túrnum live heima í stofu…..Erum við kanski komnir aðeins fram úr okkur þarna….

    PS.
    Mr.T
    Er að henda upp snorkel í töluðum orðum….





    23.10.2006 at 21:33 #564584
    Profile photo of Tryggvi R. Jónsson
    Tryggvi R. Jónsson
    Participant
    • Umræður: 50
    • Svör: 2648

    Og er búið að sprauta það G4-Orange?





    23.10.2006 at 23:18 #564586
    Profile photo of Skúli Haukur Skúlason
    Skúli Haukur Skúlason
    Participant
    • Umræður: 86
    • Svör: 2442

    Ein spurning til gúruanna í fjarskiptanefnd. Snorri hefur sett fram ágæta hugmynd um að staðsetja nokkrar HF stöðvar í byggð og nettengja þær þannig að hægt sé að hlusta í gegnum netið. Á margan hátt skemmtileg hugmynd en nú spyr ég; er nokkuð því til fyrirstöðu að gera það sama í VHF kerfinu, þ.e. setja upp nettengdar stöðvar sem hlusta á endurvarpana okkar? Þyrfti þá að skoða hvaða endurvarpar eru að ná einhversstaðar sambandi niðri í byggð þar sem er nettenging. Svo hefur verið talað um að lítið mál sé að láta endurvarpa tala sama þannig að einn endurvarpi getur endursent frá öðrum. Sem dæmi er skrifstofa FÍ hér inni í Mörk að hlusta á 42 á Háskerðing í gegnum Bláfjöll.
    Það sem ég er að pæla er að við erum búin að byggja upp þetta fína endurvarpakerfi en erum kannski ekki að nýta það eins vel og mögulegt er. Meðal annars er hlustun ekkert örugg þó hún sé kannski meiri en á SSB. Má vera að VHF verði alltaf með einhverjum skuggasvæðum en við erum samt býsna víða í sambandi við endurvarpa á fjöllum og þegar búin að fjárfesta heilmikið í þessu, þarf kannski ekki svo mikið til að gera það svo miklu betra, annars vegar með þéttingu endurvarpana og svo þessari nettengingarhugmynd. Plús það að nánast allir sem eru að ferðast á jeppum um hálendið á vetrum eru komnir með þessar stöðvar í bílana. Afhverju hætta í hálfnuðu verki og fara í nýtt (öllu heldur gamalt) kerfi?
    Ein spurning í lokin, hvernig eru talgæðin í SSB samanborið við VHF?

    Kv – Skúli





    24.10.2006 at 00:15 #564588
    Profile photo of Snorri Ingimarsson
    Snorri Ingimarsson
    Participant
    • Umræður: 68
    • Svör: 971

    Talgæðin eru betri í VHF heldur en SSB. Það byggir á því að VHF er með tíðnimótun (FM) en SSB er afbrigði af ´"amplitude" mótun (AM). Prófið að hlusta á FM útvarp og bera saman við gömlu langbylgjuna. Þetta með talgæðin segir hins vegar ekki alla söguna.

    Ég sé fyrir mér að VHF kerfið verði notað áfram samhliða HF. Líklega verði dregið úr uppsetningu og rekstri endurvarpa. Einn munur á VHF og HF er að VHF fjarskipti á um 150 Mhz eru mun sjónlínuháðari en SSB á 2,79 Mhz og þar af leiðandi verða alltaf skuggasvæði. HF er ekki með þann galla. Notkun á VHF er hins vegar þægilegri t.d. vegna betri talgæða og minna suðs. Ath bygljulegndin á VFH kerfum er um 2 metrar en á SSB er hún eitthvað nálægt 110 metrum.

    Framundan er að prófa betur HF og kanna ýmsa þætti varðandi vöktun og þá verður hægt að bera Þetta betur saman. Við höfum enn góðan tíma áður en NMT verður lokað og legg til að hann verði notaður vel til að kanna þessi mál betur, meðal annars með prófunum á HF. Nokkrum spurningum er enn ósvarað um praktísk atriði.

    Ég hvet alla sem eiga gamlar SSB stöðvar að taka þær í notkun á ný. Á meðan svo fáir eru enn með SSB má hafa samband hér á síðunni og láta vita þegar ferð er fyrirhuguð. Hægt er að ákveða ákveðna tíma til að prófa og kallast á við þá sem eru í byggð. Þannig náum við fram ákveðnni reynslu í því hversu notadrjúgt þetta er í raun og margir sem ekki hafa notað HF kynnast því.

    Síðan mætti kanna með að setja upp eina internettengda stöð til prufu, það kostar ekki mikið, aðallega vinnu.

    Snorri
    R16 og
    TF3IK





    24.10.2006 at 09:08 #564590
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Hér er smá frásögn sem ég fékk í tölvupósti. Hún ætti að svara spurningu Skúla, fjarskipti sem takmarkast við sjónlínu uppfylla ekki kröfur um lágmarks öryggi.

    [HTML_END_DOCUMENT]————————————————————





    24.10.2006 at 11:09 #564592
    Profile photo of Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Member
    • Umræður: 78
    • Svör: 2584

    Athyglisverð frásögn, sem Einar vísar þarna í. Segir manni ansi margt. Tek undir með Snorra, að við sem eigum gamlar "Gufunesstöðvar" eigum að taka þær í notkun, ég þarf fyrir mína parta að útvega mér með einhverjum ráðum millibilsstöng með einhverri einangrunarhúð, eins og Siggi setti upp á sínum tíma. Er ekki einhver sem þekkir Sigga sem getur spurt hann hvort það sé í lagi að nota þarna stöng, t.d. úr rústfríu og án einangrunarhúðar?





    24.10.2006 at 11:17 #564594
    Profile photo of Hafsteinn Þór Hafsteinsson
    Hafsteinn Þór Hafsteinsson
    Participant
    • Umræður: 124
    • Svör: 2697

    Þarf ennþá leyfisbréf og þarf maður að borga PFS fyrir að vera með SSB eins og VHF?
    -haffi





    24.10.2006 at 11:36 #564596
    Profile photo of Sigurður Ásmundsson
    Sigurður Ásmundsson
    Member
    • Umræður: 14
    • Svör: 949

    í fyrsta lagi er ekkert gagn í NMT og því engu að tapa þó það crap kerfi verði lagt niður, nema að tækjaóðir andskotar (eins og ég) verðum að fjarlægja eitt tæki úr bílunum okkar.
    í öðru lagi eru fullt af radíóamatörum sem gera ekkert annað en að hanga heima og hlusta á bylgjur. eftir hverju eruð þið að býða, skilaboðum utan úr geimnum? get a life! farið út og njótið náttúrunnar.
    það eru lagðar áherslur á að ferðast ekki einbíla, ef allir færu eftir því þá eru flest fjarskiptatæki nothæf til að ná í hjálp á flestum stöðum á landinu. því alltaf er hægt að ná á milli bíla og á endanum er einhver sem nær sambandi við endurvarpa. ef svo dreifikerfið er svo gott að það dekki allt landið nema dýpstu dali þá þarf boðberakeðjan ekki að vera nema tvær stöðvar.
    djöfull hlakkar mig til að fara á fjöll.
    siggias74





    24.10.2006 at 12:48 #564598
    Profile photo of Benedikt Sigurgeirsson
    Benedikt Sigurgeirsson
    Participant
    • Umræður: 171
    • Svör: 3595

    Góð saga frá Eik þó langar mig aðeins að skjóta hér inn smá, ég reikna með að þessi gönguhópur hafi verið með VHF handstöð og ef svo er þá draga þær ekki baun í bala. Við skulum ekki gleima því að það eru eftilvill til leiðir til að auka drægni enn frekar með því að setja betri VHF loftnet á jeppana okkar! þau loftnet sem hvað flestir eru með (svörtu járnstangirnar) eru ágætar útaf fyrir sig en til eru betri lausnir. Núna er ég að prufa t.d aðra gerð af loftneti á jeppanum hjá mér og mér virðist sem svo að sendistirkur/móttaka sé að skila sér mun betur heldur en ég hef náð á nokkrum jeppa áður, sem dæmi hér á Akureyri er maður ekki óvanur að heira í siglunesradio (rás 16) kalla upp skip en aldrei hef ég heirt skipin svara á móti fyrr en núna þá er mjög algengt að ég heiri það. Jeppi var staðsetur hér á Akureyri og ég fór inn í öxnaldal og töluðum við samann þangað til ég/við duttum út á ákveðnum stað, seinna var gerð tilraun með nýja loftnetið og sami jeppi á sama stað hér í bænum og viti menn glimrandi samband þar sem ég áður datt út. "Pontið" er það að betri loftnet eru til sem skila meiru. Gaman verður að prufa þetta enn frekar á fjöllum í vetur og sjá hvað þetta er virkilega að gefa umfram þessi venjulegu loftnet.





    24.10.2006 at 14:10 #564600
    Profile photo of Samúel Þór Guðjónsson
    Samúel Þór Guðjónsson
    Participant
    • Umræður: 92
    • Svör: 1985

    Til að leiðrétta þann misskilning sem upp hefur komið, þá er 2790kHz MF, en ekki HF. (Þetta er í raun tittlingaskítur, en rétt skal vera rétt)

    Haffi, pfs rukkar fyrir notkun og er það tæpar 2000kr á ári ef ég man rétt.

    kkv, úlfr





    24.10.2006 at 15:23 #564602
    Profile photo of Sigurlaugur Þorsteinsson
    Sigurlaugur Þorsteinsson
    Participant
    • Umræður: 36
    • Svör: 1915

    Hefur verið tekið upp í vögnunum hjá okkur,og var það gert um 2002,rekstrakostnaður Strætó vegna vhf árin á undan var um 3,5 milj á ári,á þessu ári stefnir í að kostnaður v tetra verði yfir 40milj,frá því fyrstu stöðvarnar fóru í hefur verið skipt um allar einu sinni,annað tetra hefur leiðinda tilhneigingu á að frjósa og næst þá ekkert samband við stöðina en þú sem er með viðkomandi stöð í bílnum verður einskis var og heldur að þú sért bara vel tengdur,Þessir gallar og fl hafa verið að hrjá kerfið hjá okkur og eru hvimleiðir og sem öryggistæki óásættnlegir,Á meðan vhf kerfið var að virka allstaðar á höfuðborgarsvæðinu eru mörg skuggasvæði sem eru að angra tetra líkt og gsm og á svipuðum stöðum,og geta menn rétt ímyndað sér hvernig skuggasvæðin eru á hálendinu.
    Eftir að hafa unnið með tetra í bílnum í 4 ár er ég mjög ósáttur við kerfið og tel .það ekki rísa undir væntingum.
    Loftnetin sem Benni er að tala um gætu stóraukið drægni vhf og eru sennilega þau sömu og eru notuð til sjós,en hætt er við að festingar yrðu all mikið viðameiri en við eigum að venjast í dag á bílunum,en ég er á sömu skoðun og Ofsinn og er þegar farinn að athuga með ssb stöð og ætti hún að vera komin í bílinn fljótlega og reikna með að fleirri sérvitringar fái sér slíkar græjur.
    Kv Klakinn





  • Author
    Replies
Viewing 20 replies - 41 through 60 (of 132 total)
← 1 2 3 4 … 7 →

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.