FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Tetra kerfið

by Guðmundur Guðmundsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Fjarskiptamál › Tetra kerfið

This topic contains 132 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Magnús Hallur Norðdahl Magnús Hallur Norðdahl 18 years, 4 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 20.10.2006 at 15:58 #198780
    Profile photo of Guðmundur Guðmundsson
    Guðmundur Guðmundsson
    Participant

    Sælir félagar við verðum að tryggja f4x4 aðgang að þessu kerfi.

    Tetra fjarskiptakerfi fyrir öryggis- og neyðarþjónustu komið á næsta vor
    Árni Mathiesen fjármálaráðherra, Björn Bjarnason dómsmálaráðherra og Sturla Böðvarsson samgönguráðherra gengu í dag frá samkomulagi við 112 hf. um stofnun nýs fjarskiptafyrirtækis, Öryggisfjarskipti ehf., sem mun byggja upp og reka fullkomið Tetra fjarskiptakerfi fyrir öryggis- og neyðarþjónustu um allt land. Gert er ráð fyrir að uppbyggingu kerfisins ljúki næsta vor.

    Gengið var frá samkomulaginu við setningu ráðstefnunnar Björgun 2006 og við sama tækifæri gerði nýja fjarskiptafyrirtækið samning við Slysavarnafélagið Landsbjörg um notkun kerfisins. Allir helstu viðbragðsaðilar í landinu hafa lýst yfir vilja til að nota það.

    Samkomulagið er gert í framhaldi af yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 26. september síðastliðnum um ný verkefni íslenskra stjórnvalda við brottför varnarliðsins en þar var uppbygging Tetra kerfisins kynnt. Neyðarlínan, 112, eignaðist Tetra kerfið á árinu 2005 en það hefur hingað til aðeins þjónað viðbragðsaðilum á suðvesturlandi, Akureyri og Ísafirði.

    Með þeirri endurnýjun og uppbyggingu sem framundan er munu Íslendingar eignast fullkomnasta fjarskiptakerfi fyrir öryggis- og neyðarþjónustu sem völ er á. Kerfið mun þjóna öllu landinu og gegna lykilhlutverki við leit og björgun.

    Nýja fjarskiptafyrirtækið er að mestu í eigu ríkissjóðs en 112 hf. á einnig hlut í fyrirtækinu og annast rekstur þess. Tetra kerfið byggist á stafrænni útfærslu og fjarskiptastöðlum sem sérstaklega eru gerðir fyrir fjarskipti neyðar- og öryggisþjónustu, svo sem hjá lögreglu, slökkviliðum og björgunarsveitum.

    Kerfið mun einnig henta orkufyrirtækjum, Vegagerðinni og sambærilegum aðilum vel. Unnt er að veita fleirum aðgang að kerfinu en þó þannig að neyðar- og öryggisaðilar hafi jafnan forgang. Við neyðaraðstæður er unnt að útiloka aðra en þá sem nauðsynlega þurfa að nota kerfið. Frá þess segir í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu.
    af mbl.is

  • Creator
    Topic
Viewing 20 replies - 21 through 40 (of 132 total)
← 1 2 3 … 7 →
  • Author
    Replies
  • 20.10.2006 at 23:18 #564524
    Profile photo of Bjarki Clausen
    Bjarki Clausen
    Participant
    • Umræður: 158
    • Svör: 1709

    góður..ennn Því miður er hætt að framleiða varahluti í NMT kerfið. Síminn er að fá varahluti úr kerfi sem er búið að leggja í svíþjóð…heyrði ég um daginn..





    21.10.2006 at 08:47 #564526
    Profile photo of Jón G Snæland
    Jón G Snæland
    Participant
    • Umræður: 58
    • Svör: 4513

    Mér sýnist staðan vera þannig að ekki nokkur maður viti fyrir víst í hvaða sporum við verðum eftir u.þ.b ár. Þó vitum við að Tetra ætti að vera komið það langt að við verðum farnir að nota Tetra, svo er bara spurningin hversu langdrægt það verður. En ég hef heyrt að endurvarpar Tetra á fjallstoppunum verði með 150 km langdrægni en ekki rúmlega 50 km. Ef svo er þá erum við að tala um allt aðra hluti, er það reynist rétt.
    Við verðum einnig með nmt út næsta ár. Og svo hefur fjarskiptanefndin bætt dreifingu vhf sins verulega og ætlar út í frekari dreifingu. Við megum ekki gleyma því að við eru ekki með lands þekjandi neyðarkerfi kerfi í dag nema við séum með gervihnattasíma, sem er þó háður veðurskilyrðum og fleiru.
    Þrátt fyrir allt tal um Tetra og nýtt símakerfi. Þá á klúbburinn að halda vöku sinni og ekki kokgleypa eitt né neitt, heldur halda tryggð við vhf-ið enda frábært kerfi milli bíla. Og hefur marg sannað sig sem öryggistæki.
    Einnig eigum við að skoða SSB möguleikana. Og alls ekki blása þann möguleika út af borðinu freka en nokkurn annan. Annað væri óábyrgt. Helsta gagnrýni sem sett hefur verið fram á SSB eru truflanir, stórar stöðvar og löng loftnet. Samkvæmt mínum heimildum og voru sýndar hérna á link á spjallþræði, þá hafa stöðvarnar minkað og svona án ábyrgðar þá hef ég heyrt að hugsamlega sé hægt að losna við truflanirnar og fá minni loftnet. Því hefur stjórnin áhuga á því að fá frekari upplýsingar um þessa möguleika, og hvort þeir séu tæknilega framkvæmalegir og raunhæfir.

    Hver verður staðan haustið 2007:

    VHF: dekkun verður enn betri með færslu endurvarpa og uppsetningu fleiri endurvarpa
    Tetra: Víða gera orðið gloppur í kerfinu á hálendinu
    NMT: dettur út í lok næsta árs að óbreyttu
    Irridíum: háð veðri, þó skásti kosturinn sem öryggistæki í dag
    Globalstar: skuggar norðan við fjöll vegna afstöðu tungla
    Gsm: enginn áhugi viðist á því að fjölga endurvörpum á fjöllum.
    CDMA 450: Ekkert að gerast á þeim vígstöðum, þannig á sá möguleiki er óþekktur
    SSB: Full þörf á að kanna þann möguleika að fullu.

    Þarna verður hægt að velja á milli ýmissa möguleika, en enginn af þeim verður þó 100% lands þekjandi frekar en er í dag. Og alltof mörg ef um jamm og jumm eru í kringum alla þessa þætti og ég tala nú ekki um öll leyndarmálin sem að jafnaði eru í kringum fjarskiptakerfi. Það virðist loða við fjarskiptamál að þau séu þannig eðlis aðekki sé hægt að fá svör við öllu og gerir það, það að verkum að menn fara að tortryggja allt.
    Einar bendir á það t,d hver á Tetra. Jú svarið var ríkið. Ef Tetra gengur vel þá verður það selt til einkaaðila, það er einfaldlega sólklárt og þá er einnig sólklárt að þjónustan mun versna. Samanber metnað Símans í dag, enginn. Sala Símans var jafn heimskuleg og það að bóndi seldi sína bestu mjólkurkú. Svo heimskur er jú enginn bóndi, þó svo að vissir ráðherrar í ríkisstjórn hafi verið það.

    Hvað telja menn, er dregin upp rétt mynd af stöðunni.





    21.10.2006 at 09:32 #564528
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Þetta er ágætis yfirlit yfir stöðu mála hjá Jóni. Fjarskipti á miðbylgu og neðrtihluta stuttbylgju tíðnisviðanna eru eðli sínu samkvæmt landsdekkandi, því þau eru óháð sjónlínu. Ennfremur er langoftast hægt að nýta endurkast úr háloftunum til þess að hafa fjarskipti langar vegalengdir (milli landa) eitthversstaðar á stuttbylgjusviðinu. Það þarf ekki að bíða eftir neinu með það að nota þessa möguleika, bara að fá sér amatör leyfi og talstöð. Ég var að kaupa stöð í vikunni sem mun kosta mig, kominn í bílinn með öllu því sem til þarf, rétt um 60 þúsund kr. + vinnu við ísetningu. Þessi töð er líka með VHF. Ég geri ráð fyrir því að með þessari stöð, þá muni ég allstaðar geta haft samband í neyðartilfellum. Ef skilyrði eru slæm, eða enginn er að hlusta á 2790 (gufunes ssb), þá er hægt að fara inn á skipabylgju, sem mig minnir að sé 2182 kHz eða hafa samband við radióamatöra í útlöndum. Þessi stöð er álíka fyrirferar mikil og VHF stöðin sem ég er með í bílnum núna, en með lausa framhlið, þannig að það er auðveldara að koma henni fyrir. En það er engin leið til þess að komast hjá því að það þarf stór loftnet til að senda á lágum tíðnum. Oft nota menn að vír sem lagður er á jörðina, eða dreginn á eftir bílunum.
    Radío amatörar nota mikið stafræna aðferð sem kallast PSK31, til stafrænna fjarskipta. Með því að setja upp 3-4 endurvarpa (sem þurfa ekki að vera á fjallstoppum), væri hægt með sáralitlum tilkostnaði að koma upp kerfi sem menn gætu notað til þess að senda og taka á móti SMS skeytum hvaðan sem er úr óbyggðum Íslands.

    Í fréttum í vikunni var sagt að ekki hefði náðst samband við Hval 9, vegna þess að gervitungla-símkerfið lá niðri. kannast einhver við þetta?

    -Einar TF3EK





    21.10.2006 at 12:37 #564530
    Profile photo of Guðmundur Guðmundsson
    Guðmundur Guðmundsson
    Participant
    • Umræður: 90
    • Svör: 1091

    Sælir félagar

    Núna kl. 14:00 verður kynning á uppbyggingu á Tetra kerfinu á Grandhótel eins og ráðamenn þjóðarinnar hafa ákveðið. Farið verður yfir málið og hafa okkar menn tækifæri til að spyrja tæknimenn út úr varðandi kerfið.

    f4x4 félagar velkomnir.
    Núna er bara að drífa sig.

    kv. gundur





    21.10.2006 at 22:31 #564532
    Profile photo of Hafsteinn Þór Hafsteinsson
    Hafsteinn Þór Hafsteinsson
    Participant
    • Umræður: 124
    • Svör: 2697

    Jæja, ég sé í myndasafninu að menn hafi mætt á tetra kynninguna. Getiði deilt með okkur hinum hvað þarna kom fram?
    -haffi





    21.10.2006 at 22:38 #564534
    Profile photo of Bjarki Clausen
    Bjarki Clausen
    Participant
    • Umræður: 158
    • Svör: 1709

    Glaðir karlar

    [img:2r7eg5ak]http://www.f4x4.is/new/files/photo/default.aspx?file=files/photoalbums/4829/34764.jpg[/img:2r7eg5ak]

    Búið að redda þessu…





    21.10.2006 at 22:53 #564536
    Profile photo of Óskar Eiðsson
    Óskar Eiðsson
    Member
    • Umræður: 17
    • Svör: 130

    Mér sýnist á myndasafninu að málið sé frágengið.

    1. Hvað kostar svona tetra stöð?
    2. Hvort á maður að kaupa handstöð eða bílstöð, til að nota í jeppanum??
    3. Er mikill munur á sendistyrk/móttöku á handstöð/bílstöð???
    4. Get ég keypt mér Tetra stöð í USA og notað hana á Íslandi??

    Kveðja
    Óskar





    21.10.2006 at 23:02 #564538
    Profile photo of Hlynur Snæland Lárusson
    Hlynur Snæland Lárusson
    Participant
    • Umræður: 96
    • Svör: 3059

    Er ekki best að fá sönnur fyrir því að kerfið virki fyrst, síðan versla sér stöð.

    Góðar stundir





    21.10.2006 at 23:07 #564540
    Profile photo of Óskar Eiðsson
    Óskar Eiðsson
    Member
    • Umræður: 17
    • Svör: 130

    Ég hef greinilega meiri trú á stjórn klúbbsins enn þú. Þeir færu varla að ganga frá samningi ef þetta er bara eitthvað grín.

    Kveðja
    Óskar





    21.10.2006 at 23:13 #564542
    Profile photo of Hafsteinn Þór Hafsteinsson
    Hafsteinn Þór Hafsteinsson
    Participant
    • Umræður: 124
    • Svör: 2697

    Ég held að þessi 3000 stöðva fullyrðing sé einmitt grín.
    -haffi
    Las þetta aftur og ef þetta er ekki grín þá er þetta væntanlega bara tilboð á tækjum fyrir félagsmenn. Gaman væri að fá upplýsingar frá stjórn um samning ef einhver er.





    21.10.2006 at 23:21 #564544
    Profile photo of Jón G Snæland
    Jón G Snæland
    Participant
    • Umræður: 58
    • Svör: 4513

    eftir Tetra fundinn, þá mæli ég með því að menn fái sér gjallarhorn, spurning hvor við fáum magn afslátt. Við sjáum til





    21.10.2006 at 23:22 #564546
    Profile photo of Óskar Eiðsson
    Óskar Eiðsson
    Member
    • Umræður: 17
    • Svör: 130

    Já kannski við nánari skoðun er þetta bara grín með samninginn. Enn mig langar samt að fá svör við þessum spurningum svona upp á framtíðina.
    Fann stöðvar frá motorolla á c.a. 126.000.- kr
    Óska samt eftir svörum við spurningum 2, 3 og 4.

    Já eða bara hvaða VHF stöð mælið þið með?? :)

    Kveðja
    Óskar





    21.10.2006 at 23:41 #564548
    Profile photo of Hlynur Snæland Lárusson
    Hlynur Snæland Lárusson
    Participant
    • Umræður: 96
    • Svör: 3059

    Líklega eru spurningar 2,3 og 4 ekki svaraverðar á þessu stigi málsins. Mæli með VHF stöð ef þú átt ekki svoleiðis, og síðan er gjallarhornið að koma sterkt inn sem arftaki NMT um þessar mundir. Nóg að gerast í fjarskiptamálum.

    Góðar stundir





    21.10.2006 at 23:46 #564550
    Profile photo of Jón G Snæland
    Jón G Snæland
    Participant
    • Umræður: 58
    • Svör: 4513

    Tetra taka 10

    Þegar ég sat fundinn, þá er ég einungis með það í huga hvort þetta henti jeppamönnum. Já það getur gert það, en ekki sem björgunartæki. Miðaða við stöðuna einsog hún var sýnda þarna. Samkvæmt dreifingarmyndunum þá vantar dekkun á Ódáðahraun, hluta Hofsjökuls. 80-90 % af Vatnajökli og mest alls Fjallabaks auk fleiri staða. Nú ætla ég ekki að dæma þetta til dauða enda eigum við eftir að sjá betur virknina næsta sumar. Settir verða upp 150-170 endurvarpar. Sem þó eru háðir því að vera tengdir við rafmagn við stofnlínur eða í gegnum rafstöðvar. Þannig að ekki virðist vera hægt að nota þá eingöngu á sólarsellum, sem minkar möguleikana á fjölda endurvarpa á fjöllum. Einnig voru fundarmenn minntir á það að Tetra er ekki sími heldur fyrst og fremst talstöð. Hinsvegar eru fídusarnir óendalegir í Tetra. Það verða settir upp endurvarpar á Bláfell, Skrokköldu, Fjórðungsöldu, Slórfell, Búrfell og fleiri staði. Einnig á að setja upp endurvarpa í tilraunarskini á Grímsfjall í vetur. Langdrægni endurvarpana er um 60 km og 82 km á þeim sem settir verða á hálendið. Reyndar leiðis mér orðið að heyra nýjar langdrægnitölur í hvert skipti sem ég fæ nánari upplýsingar. En endurvarpa langdrægnin er 52 km, 56 km 58 km 60 km 82 km 150 km. Svo geta menn bara valið sér tölu einsog í Lottóinu.





    21.10.2006 at 23:52 #564552
    Profile photo of Hrafn Daði Haðarson
    Hrafn Daði Haðarson
    Participant
    • Umræður: 17
    • Svör: 98

    Langaði að leiðretta það sem Ofsi sagði um NMT!

    NMT: dettur út í lok næsta árs að óbreyttu

    NMT kefið verður ekki lagt niður fyrr en i lok ars 2008!

    Kv
    Daði





    21.10.2006 at 23:54 #564554
    Profile photo of Óskar Eiðsson
    Óskar Eiðsson
    Member
    • Umræður: 17
    • Svör: 130

    Ok var kannski full æstur í að geta keypt nýja græju(þjáist af græjusýki af hæstu gráðu).
    Skoða VHF betur.
    Spurning um á fá tilboð í 3000 gjallarhorn fyrir klúbbinn. :)

    Kveðja
    Óskar





    22.10.2006 at 03:26 #564556
    Profile photo of Samúel Þór Guðjónsson
    Samúel Þór Guðjónsson
    Participant
    • Umræður: 92
    • Svör: 1985

    Það sem mér þykir helsti gallinn við TETRA kerfið er að það byggist á endurvörpum. Ef það er eitthvað sem náttúran getur kennt okkur er það þá það að það sem getur farið úrskeiðis, fer úrskeiðis.

    Þau opnu kerfi sem til eru, svo sem amatör bylgjurnar og svo SSB 2790kHz (og raunar fleiri) eru kerfi sem standast það að fyrirtæki fari á hausinn eða hætti uppbyggingu kerfa. Auk þess sem það er landsdekkjandi frá þeim tímapunkti sem viðkomandi eignast stöð í bílinn. Það vill nefninlega svo skemmtilega til að þessi kerfi eru langdræg, og raunar er þróunin í fjarskiptamálum það góð að ég held að suð og truflanir í tækjum sé smávægileg, miðað við hvað hún var þegar fyrstu SSB stöðvarnar komu hingað til lands.

    Ég ætla mér ekki að borga ~100.000kr fyrir tæki sem er ekki landsdekkjandi, nema með hjálp. Frekar hendi ég tæpum 100.000kr í tæki sem er landsdekkjandi og mun standast afveltur fyrirtækja, og bilanna í endurvörpum.

    Tæki sem einnig getur boðið uppá þann möguleika að senda út neyðarkall og staðsetningu með einni handahreyfingu.

    kkv, Úlfr.





    22.10.2006 at 13:47 #564558
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Hef oft grínast með það á undanförnum árum að ef þú þarft að segja einhverjum eitthvað leyndarmál í gegnum fjarskiptatæki þá sé best að nota SSB því enginn hlustar á það lengur. Allt annað er hlerað.





    22.10.2006 at 20:19 #564560
    Profile photo of Magnús Hallur Norðdahl
    Magnús Hallur Norðdahl
    Participant
    • Umræður: 713
    • Svör: 2671

    Hvað sem ikkur fynst um tetra er það sem mun koma og verða notað af 4×4 og það er mín skoðun og fleirum sem stunda jeppa ferðir og hafa vinnu við það munnu fá sér Tetra.

    [img:2tfklqr3]http://www.pilotprojekt-digitalfunk-aachen.de/Bilder/mot_mtm700_front.JPG[/img:2tfklqr3]
    Tetra bilstöð líka sími

    [img:2tfklqr3]http://www.motorola.com/governmentandenterprise/contentdir/en_GB/Images/ProductPhotography/mth800_72_171x450.jpg[/img:2tfklqr3]
    Tetra handstöð og sími

    kv,,,MHN





    22.10.2006 at 21:19 #564562
    Profile photo of Snorri Ingimarsson
    Snorri Ingimarsson
    Participant
    • Umræður: 68
    • Svör: 971

    Við umfjöllun á Tetra þarf að hafa í huga að Tetra er ekki einhver tiltekinn búnaður heldur staðall sem gerður var sérstaklega fyrir lögreglu og björgunaraðila.

    Margir aðilar framleiða búnað sem vinnur samkvæmt Tetra staðli. Mér skilst að sá búnaður sem notaður er í Tetra kerfinu hér á landi sé ekki mjög góður og til standi að endurnýja hann allan.

    Vandamál með þennan búnað hafi valdið því að margir hafa úthrópað Tetra sem eitthvað lélegt en það sé byggt á misskilningi.

    Verð á svona búnaði hefur lækkað og jafnframt hefur stærðin á sendunum minnkað mikið á undanförnum árum. Endurnýjun grunnbúnaðarins í Tetrakerfinu hér er því mjög til góða.

    Að mínu mati er Tetra kerfið alveg frábært fyrir löggæslu- og björgunaraðila og gott mál fyrir þá að kerfið verði byggt upp áfram.

    Einnig er gott mál að almenningi verði boðinn aðgangur að kerfinu.

    Hins vegar er stóri vandinn sá að þetta kerfi verður ekki landsdekkandi og því ekki endanleg lausn fyrir okkur. Það verður að mínu mati í besta falli nothæft til að taka við af NMT, þó ekki með sömu útbreiðslu og það (NMT er ekki heldur landsdekkandi og hefur aldrei verið).

    Ef Tetra verður með sömu útbreiðslu og CDMA450 kerfi símans, geri ég ráð fyrir að velja Tetra frekar.

    Einn kostur við Tetra er að bílstöðvarnar má nota eins og venjulegar talstöðvar á milli bíla. Ég hef heyrt því haldið fram að það verði þó mun skammdrægara en t.d. VHF samskipti. Fróðlegt væri að frétta meira um þetta atriði.

    Ég sé Tetra ekki leysa VHF af hólmi, ég tel að við munum allir verða með VHF áfram. Þeir sem hafa þokkalegan dótastuðul verða líka með NMT, CDMA450, TETRA, Iridium, SSB (HF) og CB ;

    Annars er mikið að gerast og mikilvægt fyrir okkur að fylgjast vel með og draga fram allar tæknilegar staðreyndir án fordóma. Velja svo.

    Snorri Ingimarsson
    R16 og TF3IK





  • Author
    Replies
Viewing 20 replies - 21 through 40 (of 132 total)
← 1 2 3 … 7 →

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.