FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Stórferð 2014 Skagafjörður-Kjölur

by Gunnar Ingi Arnarson

Forsíða › Forums › Spjallið › Ferðir › Stórferð 2014 Skagafjörður-Kjölur

This topic contains 22 replies, has 12 voices, and was last updated by Profile photo of Árni Bergsson Árni Bergsson 11 years, 2 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 23.01.2014 at 20:10 #444861
    Profile photo of Gunnar Ingi Arnarson
    Gunnar Ingi Arnarson
    Participant

    Skagafjörður-Kjölur 2014

    Stórferðin dagana 6. – 9.mars 2014

    Jæja félagar, þá er komið að hinni árlegu STÓRFERÐ sem Ferðaklúbburinn 4×4 stendur fyrir. Í ár er það hinn „víðfrægi“ Jeep Gengis hópur sem var beðinn um að taka að sér skipulagningu ferðarinnar.

    Fyrir valinu varð að fara norður í land með viðkomu á Miðju Íslands.

    Með í ráðum eru norðandeildir F4x4 (Eyfirðingar, Skagfirðingar og Húnvetningar) sem skipuleggja leiðarval norðan Miðju og leggja okkur til þá ferla og upplýsingar sem nauðsynlegar eru. Það er alltaf þannig að ferðalög sem þessi stjórnast af veðri og snjóalögum og verður hópurinn að vera undir það búinn að gera þurfi breytingar á upphaflegum áætlunum ef svo ber undir.
    Fimmtudaginn 6. mars er förinni heitið í Hrauneyjar (eða á aðra nálæga gististaði) en eins og fram kemur í eftirfarandi auglýsingu:
    https://old.f4x4.is/2013/12/12/hrauneyjar-hotel-highland-afslattur/
    Þar er ýmis gisting í boði á afsláttarkjörum. Símanúmerið í Hrauneyjum er 487-7750.

    Föstudaginn 7.mars er áætluð brottför kl. 8:30 frá Hrauneyjum og stefnan tekin á Miðju Íslands. Þaðan förum við í Laugafell þar sem í boði verður ljúffengt kakó/kaffi í boði Eyfirðinga. Þaðan er förinni heitið niður í Skagafjörð í þá gistingu sem menn hafa pantað sér. Varðandi gistimöguleika á því svæði er best að fara inn á http://www.skagafjördur.is og velja VISIT Skagafjörður neðst hægra megin á síðunni en þá opnast gluggi með miklum fjölda gististaða í sveitinni, í Varmahlíð og út á Sauðárkrók.

    Laugardaginn 8.mars er skemmtidagur og byggir hann á því að fara í fremur þægilegan stuttan (4 – 5 tíma ef áætlanir standast) dagstúr og enda á Blönduósi, ekki liggur fyrir á þessari stundu hvaða leiðarval verður fyrir valinu en það skýrist þegar nær dregur. Reiknað er með að leggja af stað kl. 10:30 frá Varmahlíð. Laugardagskvöldið verður haldið hátíðlegt á Blönduósi þar sem við munum gista á hinum ýmsu gistiplássum sem þar bjóðast, allt frá svefnpokagistingum yfir í uppábúið rúm og eins og ávallt stjórnast verðið af gæðum gistingarinnar. Hótelið á Blönduósi tekur við pöntunum í gistirými en síminn þar er 452-4205. Athugið gengin panta sameiginlega gistingu, þ.e. 1 hringir fyrir hvert gengi og pantar. Hótelstjórinn sér um að raða gengjum niður á gistirýmin og reynir að uppfylla kröfur hverrar einingar eftir getu, en gistiplássið er takmarkað og því munu ekki allir endilega fá þá gistingu sem þeir helst vildu. Gistirými í boði eru :

    Hótel
    2 x 1 manns 10000 per herbergi
    12 tveggja 15000 per herbergi
    2 delux eða þriggja manna 20000 per herbergi

    Gistiheimili
    Uppábúið
    9 x 2 manna 10000 per herbergi
    2 x 3 manna 15000 per herbergi

    Sumarhús
    105 rúm í bústöðum, svefnpokapláss 4000 pr mann ætlast er til að húsunum sé skilað eins og þau voru. Frá 2 manna upp í 8 manna hús.

    Svefnpokaplássi á Blönduósi 4000 per mann
    ca 50 manns

    Um kvöldið munum við gæða okkur á þriggja rétta máltíð sem við skolum niður með einhverri „hressingu“ að eigin vali (meðferðis eða keypt á staðnum). Bílar verða á svæðinu til að skutla mönnum á milli staða þ.e. frá gististað að matsölu og til baka. Á Blönduósi verður ferðinni formlega slitið.

    Heimferð eftir vali hvers og eins þ.e. Kjölur eða bara malbikið.

    Opnað hefur verið fyrir skráningu á vef félagsins old.f4x4.is (skráning í ferðir – https://old.f4x4.is/event/storferd-ferdaklubbsins-4×4/ ). Þeir viðmiðunarferlar sem undirbúningshópurinn mun leggja til í samvinnu við norðandeildir F4x4 verða gerðir aðgengilegir í gegnum síðu klúbbsins þegar nær dregur ferðalaginu.
    Þátttökugjald er kr. 7000 og er þess óskað að menn geri skil á þeirri greiðslu eigi síðar en 14. febrúar ef þeir ætla að halda plássinu. Innifalið í gjaldinu er máltíðin og skutlið á Blönduós.
    Hægt er að millifæra inn á 516-26-204444 kt. 701089-1549 (senda staðfestingu á stora14@f4x4.is og hafa í skýringu „Stórferð – nafn á gengi“ )eða hafa samband við skrifstofuna á opnunartíma hennar í síma 568-4444 ef menn vilja greiða með korti.

    Fjöldatakmörkun í ferðina eru 120 bílar eða 240 manns

    Kveðja
    Jeep Gengið

  • Creator
    Topic
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 22 total)
1 2 →
  • Author
    Replies
  • 24.01.2014 at 00:12 #444873
    Profile photo of Unnar Már Sigurbjörnsson
    Unnar Már Sigurbjörnsson
    Participant
    • Umræður: 7
    • Svör: 193

    Ef einhvern vantar kóara þá býðst ég til starfsins :-)

    Sendu bara tölvupóst á unnarm@gmail.com eða hafðu samband í síma 824-3698

    Kominn í bíl.





    24.01.2014 at 08:41 #444881
    Profile photo of Viðar Þorgeirsson
    Viðar Þorgeirsson
    Participant
    • Umræður: 0
    • Svör: 44

    Fylgi fordæmi síðasta ræðumanns og býð mig fram sem kóara.
    Netfangið er vidart@gmail.com og síminn er 6903773.





    24.01.2014 at 12:02 #444889
    Profile photo of Óskar Þór Guðmundsson
    Óskar Þór Guðmundsson
    Participant
    • Umræður: 2
    • Svör: 36

    Drengir…þetta er kallað að vera ‘skófludrengur’, ekki kóari :-)





    24.01.2014 at 13:52 #444892
    Profile photo of Árni Jóhannes Reyndal Bragason
    Árni Jóhannes Reyndal Bragason
    Participant
    • Umræður: 103
    • Svör: 707

    þessum vantar hressan kóara með seðla 8936808 Gunnar
    hann er á 44″Cherokee mjög góður bíll.





    25.01.2014 at 00:07 #444911
    Profile photo of Heiðar Steinn Broddason
    Heiðar Steinn Broddason
    Participant
    • Umræður: 113
    • Svör: 839

    sælir erum nokkrir í Austurlandsdeild sem eru nokkuð ákveðnir í að koma eða allavega 2 en það gæti nú samt fjölgað kv Heiðar U-119





    28.01.2014 at 09:42 #445316
    Profile photo of Gunnar Ingi Arnarson
    Gunnar Ingi Arnarson
    Participant
    • Umræður: 56
    • Svör: 1378

    Nokkrar áhugaverðar staðreyndir um Stórferðina í ár.

    Fjöldi skráður : 88 bílar og sirka 176 manns
    Meðalstærð dekkja: 43,66″
    Minnstu dekk: 38″
    Stærstu dekk: 54″
    Vinsælasta farartækið: Patrol
    Einstakir jeppar:
    Ford 42´
    Ford Ranger
    Scout
    LC 100
    Hummer
    GMC Jimmy
    FJ 40
    CJ 5
    Suburban
    Chevrolet Astro
    4 Runner
    Stærsta gengið : Jeep Gengið
    Léttasti bíllinn: Ford 42´ um 1200 minnir mig.
    Þyngsti bíllinn: Jú líka Ford… einhver tonn :)
    Lengsta nafnið í ferðinni :
    Einar Bergmann Guðmundsson

    Allt að ske :)

    Munið að greiða fyrir 14. febrúar :)

    k kv
    Gunnar ingi
    Jeep Gengið





    10.02.2014 at 11:56 #451600
    Profile photo of Gunnar Ingi Arnarson
    Gunnar Ingi Arnarson
    Participant
    • Umræður: 56
    • Svör: 1378

    Jæja skráningin fer að ljúka, um og yfir 110 bílar skráðir.

    Minni á að síðasti greiðsludagur er 14. febrúar.

    Hægt er að millifæra 7.000 kr per mann inn á 516-26-204444 kt. 701089-1549 (senda staðfestingu á stora14@f4x4.is og hafa í skýringu „Stórferð – nafn á gengi“ )eða hafa samband við skrifstofuna á opnunartíma hennar í síma 568-4444 ef menn vilja greiða með korti.

    Drög að matseðli :)
    Sveppasúpa í forrétt
    Lambakjöt-Kalkúnn og Svínakjöt skorið af kokkum í okkur og meðlæti fyrir heilan her.
    Terta í eftirrétt 😉

    Fjör og gaman verður síðan í boði og spurning hvort við getum platað einhverja tónlistarmenn til að taka lagið :) Stjórnin ?? beiðni til ykkar 😉

    k kv
    Gunnar Ingi
    Jeep Gengið





    11.02.2014 at 08:50 #451809
    Profile photo of Pétur Friðrik Þórðarson
    Pétur Friðrik Þórðarson
    Participant
    • Umræður: 27
    • Svör: 311

    Sælir félagar.
    Ég skráði mig í ferðina og er með væntingar um að eitthvert gengið leyfi mér að fljóta með. Kom með uppástungu um að Jeep Gengið verði „heiðursins“ aðnjótandi.
    Langar að fá viðbrögð.
    kveðja, Pétur á Jeep Comanche





    12.02.2014 at 10:56 #451868
    Profile photo of Gunnar Ingi Arnarson
    Gunnar Ingi Arnarson
    Participant
    • Umræður: 56
    • Svör: 1378

    Sæll Pétur,

    Jeep gengið samanstendur af vinum og félögum sem hafa ferðast saman til margra/tuga ára og því miður er hópurinn orðinn það stór að við getum einfaldlega ekki bætt við hann.

    Með kveðju
    Gunnar Ingi
    fh. Jeep Gengið





    14.02.2014 at 09:10 #452032
    Profile photo of Gunnar Ingi Arnarson
    Gunnar Ingi Arnarson
    Participant
    • Umræður: 56
    • Svör: 1378

    Sælir félagar

    Spennandi tímar framundan, dekkjastærðin í hópnum hefur stækkað úr 43,66 í 43,7″…. spurning að allir fari á 44 cepek og hafi þetta meðaltal fallegra :)

    Jæja þá er bara taka jeppann inn skúr og tékka á hjöruliðum, stýrisendum, legum, mótorolíu, lofthreinsurum, eldsneytissíum, drifolíum, gírkassa/sjálfskipti olíum og öðru :)

    síðasti greiðsludagur er í dag fyrir ferðina sem verður að öllum líkindum sú skemmtilegasta sem verður 😉

    Við munum á næstu vikum setja inn leiðir, hópstjóralista, og ýmsar aðrar upplýsingar fyrir ferðina.

    Með kveðju
    Gunnar Ingi
    fh. Jeep Gengið





    19.02.2014 at 07:45 #452485
    Profile photo of Þröstur Benjamín Sigurðsson
    Þröstur Benjamín Sigurðsson
    Participant
    • Umræður: 10
    • Svör: 46

    vorum að ræða þetta um daginn við félagarnir um GPS in miðað við vesenið í fyrra um hvernig þau eiga að vera stillt, þannig að menn gefi nú upp rétta staðsetningu ef eitthvað kemur uppá , er ekki einhver Siglingafræðingurinn með þetta á hreinu ?
    Ábending :)





    19.02.2014 at 07:52 #452486
    Profile photo of Þröstur Benjamín Sigurðsson
    Þröstur Benjamín Sigurðsson
    Participant
    • Umræður: 10
    • Svör: 46

    Í kjölfar Stórferðar – nokkur orð um GPS staðsetningar





    19.02.2014 at 08:34 #452489
    Profile photo of Jón G. Guðmundsson
    Jón G. Guðmundsson
    Participant
    • Umræður: 70
    • Svör: 705

    Gráður og mínútur og mínútubrot er „óopinber hálendisstaðall“

    DD.MM,MMM





    26.02.2014 at 10:10 #453124
    Profile photo of Sveinbjörn Halldórsson
    Sveinbjörn Halldórsson
    Keymaster
    • Umræður: 87
    • Svör: 859

    Jæja nú fer að styttast í þessa frábæru ferð. Til að hita upp verður haldin upphitun á fimmtudaginn, byrjað verður með heimsókn til Bílabúðar Benna á Vagnhöfðanum þar sem ýmislegt verður brallað, sjá nánar undir auglýsingar. Á opnu húsi á Höfðanum sem hefst kl. 20:00 mun Rikki í Garmin búðinni verða með ýmislegt fróðlegt um GPS, gagnagrunna og innsetningu á leiðum.
    Einnig hér í viðhengi fylgir listi yfir greidda þátttakendur og þá sem eiga eftir að greiða. Endilega verið í sambandi það er enn pláss í ferðina. Að sjálfsögðu verður þetta mikið gaman og mikið grín.

    Viðhengi:
    1. Stórferð-2014-24.2.2014-09-17-GIA.xlsx




    26.02.2014 at 15:06 #453140
    Profile photo of Logi Ragnarsson
    Logi Ragnarsson
    Participant
    • Umræður: 27
    • Svör: 213

    Athugið að listinn yfir þátttakendur er í viðhengi sem finna má neðst á síðu 1.





    27.02.2014 at 14:00 #453350
    Profile photo of Sveinbjörn Halldórsson
    Sveinbjörn Halldórsson
    Keymaster
    • Umræður: 87
    • Svör: 859

    Hvernig er stemmingin fyrir upphitunninni í kvöld????





    28.02.2014 at 08:35 #453386
    Profile photo of Gunnar Ingi Arnarson
    Gunnar Ingi Arnarson
    Participant
    • Umræður: 56
    • Svör: 1378

    Mjög flott hjá Benna, höfðinglegar móttökur :)

    Jæja hvað er verið að möndla í Jeppunum fyrir stórferðina… græjustuðull ? ?

    kv
    Gunnar
    Jeep Gengið





    28.02.2014 at 12:27 #453391
    Profile photo of Jón G. Guðmundsson
    Jón G. Guðmundsson
    Participant
    • Umræður: 70
    • Svör: 705

    Já, mjög flott, og líka hjá „Görmunum“





    03.03.2014 at 12:42 #453598
    Profile photo of Sveinbjörn Halldórsson
    Sveinbjörn Halldórsson
    Keymaster
    • Umræður: 87
    • Svör: 859

    Allir að muna fundinn í kvöld á honum verður farið yfir Stórferðina og Rikki verður á svæðinu varðandi ferla og fleirra. Snorri Ingimars fer yfir talstöðvarrásir í ferðinni og farið verður yfir allt skipulag ferðarinnar. mikið er að gerast og er þegar komnir glæsilegur elsneytisafsláttur og tilboð frá Skeljungi.





    04.03.2014 at 16:27 #453625
    Profile photo of Logi Ragnarsson
    Logi Ragnarsson
    Participant
    • Umræður: 27
    • Svör: 213

    Góðan dag.

    Í kvöld verða settar inn þær upplýsingar sem enn vantar vegna Stórferðarinnar en þær eru helstar:
    Uppfærð útgáfa af kynningunni.
    Yfirlit yfir úthlutun talstöðvarása fyrir einstaka hópa.
    Endurvarpamynd.
    Yfirlit yfir verkstæðisþjónustu á norðurlandi ásamt símanúmerum.
    Ferlar fyrir ferðalagið norður þ.e. að Miðju og þaðan í Skiptabakkaskála.

    Athugið að Garmin búðin er þegar komin með þessa ferla og geta aðstoða við innsetningu á þeim fyrir þá sem þess óska (án endurgjalds), flott hjá Rikka og co.

    Undirbúningsnefndin





  • Author
    Replies
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 22 total)
1 2 →

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.