This topic contains 22 replies, has 12 voices, and was last updated by Árni Bergsson 10 years, 8 months ago.
-
Topic
-
Skagafjörður-Kjölur 2014
Stórferðin dagana 6. – 9.mars 2014
Jæja félagar, þá er komið að hinni árlegu STÓRFERÐ sem Ferðaklúbburinn 4×4 stendur fyrir. Í ár er það hinn „víðfrægi“ Jeep Gengis hópur sem var beðinn um að taka að sér skipulagningu ferðarinnar.
Fyrir valinu varð að fara norður í land með viðkomu á Miðju Íslands.
Með í ráðum eru norðandeildir F4x4 (Eyfirðingar, Skagfirðingar og Húnvetningar) sem skipuleggja leiðarval norðan Miðju og leggja okkur til þá ferla og upplýsingar sem nauðsynlegar eru. Það er alltaf þannig að ferðalög sem þessi stjórnast af veðri og snjóalögum og verður hópurinn að vera undir það búinn að gera þurfi breytingar á upphaflegum áætlunum ef svo ber undir.
Fimmtudaginn 6. mars er förinni heitið í Hrauneyjar (eða á aðra nálæga gististaði) en eins og fram kemur í eftirfarandi auglýsingu:
https://old.f4x4.is/2013/12/12/hrauneyjar-hotel-highland-afslattur/
Þar er ýmis gisting í boði á afsláttarkjörum. Símanúmerið í Hrauneyjum er 487-7750.Föstudaginn 7.mars er áætluð brottför kl. 8:30 frá Hrauneyjum og stefnan tekin á Miðju Íslands. Þaðan förum við í Laugafell þar sem í boði verður ljúffengt kakó/kaffi í boði Eyfirðinga. Þaðan er förinni heitið niður í Skagafjörð í þá gistingu sem menn hafa pantað sér. Varðandi gistimöguleika á því svæði er best að fara inn á http://www.skagafjördur.is og velja VISIT Skagafjörður neðst hægra megin á síðunni en þá opnast gluggi með miklum fjölda gististaða í sveitinni, í Varmahlíð og út á Sauðárkrók.
Laugardaginn 8.mars er skemmtidagur og byggir hann á því að fara í fremur þægilegan stuttan (4 – 5 tíma ef áætlanir standast) dagstúr og enda á Blönduósi, ekki liggur fyrir á þessari stundu hvaða leiðarval verður fyrir valinu en það skýrist þegar nær dregur. Reiknað er með að leggja af stað kl. 10:30 frá Varmahlíð. Laugardagskvöldið verður haldið hátíðlegt á Blönduósi þar sem við munum gista á hinum ýmsu gistiplássum sem þar bjóðast, allt frá svefnpokagistingum yfir í uppábúið rúm og eins og ávallt stjórnast verðið af gæðum gistingarinnar. Hótelið á Blönduósi tekur við pöntunum í gistirými en síminn þar er 452-4205. Athugið gengin panta sameiginlega gistingu, þ.e. 1 hringir fyrir hvert gengi og pantar. Hótelstjórinn sér um að raða gengjum niður á gistirýmin og reynir að uppfylla kröfur hverrar einingar eftir getu, en gistiplássið er takmarkað og því munu ekki allir endilega fá þá gistingu sem þeir helst vildu. Gistirými í boði eru :
Hótel
2 x 1 manns 10000 per herbergi
12 tveggja 15000 per herbergi
2 delux eða þriggja manna 20000 per herbergiGistiheimili
Uppábúið
9 x 2 manna 10000 per herbergi
2 x 3 manna 15000 per herbergiSumarhús
105 rúm í bústöðum, svefnpokapláss 4000 pr mann ætlast er til að húsunum sé skilað eins og þau voru. Frá 2 manna upp í 8 manna hús.Svefnpokaplássi á Blönduósi 4000 per mann
ca 50 mannsUm kvöldið munum við gæða okkur á þriggja rétta máltíð sem við skolum niður með einhverri „hressingu“ að eigin vali (meðferðis eða keypt á staðnum). Bílar verða á svæðinu til að skutla mönnum á milli staða þ.e. frá gististað að matsölu og til baka. Á Blönduósi verður ferðinni formlega slitið.
Heimferð eftir vali hvers og eins þ.e. Kjölur eða bara malbikið.
Opnað hefur verið fyrir skráningu á vef félagsins old.f4x4.is (skráning í ferðir – https://old.f4x4.is/event/storferd-ferdaklubbsins-4×4/ ). Þeir viðmiðunarferlar sem undirbúningshópurinn mun leggja til í samvinnu við norðandeildir F4x4 verða gerðir aðgengilegir í gegnum síðu klúbbsins þegar nær dregur ferðalaginu.
Þátttökugjald er kr. 7000 og er þess óskað að menn geri skil á þeirri greiðslu eigi síðar en 14. febrúar ef þeir ætla að halda plássinu. Innifalið í gjaldinu er máltíðin og skutlið á Blönduós.
Hægt er að millifæra inn á 516-26-204444 kt. 701089-1549 (senda staðfestingu á stora14@f4x4.is og hafa í skýringu „Stórferð – nafn á gengi“ )eða hafa samband við skrifstofuna á opnunartíma hennar í síma 568-4444 ef menn vilja greiða með korti.Fjöldatakmörkun í ferðina eru 120 bílar eða 240 manns
Kveðja
Jeep Gengið
You must be logged in to reply to this topic.