Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › Skýrsla Húsnæðisnefndar.
This topic contains 40 replies, has 1 voice, and was last updated by Baldur Gunnarsson 19 years, 6 months ago.
-
CreatorTopic
-
30.04.2005 at 08:54 #195890
Nú hefur langþráð skýrsla um húsnæðismál klúbbsins litið dagsins ljós.
En að mati okkar nefndarmanna er málið stórt, og varðar framtíðarhagsmuni félagsins, svo rétt þótti að kanna þessa hluti vel frá öllum hliðum.
Við komumst að niðurstöðu eftir ítarlega skoðun á málinu.
Skýrslan var birt á síðunni sem frétt frá stjórn og sagt frá því að hún yrði til umræðu á aðalfundi félagsins.
Því hvetjum við alla sem hafa skoðun á framtíðarstefnu klúbbsins að opna sig nú, svo hægt verði að sjá hug félagsmanna.Bestu kveðjur.
Jón Ebbi.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
01.05.2005 at 16:55 #521994
Eitthvað ekki í lagi með þessa mynd. Hún birtist ekki þó slóðin sé sett í vafra.
01.05.2005 at 17:19 #521996Sjá menn hana ekki núna ? Búinn að færa hana á annan stað.
Benni
01.05.2005 at 18:37 #521998Sæll Benni
Þetta er fín mynd,og staðsetningin mjög góð að mínu mati.
Takk.
Kveðja,
Jóhannes
02.05.2005 at 10:32 #522000Ég sé enga mynd, er hún dottin út eða er eitthvað að hjá mér.
Kv – Skúli
02.05.2005 at 11:47 #522002Skúli,
Þú hægrismellir á myndina (eða þar sem hún átti að koma) og ferð í properties og þar sérðu slóðina, coperar hana í nýjan browser og vollahhhh…..svona tókst mér alla vega að sjá hana
kv
Agnar
02.05.2005 at 11:49 #522004Ef þið skrollið aftur niður eða upp í þræðinum þá sjáið þið myndina,hún er kominn inn á þráðinn.
kv
Jóhannes
02.05.2005 at 13:44 #522006Sæli félagar.
Ég held að þessir mætu 3 menningar sem skipa þessa nefnd séu allir þannig að takandi sé mark á þeim, þó þeir séu að vísu allir illa akandi þá vita þeir nokkurn veginn hvað þeir eru að tala um og auðvitað eru alltaf skiftar skoðanir á tölum í svona stórum málum.
Enn ég vil beina þeirri spurningu til Skúla eða nefndarinnar hvort það eigi að kjósa um þetta mál á aðalfundi??
Kveðja Lúther
02.05.2005 at 14:59 #522008Sælir félagar, ég vil þakka nefndinni fyrir að vinna þessa þörfu skýrslu. Hins vegar er ég mótfallinn því að klúbburinn byggi hús til fundahalda. Ég tel húsnæðisvanda klúbbsins stórlega ýktan eða í versta falli auðleysanlegan með frekara samstarfi við Ferðafélagið (samnýting skrifstofu pg ekki síst þeirra stóra salar í kjallaranum). Húsnæði til fundahalda er til í hundraðatali um allan bæ og ekkert mál að fá afnot. Enda höfum við gert það með bara allgóðum árangri alla tíð. Skrifstofuhúsnæði og geymslur í hvaða stærð sem er fást á leigu fyrirhafnarlaust og það getur verið kostur að vera leigjandi (eins og einmitt nú þegar farið er að þrengja að okkur). Þá segir maður einfaldlega upp leigunni og finnur sér stærra.
Mér finnst að við þurfum að liggja meira yfir "Framtíðarsýn" og "Skilgreining á þörfum" áður en farið verður af stað. Það er t.d. alls ekki okkar að byggja húsnæði til að leigja öðrum. Ég skil heldur ekki það auglýsingagildi sem eigin húsnæði á að hafa. Að vera í "eigin húsnæði" hljómar dáldið grand og er sannarlega í anda þjóðarsálarinnar. Hins vegar er þetta ekki einfalt mál og er að mínu mati stórháskalegt fyrir félagsstarfið.
Í þessu sambandi vek ég athygli á að Leikfélag Reykavíkur hefur að margra mati enn ekki náð fyrri getu eftir að þeirra húsdraumur rættist. Þar á bæ var félagslíf og list því betri sem vatnið á gólfi búningsklefanna í kjallaranum í Iðnó stóð hærra. Önnur félagsleg hörmungasaga er húsbygging Karlakórs Reykjavíkur (Ýmir) sem nú er til sölu í því skyni að bjarga kórnum frá yfirvofandi félagslegri og fjárhagslegri eyðileggingu.
Þá er að nefna Sinfóníuna sem aldrei hefur átt sitt hús en leikur þó betur um þessar mundir en nokkru sinni fyrr.Klúbbstarfið okkar fer fram vítt og breytt um landið, í mánaðarritinu okkar, á smærri félagsfundum og nefndafundum, í ferðum upp um fjöll og firnindi, í bílskúrum hér og þar og í seinni tíð ekki síst hér á internetinu. 300 fermetra fundahús í Reykjavík að verðmæti 30-40 milljónir króna er alls ekki knýjandi. Hins vegar líst mér frekar á að klúbburinn stuðli á einhvern hátt að því að viðgerðaaðstaða bjóðist klúbbfélögum sem þess þurfa. Sem Patroleigandi myndi ég satt að segja setja gott viðgerðaskýli/skúr við Setrið framar á forgangslistann.
Ef hugmyndin um húsbyggingu verður ofaná tel ég afar mikilvægt að stofnað verði sérstakt félag um byggingu, eignarhald og rekstur hússins og fjárhagur þess aðskilinn algerlega frá fjárhag klúbbsins. Með því móti verður dregið úr hættunni sem klúbbstarfinu kann að vera búin.
kveðja,
Arnþór – R1727
02.05.2005 at 22:35 #522010Ég held að öll þau varnaðarorð sem Arnþór setur fram eigi vel rétt á sér. Mín niðurstaða er samt ekki sú að þetta þýði að rétt sé að hverfa frá öllum hugmyndum um eigið húsnæði heldur að það þarf að skoða vel hvort klúbburinn standi undir fjárfestingunni og hvort það setji öðrum þáttum starfseminnar skorður. Það eru auðvitað til dæmi um víti sem þarf að varast og Ýmir kannski gleggsta dæmið. Munurinn er hins vegar að Karlakór Reykjavíkur telur félagsmenn ekki í þúsundum. Það er því ekki sjálfgefið að við lendum í sömu gryfju. Félagsheimili fyrir klúbbinn getur lyft starfinu heilmikið upp og opnar á ýmsa möguleika. Ég held t.d. að það sé staðreynd að fimmtudagskvöldin líði svolítið fyrir aðstæður í risinu, þó svo reynt hafi verið að lyfta þeim upp með reglulegum myndasýningum. Það að hafa aðeins afnot af einskonar félagsheimili þó á reglulegum grunni sé, setur því ákveðnar skorður hvað hægt er að gera til að skapa stemningu í kringum starfið. En vissulega þarf að skoða vel í þessu sambandi hvort klúbburinn standi undir þessu og hvort þetta taki of mikið power úr starfseminni. Það er líka alveg rétt að við höfum örugglega góða möguleika á auknu samstarfi við FÍ sem getur leyst úr ýmsu varðandi húsnæðismálin á mjög hagkvæman hátt. Þetta er allavega ákvörðun sem þarf að taka að vel athuguðu máli.
Lúther, skýrslan er svo nýlega komin fram að ekki hefur verið tekin afstaða til þess hvaða ákvörðun verður lögð fram á aðalfundi. Nefndin leggur til að stjórn skipi bygginganefnd til að vinna málið áfram eins og kemur fram í lok skýrslunnar. Ég get hins vegar ekki svarað sem stendur hvað verður lagt til að stjórn fái mikið umboð til að taka ákvarðanir. Fyrst er væntanlega að sjá hvort möguleiki sé að fá fyrirgreiðslu hjá borginni varðandi lóð, því það er líklegt að lóð undir svona byggingu á frjálsum markaði dagsins í dag getur vegið þungt í heildarkostnaði.
Kv – Skúli
02.05.2005 at 23:17 #522012En mætti ekki einnig selja veitingar á opnu húsi eða að vera með bauk fyrir frjáls framlög til að koma einhverjum sjóði upp,persónulega finnst mér það alveg vera í lagi að kaupa kaffið á opnu húsi og myndi glaður gera það eða að setja pening í bauk væri baukur til staðar.
Nokkur hundruð krónur eða nokkur þúsund á hverjum fimmtudegi er fljótt að telja í einhvern sjóð,að mínu mati tel ég að það mætti breyta fimmtudagskvöldum þannig að hver nefnd hafi einhverskonar þemakvöld til að draga meira af fólki á opnu kvöldin og selji veitingar með.
Kannski fáranleg tillaga að margra mati,mætti ekki reyna á það???Kveðja Jóhannes
02.05.2005 at 23:26 #522014Það mætti líka Arnþór benda á félög sem hafa farið vel út úr húsnæðiskaupum og kemur þá Fornbílaklúbburinn upp í hugan sem er mjög ríkur klúbbur og er að fara út í nýbyggingu. En auðvita þarf að skoða málin og ekki kasta sér út í djúpulaugina með hendur bundnar fyrir aftan bak.
03.05.2005 at 00:23 #522016Hvernig mönnum dettur í huga að bera saman rekstur fleiri þúsund m2 húss sem LR "Á" í Kringlunni ( félagsskabur sem samanstendur af nokkur hundruð manns, mest illa vinstri sinnuðu) og byggingu 300 m2 húss af 3000 manna klúbb sem er uppbyggður af hraustu og veðurbörðu fólki, fæ ég illa skilið.
Og hver segir að karlakórinn Ýmir sé í slæmum málum, hann er einfaldlega að losa um fé vegna hagstæðra aðstæðna á fasteignamarkaði.
Getur eflaust leigt í tugir ára fyrir hagnaðinn. Og ekki er nú fjöldanum fyrir að fara þar.
Ekki má nú gleyma sinfóníunni sem er rekin eins og ómagi á félagsmálastofnun. Trúi ekki að slíkur hugsunarháttur sé almennur hjá félagsmönnum.Spyr sá sem ekki veit?
Kv. Jón Ebbi.
03.05.2005 at 09:18 #522018engin spurning að byggja, væntanleg staðsetning mjög góð, mætti mín vegna vera við Lækjabotna þó svo að ég búi vestur á nesi en fyrst og fremst að staðsetning / aðkoma sé góð fyrir flesta og það er það sem gildir er það ekki, skýrsla húsnæðisnefndar alveg mjög fín en eitt mætti þó huga að aðeins en það er eins og nefnt hefur verið hér áður að geta boðið upp á aðstöðu fyrir félagsmenn í sama húsi, byggja bara nógu stórt en passlega samt 😉
þetta er spennandi verkefni sem gaman verður að fylgjast með
kv
jsps: passa hafa aðkomu í hús góða mm sól og vinda
03.05.2005 at 22:07 #522020Ég held að það sé alveg rétt hjá þeim sem vilja fara varlega í húsbyggingar, að rétt sé að flýta sér hægt.
Hins vegar held ég að þarna sé lest að fara framhjá sem sé rétt að taka sér far með. En ef manni líkar ekki hvert hún stefnir, þá fer maður einfaldlega úr henni aftur.
Hitt væri verra að spögulera svo lengi að lestin væri löngu farin og lang í næstu!
Mín persónulega skoðun er sú að leggja ætti tillögu fyrir aðalfund á þá lund að stjórn sé heimilt að ráðast í lóðakaup svo framalega að lóðin fáist á sanngjörnu verði og að fjármögnun á þeim kaupum liggi fyrir.
Ef það tekst þá er nægur tími til að skipuleggja og skoða málið frá öllum hliðum með byggingaráform í huga.Kv. Jón Ebbi.
03.05.2005 at 23:14 #522022Reynslan sýnir að [url=http://www.ruv.is/main/view.jsp?branch=2574128&e342RecordID=103659&e342DataStoreID=2213589:1xf8kb0l]húsbyggingar[/url:1xf8kb0l] geta verið áhugamannafélögum erfiðar. Ef farið verður út í húsbyggingar æfintýri, er hætta á að það taki megnið af athygli og orku forstu felagsins, a.m.k. meðan á byggingu stendur. Ef félagið þarf síðan að standa í að reka og leigja út fasteignir, þá er búið að breyta eðli þess verulega. Að mínu mati yrði það ekki breyting til bóta að starfsemi og þjónusta 4×4 líktist frekar Ferðafélagi Íslands, svo dæmi sé tekið.
Samkvæmt lögum félagsins (3. og 8. grein) þarf að samþykkja stærri fjárskuldbyndingar á félagsfundi eða aðalfundi sem boðaður er skriflega með a.m.k. sjö daga fyrirvara, þar sem efni tillögunar kemur fram í fundarboði. Því er ekki hægt að taka slíkar ákvarðanir á laugardaginn, þar sem þeirra var ekki getið í fundarboði.
-Einar
03.05.2005 at 23:43 #522024Ég verð nú að segja að það að tína til fjárhagserfiðleika karlakórs sem einhverskonar rök gegn því að klúbburinn eigi að skoða húsbyggingar nánar er eiginlega bara hlægilegt.
Auðvitað eru til fjölmörg dæmi þess að húsbyggingar áhugamannafélaga, fyrirtækja og einstaklinga hafi farið illa. En sem betur fer eru dæmi þess gagnstæða miklu mun fleiri.
En ég er hins vegar alveg samála bæði þeim sem vilja fara varlega í þessum málum og einnig því sem Jón Ebbi segir með það að réttast sé að fara fljótt af stað í að sækja hentuga lóð. Þetta tvennt fer nefnilega alveg ágætlega saman. Menn verða að átta sig á því, og ég trúi eiginlega ekki að menn sjái ekki, að lóðir í Reykjavík eru mjög eftirsóttar og ef – Takið eftir EF, það er ekkert öruggt að heppileg lóð finnist – að Klúbburinn nær sér í lóð og vill ekki nýta hana þá getur hann í versta falli skilað henni án kostnaðar og í besta tilfelli selt með hagnaði.
Fari svo að við byggjum á lóðinni og ráðum síðar ekki við þær skuldbindingar eða viljum einhverra hluta vegna losa okkur út – Hvað þá – Jú við seljum !!! Og ég trúi því hreinlega ekki fyrr en ég tek á því að menn hér séu svo þröngsýnir að þeir sjái ekki og átti sig á þeim verðmætum sem liggja í iðnaðarhúsnæði staðsettu á þeim stað sem hér um ræðir – húsi sem blasir við hverjum þeim sem ekur um suðurlandsveg – það eru ekki fáir bílar sem fara þar um og auglýsingagildi slíkrar staðsetningar fyrir fyrirtæki er á við margar heilsíður í Mogganum á hverju ári.
Þannig að ég tel að það væri fráleitt fyrir félagsmenn að hrinda þessu verkefni ekki af stað núna.
Bjóði lögin ekki upp á að hægt sé að taka þessar ákvarðanir á aðalfundi þá er ekkert annað að gera en að gefa stjórn heimild til að skipa þá nefnd sem að lögð er til í skýrslu húsnæðisnefndar og síðan leggja frekari tillögur með löglegum hætti fyrir næsta félagsfund þyki mönnum enþá ástæða til.
Og að lokum þá vil ég benda mönnum á að skoða ársreikninga karlakórsins Ýmis að lokinni sölu á þessari eign þeirra – það kæmi mér ekki á óvart að þar kæmi fram verulegur hagnaður af sölunni´…
Benni
04.05.2005 at 05:56 #522026Allri atvinnustarfsemi fylgir áhætta, eins og Benni segir þá eru til mörg dæmi um áhugamanna félög sem hafa farið illa út húsbyggingum en það er líka mörg dæmi um hið gagnstæða. Ég vísaði á fréttina um Karlakórinn vegna þess að þetta var í fréttum ríkissjónvarpsins í gær. Þeir fengu gefins lóð, ásamt verulegum styrkjum frá ríki og borg.
Tilraunir til að selja húsið hafa, enn sem komið er, ekki borið árangur og það sefnir í gjaldþrot kórsins.Undanfarin 25 ár hafa verið miklar sveiflur í raunvirði fastegna í Reykjavík, t.d. lækkað raunverð stærri íbúða mikið milli 1982 og 1986 og aftur milli 1991 og 1996. Síðan þá hefur verð fasteigna hækkað miklu meira en sem nemur hækkun á byggingarkostnaði. Það veit enginn hvað framtíðin ber í skauti sér, en þó er hægt að fullyrða að sambærilegar verðhækkanir og verið hafa undanfarin missiri geta ekki haldið áfram lengi. Því hærra sem markaðsverðið fer, því stærra verður bakslagið þegar það leitar eðlilegs jafnvægis.
Við þessar aðstæður er fjárfesting í fastegnum áhættusamari en endranær, það er óþarfi fyrir klúbbinn að taka á sig slíka áhættu því það er gott framboð á allskonar húsnæði til leigu. 150 manna salur dugir ekki fyrir mánudagsfundi ef fundarsókn verður svipuð og hún var fyrir 5-10 árum.
-Einar
04.05.2005 at 07:31 #522028Alveg rétt sem Einar segir "fasteignamarkaðurinn gengur í bylgjum og er á öldutoppi núna"
Einmitt þess vegna er ekki verið að tala um að kaupa húsnæði, heldur byggja það, því byggingarkostnaðurinn sveiflast ekki upp og niður, heldur fylgir nokkurnveginn byggingarvísitölu.
Hvað þennan 150 fermetra sal varðar þá eru önnur rými í húsinu vel stór samkvæmt planinu og mætti vel hugsa sér að hnika skipulaginu til.
Meginmálið er að heildarstærðin verði skipulögð þannig að 300 m2 dugi.
Lýkurnar á að það takist eru augljóslega miklu betri í húsnæði sem er hannað frá grunni en húsnæði sem er keypt eða leigt.Kv. Jón Ebbi.
04.05.2005 at 17:08 #522030Gaman að sjá hvað fólk er sammála um að þetta sé ekki svo galin hugmynd að byggja yfir félagsskabinn svo framalega sem dæmið gangi upp.
Eins kemur þægilega á óvart að ekki skulu vera fleiri en einn til tveir meðlimir á móti hugmyndinn!
En auðvitað verður farið að lögum klúbbsins með allar samþykktir sem málið varðar.Bestu kveðjur.
Jón Ebbi.
05.05.2005 at 01:40 #522032sælir
mér finnst þetta með sönghópanna skemmtileg rök, hins vegar held ég að það séu fleiri félagasamtök sem hafa elfst við að eignast eigið húsnæði. Tökum hjálparsveitir og skátafélög sem dæmi. Nú eru það mjög mörg félög, og algerlega rekinn með sjálfboðaliðastarfi. Og öll þau félög sem ég þekki hafa stækkað og starf þeirra batnað við að eignast húsnæði sem hentar þeirra störfum.svo ég styð þessar húsbyggingarpælingar! svo þyrfti bara í framhaldinu að aðstoða landsbyggðardeildirnar við að koma sér upp bílskúr
kv
Baldur
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.