Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › Skýrsla Húsnæðisnefndar.
This topic contains 40 replies, has 1 voice, and was last updated by Baldur Gunnarsson 19 years, 8 months ago.
-
CreatorTopic
-
30.04.2005 at 08:54 #195890
Nú hefur langþráð skýrsla um húsnæðismál klúbbsins litið dagsins ljós.
En að mati okkar nefndarmanna er málið stórt, og varðar framtíðarhagsmuni félagsins, svo rétt þótti að kanna þessa hluti vel frá öllum hliðum.
Við komumst að niðurstöðu eftir ítarlega skoðun á málinu.
Skýrslan var birt á síðunni sem frétt frá stjórn og sagt frá því að hún yrði til umræðu á aðalfundi félagsins.
Því hvetjum við alla sem hafa skoðun á framtíðarstefnu klúbbsins að opna sig nú, svo hægt verði að sjá hug félagsmanna.Bestu kveðjur.
Jón Ebbi.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
30.04.2005 at 10:28 #521954
Ef ég les [url=http://www.mountainfriends.com/html/husn.html:156k2aqe]skýrsluna[/url:156k2aqe] rétt, þá er verið að leggja til að klúbburinn fari út í skuldbindingar upp á 375 þúsund krónur á mánuði, í stað núvereandi fyrirkomulags sem kostar tæplega 50 þúsund á mánuði. Á móti eiga að koma eitthverjar tekur af leigu (~100 þúsund á mánuði). Ennfremur er gert ráð fyrir staðsetningu í jaðri Höfuðborgarsvæðisins (við Rauðavatn), sem að mínu mati mun draga úr mætingu á fundi hjá félaginu. ( Það mun a.m.k. draga úr minni mætingu)
Miðað við það hvernig klúbbnum hefur gengið halda starfsmanni í hlutastarfi, halda utan um eigið félagatal og að láta vinna eina vefsíðu, þá sýnist mér að þarna sé verið að legga út í mikla áhættu. Ég sé ekki hvernig hægt er að taka 200-250 þúsund krónur á mánuði í viðbót út úr veltu félagsins, án þess að það bæði komi niður á félagsstarfinu og leiði til hækkunar félagsgalda.
Ferðaklúbburinn 4×4 er félag áhugamanna um jeppa og jeppaferðir, hann á ekkert erindi í óskylda atvinnustarfsemi eins og rekstur og lútleigu fasteigna.
-Einar
30.04.2005 at 10:57 #521956Sérkennileg röksemdarfærsla Eik. Þarna talar þú um að það séu vandamál að halda starfsmann. Ég kannast ekki við það eftir að klúbburinn réði starfsmannin á eiginn vegum, þ.a.s ekki í gegnum FÍ. Og þegar minnst er á Ferðafélagið þá ættir þú að benda þeim á það að þeir eigi ekkert að vera í eiginn húsnæði því þeir eru jú ferðafélag, þannig að þau rök falla nú um sjálft sig.
Varðandi núverandi húsaleigu klúbbsins þá eru þetta nú ekki réttar tölur hjá þér, því stundum kostar mánudagsfundundurinn okkur 50.000 fyrir 2-3 klukkustundir. Hvað varðar staðsetninguna þá getur hún ekki verið betri því þetta er áberandi staður og jeppamenn allment leggja ekki fyrir sig nokkra kílómetra og þú veist jú hvar borgin er að byggjast upp. Auk þess myndir þú aldrei setja það fyrir þig þó þú þyrftir að aka aðeins lengra. því bara hreinlega trúi ég ekki á eins röskann mann og þú ert. Kv Jón Snæland
30.04.2005 at 12:10 #521958Ég fékk töluna um kostnað úr skýrslunni, þar segir að núverandi kostnaður sé 580 þúsund á ári. Ég fann ekkert í skýslunni um kostnað af mánudagsfundum, ef þeir eru ekki inni í þessari tölu og ef fundurinn kostar 50 þúsund, þá bætast við 500 þúsund á ári þannig að mánaðar kostnaður verður 1080/12 = 90 þúsund á mánuði. Mismunur á 375 þúsndum og 90 þúsundum er 285 þúsund á mánuði, frá því dragast hugsanlegar leigutekjur.
Í skýrslunni er gert ráð fyrir 150 manna sal. Fyrir nokkrum árum hefði slíkur salur oft verið of lítill, en ef aðsókn að mánudagsfundum heldur áfram að minnka, gæti hann dugað. Það ber hinsvegar ekki vott um mikinn metnað, að ganga út frá því í framtíðar áætlunum.
Varðandi reynslu af starfsmannahaldi, þá hef ég ekki beina reynslu af því hvort eitthvað hefur batnað, en hef heyrt kvartanir frá þeim sem reynt hafa, og ég hef lesið á spjallinu um hremmingar þeirra sem vilja ganga í félagið, en fá ekki og kvartanir þeirra sem ekki fá Setrið sent. Það væri ánægjulegt ef öll þessi vandamál væru úr sögunni.
-Einar
30.04.2005 at 13:06 #521960Mér líst mjög vel á þessar hugmyndir að byggja húsnæði undir starfssemi klúbbsins og ég er sannfærður um að ef við eru með alla starfsemi á einum stað í eigin húsnæði þá komi það til með að þjappa saman klúbbsmeðlimum og laða fleiri inn í félagið.
Við förum létt með þetta!Kveðja,
Glanni
30.04.2005 at 13:25 #521962Gjaldkeri klúbbsins gaf okkur upp að í fyrra hefðu verið greiddar 580.000 kr í leigu. Og það var skilningur minn að það væri heildarleiga með öllum fundarkostnaði – sé það ekki svo og að það vanti hér mánudagsfundi þá styrkir það enn frekar niðurstöðu og tillögur nefndarinnar.
Það er rétt að árétta það að þær tölur sem settar eru fram í skýrslunni eru allar mjög varfærnislega áætlaðar. Þannig eru kostnaðar og afborganatölur allar í hærri kantinum á meðan að mögulegar leigutekjur eru áætlaðar lágar.
Og svo er rétt að benda úrtölumönnum á að allur sá kostnaður sem er umfram tekjur og sparnað leggst til til eignarmyndunar og er því ekki verið að kasta þeim peningum á glæ líkt og gert er með núverandi og reindar hvaða leigufyrirkomulagi sem er.
Einnig meiga menn ekki gleyma þeirri staðreind að húsnæði sem þetta er ekki í sama flokki og fjallaskálar eða fasteignir á vestfjörðum – það er nefnilega hægt að selja þetta og ganga þannig út úr dæminu án skaða og nokkuð örugglega með hagnaði ef að komandi stjórnendur og kynslóðir í klúbbnum vilja það.
Núna er gott lag á að ná í lóð undir húsnæði klúbbsins og ekki víst að jafn góðir kostir og núna eru mögulegir bjóðist aftur á næstu árum. Einnig er aðgangur a´ð fjármagni með besta móti um þessar mundir og Því tel ég og félagar mínir í nefndinni að það sé mikilvægt að láta verða af þessu núna og leggja þar með hornstein að öflugri klúbbi í framtíðinni.
Ég kemst því miður ekki á aðalfundinn en Jón Ebbi og Björn Þorri verða væntanlega þar til að svara öllum spurningum sem upp kunna að koma.
Kveðja
Benni
30.04.2005 at 14:55 #521964Lóð á þessum stað á eftir margfalda sig til lengri tíma litið og því finnst mér ekki nokkur spurning (ef hún er í boði) að við ættum að byggja svo framalega að við ráðum við þær skuldbindingar. Það mætti einnig hugsa hvort ekki ætti að stúka af smá svæði sem væri leigt út til félagsmanna í smáviðgerðir á jeppunum , þar sem margir eiga erfitt með að komast í hefðbundna bílskúra.
Kv. Júnni
30.04.2005 at 15:41 #521966Kannski er rétt að taka fram að samanburðurinn er fyrst og fremst á því húsnæði sem við þyrftum að leigja til að aðstaðan teldist viðunandi, frekar en á núverandi ástandi, sem ég hef ekki heyrt nokkurn mæla bót.
En þetta er einungis niðurstaða nefndarinnar og þarf ekki á nokkurn hátt að endurspegla vilja félagsmanna!
Gott að sem flestir félagsmenn hafi skoðun á málinu.Bestu kveðjur.
Jón Ebbi.
30.04.2005 at 16:58 #521968Hús undir klúbbinn okkar og verum stolt/ir af því,festum lóðina ef hún býðst við fyrsta tækifæri og látum slag standa.
Stækkandi og öflugri klúbbi er best að lifa.
Kveðja,
Jóhannes.
30.04.2005 at 17:48 #521970Skýrsla húsnæðisnefndar finnst mér mjög athyglisverð lesning og ég treysti þeim sem að henni eru fullkomlega til þess að vera að leggja upp fyrir okkur dæmi sem er fullkomlega raunhæft. Þeir þekkja þær forsendur sem þarf að gefa sér í þessu og ef sú forsenda sem snýr að leigukostnaði er vanmetin (sem ég veit svosem ekkert um) þá er það bara til að styrkja niðurstöðurnar eins og Jón Ebbi bendir á. Ég er allavega viss um að núverandi leigukostnaður er ekki vanmetinn þarna.
Eins og þeir benda á er viðbótarkostnaður umfram aðrar lausnir algjörlega í eignamyndun fyrir klúbbinn. Þá eigum við bara eftir að svara þeirri spurningu hvort klúbburinn geti staðið undir þeim kostnaði og hvort vilji félagsmanna sé til þess að leggja í þann kostnað. Um það verður væntanlega fjallað á aðalfundinum. Reyndar hef ég alla trú á því að verði skipaður húsnæðishópur til að vinna í þessu máli, muni hann geta fundið ýmsar leiðir til að lækka þann kostnað. En ákvörðunin þarf samt að byggja á því að við klúbburinn standi ekki í greiðsluerfiðleikum og geti staðið undir ákvörðuninni hvernig sem kaupin gerast á eyrinni.
Kv – Skúli
30.04.2005 at 18:09 #521972Það er nokkuð ljóst að taka má undir með nefndinni að leigutekjur séu nokkuð lágt metnar og því er spurninginn hversu mikið af innkomnum félagsgjöldum fer í greiðslu á lánum eins er það spurning hvernig húsið verði útfært með tiliti til hugsanlegra aukatekna samanber sýningar á bílum og fleirru sem viðkemur þessu sporti okkar það eitt td að nefndir fái aðstöðu til funda plús hugsanlega varahlutaþjónustu/pöntunarþj hlítur það að vera hagsmunur okkar að byggja, félagsfundir það er spurning hvort við eigum að miða við hámarksmætingu undanfarinna ára eða meðalmætingu ásmt því að vikufundir yrðu sennilega auðveldari skipulega séð +geymsla eigna auðveldari
Það eitt að eiga húsnæðið er eignamyndandi ásamt lóð sem með sæmilega góðu plani afgirtu væri góður kostur.
Er klúbburinn ekki búinn að vera að kosta skála sem eru okkur til sóma og ætti ekki rekstrakostnaður þeirra að þola smá fétregðu 3-5 ár á meðan væri verið að koma rekstri húss í skil og form
Ég fyrir mitt leiti er með byggingu húss og tel félagið vera vel í stakk búið til að takast á við slíkt verkefni það verður sennilega erfitt og krefjandi en vel þess virði til þess að skapa góða umgjörð um starf okkar
Byggjum hús
Klakinn
01.05.2005 at 02:39 #521974sælir
27 milljónir fyrir 300 m2 húsnæði og bílastæði og þarna eru menn ekki að telja með lausan búnað, tölvur, flutning, merkingar, aðstöðu o.fl. o.fl. Þessi tala er útí hött að mínu mati (jafnvel þótt við byggjum sjálfir) og ég legg til að menn fari rólega út í áætlanagerð vegna útleigutekna, það er að mínu mati aðeins bónus sem ætti að koma til hagræðingar í rekstri klúbbsins.
Hvað vilja menn hafa í þessu húsi? Það er grundvallarspurning að mínu mati. Við erum að byggja til framtíðar og við verðum því að hugsa til framtíðar. 3 skifstofur + aðstaða og 150 m2 salur er ekki að hugsa til framtíðar að mínu mati.
Hugmyndin um eigið hús fyrir klúbbinn er frábær að mínu mati og mér líst afar vel á hugsanlega staðsetningu við Rauðavatn enda er þetta við útjaðar bæjarins. Ef menn nenna ekki að keyra þangað (Reykvíkingar) þá vorkenni ég þeim nú ekki mikið enda hluti af áhugamálinu að keyra langar vegalengdir.
Mér líst vel á þessar hugmyndir og vil að menn þrói þær áfram en á réttum forsendum. Númer eitt er að tryggja grundvöll að því hvort við getum byggt yfirleittt og í framhaldinu að einbeita sér að því að tryggja lóð STRAX………
Bestu kveðjur
Agnar
01.05.2005 at 09:47 #521976Það kom fram í skýrslunni Agnar að ekki er verið að tala um tæki í þessum kostnaði, heldur fullbúið hús án tækja.
Byggingarkostnaðinn þekkjum við, og er mismunurinn á að kaupa og byggja um 25-35.000 á m2.
Hvað staðsetninguna varðar, er hún nánast fullkomin. Örstutt niður á Vestulandsveg – Miklubraut, sem er "safngata" fyrir Reykjavík norður og vestur.
Síðan liggur Breiðholtsbraut – Arnarnesvegur, þvert yfir (innan skamms) á Reykjavíkurveg og Reykjanesbraut, sem liggja til Hafnafjarðar.
Þannig að ef þetta er ekki miðjan hvað þá?
Og þá er ótalið hvað er gott að safnast saman þarna áður en farið er út úr bænum í hinar ýmsu ferðir.Kv. Jón Ebbi.
01.05.2005 at 11:04 #521978Ég sem hélt að staðarvalið hefði ráðist af nálægð við Jamil partasala, ómissandi fyrir togaogýta eigendur 😉
-Einar
01.05.2005 at 11:12 #521980Því miður verð ég að hryggja þann "þjóðflokk" með að búið er að gera Jamil brottrækan úr hverfinu, með sinn varahlutalager og hallirnar verða rifnar innan skamms.
Hins vegar gleymdist að geta þess að fyrirhugaðar eru 2 bensínstöðvar á svæðinu sem ætti að koma einhverjum vel.Kv. Jón Ebbi.
01.05.2005 at 11:40 #521982sælir
þakka svarið Jón. Út í hött var kannski full vel í lagt hjá mér en fer þó ekki ofan af því að þetta hljómar lágt skv minni reynslu og bið menn að gleyma því ekki að lóðarkostnaður við þetta hús verður náttúlega hár út af fjölda bílastæða
En að öðru, er ekki nauðsynlegt að klúbburinn hafi aðgang að almennilegri geymslu eða jafnvel bílskúr þó ekki væri nema undir kerruna ?
mbk
Agnar
01.05.2005 at 13:44 #521984Sælir
Bara að komenta smá á byggingarkostnaðinn sem Agnari þykir hár.
Þetta eru tölur sem ég og Jón Ebbi vinnum dags daglega með og núna nýverið höfum við báðir lokið við iðnaðarhúsnæði, hann sem verktaki og ég sem eftirlitsmaður. í báðum þeim tilfellum losaði byggingarkostnaður rétt um 60.000 kr á m2 og þó voru inni í þeim tölum hlutir eins og sprinkler, rekkakerfi, kæliklefi og annað sem ekki á erindi í húsnæði fyrir klúbbinn.
Í okkar dæmi reiknum við með því að byggt verði húsnæði sem að í grunninn er iðnaðarhúsnæði en betur búið m.t.t. innréttinga, gólfefna, sameignar o.fl. því reiknum við byggingarkostnaðinn vera 90.000 kr/m2 sem að skv. okkar reynslu er mjög eðlilegur byggingarkostnaður fyrir svona húsnæði. Við reiknum ekki með neinum framlögum frá félagsmönnum í formi vinnu né afslátta þannig að þar eru meira að segja möguleikar – Þannig að ég er þess fullviss að þessi byggingarkostnaður er alls ekki út í hött heldur mjög raunhæfur.
Rétt er að benda á að húsið er að sjálfsögðu óhannað og með því gefst kostur á að það innihaldi alla hluti sem þarf til að uppfylla þarfir klúbbsins, hvort sem það er bílskúr, bókageymsla eða hvaðeina.
Kveðja
BenniP.S.
Nefndarmenn aka um á almennilegum bílum, MMC og Rover og þurfa því ekkert á toyota bílakirkjugörðum að halda
01.05.2005 at 14:04 #521986Eru til einhverjar sambærilegar teikningar af því húsnæði sem húsnæðisnefnd er að byggja sína útreikninga af,sem væri þá jafnvel hægt að sýna á Aðalfundi klúbbsins eða á Mánudagsfundi.
Eflaust eru einhverjir klúbbfélagar sem hefðu áhuga á því að sjá væntalegt húsnæði á pappírum svona til að gera sér grein fyrir hvernig hús nefndin sér fyrir sér.
Ég til að mynda hefði áhuga fyrir því að sjá hvernig hús er verið að tala um og einnig staðsetninguna.Kveðja
Jóhannes
01.05.2005 at 14:24 #521988[img:2gfobwge]http://images9.fotki.com/v172/photos/5/534790/2137403/Lukr_arcims-vi.jpg[/img:2gfobwge]
Vonandi virkar þetta – þarna er loftmynd af svæðinu sem nefndin var að horfa til – eitthvað er af svæði þarna sem verður úthlutað í ár og er þar meðal annars um að ræða svæði næst suðurlandsvegi.
Varðandi teikningu af húsinu sjálfu þá lét nefndin ekki teikna neitt fyrir sig – við létum nægja að skilgreina þarfir og stærðir. Ég rissaði sjálfur vinnuteikningu af svona húsi en hún er ekki nægjanlega vel unnin til að birta opinberlega auk þess sem hluti af þeim hugmyndum sem þá voru í gangi vori slegnar af.
Kveðja
Benni
01.05.2005 at 14:45 #521990sælir
Fínt að fá einhverjar forsendur fram fyrir byggingakostnaðinum. Bendi á að mér fannst kostnaðurinn lár en ekki hár
Það er svo sem hægt að ræða þetta fram og til baka og vissulega er bygging iðnaðarhúsnæðis ódýrari kostur en hefðbundið skrifstofuhúsnæði. Þetta er allt spurning um hversu dýrar lausnir menn velja hvar fermetraverðið endar og aftur þá verður ekki hægt að fá niðurstöðu í það fyrr en búið er að kortleggja kröfur starfseminnar og velja lausnir.
Væntanlega verður þetta allt saman rætt á hentugari vettvangi síðar.
Þetta var fín skýrsla hjá ykkur félagar og setur málið í farveg…..
bestu kveðjur
Agnar
p.s. sniðugara væri að koma með ljósmyndir frekar en teikninga til að sýna félagsmönnum þannig að menn geri sér grein fyrir hvernig frágangur menn eru að sjá fyrir sér.
01.05.2005 at 15:12 #521992Æii – ég skildi þig samt rétt Agnar, þó ég hafi skrifað þetta vitlaust.
En þetta er að sjálfsöðgðu rétt hjá þér að það eru endanlegar útfærslur sem koma til með að gera útslagið hvað kostnaðinn varðar – ég er ekki nokkrum vafa um að hægt er að byggja húsnæði undir klúbbinn fyrir minna en 90 þ.kr/m2 en ég tel hins vegar ekki raunhæft að miða við það. Að sama skapi er hægt að fara með þennan kostnað upp úr öllu og sem dæmi get ég nefnt að byggingarkostnaður á íbúðarhúsnæði í blokk, fullbúnu með öllum tækjum og lóðagjöldum er algengur á bilinu 150 – 160 þkr/m2 – svo bætist við það fjármagnskostnaður og er talan þá oft kominn nálægt 200 þkr/m2
En svo hef ég líka komið að húsum þar sem byggingarkostnaður er vel yfir 300 þkr/m2 þannig að allt er þetta hægt.
Á endanum snýst þetta allt um útfærslur og það hversu "flottir" á því menn vilja vera – en við metum það svo að 90 þkr/m2 sé nokkuð raunhæft m.v. hefðbundinn frágang.
Kveðja
Benni
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.