This topic contains 2 replies, has 1 voice, and was last updated by Kristján Arnór Gretarsson 20 years, 12 months ago.
-
Topic
-
Mig langaði að sjá hvort einhver kannaðist við þessa veiki sem LJ73Cruiserinn minn var að fá rétt í þessu, en einkennin eru eftirfandi:
Svona þegar ég ætlaði mér að skjótast í smá föstudagsstress-bíltúr, hoppa ég inní bíl og sný lyklinum´og viti menn að á þeim tímapunkti þegar glóðarkertin forhita sig,
kemur þessi óþarfa smellur og engin ljós koma í mælaborðið, svo ég sný til baka og þá kviknar á útvarpinu að gömlum vana!Svo hafa verið reyndir nokkrir snúningar framm og til baka án nokkurs árangur…
Sem sagt öll ljósin í mæla borðinu flökta í eitt sekúndubrot þegar ég reyna að forhita gróðarkertin, en svo ekki sögunni meir, og enn síður er ég reyni að starta mínu gúðdómlegu Toyotu!
Svo ég vona að einhver þarna úti hafi fengið sömu flensu, enda kalt í veðri!
(P.s.öll öryggi virðast vera í lagi)
You must be logged in to reply to this topic.