FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Spjall
Ferðaklúbburinn 4x4 - aðgangur að eldra spjalli Valmynd   ≡ ╳
  • Spjall

Nissan Navara blikkandi aðvörunarljós fyrir millikassa?

by Ágúst Úlfar Sigurðsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Nissan Navara blikkandi aðvörunarljós fyrir millikassa?

Tagged: Nissan Navara aðvörunarljós

This topic contains 4 replies, has 2 voices, and was last updated by Profile photo of Aron Frank Leópoldsson Aron Frank Leópoldsson 6 years, 4 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 18.11.2016 at 18:02 #941055
    Profile photo of Ágúst Úlfar Sigurðsson
    Ágúst Úlfar Sigurðsson
    Participant

    Án sýnilegrar ástæðu fór aðvörunarljós fyrir millikassann ?? að blikka.  Þetta er ljós með mynd af fjórum hjólum og drifskafti milli fram-og afturhjólanna, lengst til vinstri í mælaglugganum.  Handbókin gefur enga úrlausn aðra en að fara á Nissan verkstæði.  Hefur einhver ykkar reynslu af þessu, vitið hvað er á seyði eða eigið ráð til að lækna kvillann – helst án þess að kosti heilan helling.  Umræddur bíll er Nissan Navara, árgerð ca 2005 (ekki alveg viss).

    Ágúst

  • Creator
    Topic
Viewing 4 replies - 1 through 4 (of 4 total)
  • Author
    Replies
  • 19.11.2016 at 00:24 #941056
    Profile photo of Aron Frank Leópoldsson
    Aron Frank Leópoldsson
    Member
    • Umræður: 39
    • Svör: 110

    Þetta er að öllum líkindum einn af þremur skynjurum sem eru í millikassanum, lenti í þessu og eftir smá googl fann ég að einn af þessum skynjurum á það til að fara. Minnir að það sé efsti, var til hjá BL og skipti um, eftir það hætti þetta.

     

    getur kastað á mig maili ef þú vilt spyrja meir, aron@113.is





    19.11.2016 at 00:25 #941057
    Profile photo of Aron Frank Leópoldsson
    Aron Frank Leópoldsson
    Member
    • Umræður: 39
    • Svör: 110

    Einnig hægt að taka þá úr og mæla þá. Þessi skemmdi sýndi voðalega lítið miðað við hina.





    25.11.2016 at 21:20 #941107
    Profile photo of Ágúst Úlfar Sigurðsson
    Ágúst Úlfar Sigurðsson
    Participant
    • Umræður: 103
    • Svör: 653

    Takk fyrir ábendingarnar, Aron.  Ég fann fleiri myndbönd á Youtube sem benda til að þetta sé nokkuð algeng bilun í þessum bílum.

    Það eru 3 skynjarar (rofar) á millikassanum og kosta þeir ca 18 þús stykkið hjá B&L.  Þeir fást líka á Partsouq.com á ca 18 USD stykkið plús frakt og vsk.  Búinn að panta alla þrjá ásamt annarri framluktinni og bíð spenntur.





    29.11.2016 at 21:14 #941110
    Profile photo of Aron Frank Leópoldsson
    Aron Frank Leópoldsson
    Member
    • Umræður: 39
    • Svör: 110

    Ekki málið, alltaf gaman að getað hjálpað.

    Versla allt á partsouq.com algjör snilld.





  • Author
    Replies
Viewing 4 replies - 1 through 4 (of 4 total)

The forum ‘Bílar og breytingar’ is closed to new topics and replies.