Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › Göngin og veggjaldið
This topic contains 35 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 18 years, 8 months ago.
-
CreatorTopic
-
30.03.2006 at 13:10 #197650
Sælir,
Ég er með smá ábendingu til stjórnar 4X4.
Núna fjölgar þeim félagsmönnum sem eru á bílum yfir 6 m löngum svo sem Ford F og hugsanlega Linerunum líka og erum við að lenda í því að borga 3000 kr í göngin hvora ferð.
Einhverstaðar verað mörkin að liggja, ég geri mér grein fyrir því.
En væri ekki ráð að stjórnin gerði samskonar samning og félag húsbílaeigenda gerði við Spöl þ.e að félagsmenn í þessu tilviki 4X4 borguðu bara 1000 kr óháð lengd bíla.
Hvað segja félagsmenn, er ekki ráð að leggjast í samninga?Kv,
Pétur
R – 3384 -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
30.03.2006 at 13:36 #547874
Þá þurfið þið bara að punga 2000 kalli fyrir ferðina. Er það ekki mun sniðugra en að svona klúbbur fari að berjast fyrir sérkjörum fyrir suma félagsmennina.
30.03.2006 at 15:06 #547876Úr því það er fordæmi fyrir svona samningi ætti ekki að vera snúið að fá sambærilegan samning. Ef einhver hefur meiri upplýsingar um innihald þessa samnings Húsabílafélagsins þá væri vel þegið að fá það sent á stjorn@f4x4.is
Kv – Skúli
30.03.2006 at 15:22 #547878Ég tel ekki rétt að þessi félagskapur beiti sér á nokkurn hátt í þessu máli, akstur vörubifreiða á ekki að vera á könnu f4x4. Ef þessi félagskapur vill vera í forustu um náttúruvermd er mikilvægt að hann sé ekki að hvetja til notkunar á vörubifreiðum til fjallaferða og það sé ekki talin sjálfsagður hlutur að félagsmenn ferðist á vörubílum.
guðmundur
30.03.2006 at 15:32 #547880Mér skilst að þetta sé munnlegur samningur við húsbílafélagið og má búast við að þeir taki þetta af ef við förum að krukka í þessi mál.
30.03.2006 at 16:15 #547882Það er öllu verra, í sjálfu sér ekki ástæða til að eyðileggja dílinn fyrir húsbílafólki, ef það yrði eina útkoman.
Ég er ekki sammála Gumma. Þða hvað flokkast sem vörubíll og ekki vörubíll er bara einhver reglurammi og samræmist ekki alltaf raunveruleikanum. Ford F-eitthvað er ekkert frekar vörubíll en Hilux þó hann sé stærri og notkun þessara bíla hjá 4×4 félögum er sambærileg. Auðvitað rétt að stærri bílar eru síður umhverfisvænir en þeir minni, en það er ekki hlutverk klúbbsins að stýra því hvaða bíla félagsmenn velja sér og á ekki heldur að vera hlutverk Spalar.
Kv – Skúli
30.03.2006 at 16:31 #547884Með þessu ert þú Skúli að segja að þú teljir að skilgreining samfélagsins á því sem kallað er vörubifreið sé röng og að þú viljir breyta því Þetta samræmist að mínu mati engan vegin því sem þú varst að seigja í mogganum um daginn þar sem þú segir umhvervismál eitt aðal mál félagsins.
guðmundur
30.03.2006 at 16:47 #547886Ég sé nú ekki neina ástæðu til að vera að agnúast hér út í þá sem kjósa að aka á bílum sem eru lengri en 6 metrar.
Ég held líka að það sé ekki rétt fyrir klúbbinn að beita sér sérstaklega til að fá afslátt fyrir ákveðin hóp – eins og Pétur sagði þá þarf einhverstaðar að draga mörkin og stundum lendir maður bara "röngu" megin við línuna.
Hitt er svo allt annað mál að klúbburinn gæti og ætti að athuga með að fá afslátt fyrir ALLA félagsmenn á veggjaldinu þarna um. T.d. mætti reyna að fá sama verð á stakri ferð og er ef þú kaupir 10 miða, gegn framvísun 4×4 skírteini.
Benni
30.03.2006 at 16:48 #547888Ekki ætla ég að taka afstöðu til hvort stóru bílarnir eigi að borga sama og minni bílarnir en það verður að skoða þetta í samhengi. Þessir stóra fordar eru skilgreindir sem vörubílar í lögum og/eða reglugerðum, innflutningsgjöld eru lægri og þar fram eftir götum, það má ekki leggja þeim í íbúðargötur heldur á sér merkt vörubílastæði. Það er spurningin um hvort eigendur, núverandi og tilvonandi, verði ekki að gera sér grein fyrir þessum hömlum. Svo má einnig spyrja sig að því "er réttlætanlegt að bifreiðaeigendur sem borga lægri gjöld njóti sömu fríðinda og þeir sem borga hærri gjöld".
En eins og ég segi, tek ég ekki afstöðu til þessara hluta heldur velti hér upp spurningu, en vona samt sem áður að gjöld á þessum stóru bílum verði lækkuð sem og á öðrum bílum.kv. vals.
Es. þegar ég segi bíla á ég að sjálfsöðu við jeppa.
30.03.2006 at 16:51 #547890Nú sýnist mér Skúli vera orðinn ósamkvæmur sjálfum sér. Það er óþarfa sóun á orku, sem leiðir af sér óþarfa mengun, þegar menn aka um á um á þyngri bílum en efni standa til. Ég held að klúbburinn geti ekki skotið sér undan því að taka afstöðu hér.
Hitt er svo annað mál að þessi gjaldskrá Spalar, þar sem gjaldið margfaldast við tiltekin stærðarmörk, er fáránleg, ég sé ekkert því til fyrirstöðu að klúbburinn reyni að stuðla að því að það sé lagært.
-Einar
30.03.2006 at 17:46 #547892Þegar menn velja sér bíl til kaups, meta menn að öllu jöfnu alla þætti við rekstur bíls, s.s. eyðslu þungaskatt, eldsneitistegund og fleirra.
Þeir sem velja sér að kaupa bíl sem er meira en 6 metrar á lengd og 4 tonn að þyngd ættu ekki að kvarta yfir því að þurfa að borga meira í göngin frekar enn að kaupa meira eldsneiti. Ætti þá klúbburinn að semja við olíufélögin um afslátt af eldsneiti fyrir þá líka, vegna þess að þeir þurfa að kaupa meira.
Hinnsvegar fæ ég ekki séð að þessir bílar flestir hverjir mengi meira á fjöllum en margir aðrir minni bílar, samanber Willis sem ég veit um sem vigtar ekki nema 1400 kg en en eyðir 50 lítrum á hundraði við sæmilegustu aðstæður.
Höfum gaman saman á fjöllum sama á hvernig bílum við veljum að aka um á.
kveðja siggias74
30.03.2006 at 18:15 #547894
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
held að flestir þessara bila eru notaðir sem fjölskyldubílar, og ætti því bara að skrá þá sem slíka, það að þessir bilar mengi eitthvað mikið meira enn aðrir er bara helber þvættingur ef við horfum tildæmis a reykmökkin a eftir patrolum og hiluxum???????? það virðist alltaf vera til nóg af fólki til að fordæma þessa bíla og er það án efa hreinasta öfund, og það er ekkert athugavert að eigendum þessara bíla finnist of dýrt að borga 6000kr bara í göngin til að skreppa uppí bústað, og liggur við að borgi sig að keyra bara fjörðinn þótt það sé leiðinlegt, og ættu eigendur þessara bíla að taka sig saman og teppa umferð þarna gegn i mótmælaskyni, það þyrfti ekki nema 2 að mæta til að það gangi upp!!!!! leggjumst gegn einkavæðingu vega a islandi hananÚ.
30.03.2006 at 18:29 #547896Mín skoðun er einföld. Ef að þú hefur efni á því að kaupa þér Ford,Chevy,Ram eða einhvern af þessum stóru bílum sem falla undir að vera skráðir sem vörubílar og færð Bílinn þinn tollaðan inn í landið sem slíkan á núll tolli og svipuðum lágum tolla flokkum.Eitt svo 2-3 millum í að breyta græjunni þá hefurðu alveg efni á að borga upp sett verð í gönginn. Ekki er ég að grenja yfir því að klúbburinn sameinist um að berjst fyrir því að lækka verðið á spindlum í tacomuna mina.Eða þegar að ég átti patrolinn þá grenjaði maður ekki yfir því að það væri hagsmuna mál að lækka verðið á heddum í patrol. Sættið’ ykkur við áð að þið sem akið um á bílum sem eru skráðir vörubílar en eru ekki notaðir sem slikir að þið gátuð alveg flutt þá inn og borgað toll eins og allir hinir. Klúbburinn á frekar að berjast fyrir því að lækka verð á eldsneyti bæði Disel og bensíni. Fyrir utan að það er andskoti dyrt í gönginn
30.03.2006 at 19:21 #547898Það var einmitt grein um sama efni í Morgunblaðinu 14. mars. Þá athugaði ég hvað munurinn á tollum myndi borga mismuninn á mörgum ferðum í gegnum göngin, þær urðu um 700 talsins. Það er nú nokkurra ára skammtur, meira að segja fyrir mig. Ef það er ekki málið þá er líka hægt að greiða muninn á 140 hraðasektum fyrir þennan pening, sektarviðmið vörubíla miðast við 80 en ekki 90 utan þéttbýlis. Já eða senda 14 manns í gegnum aukin ökuréttindi ef þess er þörf 😉 Þetta allt saman gerði ég auðvitað af kvikindisskap einum og sér…
Annars eru þessi mörk öll voðalega umdeilanleg og eru örugglega eins og hæstvirtur dómsmálaráðherra sagði um jafnréttislögin: Börn síns tíma!
30.03.2006 at 19:23 #547900Ég vill bara koma einu á framfæri þar sem þarsíðasti maður talaði um að það væri leiðinlegt að keyra fjörðinn. Það er alls ekki leiðinlegt að keyra fjörðinn og ég mæli með að þið sem hafið ekki keyrt hann síðan 1998 að prófa það!! Þetta er náttúruperla og að auki er mjög gaman að skoða skrítna staði eins og Botnsskála og álíka staði. Það er vissulega langt að keyra hann m.v. að fara göngin en alveg þess virði að gera það einu sinni á hverjum 8 árum.
Sjáumst í Hvalfirði.
Kv. Davíð
30.03.2006 at 19:24 #547902Eða eitthvað um það bil
30.03.2006 at 19:53 #547904Síðasta ræðumanni, ég tek stundum Hvalfjörðin aðra leiðina, annaðhvort á leiðinni í bæinn eða út úr bænum….. og fer jafnvel skorradals leiðina.
Kv.
Óskar Andri
30.03.2006 at 20:00 #547906Sælir
Það er mín skoðun að þegar menn fjárfesta í stórum bílum sem þessir amerízku pikkuppar eru þá geri menn sér grein fyrir því hvað þeir eru að kaupa.
Slíkum bílum mega t.d. jafnaldrar mínir og þeir sem yngri eru mér ekki aka slíkum bifreiðum nema hafa meirapróf, og í flestum þéttbýliskjörnum landsins eru til samþykktir sem kveða á að slíkum farartækjum megi ekki leggja við íbúðargötur.
4×4 gæti tekið þátt í því með öðrum t.d. FÍB og fleirum að breyta skilgreiningunni sem rammar þessa bíla inn með vörubílum. Í mínum augum eru þetta engvir vörubílar, heldur pallbílar. Lagaramminn gæti einskorðast við hvort bílarnir væru á virðisaukaskattsnúmerum upp að 5 tonna heildarþyngd.
Með því hinsvegar að breyta þessu þá ramma menn þessa bíla trúlega inn með venjulegum jeppum í tollaumhverfinu og gera bílana minna eftirsóknaverða. (þetta er reyndar fyrirbæri sem ég þekki ekki vel).
Kv Izan
P.s. eru ekki til glufur í vörubílaumhverfinu sem mætti nýta til frádráttar í rekstri á svona apparötum….
30.03.2006 at 20:17 #547908Væri ekki verðugra verkefni að beita sér fyrir því að þessir löngu bílar fái að aka á sama hraða og aðrir sem þeir eru í samfloti við. Það hlýtur að vera mjög óhollt ef sumir í hópakstri fá aldrei nein pissustopp af því að þau fara öll í að ná hinum sem mega lögum samkvæmt aka 10 eða 20 km hraðar. .-(
30.03.2006 at 20:18 #547910Ég er nú nokk viss um að þeir sem eiga svona bíla Ford, Chevrolet, Dodge, Scania, MAN eða hvað þetta heitir nú allt saman, vita að þeir eiga vörubíla skv. íslenskum lögum og eftir þeim eigum við jú að fara. Mér finnst varla hægt að klúbburinn sem slíkur fari að berjast eitthvað fyrir veggjaldi þessara bíla eingöngu og mun aldrei styðja það því eins og einhver benti á hér að ofan yrði nú erfitt að draga mörkin í því hverju klúbburinn á að berjast fyrir ef ekki "einn fyrir alla, allir fyrir einn". Sniðugt væri hinsvegar að ná einhverjum samningum um afslátt fyrir alla klúbbfélaga, td. ef þeir keyptu 10 ferðir eða e-ð. Það er amk.mín skoðun.
kv Beggi
30.03.2006 at 22:45 #547912Sælir, ég sé að það er fjörug umræða hérna um þetta mál.
Ég á aðeins við að klúbburinn ætti að semja fyrir hönd allra félagsmanna um ákveðið gjald í göngin.
Og við sem erum á þessum bílum yfir 6 m munum þá hagnast í þessu tilviki. Klúbburinn er með afslætti á mörgum stöðum og hefur það komið félagsmönnum vel.
Síðan veit ég ekki betur en minni pickup bílar séu líka í 13% tolli eins og F250 bíllinn sem ég er á.
Mér finnst frekar ódýr rök eins og hjá sumum hér á undan að segja að við sem "höfum efni á" að vera á þessum stóru bílum getum bara borgað hærra verð í göngin eins og atvinnutæki t.d "alvöru" vörubílar.
4×4 er klúbbur fyrir alla félagsmenn óháð stærð ökutækis svo lengi sem við borgum félagsgjöldin.Skúli ég bíð mig fram til að setjast og kanna samningsgrundvöllinn hjá Speli fyrir einhverskonar afslættarformi fyrir félagsmenn ef klúbburinn hefur áhuga.
Kveðja
Pétur
R 3384
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.