FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Spjall
Ferðaklúbburinn 4x4 - aðgangur að eldra spjalli Valmynd   ≡ ╳
  • Spjall

Fyrsta fjallaferðin og eyðsla á 4Runner

by Elvar Eyberg Halldorsson - R4598

Forsíða › Forums › Spjallið › Ferðir › Fyrsta fjallaferðin og eyðsla á 4Runner

This topic contains 9 replies, has 6 voices, and was last updated by Profile photo of Ragnar Rafn Eðvaldsson Ragnar Rafn Eðvaldsson 6 years, 4 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 20.11.2016 at 19:18 #941061
    Profile photo of Elvar Eyberg Halldorsson - R4598
    Elvar Eyberg Halldorsson – R4598
    Participant

    Fór í fyrstu fjallaferðina um helgina um Kaldadal á 4Runner sem ég eignaðist snemma á þessu ári og er hann með þessari frægu V6 en það kom mér á óvart hvað hann eyddi um 85 til 90L á þessari ferð sem er 220km sirka og vorum við 16 tima á ferðin frá heima og heim.

    Þungt færi allan timan og var ég mikið fremstur til að riðja og þjappa spor fyrir hina.

    Hvað fyndt ykkur um þessa eiðslu miða við tima og km?

     

  • Creator
    Topic
Viewing 9 replies - 1 through 9 (of 9 total)
  • Author
    Replies
  • 20.11.2016 at 21:47 #941062
    Profile photo of Sigurður Bjartmar Sigurjónsson R2060
    Sigurður Bjartmar Sigurjónsson R2060
    Keymaster
    • Umræður: 244
    • Svör: 1204

    Þessi þráður minnir mann á þræði sem settir voru hér inn fyrir þó nokkrum árum. Þá voru jöfnum höndum settar inn myndir frá ferðum félagsmanna. Spjallþræðir stofnaðir og menn kepptust við að svara þeim.

    Þetta er frábært hjá þér Elvar og sannar að það eru staðlausir stafir að telja mönnum trú um að við verðum að gefast upp fyrir FaceBook og færa okkur þangað yfir með spjallið og myndir.

    Tökum okkur nú á eins og hér er gert og virkjum vefsíðuna okkar!!!

    Þegar ég var í vefnefnd eyddi ég miklum tíma í vinnu við að setja inn og tengja gömul videomyndbönd úr sögu klúbbsins. Einnig voru menn sem áttu gömul bönd að setja þau þar inn. Ég var að leita að þessum gersemum úr sögu klúbbsins en fann ekki. Þau virðast öll horfin. Vita þeir sem hafa umsjón með vefsíðunni nú hvað hefur orðið um myndböndin?

    Kv. SBS.





    20.11.2016 at 22:21 #941063
    Profile photo of Elvar Eyberg Halldorsson - R4598
    Elvar Eyberg Halldorsson – R4598
    Participant
    • Umræður: 14
    • Svör: 66

    Já takk fyrir það.

    En það sem háir þessum vef er að þetta er alltof þúngt spjall og það sem ætti að gera er að setja upp nýtt spjal sem virkar og er notað af mörgum eins og http://www.jeppaspjall.is/ og http://spjall.vaktin.is/

     

    En og aftur takk fyrir að gefa þér tíma að skoða þetta hjá mér :)





    20.11.2016 at 22:45 #941064
    Profile photo of Bjarki Logason
    Bjarki Logason
    Participant
    • Umræður: 90
    • Svör: 775

    Sælir

    Þetta hefur verið flottur túr hjá ykkur. Með eyðsluna þá er það nú bara þannig að þessar toy sexur sem eru í þessum bílum eru jafn misjafnar eins og þær eru margar, þú greinilega heppinn.

    Kv Bjarki





    20.11.2016 at 22:53 #941065
    Profile photo of Sigurður Bjartmar Sigurjónsson R2060
    Sigurður Bjartmar Sigurjónsson R2060
    Keymaster
    • Umræður: 244
    • Svör: 1204

    Þegar þú segir þungt. Ertu þá að tala um seinvirkt? Ef það er, þá er verið að vinna í þeim málum veit ég en tekur óratíma. Þetta er ágætt spjall en þarf að laga til. Menn verða að sætta sig við að ekki eru öll spjöll eins. Ég verð hinsvegar að viðurkenna að ég veit ekkert hvernig Jeppaspjallið virkar.

    Kv. SBS.





    20.11.2016 at 23:19 #941066
    Profile photo of Elvar Eyberg Halldorsson - R4598
    Elvar Eyberg Halldorsson – R4598
    Participant
    • Umræður: 14
    • Svör: 66

    Sæll eigum við ekki að halda okkur við það sem upphafs póstur fjallar um?

     





    20.11.2016 at 23:25 #941067
    Profile photo of Sigurður Bjartmar Sigurjónsson R2060
    Sigurður Bjartmar Sigurjónsson R2060
    Keymaster
    • Umræður: 244
    • Svör: 1204
    • Jú það er rétt. Ég var að leiða umræðuna annað.




    21.11.2016 at 10:07 #941070
    Profile photo of Guðmundur Á. Ólafsson
    Guðmundur Á. Ólafsson
    Participant
    • Umræður: 3
    • Svör: 58

    Hefur verið flott ferð hjá ykkur og gaman að sjá svona video. Þekki þessa vél lítið en þetta er alveg ásættanleg eyðsla.





    21.11.2016 at 11:39 #941073
    Profile photo of Ragnar Freyr Magnusson
    Ragnar Freyr Magnusson
    Participant
    • Umræður: 4
    • Svör: 17

    Flott vídeó frá þér Elvar eins og alltaf. Pant fá að koma með næst! 😉
    Mér sýnist nýji kagginn vera virka helvíti vel bara og eyðslan flott miðað við tímann sem þið voruð á ferð





    23.11.2016 at 09:32 #941090
    Profile photo of Ragnar Rafn Eðvaldsson
    Ragnar Rafn Eðvaldsson
    Participant
    • Umræður: 3
    • Svör: 30

    Alltaf gaman að sjá myndbönd og myndir af jeppum á fjöllum.

    Myndi halda að þetta væri mjög skapleg eyðsla fyrir 16 tíma rúnt.





  • Author
    Replies
Viewing 9 replies - 1 through 9 (of 9 total)

The forum ‘Ferðir’ is closed to new topics and replies.