FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Spjall
Ferðaklúbburinn 4x4 - aðgangur að eldra spjalli Valmynd   ≡ ╳
  • Spjall

Fyritækjaheimsókn til Arctic Trucks 17.janúar

by Logi Ragnarsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Fréttir og tilkynningar › Fyritækjaheimsókn til Arctic Trucks 17.janúar

This topic contains 2 replies, has 3 voices, and was last updated by Profile photo of Jón G. Guðmundsson Jón G. Guðmundsson 9 years, 4 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 16.01.2014 at 14:53 #444243
    Profile photo of Logi Ragnarsson
    Logi Ragnarsson
    Participant

    Minni á að AT hafa boðið félagsmönnum Ferðaklúbbsins 4×4 í heimsókn til sín á Klettháls 3 föstudaginn 17. janúar frá kl. 19:00 – 21:00.

    Emil, Steinar og fleiri starfsmenn félagsins verða á staðnum og segja frá því í stórum dráttum hvað drifið hefur á daga félagsins að undanförnu og hvað sé framundan. Fáum þá svo á almennan félagsfund fljótlega þar sem betri grein verður gerð fyrir þessu í máli og myndum.

    Ýmis góð tilboð í gangi sem og veitingar í föstu og fljótandi formi :-/

    Nú er um að gera að mæta og skoða hvað í boði er hjá þessu ágæta fyrirtæki sem við kunnum bestu þakkir fyrir að taka á móti okkur.

    Klukkan 21:00 kemur rúta og skutlar okkur niður á Höfða þar sem við getum haldið áfram gleðinni (bjór seldur á hóflegu verði) og rifist á góðlátlegum nótum um það hvað séu nú bestu bílarnir, bestu dekkin, bestu bílstjórarnir, bestu GPS tækin og svo framvegis.

    Semsagt 19:00 hjá AT að Kletthálsi 3 föstudaginn 17. janúar.

    Skemmtinefnd F4x4.

  • Creator
    Topic
Viewing 2 replies - 1 through 2 (of 2 total)
  • Author
    Replies
  • 18.01.2014 at 15:26 #444333
    Profile photo of Rúnar Sigurjónsson
    Rúnar Sigurjónsson
    Participant
    • Umræður: 31
    • Svör: 3028

    Takk AT, fyrir frábært kvöld.





    18.01.2014 at 15:53 #444334
    Profile photo of Jón G. Guðmundsson
    Jón G. Guðmundsson
    Participant
    • Umræður: 70
    • Svör: 705

    Já, þetta var ágætt kvöld, munum svo allir eftir febrúarfundinum, þá verða þeir kannski búnir að sortera út enn flottari myndir.





  • Author
    Replies
Viewing 2 replies - 1 through 2 (of 2 total)

The forum ‘Fréttir og tilkynningar’ is closed to new topics and replies.