FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Spjall
Ferðaklúbburinn 4x4 - aðgangur að eldra spjalli Valmynd   ≡ ╳
  • Spjall

Fréttir úr nýliðaferð 9-10 jan

by Friðrik S. Halldórsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Ferðir › Fréttir úr nýliðaferð 9-10 jan

This topic contains 9 replies, has 3 voices, and was last updated by Profile photo of Ragnar Freyr Magnusson Ragnar Freyr Magnusson 7 years, 4 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 09.01.2016 at 11:23 #935754
    Profile photo of Friðrik S. Halldórsson
    Friðrik S. Halldórsson
    Keymaster

    Var að heyra í hópstjóra.  Alls 20 bílar í ferðinni og voru þeir komnir rétt fyrir ofan Gullfoss. Fallegt veður, bjart yfir en frekar kalt.  Glæra gler á malbikinu fyrir ofan Gullfoss og þarfi að keyra varlega.

    kv

    Friðrik

  • Creator
    Topic
Viewing 9 replies - 1 through 9 (of 9 total)
  • Author
    Replies
  • 09.01.2016 at 11:44 #935755
    Profile photo of Jón Emil Þorsteinsson R-3128
    Jón Emil Þorsteinsson R-3128
    Keymaster
    • Umræður: 7
    • Svör: 44

    Góðann daginn gott fólk, fréttaritari nýliðaferðarinnar hér.

    Hafliði haf’i samband við mig rétt í þessu og hópurinn er kominn yfir Bláfellshálsinn og inná Kjöl. Það er búið að vera ísing a veginum sem heffur hægt aðeins á en allir í góðum gír eins og Hafliði orðaði og menn og konur farin að leika sér aðeins í snjónum.
    Engin afföll hafa orðið og að því ég best veit engar bilanir.

    Næstu fréttir verða seinni part dags.

    Fréttaritari kveður að sinni :)





    09.01.2016 at 15:09 #935757
    Profile photo of Friðrik S. Halldórsson
    Friðrik S. Halldórsson
    Keymaster
    • Umræður: 17
    • Svör: 129

    Var að heyra frá Guðmundi Sig.  Þeir voru síðustu menn og voru í kakó í Kerlingarfjöllum. Það hefur gengið nokkuð vel en samt urðu þeir að skilja einn Hilux eftir með brotna fjöður rétt við afleggjarann inn í Keringarfjöll.  Þeir höfðu hugasa sér að taka hann með í bakaleiðinni.  Mikið gaman og frábært ferðaveður.

    kv

    Friðrik





    09.01.2016 at 15:23 #935758
    Profile photo of Friðrik S. Halldórsson
    Friðrik S. Halldórsson
    Keymaster
    • Umræður: 17
    • Svör: 129

    Var að heyra í Loga Ragnars.  Fyrstu bíla ( alls 5 bílar á 44″ og stærri dekkjum) komnir inn í Setur og gekk ferðin þangað vel.  Einhverjir ætla til baka og fylgjast með þeim sem á eftir eru.

    Færið þyngdist á sléttunni við Loðmund. Þeir mættu hóp Húnvetninga sem voru í Setrinu föstudagskvöldið.

    kv

    Friðrik





    09.01.2016 at 16:48 #935760
    Profile photo of Friðrik S. Halldórsson
    Friðrik S. Halldórsson
    Keymaster
    • Umræður: 17
    • Svör: 129

    Síðustu bílar eru að koma inn í Setur. Allt gengið vel.  Þeir eru í vandræðum með að koma vatni á í Setrinu og er verið að vinna í því auk þess sem verið er að útbeina læri og undirbúa grillun.

    Kv Friðrik





    10.01.2016 at 11:12 #935765
    Profile photo of Friðrik S. Halldórsson
    Friðrik S. Halldórsson
    Keymaster
    • Umræður: 17
    • Svör: 129

    Hópurinn var að leggja af stað úr Setrinu nú í þessu.  Flestir fara í austurátt og stefna á Sóleyjarhöfðavað og inn á Kvíslarveituveg.  3 bílar undir stjórn Hafliða fara noður fyrir Kerlingarfjöll og inn á Kjalveg til að taka bílinn sem var skilinn eftir í gær og koma til byggða.

    Flott ferðaveður, kalt en bjart.

    kv Friðrik





    10.01.2016 at 12:56 #935767
    Profile photo of Friðrik S. Halldórsson
    Friðrik S. Halldórsson
    Keymaster
    • Umræður: 17
    • Svör: 129

    Hópurinn sem fór Sóleyjarhöfðavaðið var að koma upp á Kvíslarveituveg.  Gekk vel, ekki mikill snjór á svæðinu.

    Veit ekki stöðuna hjá Hafliða og co.

    kv Friðrik





    10.01.2016 at 15:16 #935768
    Profile photo of Friðrik S. Halldórsson
    Friðrik S. Halldórsson
    Keymaster
    • Umræður: 17
    • Svör: 129

    Hafliði er að koma niður Bláfellshásinn í þessu. Búið að koma timburfjöðurum undir Hilux og virðist það ganga nokkuð vel að hafa svoleiðis búnað.

    Sóleyjarhöfðahópurinn er í Hrauneyjum og verður ferðinni slitið þar.

    kv. Friðrik





    10.01.2016 at 17:30 #935769
    Profile photo of Jón Emil Þorsteinsson R-3128
    Jón Emil Þorsteinsson R-3128
    Keymaster
    • Umræður: 7
    • Svör: 44

    Hafliði og co eru á Laugarvatni og er Hiluxinn með timburfjaðrirnar þar með kominn á malbik og gengur bara vel.

    Ferðinni hefur verið formlega slitið og tókst með ágætum vel og fólk og bílar ánægt með ferðina.

    Verða sýndar örfáar myndir á félagsfundinum á morgun en svo verður myndakvöld á opnu húsi á miðvikudaginn þar sem myndir úr ferðinni verða sýndar.

    Kv. Jón Emil





    11.01.2016 at 09:15 #935801
    Profile photo of Ragnar Freyr Magnusson
    Ragnar Freyr Magnusson
    Participant
    • Umræður: 4
    • Svör: 17

    Ég hef alltaf svakalega gaman af svona þráðum! Hefur greinilega verið virkilega vel heppnuð ferð og ég hendi hrósi á litlunefndina fyrir skipulagninguna. Synd að hafa ekki komist með





  • Author
    Replies
Viewing 9 replies - 1 through 9 (of 9 total)

The forum ‘Ferðir’ is closed to new topics and replies.