Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
12.04.2007 at 23:18 #587972
Ég pantaði mér svona [url=http://www.mukluks.com/:z1k257ki][b:z1k257ki]Mukluks[/b:z1k257ki][/url:z1k257ki] þegar ég vann á Grænlandi. Varð aldrei kalt þó væri ’40°c.
08.04.2007 at 10:31 #587472Kannski ekki hjálplegt en…
[url=http://video.thedieselgarage.com/mostdiscussed/0/4ccbb1b0-8a30-4893-82a7-128be2d0faa8.htm:3bu0kttb][b:3bu0kttb]Tug of war[/b:3bu0kttb][/url:3bu0kttb]
06.04.2007 at 17:38 #587350Já það munaði nærri engu að maður yrði LandRover dellu maður.. en svo settist ég niður og hugsaði málið og hugmyndin leið hjá..
03.04.2007 at 19:26 #586914Hehe.. mér þætti gaman að sjá 6.5 ofan í Hilux : )
03.04.2007 at 19:24 #587154Að það er laust fosfatið í hringlaranum! Verður að herða það…
Nei grínlaust þá veðja ég á eins og við ræddum í símann áðan að bensíndælan sé að gefa sig. Athuga fyrst síuna og ef hún er ekki mjög óhrein þá láta mæla bensínþrýsting til að fá staðfest að bensíndælan sé orðinn óþétt.
.
Þú sendir mér svo bara bjórkassann heim þegar þú ert búinn að komast að því að ég hafði rétt fyrir mér : )En endilega fleiri koma með tillögur.
28.03.2007 at 17:49 #586390Svona til upplýsinga þá gæti verið gott að vita þetta.
"Many sources, such as beginning astronomy textbooks, yearbooks, and atlases, give the distance to the moon as 384,400 kilometers (km)"
26.03.2007 at 12:58 #586156mæli með að þú fáir loftnet há einhverjum til að prófa. Þetta er ekki eðlilegt 182c er yfirleitt mjög fljótur að koma inn, ætti ekki að taka meira en 1-2 mínútur.
Bara svona til öryggis þá varstu með bílinn úti undir beru lofti var það ekki?
23.03.2007 at 16:25 #585728Þetta er fáránleg sóun á almannafé að saksækja fólk á svona veikum grundvelli. Kostanður vegna saksóknar og málsvarnar sem leggst á ríkissjóð er tæp 1.4 millj sem er vegna ofsóknarbrjálæðis þessa umhverfisnasista.
Nú er von að sýslumenn fari að hugsa sig um þegar svona grundvallarlausar kærur berast inn á borð til þeirra. Nú er fordæmi fyrir því að fyrir hæstarétti hefur þetta mál verið tekið fyrir og aðili sýknaður að keyra á slóða sem hefur verið til í áraraðir.
Ég hvet menn til að lesa dóminn. Þetta er áhugaverð lesning.
22.03.2007 at 19:45 #585720Það er það sem var dæmt í héraðsdómi en hann áfrýjaði og var alfarið sýknaður og málsvarnarlaun og saksókn var dæmd á ríkissjóð.
Gott mál þessi dómur og hefur fordæmisgildi svo við verðum ekki kærð að ástæðulausu fyrir að aka á merktum slóðum í fullum rétti.
18.03.2007 at 10:17 #584850Vil bara taka fram að ég meina að mælt sé í felgu að þá sé reynt að hafa bilið jafnt eftir því sem dekkin eru stærri! En ég veit ekki hvernig það á að vera sniðugt því eftir því sem dækkin eru stærri hlýtur viðnámið að vera meira og meira átak að leitast við að gera dekkin útskeif í akstri.
Ég fann eftirfarandi viðmið á einhverri erlendri 4×4 síðu þar sem miðað er við að mæla í miðju banans á dekkinu og hafa bilið meira eftir því sem dekk er stærra, (lógískt).
"The front should be 1/16" less than the rear for tires up to 36" and 1/8" less in front for tires over 38". "
1/16" = 1,6mm
1/8" = 3,2mm[url=http://www.jantz4x4.com/alignment.php:ucg0duja][b:ucg0duja]Front end aligment[/b:ucg0duja][/url:ucg0duja]
17.03.2007 at 20:16 #584846Nú veit ég ekkert um þessar japanabifreiðar en var ekki reglan um 2-3mm á óbreyttum og því stærri sem deikkin voru því minni munur þannig að eftir 38" þá er bilið jafnt?
16.03.2007 at 23:41 #584822"Kemur það ekki fram á mælingu?"
Fara hvarfakútar nokkuð að virka fyrr en þeir ná fullum vinnsluhita hvort sem er? Svo líklega er erfitt að sjá á mælingu hvort hann virkar eða ekki, á bensín eða díselbíl.
11.03.2007 at 19:50 #584206[url=http://www.blueskynetwork.com/SendMessage/SendMessage.php:2d26icc8][b:2d26icc8]Hér[/b:2d26icc8][/url:2d26icc8] er hægt að senda ókeypis SMS í Iridium síma!
11.03.2007 at 19:42 #584204Hér heima notar t.d. LHG Iridium síma. Einnig hef ég notað hér heima Iridium síma í einkaeigu auk þess að nota þá mjög mikið á Grænlandi.
Ég hef notað [url=http://www.iridium.com/product/iri_product-detail.asp?productid=507:1s5go9q0][b:1s5go9q0]Motorola 9505 [/b:1s5go9q0][/url:1s5go9q0] og 9505A með góðum árangri, þeir virka mjög vel. Það getur þó komið fyrir að maður lendi á skuggasvæði smástund en ef maður bíður bara 10-30 mín þá kemur samband aftur og þetta er sjaldgæft.
Mig minnir að 9505 kosti ca 150 þús hjá Símanum.
Mánaðaráskriftin er svolítið há fyrir einstakling en það gæti verið sniðugt fyrir nokkra að kaupa saman svona síma og deila kostnaðinum og þá er þetta lítill peningur.
Síðan er þetta náttúrulega hnattrænt símkerfi og maður er ekkert háður því að hafa áskrift hjá Símanum! Það er t.d. hægt að kaupa fyrirframgreidd símkort erlendis og nota en það eina sem ég hef fundið er samt ansi dýrt og gallin við þessi fyrirfram greiddu kort er að þau renna úr gildi eftir ákveðinn tíma hvort sem þau eru notuð eða ekki.
Ef einhver gæti fundið hagkvæman kost í fyrirframgreiddum (prepaid) símakortum þá væri áhugavert að heyra um það hér.
[url=http://www.wcclp.com/Iridium_Visitors/:1s5go9q0][b:1s5go9q0]Hér[/b:1s5go9q0][/url:1s5go9q0] er t.d. linkur á síðu sem býður fyrirframgreidd (Frelsi) kort.
10.03.2007 at 22:07 #583950Smá halli á þessari togstöng : ) Ætli hann kippi í stýrið aðeins í holum..
23.02.2007 at 20:20 #581982Ég fékk mér um daginn flúrljós í Húsasmiðjunni, stk kostaði minnir mig 2900kr. Og þegar ég spurði hvort peran og startari fylgdu þá saegir sölumaðurinn að það sé elektrónískur startari, þarf ekkert lengur startarann sem þurfti alltaf að skifta út!
Ég mæli eindregið með svoleiðis, ljósið kviknar strax eins og kveikt sé á venjulegri ljósaperu.
En ég veit reyndar ekki hvort verðið er hagstæðast í HS, athugaði ekki.
21.02.2007 at 10:48 #581632Hversvegna að skifta um öll glóðarkertin ef eitt er farið? Eru það einhver ný vísindi eða er það orðið nauðsynlegt á þessum nýmóðins bílum!
Er reyndar ekki einhver gömul týpa af Benz dísel vél í þessum Musso tækjum.
Ég myndi nú bara skifta um það sem bilað er ef það er bara bilað eitt glóðarkerti. Glóðarkerti eru ekki eins og kveikikerti sem slitna með notkun heldur bila þau bara tilfallandi (random).
En ég er enginn sérfræðingur í Musso svo endilega hlusta á ráðleggingar fleiri og nota svo það sem þér finnst skynsamlegast.
08.02.2007 at 13:10 #579720Dutch Spyker.
Merkilegt afrek sem þessir gaurar afrekuðu á þessum tíma. Prins Borghese var 61 dag á leiðinni um Kína, Mongólíu, Siberu og Rússland til París. Hann ók Itala bíl.
Spyker bíllin var 20 dögum lengur á leiðinni.
Franska dagblaðið Le Matin efndi til keppninnar.
08.02.2007 at 01:00 #579692minnir um 1930 og var þetta ekki Ford A eða eitthvað álíka farartæki.
05.02.2007 at 22:01 #579202Kæliviftu kassi þarna vinstra megin á grindinni lofar ekki góðu hér í slabbinu.
Skulum vona að þetta sé bara eitthvað bráðbirgða notað við pófanir.
-
AuthorReplies