Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
19.07.2011 at 10:55 #733889
„Mikið af lokunum vegagerðarinnar eiga ekkert skylt með færð vega. Heldur eru lokanirnar vegna fuglafriðunar.“
Þetta er dáltið merkilegt. „Mikið“. Hversu mikið? Hvar? Hvenær? Við hvað áttu? Hver er forstöðumaður fuglafriðunardeildar Vegagerðarinnar? Hvar er hún til húsa?
???
22.06.2011 at 00:26 #732303http://www.vegagerdin.is/media/umferd-o … alendi.pdf
Þetta kort er það sem gildir. Skv. því er opið í Kellíngarfjöll.
19.06.2011 at 07:28 #73211508.06.2011 at 11:03 #731561Er ekki auglýsingasíðan einhversstaðar annarsstaðar?
06.06.2011 at 23:32 #664856„væntanlega værum við enn á hestvögnum ef allir hugsuðu svona..“ Tæplega.
Þeir sem fóru af hestvögnunum sýndu framfarirnar á óyggjandi hátt. Og það er ekki eins og þetta hafi ekki verið prófað. Og enn á eftir, mér vitanlega, að sýna fram á ágæti þessa búnaðar með prófunum sem standast vísindalega gagnrýni. Og ekki má gleyma því að vísindaleg prófun felst ekki í því að sanna að kenning sér rétt heldur að reyna að afsanna hana. Takist það ekki benda líkur til að hún sé rétt. Með hinni aðferðinni, að reyna að sanna kenningu, er hægt að sanna hvað sem manni sýnist. Þannig er auðvelt að sýna fram á að jólasveinar séu til. Og að kötturinn hafi sjö skott. Og að pillur sem settar eru í bensíntank minnki eyðslu og auki vinnslu. Meira að segja er til könnun sem sýnir fram á veruleg tölfræðileg tengsl fjölda vatnssalerna í hverju þjóðfélagi og nýgengis lungnakrabbameins. Jamm. Og það held ég.
03.06.2011 at 09:05 #664834Til að mælingar á svona dóti séu raunhæfar, og um þetta eru allir þeir sem annast vísindalegar rannsóknir sammála, verður að mæla við algerlega sambærilegar aðstæður. Í því felst, ef tækjunum er að einhverju leyti handstýrt, að tryggt sé að hegðun ökumanns, eða prófanda sé hin sama. Eina leiðin til þess er að tryggt sé að hann viti ekki hvort búnaðurinn er tengdur eða ekki við upphaf tilraunar, svokallað „blind test“ á útlensku. Jafnvel er gengið svo langt að sá sem leggur tilraunina fyrir veit það ekki heldur; „double blind test“. Það liggur nefnilega ljóst fyrir, og hefur ekkert með greind eða heiðarleika að gera, að menn fá gjarnan þá niðurstöðu sem prófandinn vill ef ekki er rétt að prófi staðið. Maður sem keypt hefur rándýran búnað fær út að búnaðurinn virki, hvort sem hann virkar eða ekki, enginn vill láta það um sig spyrjast að hafa látið plata sig. Þeir sem fara í rándýra einkaskóla ná miklu betri árangri að eigin mati hvort sem það passar eða ekki. Sá sem kaupir rándýrt lyf fær bata, jafnvel þótt lyfið sé sykurpillur. Þess vegna verður að beita ákveðinni aðferðafræði til allra prófana svo þær séu marktækar.
Hvað snertir tilraunina hér að framan með sama hringinn, og vafalaust hefur hún verið gerð af hreinskilni og góðum vilja, er ákveðið atriði í lýsingunni sem getur auðveldlega skýrt mismuninn.
„Strax við fyrstu prufu fannst töluverður munur á því hvernig bíllinn hagar sér í uppkeyrslu þegar Cruise Control var notað. Áður ef þú lést bílinn keyra sig upp úr c.a. 50 km upp í 95km þá setti hann bara allt í botn og skipti sér á 6000sn.
Eftir ísettningu þá gerir hann þetta bara eins og maður myndi gera þetta sjálfur allt í rólegheitunum, skiptingar mýkri og allt þægilegra, þessi munur gæti verið að einhverju leiti tölvunni að þakka.“
Þessi nýja tölva breytir hegðun skiptingarinnar og losar skriðstillinn við stórar og harkalegar inngjafir. Sem sagt hann fer að aka vistakstur. Ætli hundurinn liggi ekki grafinn þarna?
30.05.2011 at 19:01 #731067Loksins kom spurning sem hægt var að svara án þess að 329 svör væru jafngild og rétt. En svarið veit ég þó ekki nema að einn bíllinn var fólksvagn frá 1963 eða svo og hét Herbert og lék sjálfur aðalhlutverkið í myndinni Ástarbjallan og svo nokkrum framhaldsmyndum, t.d. Herbert ríður aftur.
29.05.2011 at 22:10 #731035Þessi mynd er tvímælalaust tekin á Íslandi, vegna þess að ljósmyndarinn fann hjá sér óstöðvandi þrá til þess og þarna hefur greinilega bifreið verið ekið í átt frá stað þeim sem myndarinn var á staddur þegar þrýst var á hnappinn myndavélarinnar.
Fæ ég ekki verðlaun?
(Og ekki reyna að halda því fram að þetta sé ekki hárrétt hjá mér. Þetta eru laukrétt svör við spurningunum þremur þótt hugsanlega geti svosem fleiri komið til greina. En forsendurnar sem fram koma hjá málshefjanda gefa ekki tilefni til meiri nákvæmni. Hann hefði svosem getað spurt: Hvað heitir þessi staður? Hvaða sögulegi atburður, sem rataði í fjölmiðla, gerðist hér? En það gerði hann ekki. Þessvegna vann ég verðlaunin! Jibbí!)
26.05.2011 at 22:35 #730813Í fræðunum er þetta talið stafa af of litlum þrýstingi í dekkunum. Gæti það verið?
26.05.2011 at 17:24 #664814„Svo að lokum vill ég biðja þá sem fullirða að þetta virki ekki að stein h…. kj…i því þið hafið í raun ekki hugmynd hvað þið eruð að tala um :)“
Andskoti eru margir sem þurfa að steinhalda kjafti sbr. þessa síðu:
http://www.popularmechanics.com/automot … 10717.html
En úr því þetta virkar svona ofboðslega vel væri þá ekki ráð að fá einhvern óháðan aðila, sem kann á málband og tommustokk, til að taka þetta út. Þar mætti nefna rannsóknarstofnanir háskólanna og sömuleiðis er mér kunnugt um að Borgarholtsskóli á dyno bekk sem hægt væri að nota í svona rannsókn. Em þangað til slík rannsókn hefur verið gerð og niðurstöður hennar birtar opinberlega ættu fleiri að steinhalda kjafti en þeir sem efast.
25.05.2011 at 17:01 #730707Allt sem talið hefur verið upp passar við forsendurnar. Allt, nema kannski peran. Þú verður að vera nákvæmari. Eða orða spurninguna öðruvísi.
24.05.2011 at 18:48 #730655Teppi? Teppi er sérstök grind til að varna nagdýrum inngöngu í bifreiðar, sérstaklega af Jepp gerð, en það er þekkt vandamál að slíkar skepnur fara milli þilja og upp með eldsneytis visator inn í bifreiðina og valda sálarhvölum hjá fólki sem er veilt fyrir. Þurfa slík teppi að vera skrjáfþurr, og er gjarnan miðað við innan við 5% raka í leiðbeiningum framleiðenda, enda eiga nagdýrin erfitt með að beita svokallaðri dens argumentalis (rifrildistönn) við slíkan þurrk. Má af þessu sjá hver nauðsyn ber til að halda teppum þurrum. Í neyð, ef blotnar til dæmis við akstur, má bjarga sér með því að setja hagtölur mánaðarins eða hátíðarræður Castros meðfram teppunum, en slík vara er, sem kunnugt er, afar þurr og getur komið í veg fyrir alvarlegt tjón.
24.05.2011 at 16:18 #730699Blöndungur, handvirkur rúðuhalari, hitalaus sæti, venjulegar hurðalæsingar, venjulegt mismunadrif, túrbína með föstum skurði, hedd úr járni, kambás með undirlyftum…. Mætti ekki halda áfram um stund og allt passaði við forsendurnar?
23.05.2011 at 17:28 #730619Ég held að þetta séu skagfirskir bassasöngvarar.
20.05.2011 at 14:40 #730511Séu dekkin ekki hringlaga breytir ballansering litlu um titring. Hlöðver vinur minn sem rak sólningu í Njarðvík sagði: Ég gæti ballanserað ferköntuð dekk þannig að þau væru í fullkomnu jafnvægi. En væri hægt að keyra á þeim?
Eru felgurnar réttar? Nöfin bein?
18.05.2011 at 16:45 #730421„Það er vegna þess að hunda eigendur hafa meiri umberalindi en aðrir , þar sem þeir eiga undir hökk að sækja“
Þetta er afar umdeilanlegt og þarf ekki annað en fylgjast með umræðum og anda hjá veiðihundaeigendum, til dæmis á Hlaðvefnum. Ef einhver nennti að skoða það sem menn láta út úr sér þar sjálfum sér til ævarandi skammar sæist að það er afar vafasöm fullyrðing að „hunda eigendur hafa meiri umberalindi en aðrir…“ Hinu skal ég ekki neita að Magnús er ugglaust umburðarlyndur og er það vel.
17.05.2011 at 14:32 #730411Mér finnst ég bera kennsl á grasið neðarlega til hægri á myndinni. Þetta eru einmitt stráin sem vaxa upp úr hljóðmöninni austan við hverfið sem kallast milli lífs og dauða. Þá eru njólastengurnartil vinstri líka gott kennileiti.
Svona mynd væri svo hægt að taka, án þess að vera „skamaður“ á hvaða túnbrekku sem væri, ef bóndinn væri mýktur hæfilega fyrst.
09.05.2011 at 17:56 #729829Hann datt þrisvar í það um síðustu helgi og varð þó ekki timbraður!
01.05.2011 at 14:41 #729361Alltaf er gaman að deila um keisarans skegg. Nú vill svo til að ég vann með og var samtíða hjá Vegagerðinni Skúla Guðmundssyni sem fæddist og ólst upp í Sænautaseli. Þar að auki var ég samtíða Halldóri Guðmundssyni sem ritaði ævisögu HKL. Frá þessum hef ég talsverðan fróðleik, og þó sérstaklega Skúla, og þeim ber saman um að trúlega hafi kannski nafnið á Veturhúsum haft áhrif á nafn Sumarhúsa. Hitt er engum blöðum um að fletta að Guðmundur í Sænautaseli, faðir Skúla, leið önn alla tíð fyrir skyldleikann við Bjart og gistingin í Seli, eins og henni er lýst í Dagleið á fjöllum, gengur lítt breytt aftur í Sjálfstæðu fólki. Og um þetta var Skúli, félagi minn, sannfærður alla tíð og ræddi í mín eyru, síðast í Sænautaseli árið 2000. Lá honum lengst af þungt orð til Halldórs.
Hitt er svo annað mál að Halldór Laxness neitaði alla tíð að staðfæra Sumarhús.
01.05.2011 at 12:46 #729355Halldór gisti reyndar aldrei við skriftir í Sænautaseli, heldur hírðist þar eina nótt við þröngan kost á ferðalagi árið 1926. Sumir telja hins vegar að Sænautasel sé fyrirmynd Halldórs að Sumarhúsum, en sé svo hefur hann fært verulega í stílinn.
-
AuthorReplies