Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
16.02.2004 at 03:20 #488734
Sæll!
Þakka hlý orð í minn garð. Bara vegna þess að ég var viss um að mig misminnti ekki um greinar Leós þá fór ég inn á síðuna hans og fann það sem ég leitaði að. Leiðin þangað er einhvernvegin þannig að þegar komið er inn á leoemm.com blasa við nokkrir tenglar. Þá er valinn sá sem heitir ?Gagnabankinn ,,Brotajárn"? . Þegar þangað er komið sjást 6 pakkar og þá er farið í þann sem heitir ?Brotajárn 6. hluti?. Og þegar þar er flett koma fljótlega í ljós tvær greinar um gangtruflanir í gömlum bronkó og vonandi svara þær einhverju um það sem plagar bílinn þinn.
Kveðja; Þ
16.02.2004 at 03:20 #494455Sæll!
Þakka hlý orð í minn garð. Bara vegna þess að ég var viss um að mig misminnti ekki um greinar Leós þá fór ég inn á síðuna hans og fann það sem ég leitaði að. Leiðin þangað er einhvernvegin þannig að þegar komið er inn á leoemm.com blasa við nokkrir tenglar. Þá er valinn sá sem heitir ?Gagnabankinn ,,Brotajárn"? . Þegar þangað er komið sjást 6 pakkar og þá er farið í þann sem heitir ?Brotajárn 6. hluti?. Og þegar þar er flett koma fljótlega í ljós tvær greinar um gangtruflanir í gömlum bronkó og vonandi svara þær einhverju um það sem plagar bílinn þinn.
Kveðja; Þ
15.02.2004 at 15:37 #488724Sæll!
Ekki ætla ég mér þá dul að halda því fram að ég sé sérfræðingur í bronco (þótt ég sé sérfræðingur í stafsetningu). En hluti af því að vita eitthvað er að vita hvar sækja skal upplýsingar. Og ef ég man rétt skrifaði Leó M. Jónsson í Höfnum fróðlegan pistil í Bílinn, sem hann gaf út svo árum skipti, um gangtruflanir í broncoII. Eftir að hann hætti útgáfu Bílsins hefur hann haldið úti vefsíðu http://www.leoemm.com og þar eru bæði gamlar greinar um tæknivandamál og svo býðst hann til að svara skynsamlegum spurningum um þau sem send séu pr. tölvupóst á póstfangið leo@leoemm.com. Nú er það tillaga mín að þú sendir honum bréf og lýsir vandkvæðum þínum og færð vonandi svar innan skamms.
Kveðja; Þ
15.02.2004 at 15:37 #494435Sæll!
Ekki ætla ég mér þá dul að halda því fram að ég sé sérfræðingur í bronco (þótt ég sé sérfræðingur í stafsetningu). En hluti af því að vita eitthvað er að vita hvar sækja skal upplýsingar. Og ef ég man rétt skrifaði Leó M. Jónsson í Höfnum fróðlegan pistil í Bílinn, sem hann gaf út svo árum skipti, um gangtruflanir í broncoII. Eftir að hann hætti útgáfu Bílsins hefur hann haldið úti vefsíðu http://www.leoemm.com og þar eru bæði gamlar greinar um tæknivandamál og svo býðst hann til að svara skynsamlegum spurningum um þau sem send séu pr. tölvupóst á póstfangið leo@leoemm.com. Nú er það tillaga mín að þú sendir honum bréf og lýsir vandkvæðum þínum og færð vonandi svar innan skamms.
Kveðja; Þ
12.02.2004 at 18:01 #487994Sælir/ar!
Áður en mjög hjartnæmt spjall um ágæti fordvélanna fer í gang ættu menn að kíkja á þetta spjalltorg http://forums.thedieselstop.com/ubbthre … Drivetrain. (þið afsakið vonandi en ég er betri í brúarsmíði en tölvum) Sennilega er hægt að fá 6l fordvélina ódýrt, en kannski væru menn þá að kaupa köttinn í sekknum eða hvers vegna ætli hafi þurft að kalla inn 65000 bíla með þessari vél til lagfæringa þar westra? Og samt kvarta eigendur linnulaust! (sjá spjalltorgið) Ég held nefnilega að 6,2l vélin frá GM sé afburða vél en auðvitað má eyðileggja allt með vanrækslu. Og hún er komin með reynslu en fordinn var settur alltof snemma á markað til að keppa við duramaxvélina og því með bullandi barnasjúkdóma sem kannski sést fyrir endann á núna en þá eru fordarar byrjaðir að þróa nýja vél, sem sé 6,4l powerstroke og kemur sennilega á markað 2007. Þeir ætla sem sé bara að nota 6l vélina í 4-5 ár! Ætli það bendi til þess að hún sé málið?
Þ
12.02.2004 at 18:01 #492978Sælir/ar!
Áður en mjög hjartnæmt spjall um ágæti fordvélanna fer í gang ættu menn að kíkja á þetta spjalltorg http://forums.thedieselstop.com/ubbthre … Drivetrain. (þið afsakið vonandi en ég er betri í brúarsmíði en tölvum) Sennilega er hægt að fá 6l fordvélina ódýrt, en kannski væru menn þá að kaupa köttinn í sekknum eða hvers vegna ætli hafi þurft að kalla inn 65000 bíla með þessari vél til lagfæringa þar westra? Og samt kvarta eigendur linnulaust! (sjá spjalltorgið) Ég held nefnilega að 6,2l vélin frá GM sé afburða vél en auðvitað má eyðileggja allt með vanrækslu. Og hún er komin með reynslu en fordinn var settur alltof snemma á markað til að keppa við duramaxvélina og því með bullandi barnasjúkdóma sem kannski sést fyrir endann á núna en þá eru fordarar byrjaðir að þróa nýja vél, sem sé 6,4l powerstroke og kemur sennilega á markað 2007. Þeir ætla sem sé bara að nota 6l vélina í 4-5 ár! Ætli það bendi til þess að hún sé málið?
Þ
06.02.2004 at 08:37 #487774Og hvar er vegurinn sem þessir herramenn fóru?
Þ
06.02.2004 at 08:37 #492552Og hvar er vegurinn sem þessir herramenn fóru?
Þ
26.01.2004 at 08:10 #485982Þetta gæti svosem verið á Lágheiði eða Oddsskarði ef ekki stæði Labrador yfir myndunum, en það mun vera pláss í útlöndum.
22.01.2004 at 18:54 #485494Sæll!
Liggur ekki ljóst fyrir að þessir millikassar eru bandarískir og sennilegast eru innviðir þeirra samskonar og eru í öðrum bandarískum kössum. Þannig fengirðu þá varahluti allsstaðar þar sem svoleiðis er selt í bandaríska bíla, bara ef þú veist nákvæmlega hverskonar gripur er undir bílnum og það hlýtur að standa á honum einhversstaðar undir skítnum. Og svo fæst þetta auðvitað fyrir westan´.
Kveðja Þ
14.01.2004 at 16:29 #484278Sæll!
Hentug leið til að telja hringina sem drifskaftið fer fyrir hvern hjólsnúning (og þar með sjá hlutfallið í drifinu) er að skríða undir bílinn með snærisspotta og límband, festa snærið með límbandinu, skríða undan aftur, tjakka bílinn upp og snúa hjólunum nákvæmlega einn hring og passa að þau snúist bæði jafnt. Síðan er skriðið undir bílinn aftur og skoðað hversu margir vafningar eru komnir upp á drifskaftið. Líka má lyfta öðru hjólinu og snúa því en þá verður að margfalda vafningafjöldann með tveimur til að fá hlutfallið, bílar spóla nefnilega helmingi hraðar á öðru hjólinu en báðum eins og þeir vita sem óku gömlum bremsulitlum dráttarvélum sem hertu á sér ef annað hjólið læstist. Þessvegna getur vel passað að ef drifskaftið í pistlinum hér að ofan snerist 2:1 að hlutfallið sé einhvers staðar í námunda við 4:1. En þetta er minna mál svona en að rífa drifið.
Góða skemmtun
Þ
13.01.2004 at 22:34 #484114Það sem er meginvandamálið við stutt drifskaft er ekki að dragliðurinn slái saman, enda auðvelt að hafa hann svo langan að slíkt komi ekki fyrir, heldur hitt að þá verður drifskaftið svo bratt að hjöruliðirnir þola ekki beygjuna og geta brotnað, og alltént fylgir slíku leiðindatitringur. Að sönnu má hafa tvöfaldan hjörulið að framan sem myndi bæta ástandið nokkuð en samt eru takmörk fyrir öllu. Sem sé; í svona stuttum bíl verður drifrásin að vera eins stutt og nokkur kostur er til að hann verði ekki hentugastur til hanastélsblöndunar. En það getur auðvitað verið hentugt líka.
Þ
04.01.2004 at 20:55 #483320Sæll!
Þáð er dálítið klippt, ekki mjög mikið og ekkert nema úr brettahliðunum og ögn nagað af stuðaranum, sem sé ekkert farið inn í boddíið sjálft enda er ekki langt frá framhjólsskálinni aftanverðri að dyrastafnum. Um kanta veit ég ekkert því bíllinn var, eins og fram kom áður, löngu breyttur áður en ég eignaðist hann. Í þínum sporum myndi ég tala við Bílabúð Benna sem breytti honum og reyna að narra upplýsingar út úr þeim. Hins vegar eru meira en tíu ár síðan þeir unnu að bílnum þannig að kannski muna þeir þetta ekki alveg. En láttu þá ekki hugfallast, einhversstaðar leynast þessar upplýsingar!
Kveðja; Þ
04.01.2004 at 17:00 #483310Á götunnum eru núna einhversstaðar 38" L200 bílar nýlegir, sá einn m.a. við Heklu (á Laugaveginum) ekki alls fyrir löngu. Ég á 36" breyttan ´93 árgerð. Sá var settur á 4" boddýhækkun og síðan skrúfað upp að framan. Nartar þó ögn í mikilli hægri beygju, enda rauður á lit. Þessum bíl var breytt á sínum tíma hjá Bílabúð Benna þegar Heklumenn voru orðnir hræddir um að hilux bílar hirtu allan markaðinn fyrir breytta hálfkassabíla. Þessvegna var talsvert borið í hann, lækkuð hlutföll, arb læsing að aftan, spil, loftdæla, kastarar, kantar, pallhús og rúðuskafa. Þegar ég keypti bílinn var búið að stela spilinu, loftdælunni og kösturunum en ég braut rúðusköfuna sjálfur. Á bílasölunni var verðið á breytingunni talið vera h.u.b. 1000000 kr. Og af því ég trúi alltaf á hið góða í mannssálinni greiddi ég það með bros á vör, jafnvel þótt spilið, kastarana og dæluna vantaði, svona með hæfilegum afföllum sem bílasalinn útskýrði fyrir mér, með hjálp fyrri eiganda, að ykjust ekkert þrátt fyrir skort á framansögðu. Enda kom í ljós, að þeirra sögn, að loftdæla, spil og kastarar gera ekkert nema þyngja bíla og eru því til bölvunar. Ég fæ því ekki fullþakkað þessum ágætu mönnum að láta mig ekki borga þeim meira úr því þeir losuðu mig við að taka þetta dót af bílnum sjálfur. Og síðan er ég bara ánægður með hann og þegar ég kemst í álnir mun ég eignast annan L200 og sá fer trúlega á 38" enda lofuðu þeir í Ástrallalíu að framlæsingar fengjust fyrir áramót.
Kneðja Þ
08.12.2003 at 12:40 #482224Sælir.
Einfaldasta leiðin til að stilla framhjólabil krefst engra mælitækja, eða þá afar einfaldra. Fyrst fær maður sér snærisspotta og hnýtir hann í dráttarkrókinn. (Það er óhætt að lesa lengra, ég er ekki orðinn mikið vitlausari en ég á að mér að vera.) Síða leggur maður spottann fram með bílnum öðru hvoru megin þannig að hann liggi á miðju afturdekkinu og síðan miðju framdekkinu. Þá segir maður við aðstoðarmanninn: ?Snúðu nú stýrinu þangað til fram og afturdekkin vísa nákvæmlega eins, spottinn snertir framdekkið bæði að framan og aftan á sama tíma.? Og af því hann er sérlega þjónustulipur tekst honum þetta fljótlega. Nú biðurðu hann að ganga aftur fyrir bílinn og gera eins hinum megin. Og þegar spottinn snertir hitt framhjólið sér maður hvernig það vísar. Ef spottinn snertir að framan fyrst er bilið sennilega of vítt og öfugt ef hann snertir fyrst að aftan. Nú er maður auðvitað búinn að lesa sér til hvað ?toe in? eða ?toe out? á að vera og fer í þar til gerðar stilliskrúfur og breytir eftir þörfum Þetta er svo endurtekið þar til allir eru ánægðir og aðstoðarmanninum gefur maður bjór nema maður sé kvæntur/giftur honum. Svoleiðis aðstoðarmenn á að kyssa vel og vandlega fyrir hjálpina.
Og góða skemmtun!
Þorvaldur
19.11.2003 at 09:28 #193194Sælir/ar!
Af því að jólin nálgast langar mig til að gefa frúnni ljósa/spilgrind á bílinn í jólagjöf. En af því að hún er sérlega hagsýn kona, og vill hafa hönd í bagga með heildarfjárútlátum heimilisins, fæ ég ekki fjárveitingu nema fyrir því hagkvæmasta sem á markaðnum er. Og því spyr ég ykkur: Hvar fæ ég slíkan grip á hagstæðustu verði framan á grjónabrennara?
Bráðum kemur snjór. Ég er viss um það…
Kv Þ
12.11.2003 at 17:08 #480340Og svo hefur heyrst að ballanseríng á dekkjum hafi mistekist og þar að auki gæti dekk verið ferkantað. Það er nefnilega hægt að ballansera allan fjandann hvernig sem hann er í laginu, bara ef þyngdin er jöfn allan hringinn. Sem sé; láttu athuga hvort dekkin eru kringlótt, vírslitin eða á annan hátt skökk.
Kveðja;
þ
07.11.2003 at 17:39 #479838Ég er sammála síðasta ræðumanni. 35"BFG AT dekk eru undir bílnum mínum, sem er L200, á sumrin, eða amk. síðasta sumar því ég keypti þau í vor. Áður en ég setti þau undir hoppaði bíllinn sérlega skemmtilega svo að hanastélshristarinn varð óþarfur á hraðabilinu 59-63 km pr. klst, og skipti þá ekki máli hvort 35" general eða 36" mödderar voru undir. Og eiginlega var ég rétt ófarinn með drifskaftið í jafnvægisstillingu þegar BFG barðarnir fóru undir. En þá brá svo við að bíllinn hefur hvergi haggast nema til að lúta vilja ökumannsins síðan og svo komið að frúin vill fullt eins aka fjallabílnum og fínu -co-rollunni sinni. Jaðrar við að maður verði að fela hann.
Kv; Þ
06.11.2003 at 21:38 #479822Sæll!
Prófaðu exhaust gas temperature gauge.
Ellegar þá udstödningsgastemperaturmaaler. Mæli þó frekar með því fyrra.
Þ
05.11.2003 at 17:58 #479738Þegar ég leitaði eftir þræðinum hér á undan kom ekkert og eftir langa mæðu fann ég að eitt orð hafði dottið niður hjá JÞJ. Þráðurinn er semsé svona: http://www.carpages.co.uk/mitsubishi/mi … _05_03.asp
Og svo allt í botn!
Þ
-
AuthorReplies