Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
23.12.2008 at 12:08 #608618
Eins og lýsingin er , þá eru lokurnar að smella yfir á tönnum .
Þetta hverfur ef slakað er á inngjöf annað slagið Td. í langkeyrslu .
Sama ef lokurnar eru settar í hlutlaust .
Super winch eru ekki góðar .
Hef lent í brasi með þær .
Finndu góðar orginal lokur , þrífðu þær vel og ef sér á tönnum , þá má henda þeim strax .
Orginal lokurnar eru mjög góðar , bara ekki nota þær í auto nema sem allra minnst og alls ekki í átökum .
Þannig að nú er bara að safna finna nokkrar orginal lokur og finna besta parið og setja saman og drífa sig á fjöll !
21.12.2008 at 16:06 #635078SÆLIR .
Þetta er reyndar ágæt umræða eins og fram hefur komið .
‘Argjaldið er fljótt að skila sér í formi afsláttar á vöru og þjónustu .
Minnst var á hér ofar að kortið nýttist ekki viðkomandi nógu vel sem afsláttarkort .
Mæli með að meðlimir kynni sér vel þá afslætti
sem veitast við að vera greiddur félagi í 4×4.
Allt hitt er svo eins og fram hefur komið, bara bónus .
‘Eg er meðlimur í 5 klúbbum og viðurkenni vel að það munar um þá upphæð sem þetta tekur til sín .
‘Eg borga 6000 kallinn í 4×4 glaður .
Gleðileg jól !
21.11.2008 at 21:06 #633154Sælir .
Það er nokkuð auðvelt að smíða svona úr nælon lista (bút) sem er Ca 12×15 mm . Bora göt f. rörin þvert í miðjann listann sem eru Ca 0,5 mm minni en rörin . Saga svo kubbinn langs í tvennt , þá er kominn fín klemma og bolta svo saman með 5mm boltum eftir þörfum .
11.11.2008 at 10:55 #632502Virkilega gaman að fá þessi frábæru comment á þessar gömlu góðu myndir .
Það var gaman að ryfja upp í leiðinni þessi gullaldarár þegar allt var að gerast í jeppsmennskunni. Dekkin stækkuðu , endalausar tilraunir og bras , aðal vandamálin voru framöxlarnir og svo driflæsingar við hæfi . Þá voru líka hestöfl í húddinu sem stundum var beytt full ákaftEkki má gleyma byltingunni í torfærunni sem varð í raun í einni keppni vorið 1989 þegar ‘Arni Kópsson á fyrri heimasætunni valtaði yfir alla aðra keppendur með þvílíkum yfirburðum að menn bara sérust í hringi.
Þetta var sú keppni sem breytti öllu dæminu .
‘Eg á engar ljósmyndir af þeim bíl í þeirri keppni .
Vonast til að einhver eigi myndir úr þessari keppni vorið 1989 á Akureyri til að senda mér .
Takk fyrir mig . Valli S.
03.11.2008 at 21:12 #632172Nei sko , það er móðgun af hæstu gráðu að troða Yanmar grútarbrennara bátavél í gamlan virðulegann Willys .
Ef þú getur fengið Td. Camaro vél lt-1 350 með innspýtitngu og endilega tölvuhlutina með ertu í góðum málum . Einnig Létt tjúnnuð 350 Chevy volgur knastás Td.280 Crane torker knastás , hækkuð þjappa, álmillihedd með Rochester eða Carter 625 blöndungog góðar pústflækjur . 350 skipting og 300 millikassi er hefðbundið setup í Willys og kostar ekki stóra peninga . Dana 44 undan Scout 74 eða yngri að framan með gormum og Ranco 9000 dempurum 10-12 cm hásingarfærslu fram .
Aftan ,Dana 44 eða 9 tomma undan Bronco 66- 77 og færa hásingu aftur ca. 10 Cm. Gormar og Ranco 9000 demparar , stillanleigir.
miðað við 38 tommu dekk er fínt að fara í 4:88 hlutföll .
Öxlar eru ekki lengur vandamál . Yukon USA framleiðir öxla sem eru 45% sterkari en original .
ATH að hafa extra góða kælingu á skiptingunni.
Læsingar í hásingar eru td. ARB loft , allavega framan . Þú getur haft nospin til að byrja með að aftan ef þú færð hana með eða fyrir lítinn pening .
Það er auðvelt að smíða öflugt skemtilegt leiktæki úr þessu . Svo ef þú ert heppinn færðu gangverkið í einu lagi , klárt í bílinn .
700 skiptingin er viðhvæm, en sama þar , passa kælinguna mjög vel þá endist hún mun betur. Ofhitun eyðileggur oftast skiptingarnar þegar alvöru vélar eru í húddinu .
Hugmyndaflugið verður að vera hátt stillt í svona framhvæmdum
Kv.V
29.09.2008 at 01:13 #629518Já , vil taka undir með síðasta ræðumanni . Þetta var fín ferð og gott að skoða þennan rúnt í vetur , allavega hluta . Veit ekki hvursu Heljan er vænlegur kostur til vetrarferða á jeppa . Helst þá á harða hjarni .
Skiftabakkaskáli er flott hús sem er í loka frágangi eftir miklar endurbætur . Frábært framtak hjá Skagafjarðardeild .
Bara takk fyrir mig og sjáumst kát og hress sem fyrst á fjöllum .
Kv Valli .
26.09.2008 at 12:35 #629508Sælir .
Það er einhver smá snjór kominn á Heljuna núna og þá væntanlega eitthvað á Skiptabakkaleið .
Það er einmitt óvissuþátturinn sem er sem freistar .
Skömm frá að seigja að vera Svarfdælingur og aldrei farið Helju nema á vélsleða nokkrum sinnum .
Þetta er grodda leið og gæti orðið eitthvert bras .
Hvet þá sem fara að vera að sjálfsögðu vel búna eins og alltaf .
Veit einhver hvort er grillaðstaða í Skiptabakkaskála? Kol eða gas .
Kv Valli .
17.09.2008 at 20:09 #629482‘Eg er klár . Valli Sverris.
04.09.2008 at 19:47 #628720Hentu þessu drasli burt og settu coolerinn í .
Aircondition búnaðurinn (kælipressan) verður væntanlega loftdælan þín í framtíðinni og olíukælirinn er bara fyrir einhverja Sahara race túra .Settu góðann þriggja raða vatnskassa í kaggann og coolerinn framan við .
Síðan K&N loftsíu og Hi clone .
hiclone.is
‘Eg hef ekki enn lent í hitavandamáli á mínum Patta og þú ættir að vita frá gamalli tíð hvernig sumir nota gjöfina
Eitt er skilyrði á Patrol 2.8 . Alltaf að leyfa vélinni að hitna aðeins áður en tekið er á henni . Og annað , aldrei drepa á sjóðandi heitri vél , leifa draslinu að kólna aðeins fyrst .
Gleymdi að nefna túrbo þrýstinginn . ‘Eg er að punda allt að 16 psi á fullu álagi .
Byrjar að "boosta" í 1300 rpm.Hæfilegt olíumagn á verkinu á móti lofti er metið út frá reyknum í átaki og afgashitanum .
Ef kemur svartur reykur við snögga inngjöf á heitum bíl er full mikið skrúfað frá .
Dökkur eymur er nokkuð eðlilegt .Það er búið að henda þessu kassa dóti úr hjá mér .
Með góðann cooler og þriggja raða vatnskassa ertu nokkuð save . Skoðaðu vel viftukúplinguna sem viftuspaðarnir festast á , einnig fá upplýsingar um tímadótið og hvort skipt hafi verið um vatnsdælu nýlega .
Góð smurolía með smá Militek .
Með þetta í huga ertu með ágætis búnað .2.8 vél í góðu standi getur með smá fikti skilað um 200 hrossum .
Endist væntanlega illa ef alltaf er fullt álag
Svo er eftir að tengja Propan gasið og þá er loks orðið gaman
Kv. Valli .
04.09.2008 at 12:46 #628712Sæll Guðni .
Loksins komin með rétta bílinn
Það er hægt að kreista 2.8 þónokkuð .
Eftirfarandi er að skila ágætis árangri .
3′ púst allar beyjur rústfrýjar suðubeygjur , vélbeyjur eru fáránlega þröngar og mynda óþarfa mótstöðu . Enginn hljóðkútur .
Túrbínan er fáanleg hjá Vélalandi og byrjar að gefa afl á 1200 rpm. ef olían er stillt í samræmi .
Það er gert aftan á olíuverkinu og er bolti með 8mm ró , stendur talsvert útúr rónni með skarði fyrir flatskrúfjárn og að mig minnir 6mm lykil eða topp .Þetta er mjög mikil nákvæmnis vinna að stilla olíumagnið . 1/4 hringur er hellingur og þú eykur magnið með að herða boltann og minkar með að losa . contra svo róna aftur .
Nauðsynlegt að leggja vel á minnið hver staðan er á stilliboltanum í byrjun .
Þú verður að nota djúpann lykil eða topp á róna svo þú getir haldið við stilliboltann og hert róna án þess að stillingin breytist .Setja þarf stillanlegan þrýstiminkara á loftleiðsluna að Wastegate ventlinum ásamt mæli (psi) og helst afgasahitamæli .
Þetta er gert til að seinka opnuninni á wastegate vetlinum og þannig hækka boostið á bínunni.
Þarna er einnig nákvæmnin sem gildir .‘Eg reyndar fór alla leið og sauð upp í wastegate hjá mér , setti einnig tappa í þrístilokann á greininni .
Gott í bili . Kv Valli S
30.08.2008 at 01:40 #628494Mín aðferð er einföld og ódýr . Byrja á að hreinsa felgurnar bússa eða sandblása . Svo er allt grunnað, helst með ætigrunni eða svipuðu . Lakkið er af sama stofni og Hammerit lakkið (man ekki nafnið ) nema það er alveg tær litur (svartur) ekki Hammerit áferðin .
Svo silfurgrátt felguspray .
Eftir að grunnurinn er þornaður er farin fyrsta umferð með svart lakk , ekki of þykkt svo ekki renni til . Borið á með góðum pennsli .
Þegar búið er að mála eina umferð , þá er spraybrúsinn tekinn og hristur vel og síðan spreyjað MJÖG MJÖG þunnt , rétt látið úðast jafnt og létt í blautt lakkið .
Þetta er svo endurtekið tvisvar (látið þorna á milli í 12 tíma ) lakkað og spreyjað .
Mjög þunnu yfir blautt lakkið og útkoman er ótrúleg . Grimm sterkt lakk með frábærri dökk silfurgrárri áferð .
Þið getið tekið létta æfingu á einhverju, járnplötu eða ???
Svo er ekkert mál að prófa sig áfram með liti og fá þannig það sem hentar .
26.08.2008 at 00:10 #628180Þetta er góð hugmynd . Hvernig 350 rellu ertu með ? bein innssp. eða blöndung ? hvaða árgerð .
Þú getur notað 4,2 Patrol gírkassan og látið smíða milliplötu milli kassa og vélar .
Best er að nota Lettann alveg aftur úr ef hægt er .
Það er ekkert mál með handbremsuna . Settu bara framhjóladælur úr 1800 Subaru í staðinn , þær passa nánast á Pattann , eftir smá mix ertu með
handbremsu á báðum afturhjólum .
700 Letta skiptingin er með lægsta fyrsta gírnum auk þess að vera með 4 gír yfirgír .
Verður að fá mjög góða kælingu .
NP 208 millikassinn eða NP 241 eru góðir .
Það eru millikassar og skiptingar úr nýrri bílunum sem eru með rafmagnsskiptingar og er ekki sniðugt í svona mix .
25.08.2008 at 23:28 #627990Mér finnst þurfa talsvert vítt samhengi þegar meta á eyðslu á V8 bensín .
Eyðslutölur á fjallajeppum eru eins margar og bílarnir . Tölur neðan við 14L á hundr. finnast mér frekar ótrúverðugar með V8 .
Sama gildir með eyðslu sem er um og yfir 26-8 L .
Þá er eitthvað ‘að’ draslinu.
Mér hefur REYNDAR tekist að láta 44 tommu Bronco með 351 W eyða 100 lítrum á 100 kílómetrum ! Þá var hellingur ‘að’ Allt vitlaust uppsett .
Málið er , hvað kosta hestöflin í raun .
Hestöfl sem eru framleydd af V8 bensínmótor eru væntanlega eitthvað dýrari en hö fengin með sambærilegum dieselmótor ,ef eingöngu er horft á eldsneytiskostnað .
300 hestafla V8 besínvél kostar ekki mikla peninga á móti sambærilegri diesel vél . Kannski 100 – 200 000 Kr .
Tökum diesel hestöfl og spáum í það .
300 hestafla diesel mótor er einfaldlega mjög dýr í innkaupi og þá viðhaldi ef alvarleg bilun verður .
Sæmilega vel vakandi dieselmotor myndi kosta um 600 – 800 000 . lágmark . og þá á eftir að setja kvikindið í húddið . 150 – 200 000 í viðbót .
Veto vélin í 80 Cruiser er flott vél sem skilar góðu afli . Sæmilega góður þannig mótor er að kosta um 6-800 000 kr. ef hann þá fæst .
Það er vel hægt að setja upp V8 bensínvél sem er rekandi . Bensínfóturinn hefur líka helling með þetta að gera .
‘Eg vil meina að V8 sé góður kostur í létta bíla og fyrir þá sem eru að fara styttri túra og vilja hafa afl án þess að þurfa að fara í dýra dieselmótora .
Það eru alltaf lokatölurnar sem málið snýst um .
21.06.2008 at 02:09 #624520Jæja , er búið að sturta snjó í brekkurnar ?????
Það er ekkert vit að fara nema lenda í smá ves !
Það hefur REYNDAR ekki þurft snjó til að svo verði .
Reyni að berja eitthvað tæki í gang og mæta .
Valli .
05.06.2008 at 02:26 #6240125:42 ekki spurning .
2,8 vélin er fín á 3000 snúningum á Ca 95-100 á 38
Henni veitir hinnsvegar ekkert af þessu hlutfalli í snjóakstri . Millikassinn er bara 2.02 og fyrsti gírinn í hærra lagi .
Allavega mér finnst betra að fórna aðeins í hraða fyrir lægri gír .
MBK V
20.05.2008 at 22:32 #623216Bíll fór í fyrsta skipti upp á fjallið 27. júlí 1960 . Fyrsta ferð eftir fjallinu inn í Laugafell var farin "síðla sumars" 1960. Voru þar á ferð Þorlákur Hjálmarsson í Villingadal og Ólafur í Hólum. (Heimild: Hallgrímur Jónasson: Árbók FÍ 1967 bls. 144-145).
Góðar stundir
04.05.2008 at 14:44 #622132Fórum í Nýjadal fyrir hálfum mánuði á nokkrum jeppum ásamt félögum úr hjálparsveitinni Dalbjörgu í Eyjafirði , eða sumaraginn fyrsta . Tilgangur ferðarinnar var að undirbúa svæðið fyrir tækjamót hjálparsveitanna .
Aðkoman var vægast sagt ljót .
Hurðin á stærri skálanum var opin og stærðarinnar hjarnskafl langt inn á gólf . Þar af leiðandi ekki verið gengið frá ytri hurðinni og var neðri flekinn horfinn og sá efri nánast brotinn af . Einnig hafði verið skilið eftir mikið rusl og drasl inni og illa um gengið í hvívetna .
Lás á geimsluskúrnum brotinn upp og eitthvað verið gramsað þar inni .
Tek undir það að umgengni í fjallaskálum hefur hrakað verulega . Það er með öllu óþolandi að koma að skála í svona ástandi og þurfa að byrja á að laga til eftir einhverja sóða sem lítilsvirða þessi mikilvægu hús með þessum hætti .Menn verða að gera sér grein fyrir að skálunum verður læst aftur á veturna ef umgengnin verður ekki bætt hið snarasta . Gæti jafnvel verið orðið of seint nú þegar í ljósi frétta af afleitri umgengni við ákveðinn fjallaskála .
Kveðja VS
09.04.2008 at 20:03 #620258Já , ekki vantar sperringinn
Þetta gengur næst því að ferðast bara einbíla .
Má hafa kveikt á VHF-inu
Eins gott að passa á sér kjaftinn ef maður vill með
Þetta með Skagafjörðinn , á að skakast á malbikinu heim þaðan ?
Kveðja Valli .
06.04.2008 at 10:24 #619428Hlynur á Akri er búinn að ryðja slóð upp Hjallann .
Erum að fara um Kl 11 .
Kv. Valli
06.04.2008 at 01:50 #619426‘Eg hleraði að Dalbjargarmenn hafi rutt slóð upp Hjallann í kvöld með snjóbíl. Gekk eitthvað ekki nógu vel upp Kerhólsöxlina í dag .
Þá er bara plan 2. ryðja Hjallann .
Kemst að þessu á morgun , ég meina á eftir .
Valli .
-
AuthorReplies