Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
28.09.2009 at 09:09 #206834
Sælt veri fólkið .
Eftir að hafa lesið þessa grein hér neðan við , og náð andanum eftir að hafa svelgst hroðalega á ný uppáheltu morgunkaffinu , sá ég mig knúinn til að einhenda þessari grein hér inn og fá álit félaga í klúbbnum á henni.
Allavega er ég gáttaður á þessari framsetningu og hvernig tveir gjörsamlega óskildir málaflokkar eru spyrtir saman á einstaklega klaufalegann hátt .Allir eru líklega sammála um að draga úr mengun á öllum sviðum .
Þetta er að mínu mati afleit nálgun á mikilvægum málaflokki og veigið að ákveðnum hópi í þeim efnum . Þetta getur ekki talist sæmandi stjórnmálamanni að láta svona nokkuð frá sér fara .Nauðsynlegt að bílaflotinn mengi minna
stjórnmál „Ef við eigum að ná líklegum skuldbindingum okkar við að minnka losun til 2020 þurfum við að skipta yfir í sparneytnari bíla.
stjórnmál „Ef við eigum að ná líklegum skuldbindingum okkar við að minnka losun til 2020 þurfum við að skipta yfir í sparneytnari bíla.“ Þetta sagði Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra í erindi sem hún flutti á Jafnréttisdögum í Háskóla Íslands liðinni viku. Svandís flutti ræðu sína á táknmáli.Í máli sínu fléttaði hún saman umhverfis- og jafnréttismálum. Benti hún á að íslendingar ættu útblástursfrekasta bílaflota Evrópu. Kvaðst hún ekki vilja gera lítið úr því að víða þyrftu menn stóra og öfluga bíla til að komast leiðar sinnar. Ekki heldur ætlaði hún að halda því fram, sem oft væri gantast með, að stórir bílar væru einhvers konar uppbót eða framlenging á sjálfsmynd eiganda síns, sem oftast væri karlkyns.
„En ég vil samt velta þeirri spurningu upp hvort bílaflotinn væri kannski aðeins loftslagsvænni ef konur fengju meira ráðið um bílakaup. Við þurfum ekki ofurjeppa til að kaupa í matinn í borginni og við þurfum ekki bensínhák í daglegum ferðum í vinnu eða skóla,“ sagði Svandís.
Vitnaði hún til niðurstöðu sérfræðinganefndar um að engin ein aðgerð væri jafn hagkvæm og að skipta hraðar yfir í sparneytnari bíla. Skoraði hún svo á fólk að skoða sparneytnasta kostinn næst þegar það skipti um bíl eða keypti bíl í fyrsta sinn. – bþs
24.08.2009 at 21:21 #655236kvittun.
Hef lesið fréttina.
Hlakka til starfsins. Fínar ferðir verðaí boði.
Kveðja Valli Sverris. 900ogeitthvað
09.05.2009 at 13:23 #647352Orginal er dauð fyrir neða 2000 rpm .
Ef allt er í lagi , þeas. ef túrbínan sem er í núna virkar , þá myndi ég persónulega fara fyrst í lowgírinn . Sérstaklega ef þú er á 44" eða á 38 með orginal hlutföll .
09.05.2009 at 13:04 #647348Sæll.
Þetta er hellings munur þarna á ferðinni ,ef þú ert með góðan lítið slitinn mótor .
Það sem er málð er að afgas kuðungurinn er minni í þessum bínum en original , sem þýðir , kemur fyrr inn , eða um 1100 – 1400 RPM.Til að aðgerðin nýtist sem best þarf svera pústið , KN filter í loftsíuboxið eða Cold air system og fjarlægja yfirþrýstingsventil úr soggreininni .
Setja góðann þrýstingsmæli á túrbínuna inn í bíl , helst afgashitamæli líka .
Svo er aðal trixið að setja turbo booster (þrýstiminkara), sem tengdur er á lögnina frá túrbínu og stjórnar Wastegate lokanum á bínunni og svo viðbótar olíu lokanum á olíuverki , sem vinnur aðallega á snúningi.
Þarna er smá stillingarvandi að fá rétt olíumagn á snúningi , vill sækja í að vera of mikið .Það er gormur þarna undir lokinu sem má leggja undir .
Hef verið með Patrol 2,8 allt að 1,3 kg í boost þrýsting . En ekki í stanslausri notkun , þarf að fara varlega með þetta dót þegar er búið að þjarma að þessu .
Passa hitann ,að hafa olíukælirinn tengdan er skilyrði . Allt of margir sem rífa hann úr .
Leyfa vélinni að hitna aðeins áður en tekið er á henni , svo sama ef drepið er á , alltaf að láta vélina ganga smá áður en drepið er á .
Sérstaklega eftir átök .Það þarf að minnka aðeins olíuna á hásnúningi , sem gerist með Boosternum en aftur auka aðeins við á olíuverkinu á móti til að fá olíu á sama tíma og (nýja) túrbínan byrjar að vinna .
Ef allt virkar eins og það á að gera þá er hámarkssnúningurinn 3.800 rpm
besti vinnslusnúningurinn 1200 – 3000 rpmBoost mælirinn fer í 0.3-4 kg við að botngefa snöggt í lausagangi .
Svo er eitt enn , aðeins að auka þrýstinginn á spíssunum , minnir að hann sé 14 kg orginal , má fara aðeins upp , kannski 14,8
Þetta þarf að fara fram af aðila sem kann og veit .
Eins og fram kom í byrjun er þessi process til að nýta búnaðinn betur , en auðvitað er strax bót í að setja bara minni kuðung í bínuna .Hilsen Valli ………..
28.04.2009 at 23:14 #611406[img:2b2r0quu]http://superjeeptour.com/album/default.aspx?aid=128366[/img:2b2r0quu]
22.04.2009 at 01:38 #642254Sammála Ella , þetta er svakalegt að sjá púst sem beygt er í vélum . Dregst saman um 1-1.5 " í beyjunum . 5 cm bútur við túrbínuna í orginal málinu . Pústið er ekki sverara en þrengsti hluti þess .
Smíðaði 3,0" (alla leið )undir Patta 93 2,8 með 8 cm boddýhækkun .
Ein víð beyja frá túrbínu aftur að hásíngu !
síðan 4 x 45gráðu suðubeyjur yfir hásingu og engin kútur .
Góð útkoma .
04.04.2009 at 13:11 #645148Sælir .
Swamperinn er með gott hliðargrip þannig að stóru kubbarnir eru skornir í miðju með smá beyju á miðri leið útúr . Svo er miðjan þverskorin í beyjunum .
Mæli ekki með hvorki breiðum skurði né djúpum .Ca. 6-7 mm breytt og 6 mm djúpt .
Taka frekar fleiri svona en að skera eina mjög breiða. Annars er best að prófa sig áfram , misjafn smekkurinn .
Sumir skera utan af tökkunum sem er gott að fara varlega í .
Erfiðara að skila gúmmíinu aftur
10.03.2009 at 12:32 #642786Já , mér skyldist á Tryggva Páls að þarna austurfrá væri allt á kafi .
10.03.2009 at 12:12 #642782Hvernig er þetta eiginlega með ykkur kjæru félagar , norðan jeppamenn .
Voðaleg rólegheit yfir þessum þræði í öllu þessu fannfergi
Ekki eru allir komnir á Toyotur fjandinn hafiða .
Ekki vera hræddir við Gunna Krist,.
Hann drífur ekkert frekar en Toyoturnar:)
Svona nú , vakna og rífa kjaft allavega …………..Kveðja Valli Sverris…
07.03.2009 at 12:50 #642630Prófið þetta . Virkar fínt hjá mér .
Þarna er boðið upp á uppfærslur sem er gott að hala niður líka
26.02.2009 at 11:38 #641504Sælir .
Mér sýnist minkandi líkur á að borgi sig að fara vestur á 20 manna rútu ef ekki verður meiri þáttaka .
Væri jafnvel til í að skoða Skiptabakka leiðina heim .
26.02.2009 at 11:16 #641138Sælir ferðafélagar .
Fín ferð og allt að gerast . Ahyglin beindist að þeim minnsta og svo stærsta drekanum.
Báðir stóðu sig frábærlega .Gaman að fá Ella undir stýrið aftur .
Hann er jú yfirmaður í blammeringadeildinni og er vel að því kominnÞað verður að halda lífi í spjallþræðinum .
Gunnar á Súkkunni og Elmar á Hilux , báðir að hefja ferilinn með stæl stóðu sig með eindæmum vel og vil ég hvetja þá til að halda sínu striki og styrkja þar með klúbbinn með nýliðun .
Það verður að hvetja og styðja nýliða til þáttöku og þannig finna tilgang með starfseminni .
Frábærar myndir Gunnar og "koma svo strákar !!"Kv. Valli
20.02.2009 at 12:58 #641118Eins og fram hefur komið er svelluð efsta beyjan í Vatnahjallanum , að öðru leyti þokkalega fært þarna .
Elmar kom með lausnina með að henda sandi í svellið og fyrstu bílarnir sem fara upp verða þá bæði læstir og negldir og jafnframt með sandinn .Það er reyndar ekkert spennandi við helgarveðrið og alls ekki ef á svo að hvessa á morgun í þessa logndrífu sem kyngir niður núna .
Þetta kemur í ljós , spurning hvort léttir til á sunnudaginn .
Tjáið ykkur
Kv. Valli
20.02.2009 at 01:11 #641100Við Pétur vorum að fíflast með Ella H . og Fordinn
Treysti Ella fullkomlega til að svara svona djóki.Mæli með að þú lesir þráðinn og áttir þig á hvað er átt við varðandi botnstöðuna .
Kveðja . Valli vinur
19.02.2009 at 23:45 #641096Já…… Allir kóarar svo makalaust uppteknir núna . Gæti verið að vantaði einhvern á cameruna .
Þó Pattinn sé afar ljúfur og allt það , þá er stundum töluvert að gera við að sinna stjórntækjum bifreiðarinnar með annari hendinni og cameruna í hinni
Kemur í ljós á morgun………………..
19.02.2009 at 23:35 #641094‘Eg býst við að ef Elli nær þokkalega niður á eldsneytisfetilinn , þeas. kemur honum alla leið í botn , ætti þetta að ganga ljúft
Veit einhver hve margir bílar eru komnir hópinn?
23.01.2009 at 11:32 #638652Valli Sverris
26.12.2008 at 16:08 #635412Fyrir þá sem vilja leggja vel í þetta þá fást spes stillanlegir jectorar, settir sog meigin, sem skammta oliu inn á dæluna .
Fást í flestum verkfæraverslunum .
Hin aðferðin er að hella smá slurk , Ca. tveir coce tappar annað slagið í sogleiðsluna .
Hef blandað saman Milliteck og sjálfskiptioliu og virkar fínt .
Hlutföllin Ca 1 militeck : 3 sjálfskiptiolia.
Mjög gott að geta tappað undan loftkútnum annað slagið og ekki hafa þrýsting á kerfinu ef það er ekki í notkun .
25.12.2008 at 13:58 #635378Allt snýst þetta um drifgetu . DC er eina dekkið sem er með þá sérstöði að grafa sig ekki til helvítis þó spóli .
‘I kraftlausum 2.5+ tonna bílum er ekki mikið framboð af 44" annað en DC sem er góð lausn . Stór galli er samt hvað þau endast stutt . Munstrið er svo grunt.
‘I gamladaga áttti ég 300+ hestafla Bronco á 44 Mudder , sem því miður fást ekki lengur . Bestu dekk sem ég hef notað á um 25 ára ferli .
Allir kubbarnir skornir þvert og miðjan líka .
Þetta virkaði svakalega flott , hrikalegt grip
feikinóg afl og tog (351W 300 hö+)
Þetta gróf sig og stein sökk ef ekki var sleigið af á réttum tíma .
En fram að því þá mokaðist þetta áfram á aflinu .
‘I dag er ég með Pat 2.8 á 44" DC sem vinna á allt annan hátt . Sakna oft Bronco villihestanna . Það stendur reyndar til bóta .
DC eru mjög góð undir þann bíl sem er um 2.6 tonn
Hin dekkin sem eru í boði í dag eru Ground Hawk , Swamper og Trexus .
Þung dekk (Ca 66 – 70 kg á 16" felgu ) með mikið gúmmí sem er hægt að skera í strimla með dekkjahníf og búa til munstur sem hentar . Þetta er bara spurning um hvaða leið menn
vilja fara .
Mæli endilega með að fara í tilraunastarfsemi með dekkjahnífinn að vopni eins og í denn
Jólakveðja Valli .
23.12.2008 at 22:56 #635338DC 44" eru lang léttustu dekkin sem er góður kostur frá flestum hliðum séð og ættu að henta mjög vel í þínu tilviki .
Sé ekki 4Runner fyrir mér á 44" Swamper eða Ground Hawk sem eru talsvert þyngri og efnismeiri dekk .
‘Urvalið er frekar rýrt í 44 tommunni .
-
AuthorReplies