Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
10.03.2010 at 00:36 #686540
Það var afskaplega asnalegt að heyra og sjá allt bullið sem vall upp úr þessum annars örugglega ágæta ljósmyndara.
Sett upp í ódýrri Steve Irwin útgáfu… …verst hvað steinar og lækir eru lítt ógnvekjandi miðað við krókódíla og snáka!Ég var oft að furða mig á klippingunni, gat ekki betur séð en að klippt væri á hverasvæðið við Hveravelli þegar hann var að tala um Vestmannaeyjar. Svo gat ég ekki skilið hann öðruvísi en að allur Vestmanaeyjabær hafi verið rjúkandi rústir (???)
Spurning hvort Ólafur Helgi Kjartansson hafi verið að horfa. Þá yrðu væntanlega allar þyrlur Landhelgisgæslunnar sendar á eftir glæpamanninum 😀
25.08.2009 at 16:44 #206030Það er mikill galli að þegar maður fer mánuð fram í tímann (eða meira) og smellir á einhverja dagsetninguna þá fer dagatalsglugginn sjálfkrafa til baka á núvernadi mánuð (ágúst 2009).
Þessu má bæta á verkefnalistann
30.07.2009 at 14:51 #652736[quote="gthb":3njlx061][quote="UnnarM":3njlx061]Ég veit það eitt að 12 tonna trukkur á minna en ekkert erindi út í sandbotna á.:-)[/quote:3njlx061]
12 tonna farartæki á bara ekkert heima á hálendismalarvegunum okkar, þeir þola það ekkert, sama með rútuumferð, þetta er að drepa alla vegi. Hvaðan koma þvottabrettin á fjölförnustu vegunum? Þessum vegum er raðnauðgað á sumrin af umferð sem á bara heima á malbikinu.[/quote:3njlx061]
Rútuumferð á hálendinu er um eða innan við 5% af heildarumferð og þvottabrettin sem þú nefnir koma öll vegna þurrviðris og eingöngu vegna þurrviðris, alveg óháð gerð þeirra ökutækja sem aka um viðkomandi vegi. Enginn vegur á öllu landinu er hannaður fyrir meira en 10 tonna öxulþunga og 40 tonna heildarþunga við bestu aðstæður, það getur þú fengið staðfest hjá Vegagerðinni ef þú vilt. Meint raðnauðgun á sér þannig stað alveg óháð því hvort bíllinn undir mönnum er 2 tonn eða 10 tonn.
30.07.2009 at 14:00 #652732Svar til Óla
Sem landvörður færðu allt bullið upp í þínar hendur á því svæði sem þú ert með undir þinni umsjá. Það eru ótrúlegustu (og bjánalegustu) hlutir sem útlendingar láta sér detta í hug að gera hér á landi bara vegna þess að þeir vita ekki betur, lesa sér ekki til og/eða fara ekki eftir leiðbeiningum. Landverðir þurfa oft á tíðum að forða fólki frá því að leggja af stað eftir slóðum sem það hefur enga hugmynd um hvernig eru og vísa því á öruggari leiðir, það er hluti af starfinu og þann hluta starfsins les ég úr blogginu hennar Soffíu okkar 😉 Seinni tilvitnunin þín er að mínu mati bara tillaga hennar að því hvernig best væri að ferðast um Vonarskarð. Les reyndar bara línurnar, á sjálfur mjög erfitt með að lesa á milli línana þannig að það má vel vera að þú hafir rétt fyrir þér :-p. Ég hef ég aldrei komið í Vonarskarð en vona að það verði fyrr frekar en síðar. Tek ég við öllum tillögum um hvernig ferðast beri um skarðið unz ég legg í’ann.
Um annað:
Á rútuferðum mínum um hálendið, inn í Mörk og Laka á sumrin hef ég [u:1qeqaqcc]undantekningarlaust[/u:1qeqaqcc] fundið útlendinga sem eru annað hvort komnir í vandræði eða á leiðinni í vandræði. Sumir sem ég hef mætt fleyttu kellingar á smábílum yfir vatnsmiklar ár og sloppið með skrekkinn, talið sig útskrifaða í akstri yfir ár og halda enn lengra út í óvissuna, sumir hverjir endað á því að drekkja (bílaleigu)bílnum og nærri drekkja sjálfum sér og allri fjölskyldunni í leiðinni. Öðrum hef ég hreinlega þurft að vísa frá því að elta mig (já sumir ferðast þannig, ótrúlegt en satt), útskýra fyrir viðkomandi að grind bílsins sem ég er á sé sérstaklega styrkt til hálendisferða, bíllinn sé með fjórhjóladrifi, læsingum milli fram- og afturhjóla auk lógírs og að alla þessa hluti þurfi að nota til að komast á áfangastað og beina tilmælum til viðkomandi um að snúa aftur niður á þjóðveginn eigi ekki illa að fara fyrir ferðalagi þeirra.Hefðbundin eða óhefðbundin leið, ekki ætla ég tjá mig neitt um það, enda veit ég ekki nákvæmlega hvaða slóða viðkomandi ók. Ég veit það eitt að 12 tonna trukkur á minna en ekkert erindi út í sandbotna á.:-)
Held að allir séu samt sammála. Það er engin reglugerð komin ennþá og þangað til hún lítur dagsins ljós þá eigum við eftir að sjá áframhald á vandræðum ókunnugra á hálendinu. :-/
30.07.2009 at 11:31 #652726[quote="olimag":1pz9jqxy]Hér er bloggar einhver Soffía Sigurðardóttir um fréttina á mbl og gefur til næstum til kynna að skálaverðir/landverðir geti "ákveðið" að ákveðnar leiðir eigi að vera lokaðar…. Því leiðin er svo erfið og illfær … eða kannski má túlka þetta öðruvísi ?
[url=http://fia.blog.is/blog/fia/entry/922308/:1pz9jqxy]Blogg Soffíu[/url:1pz9jqxy]
Kv. Óli[/quote:1pz9jqxy]
Óli. Getur þú sagt mér hvar í bloggi þessarar Soffíu hún gefur næstum til kynna að landverðir hafi þennan ákvörðunarrétt ? Ég er búinn að lesa færsluna tvisvar og sé aðallega kórrétt ummæli við túristana [i:1pz9jqxy]"If you get in trouble, you stay in trouble"[/i:1pz9jqxy] auk ábendinga um hvaða leiðir eru torfærari en aðrar án þess að fullyrðingar í þá átt sem þú nefnir komi til sögunnar.
p.s. Ég þekki þessa Soffíu ekki neitt.
26.05.2009 at 10:30 #648168[i:1xssf3c7]móðurharðindin[/i:1xssf3c7] !!!??!!! Var mamma vond við þig… ? *Klípur í kinnarnar á öllum sem lesa þráðinn*
14.05.2009 at 15:16 #647544Er ekki "græn"dieselolía miklu umhverfisvænni en venjuleg ?
13.05.2009 at 15:15 #646302[b:2x24fun5]Ja strakar eg er svosem ekki að fara fram a að allar leiðir og lokanir seu hunsaðar en mer finnst stundum að lokanirnar seu svoldið drastiskar bara[/b:2x24fun5]
Sammála þessu. En Vegagerðin býr að vondri reynslu til margra ára samkvæmt því sem ég heyri út undan mér og ekki að ósekju sé miðað við sumt það sem ég les í viðhorfi sumra ónefndra fjallamanna til þessa málaflokks inni á ýmsum spjallvefjum, ekkert endilega hér.[b:2x24fun5] mer finnst vegagerðin mega vanda sig betur[/b:2x24fun5]
Sammála þessu alfarið. Enginn er fullkominn og alltaf hægt að gera betur. Það þarf bara breytt viðhorf af beggja hálfu.
[b:2x24fun5]og jafnvel fa rað hja okkur sem erum þarna a ferðinni svo þeir þurfi ekki að fara þetta spes sjalfir[/b:2x24fun5]
Þarna er komin frábær hugmynd sem Ferðaklúbburinn mætti leggja til við Vegagerðina nú þegar og finna heppilega útfærslu.
[b:2x24fun5]þa yrðu held eg fleiri anægðir með að geta nu lengt
aðeins vetrarferðatimabilið.[/b:2x24fun5]
Peningur í kassann, alltaf gott
[b:2x24fun5]Mer finnst semsagt allt i lagi að kveðja þessar gömlu vinnureglur hja vegagerðinni ………..
…Lok lok og læs allir vegir….. 😉 þarf ekki að vera svona strakar.[/b:2x24fun5]
Þar er ég þér hjartanlega sammála. Hugmyndin er komin. Ég hlakka til nýrra tíma í þessum málum.
-Hvernig er það eiginlega ? Má ekki setja inn í aðgerðapakka ríkisins að vegagerð til að bæta helstu tengingar við hálendið komi til framkvæmdar ? Svo að hægt sé að hafa nokkurn vegin samfellt tímabil milli sumar og vetrarferða. Það er þjóðhagslega hagkvæmt á allan hátt.
12.05.2009 at 22:05 #646286[b:2klfivnz]Boð og bönn er það það sem við viljum? Nei við viljum heilbrigða skynsemi og að okkur se treyst en ekki komið fram við okkur eins og ‘ovita sem gerum allt vitlaust um leið og við förum ut ur borginni upp a fjöll.[/b:2klfivnz]
Ég ætla síst af öllu að kalla vana fjallamenn óvita. Þessar lokanir eru aftur á móti ekki það lengi að menn geti ekki haldið í sér í þessar 3-6 vikur sem Vegagerðin er að senda frá sér þessar almennu lokanir.[b:2klfivnz]Og varðandi siðasta ræðumann og Mælifellssand þa er mer til efs að a þessari leið se mikil aurbleyta a vorin og þetta með að keyra a frosnu að morgni en blautu að kvöldi jaa það myndi kallast solbrað en ekki aurbleyta. :)[/b:2klfivnz] Sólbráð eða aurbleyta eru oft nágrannar Þar að auki skiptir kannski ekki öllu máli um hvaða leið er rætt, hættan er til staðar víða og óvanir fjallaferðalangar hafa enga hugynd um að þeir séu að skera í sundur vegina fyrr en þeir stíga út úr bílnum og sökkva lakkskónum í svaðið 😉
[b:2klfivnz]Siðasti ræðumaður talaði lika um að treysta a skynsemina og sleppa þessu brölti..,,, þa segi eg hvað um að TREYSTA okkur og okkar skynsemi, eg segi nu bara fyrir mina parta að eg hata að keyra i drullu algjör viðbjoður, en eg vil fa að komast i snjoinn a meðan þess er nokkur kostur og eg veit um nokkrar leiðir til þess an þess að vera i drullumalli og valda skemmdum. ;)[/b:2klfivnz]Frelsi fylgir ábyrgð og við jeppamenn treystum á það að ekkert komi í veg fyrir frjáls ferðlög um hálendi landsins (innan leyfðra marka auðvitað) en við sem fylgjum reglunum verðum að geta treyst því að vanir menn geti líka sagt við sjálfa sig ,,Ég er þaulvanur og til fyrirmyndar fyrir þá sem skemmra eru á fjallvegi komnir. Ég fylgi 4×4 félögum mínum og ætla að virða þær (þó litlu) takmarkanir sem gerðar eru á uppáferðum á elsku háheiðarnar okkar."
–Jeppinn gefi mér æðruleysi til að sætta mig við lokaða vegi sem ég get ekki ekið. Eldsneyti, ferðafélaga og fjör til að ferðast alla þá vegi sem ég get ekið og skynsemi, drif og dekk til að komast allstaðar á milli.–[b:2klfivnz]Og að lokum an þess að vera með skitkast tel eg nu ansi marga vera að tala i kross við sjalfa sig her
um boð og bönn, ja menn tala um frelsi til ferðalaga
i einni linu en i næstu linu er allt bannað.
ferðafrelsiskveðja Helgi :)[/b:2klfivnz]Eins og ég skrifaði að ofan, frelsi fylgir ábyrgð og því miður eru til bjánar sem elta öll hjólför sem þeir sjá, hvort sem það er framhjá aðvörunar-/lokunarskiltum eða bara hreinlega út í buskann. Það eru þeir bjánar sem horfa til fyrirmyndanna.
Logi Már kemst einnig að kjarna málsins á afar góðan hátt að ég tel.
Ég er síðasti maðurinn til að stofna til skítkasts, ég þoli ekki að lesa svoleiðis þræði enda rólyndis maður að eðlisfari. Það er heldur engin ástæða til nokkura æsinga yfir þessu málefni, umræður og skoðanaskipti eru af hinu góða því þá víkka menn sjóndeildarhringinn og geta vonandi séð hlutina í víðara samhengi.
12.05.2009 at 07:26 #646266Er það virkilega svo að menn eru að taka sénsinn í þessum málum og fara lokaðar leiðir (Allur akstur bannaður) þrátt fyrir öll boð og bönn ?
Persónulega þykir mér það ekki vera til fyrirmyndar að gera slíkt. Menn sem hoknir eru af reynslu í þessum málefnum ættu að vita betur að mínu mati, nema reynslan kenni þeim að hundsa öll tilmæli frá opinberum aðilum og þeim sem bera ábyrgð á vegunum.
Hvað gera menn sem keyra t.d. Syðra Fjallabak til austurs og fá flennifæri þangað til komið er í blautan og gljúpan veg við Hólaskjól ? Ætla menn þá að snúa við bara sisona ? (Nokkur hundruð metrar af drullu, setur það einhver fyrir sig ?)
Ég treysti því að menn viti að á vorin eru stundum mikil veðrabrigði og vegur sem er frosinn að morgni gæti verið orðinn að rennblautu svaði sama kvöld. Þar af leiðandi tel ég ekki hægt að fullyrða sem svo að vegur sem reyndist ágætur, rétt á meðan einhver einn ók hann (í óleyfi), sé í fínu lagi daginn eftir eða hafi verið í lagi daginn áður. Einnig tel ég það algerlega óraunhæft að ætlast til þess að Vegagerðin kanni ástand þessara vega í þaula á hverjum degi, opni og loki á víxl og sendi frá sér nýjustu uppfærslur á netið jafnharðan. Er virkilega ekki hægt að treysta á skynsemina og sleppa þessu brölti og þessum "sénsatökum" ? Má ekki bíða eftir neinu eða neinum ?
Geta menn ekki beðið eftir fimmtudagskortinu ? Ætti kannski að gefa kortið út fyrr í vikunni ? Eða kannski oftar í viku ?
10.05.2009 at 10:53 #646246Ég akvað að senda inn fyrirspurn til Vegagerðarinnar svo þessi umræða komist á hreint. Þrátt fyrir að hafa spurt hvort ég mætti birta þetta svar hér að neðan á þræðinum þá hef ég enn engin svör eða afsvör um það fengið. Lít þá á þögn sem samþykki og birti hér með.
Fyrirspurnin mín er hérna:[b:2yx29wqt]
Sælt veri fólkiðMig langar að spyrjast fyrir um reglur vegna lokunar vega nú á vordögum ("Allur akstur bannaður" lokunin).
Þegar til dæmis Kaldidalur er lokaður (sjá kort á viðhengi), er samt hægt að fara frá Húsafelli upp í Jaka ?
Tilefni fyrirspurnarinnar er þessi umræða, https://old.f4x4.is/new/forum/default.as … aerd/14021
á vef Ferðaklúbbsins 4×4 en svo virðist sem t.d. "ónefndur ferðaþjónustuaðili" líti á styttri leggi á kortunum sem eru án bannmerkisins sem opna þrátt fyrir að vegurinn sé blautur vegna leysinga. Gott væri að fá upplýsingar frá fyrstu hendi hvaða skilning Vegagerðin setur í þetta mál.Virðingarfyllst
Unnar Már Sigurbjörnsson
[/b:2yx29wqt]Svarið sem ég fékk er hér:
[b:2yx29wqt]
Sæll Unnar.Sem svar við fyrispurn þinni vil ég upplýsa:
Vegurinn um Kaldadal er lokaður nú eins og venjulega á þessum árstíma, með skiltinu "Allur akstur bannaður" og það eiga allir að vita hvað þýðir, þó svo að það virðist ekki vera. Þeir sem aka faram hjá þessu skilti eiga á hættu að vera sektaðir fyrir umferðarlagabrot. Áður notuðum við þverslár sem á stóð "LOKAÐ" Þetta merki hefur ekki lagalega stoð og erum við hættir að nota það.
Lokun á þessum vegi er til að fyrirbyggja miklar skemmdir á veginum þegar vorleysingar eru hafnar. Á vetrum merkjum við þennan veg með merkinu "ÓFÆRT" á íslensku og ensku og er Vegagerðin þar með að vara menn erfiðum og stundum illa skemdum vegi við, einkum útlendingana.
Þetta merki er einnig notað við norður enda Kaldadalsvegar og gildir upp í Langjökul (þarna er líka verið að vara menn á illa búnum bílum, við slæmum vegi) en bannmerkið er ekki þarna heldur sunnan við vegamótin við Langjökulsveginn.(fyrrnefndur syðri hluti Kaldadaslvegar)Skýringin á þessum mismun á Kaldalsvegi er sú að norður hluti Kaldadalsvegar frá Húsafelli og Langjökulsvegur að skálanum við Lanjökul, liggur að mestu um jökulruðninga sem hafa ekki vaðist upp eins og suður hluti Kaldadalsvegar sem er að mestu leyti á mold og sandi. Umferð um vegin að Langjökkli er nauðsynleg til að viðhalda þjöppu í veginu og er því til mikilla bóta og hefur vegagerði síður en svo lagst gegn notkun hans allt árið. Á vetrum er ekki nein þjónusta á þessum vegum og aka menn þá á eigin ábyrgð.
Að lokum vil ég íteka munin á merkjunum "allur akstur bannaður og ófært" og að við höfum ekki afskipti af bílum sem aka á snjó og frosnum slóðum, en þykir miður að töluverður hópur jeppamanna veldur okkur (samfélagin) miklu tjóni með óæskilegum / óleyfilegum akstri. Hinum þakka ég fyrir tillitsemina.
Vona að þessar línur upplýsi ykkur jeppamenn, góða ferð!
Kveðja,
Bjarni H. Johansen,
Þjónustustjóri Vesturlandi
Borgarbraut 66.
310 Borgarnesi,
GSM: 893 8511
Beinn sími: 522 1561
Póstfang:bhj@vegagerdin.is[/b:2yx29wqt]Év vil þ akka Bjarna fyrir greinargóð svör og vona að jeppamenn taki skiltin alvarlega og fari ekki á fjallvegi sem hætta er á að skemmist gríðarlega vegna aksturs í vorleysingum.
23.04.2009 at 12:06 #646414Fór í gær á Orkustöðina við Dalveg í Kópavogi. Uppgefið dæluverð var 150,2 en dælan breytti sjálf í 140,2 þegar ég var búinn að strauja segulröndina og setja inn PIN númerið þannig að ég geri ekki athugasemdir við aukaafsláttinn…
20.04.2009 at 22:59 #646156… 7+5=12 😉 Hefur ekkert breyst frá því þráðurinn opnaði… :p
01.04.2009 at 09:52 #644882Það hafði eitthvað með tón að gera…
14.03.2009 at 13:52 #643386Að mínu mati er það mun einfaldara að fá afsláttinn strax á dælunni heldur en í gegnum reikningsviðskiptin. Fyrstu mánuðina var bölvað basl að losna við seðilgjaldið hjá Shell, en samkvæmt samningnum (ef ég man hann rétt) þá áttu félagsmenn og aukafélagar ekki að borga seðilgjald.
Auk þess þá fékk konan mín sem aukafélagi ekki sama bensínafslátt og ég af aðalkortinu eftir nokkurra mánaða viðskipti. Þetta þýðir að ég þarf AFTUR (!!!) að sækja alla reikningana flokka þá í sundur (aðal og aukakort) og reikna HANDVIRKT (!!!) hvort og hvaða reikningar eru endalaust vitlausir. Þetta er tóm handavinna, símtöl, tölvupóstar og kvart þannig að ég dauðfeginn að losna við þessi reiknings"viðskipti".
Verst er reyndar að ég get ekki tekið neitt bensín ef ég er blankur.Ég sakna aukafélagakortsins já, ég vil endilega fá staðgreiðslukort fyrir konuna líka.
Einfaldari afsláttur sem kemur strax fram á dælunni er jákvætt að vissu leyti en nú þarf maður aftur að kíkja við í Skógahlíðinnni (139,8 af 95okt og 149,7 af Diesel) , eða á Vík í Mýrdal, Stykkishólm eða Grundarfjörð (135,7 af 95okt og 145,5 af Diesel) til að fá besta afsláttinn miðað við verðið í dag.
Afsláttur af öðru en bensíni væri best að fá yfir alla línuna, 15% mat, nammi bílavörum og öllu hinu.
Það væri voða gaman að fá á hreint hvort við fáum líka Vildarpunkta, en ég er allavegana ekki að fara að fljúga neitt í bili….
Hefur Ferðaklúbburinn mælt hversu mikið af bensíni, olíu og öðrum vörum eru keypt með þessum afsláttum? Nú þegar kortin eiga öll að vera tengd við debet og kreditkort hefði ég haldið að klúbburinn ætti skilið að fá meiri afslátt en stórnotandi með 1000-1500l á mánuði ( þ.e. EF notkun félagsmanna er umfram það í magntölum, tel það reyndar afar líklegt…). Rök mín fyrir þessu er að fyrst reikningsviðskipti eru úr sögunni þá er áhætta Skeljungs á að fá reikninginn greiddan úr sögunni, sem og nær allur kostnaður Skeljungs við að rukka (bréf í pósti, ítrekanir o.s.frv.). Það eina sem Skeljungur gerir er að prenta félagsnúmerin okkar á kortin, það kostar varla svo mikið aukalega eða hvað ?!?
04.03.2009 at 11:57 #642440Ég held að framleiðandinn miði við 5 ár, sem er slatti reyndar, varðandi það hvort þú þurfir að bóna bílinn aftur. Ég hef ekki prófað þetta efni en heimasíðan er að mér sýnist 5starshine.com
Ég hef litla trú á svona bóni því ef það "raunverulega" virkar þá hljóta bílaframleiðendur að setja það á nýju bílana beint af færibandinu…
11.02.2009 at 15:02 #640640tvær svínherðingar???
11.02.2009 at 14:58 #640412.. er það svo Stefán, að svona tjöld hafa oft farið á loft hér á landi þegar eigandinn ætlar að "tjalda" en þau hafa aldrei komið niður á jörðina aftur svo vitað sé… Þannig að mávarnir hefðu varla gaman af að búa í því. 😀
Svo veit ég fyrir víst að einhver fór með svona tjald á Þjóðhátíð, henti því á loft og það flaug úr Herjólfsdal án þess að koma við jörð.
11.02.2009 at 14:55 #640512Ég er búinn að fá janúarsetrið og borga í heimabankanum.
Hef engan miða fengið enda spurðist ég fyrir um þá á mánudagsfundinum og var tjáð að ný kort væru í bígerð. Vona að einhver í stjórn geti upplýst meira um það….
05.02.2009 at 21:53 #640170Ætli ég útiloki ekki Toyota hér eftir sem valmöguleika í jeppakaupum/ bílakaupum hér eftir.
-
AuthorReplies