Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
12.02.2008 at 16:06 #613874
loftmyndir af vefsíðu Fasteignamats Ríkisins. Hægra megin á forsíðunni er "Skoða loftmynd af fasteign". Slærð inn heimilisfangið og þá ætti húsið (eða þakið á því) að sjást vel. Flestar eignir á landinu eru þarna inni, ekki allar.
p.s. Meðhjálparinn virkar ekki í Firefox vafranum mínum. Samt er búinn að slökkva á script block dæminu.
04.02.2008 at 09:57 #612516Ég hef keypt bensín með rauða kortinu nú í janúar og ég bíð við lúguna eftir að sjá reikninginn og afsláttinn og hvort þetta borgi sig eitthvað.
Hefur einhver fengið sinn reikning fyrir janúarúttektum ?
01.02.2008 at 15:59 #612620Best að allir viti þetta líka.
[b:3fp2d65c]07.203 Breytt bifreið.[/b:3fp2d65c]
(1) [i:3fp2d65c]Hæð aðalljóskera á breyttri torfærubifreið má mest vera 1350 mm.[/i:3fp2d65c]
(2) [i:3fp2d65c]Hæð bakkljóskera á breyttri torfærubifreið má mest vera 1650 mm.[/i:3fp2d65c]
(3) [i:3fp2d65c]Breytt torfærubifreið má vera búin tveimur ljóskösturum sem mega vera tengdir stöðuljóskerum um eigin rofa og samtengdir gaumljósi í mælaborði. [/i:3fp2d65c]
01.02.2008 at 15:53 #612618[b:2u8bj21n]07.10 Bifreið.[/b:2u8bj21n]
(1) Áskilin ljósker:
[i:2u8bj21n]- aðalljósker; tvö fyrir háljós og tvö fyrir lágljós
– bakkljósker; eitt eða tvö
– breiddarljósker; tvö framvísandi og tvö afturvísandi ef breidd er meiri en 2,3 m
– hemlaljósker; tvö
– hliðarljósker; á bifreið sem er lengri en 6,0 m
– hættuljósker
– númersljósker; eitt eða fleiri
– stefnuljósker; tvö framvísandi, tvö afturvísandi og eitt á hvorri hlið. Bifreið frá Bandaríkjum Norður-Ameríku og Kanada, sem ekki er meira en 6,0 m að lengd, má undanþiggja ákvæðum um stefnuljósker á hlið
– stöðuljósker; tvö framvísandi og tvö afturvísandi sem eru samtengd
– þokuafturljósker; eitt eða tvö. Bifreið frá Bandaríkjum Norður-Ameríku og Kanada, sem ekki er meira en 6,0 m að lengd, má undanþiggja ákvæðum um þokuafturljósker[/i:2u8bj21n](2) Leyfð ljósker:
[i:2u8bj21n]- aðalljósker; tvö eða fjögur aukaljósker fyrir háljós
– bakkljósker; tvö aukaljósker á bifreið frá Bandaríkjum Norður-Ameríku og Kanada
– breiddarljósker; tvö framvísandi og tvö afturvísandi ef breidd bifreiðar er á milli 1,8 m og 2,3 m
– dagljósker; tvö
– hemlaljósker; eitt fyrir miðju
– hliðarljósker; á bifreið sem er 6,0 m eða styttri
– hliðarbeygjuljósker; eitt á hvorri hlið
– leitarljósker; eitt
– stöðuljósker; tvö framvísandi og tvö afturvísandi aukaljósker
– varúðarljósker; eitt eða fleiri
– vinnuljósker; eitt eða fleiri
– þokuljósker; tvö. [/i:2u8bj21n][url=http://www.reglugerd.is/interpro/dkm/WebGuard.nsf/1c51168352e9a43a00256a07003476be/5690ea9f117f81b000256d1d004903cf?OpenDocument:2u8bj21n]Hlekkur á reglugerðina[/url:2u8bj21n]
———————
Ég hef enn ekki sett inn neinar myndir á vefinn þannig að í þeirri deild verða aðrir að svara þér. Það er hugsanlega gert í gegnum [b:2u8bj21n]Mínar upplýsingar[/b:2u8bj21n] efst vinstra megin á síðunni.
29.01.2008 at 16:52 #611806Mæli með þessarri síðu. Við hjónakornin setjum barnavideoin inn á hana, ekkert að borga ekkert mál.
21.01.2008 at 09:09 #611056… vantaði bílprófið á pick-upinn. Þannig skildi ég fyrirsögnina….
Annars er gott að rifja upp reglugerðina við þetta tækifæri, bara svo menn hafi allt sitt á hreinu….
[url=http://www.althingi.is/altext/132/s/1401.html:3s8nu62s]Reglugerðarskjal Alþingis. Afritaður útdráttur hér að neðan[/url:3s8nu62s]
[b:3s8nu62s]3.2.3 Reglugerð um ökuskírteini.[/b:3s8nu62s]
Hinn 15. ágúst var gefin út reglugerð um breytingu á reglugerð um ökuskírteini, nr. 501/1997, sem að mestu lýtur að ákvæðum sem varða nám og próf til að öðlast réttindi samkvæmt flokkum C1 og D1.
Í umferðaröryggisáætlun frá árinu 2000 er því lýst að æskilegt sé að setja reglur um nám og ökupróf sem veiti réttindi til að stjórna ökutæki í flokki C1 og D1 fyrir þá sem vilja öðlast réttindi til að aka bifreið sem er 7.500 kg eða minna að leyfðri heildarþyngd (C1) eða bifreið fyrir að hámarki 16 farþega (D1), án þess að um sé að ræða fólks- eða vöruflutninga í atvinnuskyni. (Sjá um flokkun ökuréttinda í 5.-13. gr. reglugerðar nr. 501/1997.)
B-réttindi (sem veita rétt til að stjórna fólksbifreið) eru mismunandi eftir því hvenær ökupróf var tekið. Sá sem tók próf fyrir 1. mars 1988 má aka hópbifreið fyrir að hámarki 16 farþega án gjaldtöku (flokkur D1 á ökuskírteini). Sá sem tók próf fyrir 1. júní 1993 má aka vörubifreið sem er skráð fyrir að hámarki 5 tonna farm (flokkur C1 á ökuskírteini). Reglugerðarbreytingin var byggð á því að ætla mætti að töluverð eftirspurn væri hjá ökumönnum, sem eru yngri en að framan greinir, eftir því að öðlast ökuréttindi C1 og D1 án þess að þurfa að fara í nám sem miðað er við vörubifreið (sem ekki eru bundin við tiltekna leyfða heildarþyngd bifreiðar) eða hópbifreiðar (sem ekki eru bundin við tiltekinn farþegafjölda). Þess má vænta að kostnaður yrði töluvert minni við nám til að fá réttindi C1 en nám vegna réttinda C og D. Einnig tók breytingin mið af því að framboð hefur aukist hin síðari ár á bifreiðum, þyngri en 3.500 kg að leyfðri heildarþyngd, einkum litlum vörubifreiðum (svo nefndum pick-up bifreiðum).
16.01.2008 at 16:19 #610400Frábært. Enn ein afsökunin frir PC eigendur fokin út í buskann. Áfram Makkíntoss!
16.01.2008 at 16:17 #610420… að þessi þráður sé fluttur á Innanfélagsmál áður en spurningunni er svarað?
12.01.2008 at 14:53 #609980Mundu þá að nota einnig vér, oss og vorum í innleggjunum 😀
08.01.2008 at 15:09 #609438Greinargott svar og flott.
Meðan þessi mál eru á réttri leið þá er ég sáttur. Eins og ég nefndi áðan þá er ég nýr félagsmaður þannig að ég veit ekki hvernig þessi mál hafa staðið hér áður fyrr.
08.01.2008 at 03:35 #609434Gott að fá þetta á hreint
***Rannsakar ítarlega samhengi afsláttarkorta, sjóntauga og skammtímaminnis***
Smá viðbót:
Bara svo það koma skýrt fram, þá þykir mér þessi afsláttur vera orðinn andskoti rýr þegar alltaf er miðað við þjónustuverð.
Miðað við að þjónustuverð sé 139,4 og afslátturinn sem ég fæ fyrir sjálfsafgreiðsluna sé 12 kr þá er ég að fá líterinn á 127,4
Ef ég fer með dælulykil á ódýrustu ÓB stöðina (Snorrabraut 130,8) þá er líterinn með lyklaafslætti 128,8 og Frelsi 127,8.
Sömuleiðis, ef ég fer á ódýrustu Orkustöðina (Selfossi 130,7) þá fæ ég líterinn á 126,9.
Ég held, miðað við þetta, að Skeljungur sé ekki að gera okkur neinn stókostlegan samning. Fyrirtæki fá meiri afslátt af verðinu en þetta.
– Svona fyrst það eru áramót og svona þá vil ég hvetja stjórnina til að gera könnun á því hve mikið af bensíni og olíu félagsmenn eru að kaupa og nýta sér þær upplýsingar sem verðmæti næst þegar svona afsláttarsamningar eru gerðir. Hafi slík könnun þegar verið gerð þá hef ég misst af henni, enda nýr félagsmaður. Einnig á ég erfitt með að giska hve margir lítrar af eldsneyti fara á bifreiðar félagsmanna en þeir eru allnokkrir, svo mikið er víst.
08.01.2008 at 02:23 #609430Þegar afslátturinn var kynntur í lok síðasta árs þá var talað um að við fengjum 12 króna afslátt af sjálfsafgreiðsluverði !
Sjá þessa mynd: https://old.f4x4.is/new/files/photoalbums/5508/46560.jpg
*Er á Makka þannig að hjálpartólin virka ekki….
04.01.2008 at 17:47 #608908Alveg sammála. Hinsvegar er ég ekki að ná samhenginu milli þessa þráðar og einhverrar málvillu, sem er klárlega annars staðar en á þessum þræði. 😉
gott væri að vita hver sagði veltur í stað oltin, í hvaða samhengi, á hvaða þræði o.s.frv.
04.01.2008 at 16:33 #608904Íslensk tunga trauðla er
töm á hvers manns nefi.
Skelfing vær’ að skipa þér
skurk úr lestrarkveri.
03.01.2008 at 11:18 #608746Sjálfur er ég nýr og svo rennblautur bak við eyrun að ég er með vatnsgreitt að aftan ! (…eða næstum því).
GPS námskeið væri örugglega skemmtilegt. Fjarskiptanámskeið, þar sem farið yrði yfir hverjir eru á hvaða rás, hvaða reglur gildi um fjarskipti o.s.frv. Námskeið í umhirðu, hvað beri að varast að vetri og sumri sem og lausnir á þeim vanda (reddinga-handbók jeppans jafnvel) Læra (verklega) einfaldari viðgerðir og fyrirbyggjandi viðhald eins og síur, kerti og þannig háttar mál. Tappanámskeið….
Það er að nógu að taka, best væri að námskeiðin væru frekar stutt (1 til 2 kvöld) og tækju á afmörkuðu málefni en færu ekki mjög víða á stuttum tíma.
22.12.2007 at 01:09 #607206Kemur hlekkurinn frá mér.
Þar sem þetta er ljósmyndari þá geturðu sagt honum að þessar eru teknar á 6 megapixla, Sony DSC-9 stafræna smáimbavél.
http://www.flickr.com/photos/unnar/coll … 518818899/
19.12.2007 at 19:23 #607202Ég sendi þér annaðhvort link á þær, eða bara beint. Reyni að koma því að í kvöld.
19.12.2007 at 12:05 #607198…var íshellirinn í Sólheimajökli afar fallegur. Ég tók sénsinn og fór inn í hann. Tók nokkrar myndir sem komu ágætlega út. Nokkrum vikum seinna komst ég ekki nálægt honum því þá hafði lón myndast austan við hellinn og farvegurinn út í ánna hafði lokað aðgengi að hellinum. Sá hellir var ekki mjög djúpur eða stór en hann þjónaði alveg sínu í sumar. Hef ekki komið þangað síðan í júlí þannig að ég hef enga hugmynd um hvort hann er þarna enn. Spurning hvort hann sé jafn magnaður ennþá.
-
AuthorReplies