Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
04.03.2013 at 11:02 #763983
<strong>Það er öllum frjálst að tjá sig hér á spjallinu,</strong> eina er að menn þurfa að sækja um aðgang og auðkenna sig með nafni.
Það virðist eitthvað hafa farið framhjá mörgum og víða er enn sú trú að hér sé allt harðlæst nema fyrir félagsmenn, en svo er ekki.
Stjórnin ákvað að gera tilraun með að opna aftur fyrir alla, á síðasta ári að mig minnir, og það hefur gengið alveg ljómandi vel og engin ástæða til að loka því aftur.
02.03.2013 at 14:05 #764041Ég skal taka þetta fyrir á næsta fundi stjórnar.
Ég verð að viðurkenna að ég hef blendnar tilfinningar gagnvart þessu. Ég er hræddur um að umferðin sem áður fór þarna færist á viðkvæmari svæði t.d. Bláfjöll. Hengillinn er ágætis svæði til að leika sér á (þúsundvatnaleið) og ég mæli með að menn kíki á hana ef þeim þyrstir í snjó (þegar hann er til staðar)
Það er rétt að það er slangur af bílum sem hefur farið þarna utan í rörið, ég skil vel áhyggjur OR. Hinsvegar held ég að það þurfi eitthvað rosalegra en jeppa til að gata rörið, klæðningin sjálf er þykk og dregur vel úr högginu, og rörið sjálft er að ég tel, hnausþykkt. (ekki að það sé nein réttlæting á því að keyra á það og skemma klæðninguna!!!!)
Því tel ég hættuna á banaslysi lítil (held líka að OR sé alveg sammála mér með það)Spurning hvort það sé hægt að fara einhvern milliveg? Ef jeppar aka sunnan meginn við veginn á snjó hlítur það að teljast í lagi, þar sem jú ekki er verið að aka á veginum. (að fara uppá veginn er hinsvegar ólöglegt)
Vegagerðin er hinsvegar alveg útá þekju hvað varðar þessi viðvörunarskilti, nú þegar veit ég um eitt stórtjón á ökutæki (sem betur fer slasaðist ökumaðurinn ekki alvarlega eftir því sem ég best veit), þar sem skiltið á veginum er að mér skilst, strax eftir blindhæð. Þetta minnir óneitanlega á slysagildruna sem sett var upp við Þingvelli hér um árið.
25.02.2013 at 12:19 #763929Þetta gæti líka verið tölvuvesen, það er "krónískt" vandamál í ECU einingunni í þessum bílum að þéttarnir slappast með aldrinum og bólgna upp. Hef svo sem aldrei litið á svoleiðis vandamál en ég get ekki ímyndað mér að það sé stórmál að gera við það. Spurning með að opna ECUið og skoða hvort þéttarnir séu eitthvað bólgnir?
ég sendi þér btw póst með FSM yfir vélarnar í þessum bílum.
Svo gæti þetta svo sem verið eitthvað í olíuverkinu sjálfu eða spíssum.
24.02.2013 at 14:54 #759469Ég tengi torfæruljósuin mín í gegnum það, enda nota ég þá mjög sjaldan á þjóðvegi nema undir einhverjum sérstökum kringumstæðum.
Þetta eru tveggja geisla IPF, annar geislinn er lágr og notaður eins og þokuljós (þokuljós má tengja gegnum stöðuljósin).[quote:2rk8bgdi]
07.203
Breytt bifreið.
(1)
Hæð aðalljóskera á breyttri torfærubifreið má mest vera 1350 mm.
(2)
Hæð bakkljóskera á breyttri torfærubifreið má mest vera 1650 mm.
(3)
Breytt
torfærubifreið má vera búin tveimur ljóskösturum sem mega vera tengdir stöðuljóskerum um
eigin rofa og samtengdir gaumljósi í mælaborði.
[/quote:2rk8bgdi]
23.02.2013 at 18:02 #763925Er þetta ekki dísel bíll?
Mér dettur í hug ádreparinn eða svissbotninn. Annars er þetta frekar furðulegur draugur. Mæli með að skoða öll tengi og víra í kringum olíuverkið og spíssana, það er ekki mikið rafmagnsstýrt í kringum það en gæti svo sem verið eitthvað. Ekki víst að það komi upp við villuleit í tölvu. Virka allir mælar eðlilega, t.d. hitamælirinn?
Er Alternatorinn að hlaða eðlilega?
Þetta eru svona nokkrar hugmyndir sem mér dettur í hug að skoða.
18.02.2013 at 12:13 #225619Sælir félagar.
Nú líður að Jeppadegi Toyota þann 23. Febrúar næstkomandi. F4x4 ætlar
að vera með kynningarbás til að kynna klúbbinn og málefni hans og við
gætum þegið auka hendur.
Svo væri auðvitað gaman að sjá sem flesta líta við.Þetta felst aðalega í því að vera við kynningarbásinn og svara
spurningum um klúbbinn, kynna félagsstarfið og þess um líkt.Hugmyndin er að vera t.d. með tölvu og skjávarpa sem sýnir myndir af
starfi klúbbsins, ég auglýsi hér með eftir myndum af ferðum klúbbsins,
stórferðum, litlunefndarferðum, stikuferðum og landgræðsluferðum, eins
ef einhver á einhverjar skemmtilegar gamlar myndir úr starfi klúbbsins.Þið getið haft samband beint við mig, Samúel, á samuel@ulfr.net eða hér í þessum þræði.
18.02.2013 at 11:46 #763739Ferlarnir eru allir í gdb3 skráarsniði held ég, eldra mapsource gat bara lesið gdb2.
Inná garmin síðunni er hægt að sækja uppfærslur:
http://www8.garmin.com/support/download … jsp?id=209Þú getur líka notað GPSBabel til að breyta á milli gdb3 yfir í gpx eða gdb2. Það eru leiðbeiningar um GPSBabel hér á spjallinu undir umræðunni um ferlasafnið.
15.02.2013 at 23:36 #763721Notar þú USB interfacið á garmin tækinu eða usb yfir í serial?
Man ekki alveg hvernig Nroute höndlar interfacin en getur verið að þú getir valið eitthvað um það í preference eða options?
15.02.2013 at 01:07 #759465Veit ekki hvort þetta hjálpar eitthvað, en c.a. svona er kerfið sem er í bílnum hjá mér… (reyndar orðið meira complex en þetta er grunnurinn)
15.02.2013 at 00:46 #225599Ákveðið hefur verið að Vikrafellsleið svokölluð eða leið norðan Dyngjufalla (eins og norðanmenn kalla hana
verður opin vélvæddri umferð.
Sjá frétt á vef Vatnajökulsþjóðgarðar: http://www.vatnajokulsthjodgardur.is/starfsemi/a-dofinni/nr/706
01.02.2013 at 20:40 #225500Getur einhver sem er á leið uppí Setur í kvöld eða á morgun tekið með sér 15l af sjálfskiptivökva fyrir Frikka?
27.01.2013 at 01:25 #762967GDB hjá Garmin = Garmin DataBase
GDB hjá LMÍ = GeoDataBaseÞetta eru algjörlega sitt hvort formatið á kortum, garmin dótið er tja, dót.
Til eru mörg góð frí tól fyrir linux til að converta þessu á milli og vinna með GIS data. Þekki ekki alveg hvernig þetta er á windows.
En að ætla sér að replacea kortin frá Hnit/Samsýn, það gæti kostað annsi mikinn tíma.
Betra væri þá að reyna að koma þessum upplýsingum inná OSM eða ámóta og búa svo til mynd af íslandi fyrir garmin tækin, það myndi allavegana nýtast fleirum…
Eða nota hreinlega gpsmap.is kortið, það er ágætt. (ég verð sennilega brenndur á báli fyrir að auglýsa þetta….)(edit)
Ég gleymdi alveg að minnast á það að garmin database skrár geyma bara punkta, ferla, rútur eða POI.
kortin sjálf eru geymd sem *.img (image) skrár. Það eru til ágætis converterar til að færa raster eða vector myndir yfir í img skrár.
16.01.2013 at 23:52 #762739…þó menn fái sér örlítið í tánna.. hvaða hvaða. 😛
13.12.2012 at 16:33 #761381Þess ber að geta að einhver misskilningur virðist vera um hvað jeppaveiki er og af hverju hún hlíst.
Jeppaveiki er þegar dekk titra á eigintíðni sem veldur afar slæmum skjálfta uppí stýri, en veldur ekki því að jeppar rása á milli akreina. Orsökin fyrir jeppaveikinni og að jeppar rásir getur hinsvegar verið sú sama.Þetta er skemmtileg skýrsla um slysatíðni breyttra og óbreyttra jeppa.
http://www.vegagerdin.is/vefur2.nsf/Fil … pa2002.pdf
12.12.2012 at 22:18 #225152Meðfylgjandi eru glærur sem notaðar voru af þeim Russ Ehnes og Tom Crimmins á fundum sem haldnir voru í samvinnu Slóðavina, LÍV, Skotvís og Ferðaklúbbsins 4×4 dagana 26. til 30. Nóvembers 2012.
04.12.2012 at 01:43 #759459[quote="Stjani39":2ta4frun]Sælir strákar
ég er alveg sammála ykkur. við erum að tala um auka rafmagn ekki hluti sem eru fjöldaframleiddir og eru og verða eins og þeir eru smíðaðir ég hef ekki breitt einum einasta hlut í mínum bíl ég er eingöngu að tala um aukabúnað eins og ljós og fl. það er alltaf gott að fá smá rökræður um hlutina það skerpir á og er bara stundum full þörf á því
jú við erum með 2 póla kerfi í skipunum og það virkar fínt, ég er sennilega að mikla þetta svolítið fyrir mér með mínusin og viðurkenni það.Takk kærlega,
Ég verð í sambandi við þig Þórmar þegar ég kem í land mikið að gera á sjónum og alltaf vitlaus veðurKveðja Stjáni[/quote:2ta4frun]
Sammála með að oft er gott að ræða hlutina.
Það sem ég á við með hætturnar við jarðtengingar beint á geymi er t.d. í dæminu hér að ofan þar sem ég kastaði spurningu fram varðandi jarðtenginu, er að maður verður að passa sig að ef kerfið á að vera einangra, getur það oft orðið mjög erfitt að halda því algjörlega einangruðu. T.d. með talstöðvar þar sem það verður að jarðtengja loftnet.
Það er gert af tveimur ástæðum, á loftnetinu sjálfu byggist upp statík og flest loftnet á bílum gera ráð fyrir að nota þakið eða annan málmhluta bílsins sem mótvægi (e. groundplane).Sumir kastara eru einnig jarðtengdir beint útí festinguna, þó að ég held að nýlegir kastarar séu almennt ekki þannig gerðir.
Sjálfur er ég með IP65 kassa frá Ískraft sem ég setti tvær din skinnur í, aðra fyrir tengingar inn/út og aðra fyrir relay og öryggi. Öryggja höldurnar fékk ég frá S. Guðjónsson að mig minnir. Einhverstaðar á ég að eiga myndir af þessu og reyni að henda þeim inn annað kvöld. Þetta hefur reynst ágætlega í tæp 5 ár.
03.12.2012 at 23:48 #761249Myndakvöld á fimmtudagskveldið næstkomandi. Hvet flesta þá sem voru í ferðinni til að líta við ef þeir hafa tök á.
Til að taka af allan vafa, þá bilaði ekki jeppin minn. Hann skemmdist bara í tjóni.
Svo er skemmtilegt að segja frá því að hlutfallslega biluðu fleiri Pajeroar en Toyotur…Meiri prósentureikningur
100% lc90 biluðu
0% lc80
75% 4Runner biluðu
0% Hilux
100% LC60Hver er svo besta undirtegundin af Toyotum?
03.12.2012 at 23:45 #759455Væri bíllinn smíðaður með tilliti til þess að allt sé fljótandi (sem þeir eru ekki, enda mjög hentugt að nýta stellið sem jarðbindingu) væri þetta sjálfsagt í lagi. T.d. að einangra útvarpstæki, eða talstöðvar, enda eru stellin á þeim jarðtengd. Það sér hver maður að þetta hljómar ekki mjög rökrétt, er það? fyrir utan rétt tæplega tvöföldun á víralengdum o.s.f.v.
T.d, Vél jarðtengist með stelli, stellið er jarðtengt boddíi, talstöð er fljótandi og bara með öryggi á plús en mínus er beint á geymi, en hvað með loftnetið?
Þess fyrir utan er mjög mikivægt að allar jarðtengingar milli boddís, grindar og vélar séu í lagi.
03.12.2012 at 12:24 #761229[quote="haukureg":30livwgo]Takk fyrir eðalferð!
Hins vegar held ég að stjórn 4×4 verði að taka það upp, hvort það yfir höfuð gangi að leyfa Toyotur í svona ferðir, a.m.k. þeim sem ekki eiga að teljast til dráttar- og viðgerðaræfinga!
Með kveðju,
Haukur (Jimny 33")[/quote:30livwgo]Ég legg frekar til að toyota opni varahlutalager þarna uppfrá…
02.12.2012 at 23:10 #761217Smá uppfærsla. Ég kom heim rétt um tíu leytið eftir átakasama ferð.
Heyrði af Klakksförum um svipað leyti þá áttu þeir stutt eftir í Geysi og gekk vel.
Bergur á 4Runner hybrid losaði sig við felgubolta rétt fyrir Árnes og voru Styrmir og félagar á leiðinni í bæjinn að sækja bolta.Heyrst hefur að varahlutaverð i Toyotur lækki umtalsvert eftir ferðina, enda framboðið af bílum til niðurnifs heldur mikið…
Nýti hér með tækifærið til að þakka öllum þáttakendum sem ég gleymdi og/eða fékk ekki tækifæri til að þakka fyrir góða ferð.
-
AuthorReplies