Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
09.10.2008 at 18:11 #203039
Sælir félagar, við í hjálparsveitinni fengum „kyndilega þá hugmynd að hafa lítið slideshow með einhverjum skemmtilegum festumyndum eða myndum af skemmtilegum vandræðum sem félagsmenn hafa lent í.
Fyrst hafði hugmyndin verið að sýna myndir af hjálparsveitinni úr ferðum en vegna trúnaðar við þá sem við aðstoðum hverju sinni sáum við okkur ekki fært að gera slíkt. Þessvegna biðlum við til félagsmanna um að senda myndir sem þeir vilja sýna.
.
Ef þið eigið myndir af bílnum ykkar eða kunningja (og hafið samþykki þeirra) og viljið lofa okkur að sýna þær á sýningunni væri flott ef þið gætuð sent myndir á okkur.
Ég geri mér fyllilega grein fyrir skömmum fyrirvara en ég er sannfærður að að margir félagsmenn eigi skemmtilegar myndir á stafrænu formi af ýmsum festum og skemmtilegum vandræðum, sem væru ekki lengi að senda eina eða tvær myndir á okkur (eða fleiri).
.
Myndirnar verða helst að vera í upplausninni 1280×1024 eða hærri. (eða þar um kring, myndavélar geta verið mismunandi með upplausnirnar en ofta á þessu reiki eða hærra)
Myndir mega sendast á ulfr.thor@gmail.com.
.
Með von um góðar undirtektir félagsmanna (og þó þið séuð ekki í félaginu en lesið þetta og eigið góðar festumyndir eruð þið velkomin). Einnig er ýmsar skondnar myndir úr jeppaferðum velkomnar svo lengi sem þær eru „hæfar til sýningar“ eins og sagt er.
.
Fyrir hönd Hjálparsveitar, Samúel Ú. Þór.
myndir sendist á: ulfr.thor@gmail.com
09.10.2008 at 17:49 #630794,,Er þá hægt að koma fyrir 9,5" landcruiser köggli í hilux hásingu? Hefur það verið gert?“
.
Svarið væri, já og nei.
Það er hægt að koma þessu fyrir með látum, eins og öllu öðru, en það þarf að skipta um ,,miðjuna“ í hásingunni ásamt því að breyta nöfunum að aftan og væntanlega sérsmíða öxla og fleira, getur þó verið að stutti öxullinn úr 60 bílnum passi í. Þeas heilfjótandi, hitt væri bölvað bras held ég.
.
Annars hef ég aldrei gert þetta en ég býst við að það verði næsta sumarverkefni.
.
Föndurkveðjur, Úlfr
E-1851
09.10.2008 at 17:40 #630844Liðhúsin eru að mig minnir eins á hilux og 70 krúser, þeas armarnir ganga á milli.
Millibilsstöngin er orginal að aftanverðu á LC70 og hefur alltaf verið þannig, en hægt er að víxla örmum og setja hana framan við.
.
Það er sennilega ódýrara að fá arm hjá rennismið heldur en að kaupa armana 3 af krúsernum með stöngunum…
Að vísu ef þú finnur þetta notað ertu kannske í skárri málum en þá er bara spurningin að fara útí LC70 hásinguna í heildinni, hún er með gormum og asnalegum stífum og svona fínerí.
.
kkv, Úlfr
E-1851
07.10.2008 at 18:10 #63071650×50 4mm þykkir eru notaðir inní beislin, en 60×60 utan um. s.s. beislið á bílnum sjálfum.
Vona að þetta komi að gagni.
kkv, Úlfr
E-1851
29.09.2008 at 18:06 #629966Ef að bíllinn er eð klafa orginal þá eru lengri öxlarnir í honum, en ef þetta er orginal hásingarbíll þá eru styttri öxlarnir í honum.
.
Ég veit ekki alveg hvernig ég get gert mig meira skiljanlegan en þetta, viðurkenni þó fúslega að þetta getur vafist fyrir mönnum. 😀
.
Held nú samt að keisingin sjálf passi á milli.
.
Þú getur líka bjallað í mig ef þú ert í einhverjum vandræðum.
.
kkv, Úlfr
E-1851
29.09.2008 at 12:27 #629962Ef þetta er orginal hásingar bíll passa öxlarnir ekki á milli, en mig minnir þó að keisingin passi.
.
Orginal hásinga bílar voru með 55" breiðum hásingum en IFS bílarnir voru með 58" breiðum rörum, þar af leiðandi eru öxlarnir of langir fyrir eldra rörið.
.
kkv, Úlfr
E-1851
29.09.2008 at 12:25 #629972Eru ekki voldugari spindillegurnar á LC60?
Minnir að þetta sé ekki nothæft á milli en hef svosem aldrei prófað.
Eftir því sem ég best veit eru þó liðhúsin af LC70 (stutta) sömu og eru á hiluxnum, ættu liðarmar af þeim að passa á.
Annars er hann Árni Brynjólfs rennismiður að smíða svona liðhúsarma sem eru fyrir Hilux rör.
.
kkv, Úlfr
E-1851
28.09.2008 at 00:47 #629910Það er nú staðreynd að fínni spíssar auka nýtni véla. Tæknilegu ástæðurnar man ég ekki til hlítar akkúrat í augnablikinu en sjálfsagt hefur það með dreifingu að gera.
Svo er náttúrulega CRDTI hugmyndafræði sem byggir á fínni innsprautun meðal annars.
Bara gaman að það sé einhver þróun í svona fyrirbrigðum.
Minnir mann nú á að fara að drösla CR kerfi í druzluna.
.
kkv, Úlfr.
E-1851
25.09.2008 at 16:25 #629872Ég held að ef ég les þetta rétt, þá væri þetta óhentugt í jeppann nema með tölvu.
Mér sýnist kortin nefninlega bara vera gerð fyrir sjóferðir, þeas ekki vera til nothæft íslandskort fyrir þetta. En svo er náttúrulega langbest að spyrja þá uppí Aukaraf betur út í þetta.
.
kkv, Úlfr
E-1851
22.09.2008 at 18:51 #629778Google er vinur þinn. Þó ég geti ekki svarað spurningunni þá get ég samt bent þér á eina síðu sem er annsi líkleg til að geyma upplýsingar um þetta.
[url=http://www.pirate4x4.com/:pk91ic0q]pirate4x4.com[/url:pk91ic0q] mæli með að kíkja á hana. Gæti verið að þetta leynist þar, enda skuggalega mikið af upplýsingum þarna.
.
kkv, Úlfr tölvunörd.
E-1851
22.09.2008 at 01:00 #629762Því miður, þá eru allt of fáir sem eiga gps göngutæki og margir af þeim sem þó eiga þau kunna bara ekkert að nota þau!
Að kunna að beita kortum og áttavita er líka mikilvægt… Þó að maður sé með þetta fína gps tæki getur það *alltaf* klikkað, svo ég vitni nú bara í murphy (sem reyndar var eignað þetta lögmál af einhverjum misskilningi…), ef eitthvað getur farið úrskeiðis, fer það úrskeiðis, allt getur farið úrskeiðis.
.
kkv, Úlfr meðlimur hjálparsveitar.
E-1851
21.09.2008 at 18:07 #629748Það er búið að ræða þetta áður, leitaðu að þessum orðum á spjallinu hér, eða á [url=http://www.pirate4x4.com/:2pp080yf]pirate4x4[/url:2pp080yf] eða [url=http://www.yotatech.com/:2pp080yf]Yotatech[/url:2pp080yf].
.
Fann í fljótu bragði smá þráð um þetta. [url=http://pirate4x4.com/forum/showthread.php?t=689231&highlight=top+shift+conversion:2pp080yf]hér.[/url:2pp080yf]
.
Gangi þér vel.
‘Yotakveðjur, Úlfr
E-1851
.
P.S. Top shift komu í eldri 4cyl bílunum… forward shift eru í flestum dísel og öllum v6 bílum.
17.09.2008 at 18:38 #629456Baldr var veginn af blindum einherja er Loki Laufeyjarson fékk ör úr mistiltein og beindi að hjarta Baldrs.
.
Þá er næsta spurning, hvað hét sá einherji?
.
kkv, Úlfr
E-1851
.
P.S. ég veit að þessu var beint að MHN en ég bara *varð* að svara þessu. 😀
15.09.2008 at 08:25 #629362Aukaraf hafa verið að selja svona dót, fyrir morðfjár.
Einnig samrás eins og Lárus bendir á.
.
Ég hef svosem smíðað nokkur svona kerfi og gæti sjálfsagt lagt til eina heilasellu eða tvær ef þú hefðir áhuga á að smíða þér.
.
kkv, Úlfr
E-1851
11.09.2008 at 19:44 #202897sælir félagar, var beðinn að koma þessu til skila á vefinn hið snarasta!
.
Tapað fundið.
Einhverja daga fyrir helgina 6-7 / 09. síðastliðna höfðu þau hjú Eyvindur og Halla verið á ferðinni upp við Setur og náttúrulega lykil laus og þá voru góð ráð dýr, var ekki annað að gera en að hefja innbrot hið síðara í skálan.
Voru nú snöggar hendur við hafðar og hleri skrúfaður úr glugga sem settur var í eftir fyrra inbrot. Var ekki að orðlenga það að þetta gekk að sjá vel hjá þeim hjúum og gengu þau frá öllu eins og áður var. En hvernig svo sem það átti sér stað hafði Halla greyið orðið viðskila við nærhaldið sitt og skildi það eftir í umkomu leysi í einu fletinu.
Nema um þessa helgi var vinnu ferð og urðu glugga viðgerðar menn varir við tauið, og þótti mönnum nú ílla komið, að hafa Höllu greyið nærhaldslausa berrassaða hlaupandi um borg bí ,og var nú slegin á fundur um það, undir hvaða deild þetta heyrði, þótti umhverfisdeild koma sterk inn eða hjálparsveitin. En þar sem þetta þótti mjög svo alvarlegt mál var ákveðið að vísa því til stjórnar og var hjálparsveitinni falið að koma þessiri eðalbrók til stjórnar og mun hún afhenda Höllu brókina með mikilli ánægu, og getur hún vitjað þeirra í aðalstöðvum klúbbsins upp á höfða núna í kvöld fimmtud. 11 sept. kl.21:00.
fyrir hönd stjórnar og hjálparsveitar, S.B.
.
Meðfylgjandi er mynd af tjéðu nærhaldi.
.
Biðst velvirðingar á stafsetningar- og innsláttarvillum.
Kkv, Samúel Úlfr. Hjálparsveit
E-1851
05.09.2008 at 16:37 #628942Það ætti nú ekki að vera mikið vesen þó hann sé alltaf í lokunum ef þetta er loft lás.
Get amk ekki séð neinn sérstakan ókost við það.
Náttúrulega gæti maður skellt úr lokunum ef maður brýtur öxul eða drif, en það getur maður ekki að aftan… Svo að það getur varla skipt miklu máli að framan heldur (þar fyrir utan haldast hjólin amk á bílnum ef maður brýtur öxul að framan….).
.
Svo er bara að finna sér manual lokur. Hægt að fá þetta víða svo er [url=http://www.marlincrawler.com/:14ukn9pb]MC[/url:14ukn9pb] með uppgerðar manual lokur, man ekki hvað þær kosta þar.
.
Myndi láta vaða á þetta. Fastir flánsar eru btw sterkari en manual lokur.Þetta ADD rusl er ekki eins og auto-lokurnar í patrol t.d. Þar sem auto dótið var í lokunum sjálfum, en ekki í vaccum pungi inn við hásinguna.
.
kkv, Úlfr
E-1851
.
P.S. Er þessi true-trac lás fyrir 7,5" drifið? (mæli samt ekki með að vera með neitt annað en dráttarlás að framan… Getur orðið stórhættulegt í hálku þetta sjálf-/hálflæsingardót)
05.09.2008 at 15:47 #628964Fást í Landvélum, Barka og flestum stöðum sem selja einhverjar glussaslöngur.
.
Hef fengið mjög góða þjónustu bæði í Barka og eins Landvélum, mæli með þeim báðum. Eru líka bæði staðsett í kópavogi.
.
kkv, Úlfr
E-1851
05.09.2008 at 02:02 #628946Þetta er sög með svipuðu blaði og er í járnsögum, bara styttra. Svo gengur þetta (oftast) fyrir lofti og gengur fram og til baka. Snilldar græja og oft hægt að koma að þar sem sverðsög (sawzall) eða rokkur komast ekki að.
.
Held þetta fáist nú samt ekkert fyrir lítið.
.
kkv, Úlfr.
E-1851
05.09.2008 at 01:59 #628958Lagaðu frekar 3Vezen mótorinn heldur en að standa í 22RE sullinu (þó það séu nú ekki alslæmar vélar).
Þú sleppur aldrei við eyðsluna og fyrir 1-2 lítra mun á hundraði borgar sig ekki að skipta út tölvu, rafkerfi, mótorfestingum, skiptingu ofl…
.
kkv, Úlfr
E-1851
05.09.2008 at 01:43 #628936[i:3l29gsfl]Nú man ég ekki alveg, eru lokurnar "lokur" eða bara flánsar? Á eldri hiluxum/runnerum voru sjálfvirkar lokur en á seinni bílum með ADD var vaccum loka öðru megin á klafadraslinu sem vildi stundum bila. Sennilega best að festa bara gaffalinn í því í "læst" stöðu og sætta sig við flánsa eða finna manual lokur (ekkert annað en AISIN lokur, allt annað eru leikföng)
.
Ef þeta er eldri týpan af sjálfvirku lokunum þá áttu þær til að bila, betra að finna fasta flánsa eða alvöru AISIN lokur.
.
Svona smá info, ef þetta er klafabíll er ég 99% viss að það sé ADD í honum. Minnir að þessar sjálfvirku lokur hafi verið í rörabílunum.[/i:3l29gsfl]
EDIT: ég var að lesa aftur yfir póstinn þinn, auðvitað er ADD í honum og það er bara að festa gaffalinn ef þú ert hræddur við þetta vaccum sull, hægt að finna lokur sem passa beint á þetta, en flánsarnir bila aldrei…
Mynd af ADD lokubúnaði:
[img:3l29gsfl]http://www.pressroom.com.au/newpressroom/toyota/presskits/2002hiluxv6/ADD.gif[/img:3l29gsfl]
.
kkv, Úlfr
E-1851
.
P.S. ætti að vera í lagi að vera með 5,29 og ARB læsingu ef þú ert ekki að þjösnast mikið á þessu. Þetta klafadót er bara 7,5" kambur og ekkert voða sterkur… Afturdrifið er 8" og þolir það alveg. Öxlarnir gætu orðið svekktir… En þá er bara að breyta í heilfljótandi.
-
AuthorReplies