Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
04.11.2008 at 09:30 #630594
Hverjir eru að selja Lightforce ljósin? Sá þau í notkun í fyrravetur og varð helv. hrifinn.
.
kkv, Úlfr
E-1851
04.11.2008 at 09:27 #632152Þetta eru fínir bílar. Grindin er svolítið ryðsækin aftast en annars fín, auðvelt að röravæða þá og breyta.
Pláss fyrir aukatanka, miðstöð sem blæs alltaf heitu, alltaf…
Það er eiginlega nauðsyn að hækka framsætin upp örlítið til að hægt sé að sitja í þessu í lengri tíma. Ég amk fékk alltaf í hægra hnéð ef ég sat lengi í honum, fór þó ekkert að finna fyrir því fyrren á leið.
Hmm, hvað meira er hægt að segja, ef þú nærð 3l TD vélinni þá ertu hamingjusamur maður, en mér þykir þeir heldur dýrir m.v. V6 krílið, sem er ágætis mótor en hættir til að fara að eyða ef að innspýtingarruglið er ekki allt í tip-top. Flækjur bæta eyðslumálin og að svera pústið aðeins. Virkaði amk á gamla flakinu mínu.
Rassgatið á þessum bílum háir þeim helling, mæli ekki með að setja neitt þungt í skottið ef þú stefnir á að drífa í þungu færi nema með hásingarfærzlu. Hásingarfærzlan sjálf er einföld og þægileg, færa neðri stífurnar upp og lengja efri stífurnar til að þær passi í neðri stífurnar. Myndi þó síkka stífuturnana við grind og á hásingunni svona til að halda aksturseiginleikunum.
Afturöxlarnir eru vandamál í þessum bílum en þola yfirleitt 38" alltí lagi ef maður fylgist með þessu. Hægt er að breyta afturhásingunni í heilfljótandi og er það ekki mikið vesen en svolítið kostnaðarsamt.
.
Það er tiltörulega auðvelt að setja skriðgír og ekki svo dýrt, hlutföll og læsingar liggja víða og auðvelt að fá flesta varahluti. Gott umboð og svo er þetta náttúrulega bestu bílarnir og drífa mest því þetta eru toyotur. 😉
.
Niðurstaða, sjálfsagt ágætis bílar fyrir verð, fara nokkuð vel um mann, breytingar eru aðgengilegar og nóg til af þekktum formúlum sem virka fyrir slíkt.
Ekki þægilegir fyrir stærra fólk í langferðum aftur í.
.
Vona að þetta komi að gagni.
kkv, Úlfr
E-1851
P.S. Eitthvað var ég búinn að gleyma því sem þú sagðir í byrjun þráðarins og þú fjarlægir þá bara þau ráð sem gagnast þér ekkert með huganum. 😉
P.p.s. er þetta fyrstu eða annarar kynslóðar ‘yota?
03.11.2008 at 02:18 #632024Nokkrar vangaveltur koma uppí hausinn á mér þegar minnst er á ESB.
Ef Herra Brussel er illa við jeppana okkar, munum við þá koma til með að lenda í því að mega ekki breyta fyrir stærra en 35"? Og ef svo verður, verðum við þá að ganga í gegnum brjálæðislegt skoðunar- og vottorðaferli til að fá það? Verða "viðurkennd" breytingarverkstæði að gera allt?
Ég persónulega, er ekki hlynntur því að þetta endi allt hjá "fag-aðilum" sem hafa sína vitneskju, aðalega úr bílskúrnum, og alls ekki að okkur sé ekki heimilt að aka á stærri blöðrum en 35" … Það myndi bara kalla á afturhvörf til 9. áratugarins.
Ég persónulega er á móti ESB, og þá alls ekki bara útaf andstæðunni gagnvart jeppunum okkar, heldur almennt frelsisskerðingin sem fylgir þessu apparati, og reglugerðarfarginu.
.
En þetta eru bara svona mínar persónulegu vangaveltur.
kkv, Úlfr.
E-1851
02.11.2008 at 19:24 #632070Ef þetta er ’91 hilux, þá skiptir það engu ef bílstóllinn er gerður fyrir að vera frammí, þeas snúa öfugt.
Það eru engir loftpúðar í svona gömlum druslum, sem betur fer!
kkv, Úlfr, hjálparsveit.
E-1851
01.11.2008 at 20:48 #631988Ég held að betra sé að vera með tvöfaldan lið. Myndi telja að það minnkaði álagið á krossana.
.
En annars á það ekki að skipta miklu þó skaftið sé út á hlið. Bara að pinjón hallinn sé réttur.
.
Breytingakveðjur, Úlfr, hjálparsveit.
E-1851
31.10.2008 at 23:06 #631972Ertu með heila hásingu eða klafa?
Klafarnir þola meira backspace (11,5 ef ég man rétt) en hitt þolir 9 eða 10cm.
.
Ég hef amk notað patrol felgur á klafa ‘runner. Man ekki hvort það passaði á hásingarbílana…
.
kkv, Úlfr, hjálparsveit.
E-1851
26.10.2008 at 03:45 #631494Ég held að stýristjakkur og þverstífufóðringar hafi LANGMEST að segja um jeppaveiki, hitt er faktor en eftir mínum óvísindalegu mælingum virðist vera meira "aukahlutur", ef þið fattið.
.
Svo er það staðreynd að sumir hlutir virka fyrir suma en aðra ekki… Eigintíðni dekkja er einnig misjöfn, sérstaklega á dekkjum sem eru nær því að vera ferköntuð en kringlótt. =>
.
Jón, þú ert að misskilja, fráhvarfseinkennajeppaveiki er það sem þú meinar, og það kemur fyrir eigendur patrola, þeas þeim langar í alvöru jeppa. 😉
.
kkv, Úlfr, Hjálparsveit.
E-1851
P.s. mér er alls ekki illa við patrol né eigendur þeirra, enda var ég einmitt að aka um á patrol og kunni ágætlega við, svona á malbikinu það er að segja…
25.10.2008 at 20:02 #631482Ekki misskilja mig, það á ekki að herða rónna í 57Nm og halda henni þar! Þá steikið þið leguna. Svo það sé á hreinu. =)
.
Maður herðir innri rónna uppí 57Nm, snýr nokkra hringi til að losa feitina úr og sjálfsagt eitthvað meira, herðir aðeins uppá (57Nm) og losar svo rónna, án þess að hreyfa neitt, og puttaherðir hana og örlítið meir (kannske (jafnvel minna) 1/8 úr hring með skafti ef þið hafið ekki herzlumælir fyrir 9Nm).
Svo er læsiskinnan sett á, læsiróin og hert hana í sama, og svo læsa skinnunni (lemja flipana til).
.
Vona að þetta sé nógu skýrt. =)
Þetta eru btw bara upplýsingar sem ég hef fengið frá ferðafélögum og svo af síðunni! Ótrúlegt flæði af upplýsingum hér, þó það sé erfitt að leita að þeim. Vona að þetta gagnist einhverjum. =)
.
kkv, Úlfr, Hjálparsveit.
E-1851
24.10.2008 at 18:16 #631476Ég tek því sem að þú sért með mjög stabílan huga. 😉
Gott að þetta fékk farsæland enda.
.
kkv, Skjálfta-Úlfr
E-1851
22.10.2008 at 02:11 #631468Ég er búinn að berjast og berjast við þetta kvikindi…
Ég myndi athuga herzlu á spindillegum, jafnvel athuga preload-ið á þeim. Spindillegurnar eiga að vera 96Nm herzla á rónnum sem halda liðhússörmunum (stýrisörmunum eða hvað þetta heitir á íslensku) á. preloadið er hægt að mæla með að skella þyngdarmæli (t.d. sem er notaður við að mæla þyngd á fisk =) ) á liðhúsarmana með leguhubbinn af. s.s. bara spindillinn eftir af legudraslinu. Mæli með að skoða almennilega viðgerðarbók um þetta man ekki preloadið akkúrat núna sem á að vera á þessu. Ef að preloadið er vitlaust þarf að bæta eða fækka skinnum á milli liðhússins og armanna.
.
Svo er það þverstífufóðring, það þarf ekki að vera nema öööööörlítið slag í þeim til að allt fari til andskotans. Ég ætla að setja fóðringar úr LC80 til að drepa þetta endanlega (vonandi). Þær eru TÖLUVERT massífari, og halda betur við.
.
Millibil, mæla millibilið og sjá hvert það er, útskeifur = meiri jeppaveiki (amk í mínu tilfelli) en örlítið innskeifur = minni jeppaveiki, bíllinn verður rásfastari fyrir vikið, passa sig samt að fara ekki yfir 4-5mm inn á við til að slíta ekki dekkjunum og setja ekki óhóflegt álag á stýrisenda.
.
Stýrisdempari, rífa hann úr og athuga hversu þéttur hann er, ég var með OME sem var ekki nógu stífur, svo Rancho sem var aðeins skárri, en besti sem ég fann var hjá Fjallabílum, stál og stansar.
Það má ekki vera slag í honum þá fer allt á reiðiskjálf.
.
Stýrisendar, ef hlutirnir fara að stefna í svartsýniskast má skipta um þá, toyota endar hafa reynst mér bestir, færð líka nýjar stangir með í kaupbæti…
.
Spindilhalli, hver er spindilhallinn? Meiri spindilhalli, minni líkur á jeppaveiki og meiri rásfesta, meira álag á stýrisgang fylgir…
.
Hjóllegur eiga að vera að hertar rétt, og reglulega (1x á ári að lágmarki að mínu mati… ég herði á þeim á 3ja-6 mánaða fresti af gömlum vana, en ég er svolítið brjálaður í þessu). Ég vænti þess að þú vitir hvernig eigi að herða á þeim. (57Nm herzla, snúa nokkra hringi, herða aftur og slaka svo, fingraherða þetta og svo örlítið meira (9Nm) og læsa svo með læsiskinnunni)
.
Dekk, vel ballenseruð og ekki mjög misslitin dekk. Getur haft áhrif (og mun gera það) en ef allt annað er í lagi mætti athuga það. Mér persónulega finnst dekkin EKKI eiga að fá að kalla fram brjálaða jeppaveiki því það segir bara að eitthvað annað sé ekki nógu sterkt.
.
Felgur, ertu nokkuð með bogna felgu? =)
.
Millibilsstöng, er hún nokkuð bogin? Eða togstöngin? Lenti í því að beygja togstöngina örlítið og það hafði mikil áhrif hjá mér.
.
Er slag í stýrismaskínunni? Orðinn lágr þrýstingur á stýrisdælunni? Er hann svolítið "seinn" í stýri? Gæti bent til þessa atriða. Þá er lítið annað að gera en að byrja að taka upp, og þá getur þú allt eins sett tjakk til að friða þetta enn meira.
Miðað við þetta að hann geri þetta meira þegar beygt er til hægri, hljómar eins og smá slit í maskínu. Ég samt lenti í þessu sama og maskínan var í toppstandi engu að síður.
.
Ef að allt annað þrýtur, nú þá er ekkert annað en að ráðast í tjakkísetningu, og svera aðeins upp í stýrisdælunni, forðabúrinu og auka örlítið þrýstinginn á dælunni… Gættu þín samt að ganga ekki of langt, það gæti endað með ónýtri maskínu og dælu.
.
Svo er það náttúrulega afturhásingin, hún HEFUR áhrif á framhásinguna og stýrieiginleika, ef hún er örlítið laus undir getur það leitt fram og myndað jeppaveiki.
.
Mótorpúðar, ef að mótorinn er að víbra óeðlilega mikið útí grind getur það triggerað jeppaveiki…
.
Pinjón hallinn getur líka haft áhrif, aftur, slit í einhverjum fóðringum eða mótorpúðar geta haft sitt að segja um pinjón hallann.
Ef þú ert með 2faldan lið á skaftið að vísa upp í flánsinn á millikassanum, en ef það er einfaldur þarf hann að halla eins að mig minnir og flánsinn á kassanum, stundum -1 til -2 gráður á við flánsinn. Finnst þetta samt ólíklegt miðað við ef hann var ekki svona áður. En þá getur aftur á móti slit í fóðringum eða annað leitt til þess að hann sé viðkvæmari fyrir röngum pinjónhalla. Bæði fram og afturhásingar geta haft áhrif á þetta…
.
Þetta eru svona nokkir hlutir sem geta verið að. Mæli með að byrja á einfaldari hlutunum s.s. stýrisdempara og herzlumæla spindillegurnar og hjóllegurnar, hitt er orðið langsóttara ef bíllinn er nýbyrjaður á þessu, og þverstífufóðringar, skiptir miklu máli að þær séu í topp standi. Ef þú ert með 44" bíl þá borðar 44" fóðringar í morgunmat á mörgum þverstífum… (amk LC70 virðist vera…)
.
Vona að þetta gagnist eitthvað smá, þið hinir sérfræðingarnir sem hafið eitthvað á móti þessu endilega komið með rök á móti mér. 😀 Hef alltaf gaman að lesa rök annara og sjónarmið á hlutunum…
.
Skjálftakveðjur, Úlfr, Hjálparsveit.
E-1851
21.10.2008 at 02:34 #631114Sko, það er eitt með þessa bilanaleit í ECUinu, það er ekki alveg "skothelt". Því að skynjararnir geta bilað "öðruvísi" en tölvan gerir ráð fyrir. Ertu búinn að mæla allt sem hægt er að mæla í gegnum diagnosis boxið? ég man nú ekki í augnablikinu hvað maður mælir þar en það er hægt að fá ýmsar upplýsingar um stöðu vélar og skynjara og þess háttar. Mér dettur t.d. í hug að hitamælirinn í bílnum sé eitthvað "skrítinn" (eins og einhver benti á hér fyrr í þræðinum), það getur valdið máttleysi og að bíllinn gangi ekki eðlilegum hægagangi.
Olíumagnsskynjarinn getur líka farið að haga sé bjánalega og þá fer allt í kerfi líka. Ef mig misminnir ekki eru eitthvað um 10-15 skynjarar sem hafa áhrif á innspýtinguna… Svo þetta er gott úrval. 😀
Minnir mig á eitt, er búið að skoða TPS hjá þér? (throttle body sensor) Það getur farið í rugl, hægt að finna útúr því í gegnum diagnosis boxið. =)
.
kkv, Úlfr, hjálparsveit.
E-1851
P.s. bókin býðst enn til láns ef þú vilt blaða í hana.. =) Á þetta því miður ekki á tölvuformi. :/
16.10.2008 at 12:30 #631198Gætir notað hásingu undan einhverjum árgerðum af cherokee. Minnir að D44 undan grandinum sé með drifkúluna vinstra megin, án þess að vita mikið um undan hvaða árgerðum það er.
.
Svo væri sjálfsagt hægt að nota millikassa og milligír úr 4cyl hilux eða jafnvel bara 4runner og láta smíða plötu á milli (ef það passar hreinlega ekki bara saman!).
Þá ertu kominn með þann möguleika að nota toyota hásingar án þess að snúa þeim. Úttakið er hægra megin á eldri toyotum.
.
Svo væri hægt að taka toyota hásingu (mæli með 60 cruiser) og snúa henni við. Þeas skera liðhúsin af, snúa keisingunni og meira föndur..
.
það er [b:3f7edkul]allt[/b:3f7edkul] mögulegt. =) Spurning bara um tíma og fjármagn…
.
kkv, Úlfr, Hjálparsveit.
E-1851
16.10.2008 at 12:22 #631094ég hugsa að þú ættir að kíkja í kaffi til mín og fá ljáða bókina góðu. Þar er fullt af skemmtilegum upplýsingum um svona vitleysur.
.
Annars eitt sem mér datt líka í hug, er hvarfakútur undir bílnum? Ef svo er, er hann nokkuð stíflaður?
Svo þetta með vacuum slöngurnar, þá er vacuum slöngur fyrir innsprautunina og fleira dót. Slæmt ef að þær byrja að leka. Ég man að þegar ég leit á þetta hjá þér þá virtist loftflæðiskynjarinn vera í lagi. En það er spurning að fara betur yfir allar mælingar og sjá hvort skynjararnir séu að skila sér. Það er hægt með að mæla ákveðna póla í bilunarleitartenginu frammí húddi.
.
baráttukveðjur, Úlfr, hjálparsveit.
E-1851
16.10.2008 at 07:41 #631088Búinn að lesa úr ECU-inu? Getur ýmislegt gagnlegt komið fram þar.
Eins líka að kippa EFI örygginu úr í eina mínútu eða svo.
Það er svo margt sem getur bilað. Tölvan, spíssar, hann gæti verið að draga falskt loft, léleg kerti, kveikjuhamar, os.f.v.
svo er náttúrulega ómanneskjulegt magn af vacuum slöngum þarna sem geta farið að leka, og þá fer allt í rugl.
.
kkv, Úlfr, hjálparsveit.
E-1851
14.10.2008 at 12:07 #630882Hafði mikið fyrir því að verja tölvuna og skjávarpann fyrir reiðu fólki sem þóttist hafa verið á þessum myndum…
En svona að öllu gamni sleppt, jú þá er minnsta málið að deila þeim. Jón Ofsi lét okkur í té nokkrar myndir þannig að það væri ekki vitlaust að biðla hann leyfis áður en myndirnar verða sýndar "opinberlega". Hehe.
.
kkv, Samúel Úlfr Þór, Hjálparsveit.
E-1851
13.10.2008 at 16:58 #631048Það er líka hægt að nota html bara beint. í stað þess að nota þessa linkafídusa sem virka ekki rass!
.
veit ekki alveg hvort þetta birtist rétt…
getur notað "" hér er teksti til að ýta á fyrir linkinn ""
.
Athugið að fjarlægja þarf tilvitnunarmerkin.
Vona að þetta virki. O.o
með sama móti má nota img src="http://url.á/myndina/sem/birta/á.jpg" og svo hornklofa til að loka.
.
kkv, Úlfr, Hjálparsveit.
E-1851
13.10.2008 at 15:09 #630876Þó þetta hafi nú verið alvarlegt var nú alveg óþarfi að tvítaka mig….
.
Fjölkveðjur, Úlfr, hjálparsveit
E-1851
13.10.2008 at 15:09 #630874Ekki koma svona upp um okkur! :S
Er nú annsi hræddur um að stjórnin leysi okkur upp ef þeir frétta af því að þú hafir misst þetta útúr þér!
.
kkv, Samúel Úlfr, Hjálparsveit
E-1851
P.S. Bjarki, þú gleymdir "4", ég heimta annan miða! (ef það tekur því að standa í því, lítur allt út fyrir að þú hafir gert útaf við sveitina… haha
13.10.2008 at 12:57 #630870Ef að ég væri persónulega að taka myndir af félögunum, eða fólki sem ég þekki persónulega, föstum eða í vandræðum. Þá hika ég lítið við að sýna þær (og sýna jafnvel myndir af mér föstum eða dekkjalausum!).
.
En ég lít á myndir sem teknar eru í "hjálpar"ferðum á vegum [b:3ezdfsc8]hjálparsveitarinn[/b:3ezdfsc8] sem þannig að þar þurfi að gæta að. Fólk er jú misviðkvæmt, og þetta er einfaldlega bara ákvörðun að vera ekki að garfa þessu út á við. Að virðingu við þá sem við aðstoðum, við höldum fullum trúnaði við þá einstaklinga. =)
Að sama skapi vil ég minna á að allar myndir af mér sem birtust á sýningunni með skóflu í hönd eru SVIÐSETTAR! Ég er aldrei fastur, svo það sé á hreinu…
.
kkv, Samúel Úlfr, hjálparsveit 4×4
E-1851
11.10.2008 at 21:19 #630866Var það ekki það sem ég sagði? Við sýnum ekki myndir úr starfinu.
Annars væri ég varla að óska eftir festumyndum frá *öðrum*.
.
kkv, Úlfr Hjálparsveit.
E-1851
-
AuthorReplies