Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
04.12.2008 at 23:46 #634184
Það er skrítið, því ég spurði þá hvort þeir tækju 44" og þeir sögðust gera það… En ég spurði bara um microskurð og jafnvægisstillingu, ég umfelga alltaf sjálfur.
En svo er það líka Jeppadekk.is/atorka, þeir lugu því að mér að þeir gætu tekið 44" dekk. Veit svosem ekki hvað er til í því heldur, ef það sem Ofsi segir er satt.
.
kkv, Úlfr
E-1851
04.12.2008 at 21:53 #634180Ég held að pitstop séu ódýrastir í þessu.
Ég amk hringdi á nokkra staði og spurði um ballenseringu og mícroskurð á 44" og þeir voru þeir ódýrustu sem ég fann.
.
kkv, úlfr
E-1851
01.12.2008 at 01:02 #633866Tja, ég er með einn eða tvo í augnablikinu, en ég skil ekki alveg hvernig það gerðist (þar sem þeir voru 8 fyrir mánuði síðan…).
En ég mæli með amk 8-12cm í samslætti, ertu ekki annars með LC80 gorma?
4-6, þá eru þeir farnir að slá helvíti oft saman.
.
4Hlaupara kveðjur, Úlfr
E-1851
30.11.2008 at 22:09 #633780Ég er á 2,4t bíl á 44" á 18" breiðum stálfelgum. Það virkar fínt hjá mér og flotið er gott.
Flestir virðast komast af með 16,5" breiðar, en ég myndi hiklaust fara í 18" ef kantarnir leyfa slíkt, tryggir betri endingu dekkjanna (reynir minna á hliðarnar á lágum þrýstingi) en ert óvarðari fyrir grjóti. Þó hef ég heyrt því fleygt að DC sé eitthvað skárri með grjótið að gera heldur en t.d. mudderinn. (sem n.b. er fínt að hafa á 15,5" breiðum felgum, þá fyrst fer maður að drífa 😉 )
Vil benda á að bera saman mudder og DC er ekki hægt hvað varðar felgubreiddir, DC er í raun mun breiðara en 18,5" en mudderinn rétt nær einhverjum 16" að mig minnir. (ég hef þó séð mudder á 17" að mér var sagt veit ekkert hvernig það gengur fyrir sig!)
.
19"-20" er kannske gengið fulllangt, en tryggir meira flot, ég held að þessi "breidd" á dc sé stórlega rugluð, dekkið er ennþá breiðara en felgan þó það sé á 18" felgum og mætti alveg við 19".
Mundu bara, breiðari felgur = meira álag á legur og stýrisgang og hann verður óstýrlátari fyrir vikið.
.
Legurnar að framan í flestum alvöru jeppum þola 44" alveg en afturlegurnar eru oftast allt annað mál, kónískar legur eru eina vitið og heilfljótandi. Bara fylgjast vel með draslinu og herða uppá ef minnsta slag er komið í þetta.
.
Lausnin við affelgunum er kantlás (e. beadlock) og góður soðinn kantur, og gott LÍMKÍTTI, ekki eitthvað *hóst* GVS *hóst* kítti (með fullri virðingu fyrir því ágæta verkstæði). Þetta bara sannaði það fyrir mér að kítti er ekki bara kítti.
.
Vona að ég hafi ekki sært blygðunarkennd margra með þessum pósti og að einhver skynsamleg viska hafi komist til skila. 😉
.
kkv, Úlfr
E-1851
27.11.2008 at 17:50 #633706Bílar haga sér oft furðulega ef alternatorinn er byrjaður að gefa sig, þeas hlaða illa eða sveiflast á honum spennan. Er búið að hleðslumæla bílinn sem og að athuga geymana?
.
Annars getur verið svo margt að í bílum með svona miklu magni af tölvukerfi í kringum mótorinn…
.
kkv, Úlfr
E-1851
25.11.2008 at 18:23 #633186Ég legg til að þetta verði fært í innanfélagsmál, að sama skapi legg ég til að fólk taki út heimilisföng sín á síðunni. Ef þessi tilgáta Sigga er rétt, gæti það hugsanlega hjálpað að vera ekki að gaspra nætursitu manns útum allt.
Eins verð ég nú að viðurkenna, að það virðist vera einhver glæpaalda hérna í fellsmúlanum…
.
kkv, Úlfr
E-1851
25.11.2008 at 14:20 #633176Ég veit svosem ekki hvað það gerir, en eruð þið með þjófavarnir? Hávaðinn hræðir oft þjófanna frá eða jafnvel einhver verður þeirra var…
.
Hvernig er annars með tryggingarnar og svona inbrot?
En ég verð með augun með mér ef ég sé svona dót til sölu…
Baráttukveðjur, Úlfr
E-1851
24.11.2008 at 12:19 #633106Hvernig fór með bílinn Gísli? Komstu að því hvað var að?
.
kkv, Úlfr
E-1851
24.11.2008 at 12:16 #633408Vatnslásinn sem ég tala um er svipaður og í pípulögnum, ég hefði haldið að það þyrfti ekki á snorkel en allur er nú varinn góður, kröpp beygja ætti að vera nægilegt til að stoppa skafrenningin en ég myndi frekar forðast slíkt í loftinntaki, og hafa frekar fyrir því að prjóna, eða jafnvel nota vattasaum/heklun til að búa til einhverja síu framan á inntakið á snorkelinu.
Vattasaumur/heklun er yfirleitt örlítið grófara en prjónað, en ég held að það skipti svosem ekki miklu. það var einhver góð kona sem tók að sér að prjóna svona í fyrra þegar fólk var að lenda í þessum vandræðum, spurning hvort að sá sem þekkir til lesi þetta og viti meir um þau mál?
.
Svo er náttúrulega spurning, er ekki hægt að snúa hausnum á þessu afturábak ef skafrenningurinn stendur beint á bílinn? Ég veit svosem ekki hvað það gerir, enda blæs úr öllum áttum hérna á fróni. ;P
.
kkv, Úlfr
E-1851
23.11.2008 at 20:10 #633398Ég hef séð þessu reddað með "ullarsokk" yfir inntakið á snorkelinu.
Svo mætti setja grófsíu úr einhverri vinnuvél í stað "sveppsins" eða bara K&N kón-síu. Leiðinlegt að það vill oft frjósa í þeim og þeir stíflast. Ég vona líka að þú sér með "vatnslás" á loftlögninni, en það ætti að geta hjálpað eitthvað.
Vona að þetta komi að einhverju gagni.
.
kkv, Úlfr
E-1851
23.11.2008 at 19:40 #633290Svona til að svara upphaflegu spurningunni, hvernig stöð ertu með? Við hjá Múlaradió getum forritað Yeasu VX2000, Maxon og Motorola MC Micro.
N1/RSH er með allar aðrar Yeasu stöðvar.
Aukaraf eru með ICOM.
Radióraf eru með Kenwood að mig minnir.
.
Ég þekki ekki nógu vel hvaða aðrar stöðvar þeir forrita hjá RSH, Aukaraf og Radióraf. =)
.
Þetta er listinn sem ég er með hjá mér, ég veit svosem ekki hvort hann sé 100% en eitthvað í áttina að því…
.42 FÍ endurvarp
44 4×4 endurvarp
45 Almenn rás
46 4×4 endurvarp
47 4×4 beint almenn
48 4×4 beint almenn
49 4×4 beint almenn
50 4×4 beint almenn
51 4×4 beint Vesturland
52 4×4 beint Norðurland
53 4×4 beint Austurland
54 4×4 beint Suðurland
55 4×4 beint Borgarfjörður eystri & Hérað
56 4×4 beint Vesturlandsdeild (Akranesi)
57 4×4 beint Suðurnes
58 4×4 endurvarp Hlöðufelli
82 FÍ öfugt endurvarp fyrir 42 (reyndar merkt rás 84 hjá mér)
86 4×4 öfugt endurvarp fyrir 46
88 4×4 öfugt endurvarp fyrir 44
.
Mér þætti gaman ef fjarskiptarnefnd færi nú að líta aðeins yfir listann og finna smá skipulag á þessa öfugu endurvarpa, þarf líka öfugt endurvarp á hlöðufellið (í tilefni þess að það virkar aldrei… )
.
P.s. ég tel að það hafi aldrei verið nein "deildarskipting" til að byrja með, heldur hafi verið ætlast til að þær deildir sem eru t.d. vesturlands noti Vesturlands rásirnar, þeas Vesturlands- og Vestfjarðardeildin. Þetta gerist væntanlega útaf fyrrnefndum sítón. Auðvitað á fólk síðan að sýna kurteisi á rásunum og reyna að þvælast sem minnst fyrir hvoru öðru. En ekki gleyma því að við erum öll í sama klúbbnum, þó hann sé deildarskiptur. 😉
22.11.2008 at 02:51 #633214Mörg verkstæði geta gefið hjólastillingarvottorð, t.d. verkstæðið fyrir aftan Aðalskoðun í hafnarfirði sem ég man ekki hvað heitir.
Ekki skil ég tilganginn með þessu hjólastillingarvottorði samt sem áður… Sérstaklega ekki á hásingarbílum, held að flestir heilbrigðir menn geti vel séð hvort að rörið sé bogið og slappar spindillegur eiga að sjást í skoðun. =)
Og ekki einusinni byrja að ræða millibil á dekkjum, það fer alveg eftir dekkjastærð og geðveiki eiganda. 😉
.
kkv, Úlfr
E-1851
22.11.2008 at 02:49 #633224Mæli með að nota google til að leita á síðunni, ótrúlegustu svör sem maður finnur með því.
En eftir því sem ég best man var til 5,38:1 hlutfall í trooper, en ég held að það sé uppselt og komi ekkert aftur.
Orginal rámar mig að það hafi verið eitthvað um 4,30:1 eða 4,56:1, eða í kringum það.
Svo er til hlutfallasett í millikassann hjá þér, eða var amk til.
Það er reyndar langt síðan ég þurfti að argast í svona bíl svo að einhverjar staðreyndir gætu verið bjagaðar, en þetta er svona eftir besta minni. =)
Einn sem ég kannast við leysti þetta vandamál með skort á lægri hlutföllum á einfaldan hátt og henti undir trooperinn sinn heillri hásingu að framan (og skipti um afturhásinguna).
En það er kannske svona fullmikil framkvæmd ef maður getur sætt sig við orginal hlutföllin.
.
Vona að þetta hjálpi eitthvað.
kkv, Úlfr
E-1851
21.11.2008 at 12:13 #633196Ég notaði framgorma úr LC80 í minn. Þeir eru þokkalega stífir, en ef þú vilt mýkri þá getur þú líka notað afturgorma úr sama bíl.
.
kkv, Úlfr
E-1851
21.11.2008 at 09:28 #632858Já Haffi, nafnið var náttúrulega Litlu- og ungliðanefndarferð. Við fórum smá rúnt með litlu bílana á laugardeginum á meðan stóru bílarnir léku sér á leið inní setur. (Ég fór að vísu á eftir þeim seinna um daginn).
En að sjálfsögðu, þá er um að gera að kíkja með okkur í ferð einhvern daginn. 😉
.
kkv, Úlfr
E-1851
20.11.2008 at 11:43 #633058Ég flúði skagann fyrir mörgum árum síðan, en er reyndar á heimleið. Er samt oft með trukkinn þarna uppfrá um helgar, þannig að þér er velkomið að bjalla.
Gæti líka sett myndir af þessu á netið.
.
kkv, Úlfr
E-1851
20.11.2008 at 11:40 #633102Svona þegar þú minnist á það Helgi, þá lætur minn mótor líka svolítið leiðinlega ef hann er búinn að ganga svolítið hægagangi, þeas reykir svoldið á lægri snúning eftir það, mér var tjáð að þetta væru spíssarnir, það læki einmitt "dropar" í stað úða, eða að úðinn væri ekki nógu "hreinn". Ég hef alltaf ætlað að skipta um dísur í spíssunum og gera þá tiptopp en hef aldrei komið mér í það. Þetta gæti verið annsi líkleg orsök. 😉
.
Voru spíssarnir teknir upp við vélaupptekninguna?
.
kkv, Úlfr semveitekkertalltofmikiðumdíselvélar.
E-1851
20.11.2008 at 11:35 #633112Iss, lærið nú að gera html skipanir ef þið notið alvöru vafra (sem síðan styður ekki).
[url=http://www.f4x4.is/new/photoalbum/default.aspx?file=ferdamyndir/6369/54253:32hw27zq]Hér er linkur.[/url:32hw27zq]
.
En ég skil alveg hvað þú átt við núna Benni! Þetta er fölsun á grafalvarlegu stigi!
.
Nöldurkveðja, Úlfr
E-1851
20.11.2008 at 00:39 #633108Fyrirgefðu Benni, en ég bara get alveg ómögulega séð spotta þarna… Ef það er ekki spotti, þá var enginn dráttur.
Ég heimta mynd af þessum einstaka atburði eða þetta gerðist ekki!
.
kkv, Úlfr
E-1851
20.11.2008 at 00:03 #633096Í 4runner með orginal dísel, eru engir helvítans rafmagnsskynjarar. Það útilokar annsi margt.
Ég verð nú að viðurkenna að ég þekki ekki alveg nógu vel þessa vél (þó ég sé með eina oní húddinu hjá mér) eða dísel yfir höfuð. En fyrst hann er réttur á tíma, gæti verið að ventlarnir séu eitthvað vanstilltir? Of mikið skrúfað í olíuverki gæti svosem verið málið, en finnst eins og það ætti ekki að lýsa sér svona. En ég hef svosem aldrei skrúfað uppí mínum. (enda svo kraftmikill á 4,56:1 á 44" h0h0h0h0h….)
.
Getur verið að túrbínan sé ekki að blása almennilega hjá þér? Ef hann sveltur af lofti þá reykir hann þar til túrbínan kemst á snúning, en í þessum bílum á hún nú reyndar að gera það fyrir 2000rpm …
Svosem bara ágiskun.
.
Grútarbrennarakveðjur, Úlfr
E-1851
-
AuthorReplies