Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
28.12.2008 at 18:26 #608632
Það er allt í lagi að það sé smá dögg af koppafeiti í þessu, ég nota reyndar gírolíu á mínar en þetta er bara til að halda rakanum úr þessu drasli svo þetta festist ekki. Ef maður er með magn af koppafeiti festist þetta bara í eigin "ælu".
Hann á að vísu lokurnar en ætlar að sjóða þær fastar, hann treystir ekki gömlu góðu AVM lokunum… hehe.
En passa engar AISIN lokur á patrolinn? Þær klikka aldrei. *fliss* Eða jafnvel að setja sverari gorm í þetta dót þannig að þær gangi ekki til baka? (Væntanlega búið að reyna þetta allt…)
.
Gott að druslan virki vel á þeim, ég sá hann held ég um daginn, lítur vel út á þessu. Stýristjakkur er málið um leið og þetta fer að slitna þá fer allt á reiðiskjálf ef tjakkurinn er ekki til staðar!
.
kkv, Úlfr
E-1851
28.12.2008 at 18:17 #635636Ef að rafeindakompásinn er það sem eltast ætti við m.v. 12þús kr mun, myndi ég frekar mæla með Legend og fá mér alvöru áttavita sem þarf ekki rafhlöður fyrir 4þús kr. 😉
.
kkv, Úlfr
E-1851
28.12.2008 at 02:32 #635608Væntanlega eitthvað öðruvísi uppstilling á vélinni… En í grunninn er þetta sama vél virðist vera. Amk eftir því sem ég kemst næst…
Væri gaman að komast að því hvað væri öðruvísi og mixa það á milli. >D Verst að þetta er orðið svo tölvuvænt að þetta er orðið hreint helvíti að eiga við ….
.
kkv, Úlfr
E-1851
28.12.2008 at 01:56 #608628Þú skreppur rétt út fyrir malbikið og brýtur allt sem hægt er að brjóta í prufutúrnum? Iss, ekki góð meðmæli það! 😉
(Hvernig var annars? Ég var að fylgjast með kíttinu þorna á toyotu brakinu og komst ekki)
.
Einhverstaðar minnir mig að ég hafi séð ægislokurnar á 15þús, en það gæti hafa verið notaðar til sölu. Finnst það frekar mikið. Gæti reyndar verið að pabbi kallinn eigi gömlu lokurnar úr pattanum hérna einhverstaðar, þær fóru eins og aðrar eins… Held það sé hægt að festa þær.
.
kkv, Úlfr mjög ánægður með Aisin lokurnar sem bila aldrei… 7-9-13.
E-1851
27.12.2008 at 10:16 #635600Mig minnti endilega að svo væri ekki, en samkvæmt wikipedia er þetta sami mótor.
[url=http://en.wikipedia.org/wiki/Toyota_KD_engine:11ubifd9]Sjá nánar um 1KD-FTV[/url:11ubifd9]
.
Þar af leiðandi geri ég ráð fyrir að þetta sé sami gírkassi/Sjálfskipting, drif og fleira. Ef mig misminnir ekki er gamla 8" að aftan, sama lengd á hásingum og LC120 og 8" hápinjóns framdrifið úr 120 bílnum líka.
.
Drifsköftin "liggja" eins á báðum bílum og framstellið í heild sinni er nánast alveg eins.
.
Það sem maður borgar fyrir í Pradónum vs hilux er náttúrulega þægindin fyrst og fremst… (Mér líður amk ekki mjög vel að keyra hilux, þó ég sé á gömlum 4runner jálk svona dags daglega, en það er nú allt önnur ella…)
.
Vona að þetta hjálpi eitthvað!
.
kkv, úlfr toyotiac.
E-1851
24.12.2008 at 22:11 #635358Nú ætla ég svosem ekki að þykjast vera einhver sjéní, en mig grunar að SSR sé kannske ekkert verra en DC undir ‘runner. Minn er amk um 2,5t á fjöll með 200l af olíu og vistum og fólki og drasli. Er það kannske of létt? Enginn á léttum bíl sem hefur notað 44" SSR?
.
Ef einhver sem á SSR sem er til í tilraunamennsku þá væri gaman að skrúfa svona dekk undir runner, hleypa úr niðrí öreindir og sjá hvað dekkin bælast í samanburði við DC.
.
Ég er amk hálf svekktur útí DC með þetta endalausa gripleysi. Fínt á jafnsléttu en þegar það þarf grip þá eru þetta ónýt dekk.
.
kkv, Úlfr
E-1851
24.12.2008 at 21:40 #635404Óþolandi hvað þetta virðist vera aukast að dóti sé stolið.
En ekki áttu nokkuð mynd af þessum dekkjum? Voru þau á felgum nokkuð? Ef þú ert ekki klár á að setja mynd hingað inn máttu senda á mailið mitt og ég hendi henni inn! (ulfr.thor hjá ulfr.net)
.
Ég skal amk reyna að hafa augun með mér. Með von um að dótið finnist!
kkv, Úlfr
E-1851
24.12.2008 at 15:26 #635302Það er ágætt að ákveðinn ágætur félagsmaður getur upplýst okkur svona vel um hvað kantlásar eru nú hættuleg fyrirbæri og skemma dekk.
Ég veit ekki betur en að þetta sé með margra ára reynslu bæði hérlendis og erlendis, og er að svínvirka.
Endilega, ef fólk hefur eitthvað fyrir sér, að koma með rök og útskýringar. Ekki bara eitthvað innihaldslaust kjaftæði.
.
kkv, Úlfr
E-1851
23.12.2008 at 20:54 #635320[url=http://www.feris.is/Xodus.aspx?id=135&MainCatID=42:2pxdigvq]Hérna er listi frá Sigga Harðar[/url:2pxdigvq]
.
Vonandi að þetta gagnist þér.
.
Fjarskiptakveðjur, Úlfr.
E-1851
19.12.2008 at 12:11 #634966Andsk.. þjófapakk! Þetta er farið að verða alveg óþolandi hvað það er búið að aukast innbrot/þjófnaður núna uppá síðkastið.
Ég hef augun með mér, en þyrfti sá sem hefur stolið sleðanum ekki að finna varahluti einhverstaðar?Hér eru myndirnar:
[img:1wnxpzxw]http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/6411/54768.jpg[/img:1wnxpzxw]
[img:1wnxpzxw]http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/6411/54767.jpg[/img:1wnxpzxw]
.
kkv, Úlfr
E-1851
17.12.2008 at 12:09 #633460Guðni, ef þú ert í bölvuðu basli, þá gæti ég alveg litið á þetta einhvert kveldið á næstunni.
En ég mæli með að skoða rafmagnsteikningu af draslinu og fylgja öllum lögnum frá rofanum að relay og svo að mótornum.
.
kkv, Úlfr
E-1851
17.12.2008 at 01:44 #633454Ég stórefa að þetta sé mótorinn.
Finnst líklegra að þetta sé rofinn fyrir rúðuþurkurnar eða eitthvað í kringum það.
.
kkv, Úlfr
E-1851
10.12.2008 at 15:26 #633928Gísli, það var nú það sem ég átti við!
En svona fyrst þið eruð farnir að tala um alvöru toyotu V8…
.
Hvernig væri þá að skella [url=http://en.wikipedia.org/wiki/Toyota_VD_engine:lbdc818c]þessu kvikindi[/url:lbdc818c] oní? Slær þessum amerísku flökum hressilega við. 😉
.
kkv, Úlfr
E-1851
10.12.2008 at 15:26 #633926Gísli, það var nú það sem ég átti við!
En svona fyrst þið eruð farnir að tala um alvöru toyotu V8…
.
Hvernig væri þá að skella [url=http://en.wikipedia.org/wiki/Toyota_VD_engine:1rfxvnz0]þessu kvikindi[/url:1rfxvnz0] oní? Slær þessum amerísku flökum hressilega við. 😉
.
kkv, Úlfr
E-1851
10.12.2008 at 12:14 #633920Dolon: Nei, þetta tengist engan veginn hvað maður vill. Þetta eru bara trúabrögð og þeirri fylkingu sem hver aðhyllist á hann að standa með þar til Fordarnir og chryslerarnir eru ryðrústir einar! *hóst* *hóst*
.
Chevy rúlar!
(Það skiptir samt ekki máli á hvað ameríska drasli þið eruð, toyoturnar fara alltaf lengra…)
.
kkv, Úlfr brennuvargr.
E-1851
P.S. eina vitiborna kompaníið sem hefur framleitt eitthvað sniðugt frá USA er Willys-Overland.
P.P.S Bazzi: Þetta er leiðin til að betrumbæta toyotur. 😉
10.12.2008 at 00:35 #633448LC90 er ekki með CAN BUS, né annað á BUS.
Sjálfsagt gæti þetta verið vandamál í nýrri bílum, en VW hafa alltaf verið snillingar í að finna upp rafmagnsbilanir til að setja í bílana sína, og eru varla sambærilegir við gamla toyotujálka. 😉
Og þessi trú fólks á að HID kerfin skemmi þetta og hitt, tja, þeir trufla kannske BUS í nýrri bílum, en að þeir skemmi alternatora! c’mon!
.
En svo að við snúum okkur að þræðinum aftur, jörðin fyrir mælaborðið er að mig minnir við öryggjaboxið niðri við vinstra kick panelið.
Mæli líka með að skoða öll tengi þar og leita eftir spansgrænu, skoða líka gúmmítappann þar sem víralúmið kemur í gegnum hvalbak þarna rétt hjá.
Er búið að yfirfara rofann sjálfan alveg í bak og fyrir?
.
kkv, Úlfr
E-1851
08.12.2008 at 12:48 #634258Veyron er vízt 4×4!
Með líka þessari ágætu W16 vél.
.
kkv, Úlfr
E-1851
07.12.2008 at 07:14 #633594Mikið er gaman að skoða þennan þráð með öllum þessu bráðfallegu bílum. Þó ég sé mikið toyotu "fan" þá kitla þessir "gömlu amerísku" hjartaræturnar annsi mikið, enda er draumurinn FJ40 með amerísku hjarta eða Jeep (og þá meina ég jeep, óskandi CJ3 eða fimma eða jafnvel scrambler!) með einhverri fallegri V8 .
.
Ég man eftir þessum gul/græna (eða Gulgræna "ógeðið" eins og hann var stundum uppnefndur, þar eru að sjálfsögðu á ferðinni öfugmæli, því fallegri bíl er varla finnandi á vesturlandinu þó víða væri leitað. 😉
Ófáar ferðirnar sem ég sá hann þegar ég var púki og ferðaðist með foreldrunum. En þá langar mig að spyrja, hvar er hann niðurkominn í dag og hvernig er ástandið á honum?
.
kkv, Úlfr
E-1851
06.12.2008 at 20:41 #633064Ef ég skil þig rétt, þá líst mér ekkert voða vel á, en það er samt ekkert hundrað í hættunni þó rörið sé ekki beint. Það heldur enn við, en það gerir það að verkum að þú þarft eiginlega að svera eitthvað í kringum þetta til að halda sama styrk.
Annars finnst mér hálf erfitt að átta mig á þessu þegar maður sér þetta ekki, nenni ekki út að skoða rassgatið á pattanum, en ef það lygnir í kveld þá kannske nenni ég því.
.
kkv, Úlfr
E-1851
05.12.2008 at 07:22 #634188Jæja, ágætt að vita Því ég var við það að missa alla trú á dekkjaverkstæðum á höfuðborgarsvæðinu. 😉
.
kkv, Úlfr
E-1851
-
AuthorReplies