FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir
You are here: Home / Samúel Þór Guðjónsson

Samúel Þór Guðjónsson

Profile picture of Samúel Þór Guðjónsson
Virkur síðast fyrir 8 years, 9 months síðan
  • Prófíll
  • Groups 0
  • Forums
  • Topics Started
  • Replies Created
  • Favorites

Forum Replies Created

Viewing 20 replies - 441 through 460 (of 1,024 total)
← 1 … 22 23 24 … 52 →
  • Author
    Replies
  • 10.02.2009 at 20:23 #640494
    Profile photo of Samúel Þór Guðjónsson
    Samúel Þór Guðjónsson
    Participant
    • Umræður: 92
    • Svör: 1985

    Því að hliðarstífan er ekki hluti af "fjöðrunarkröftunum".
    Hún stoppar bara hliðarfærzluna og gerir bílinn keyranlegan útá vegi.
    .
    Langstífurnar eru þær sem skipta máli uppá fjöðrunina sjálfa að gera. Enn sem komið er hafa menn ekki séð ástæðu til að hafa fleiri en fjórar stífur, og þar af leiðandi, er 4 hæsta talan í "linkaðari" fjöðrun.
    .
    kkv, Úlfr





    10.02.2009 at 07:57 #640428
    Profile photo of Samúel Þór Guðjónsson
    Samúel Þór Guðjónsson
    Participant
    • Umræður: 92
    • Svör: 1985

    Ég hef svosem ekkert verið að spá í þessu neitt of mikið, en ég veit að það eru nokkrar aðrar tegundir sem þeir í ástralíuhrepp hafa verið að troða þarna oní.
    .
    [url=http://www.turbonetics.com.au/59/index.htm:2miw0w69]hér[/url:2miw0w69] er síða um einhver kit fyrir þessa mótora, en ég sé ekki nafnið á túrbínunum sem þeir bjóða uppá.
    Svo getur þú skoðað





    08.02.2009 at 21:24 #640338
    Profile photo of Samúel Þór Guðjónsson
    Samúel Þór Guðjónsson
    Participant
    • Umræður: 92
    • Svör: 1985

    Hvar kemst eiginlega vatn að pakkdós í framhásingu í LC80? Hefði haldið að þú værir að tala um pakkdósina sem er "inní" hásingunni en ég man ekki betur en að það sé inní liðhúsinu… Er ekki liðhúsið fullt af vatni þá?
    Það sullar alltaf olíu og feiti saman hjá mér að framan og það hefur aldrei verið til vandræða nema þegar ég hef verið að rífa helvítans filt-pakkingarnar aftan á liðhúsunum en það er ekki svo oft…
    .
    kkv, Úlfr
    E-1851





    05.02.2009 at 14:33 #640188
    Profile photo of Samúel Þór Guðjónsson
    Samúel Þór Guðjónsson
    Participant
    • Umræður: 92
    • Svör: 1985

    Ég held alveg örugglega, að þú megir ekki aftengja ABS kerfið. Þarf ekki öryggisbúnaður bíls að virka ef hann kemur þannig orginal?
    .
    Hinsvegar er alveg spurning, hvort þú megir ekki bara taka ABS peruna, og restina af draslinu úr, svo að enginn viti af því. En það er að vísu ekki mjög fallega gert, er það?
    .
    Ég mæli með að leggjast yfir þessar reglugerðir bara, og finna útur þessu og láta okkur vita.
    Það má nálgast þær [url=http://us.is/Apps/WebObjects/US.woa/wa/dp?id=1074:1sqesde8]hérna[/url:1sqesde8].
    .
    kkv, Úlfr
    E-1851





    05.02.2009 at 13:56 #640048
    Profile photo of Samúel Þór Guðjónsson
    Samúel Þór Guðjónsson
    Participant
    • Umræður: 92
    • Svör: 1985

    Þið eruð nú meiri, auðvitað er farinn útgangstransistorinn hjá honum sigga! Sennilega útaf skammhleyptu loftneti eða of fáránlegri standbylgju.
    .
    Það er ekki sítónn á rás 44. Það var eitt sinn á rás 46 en ekki lengur, en þetta gæti samt staðist ef það vantaði sítón í sendingu hjá sigga, en það er ekki á 44.
    .
    Standbylgja gæti orsakað þetta, þannig að þið gætuð fengið skor fyrir það…
    .
    Annars held ég að Snorri viti ekki svarið og sé að reyna að fá klúbbinn til að leysa þetta vandamál með stöðina í bílnum hans Sigga vinar síns fyrir sig.
    Snorri, þér er alveg guðvelkomið að senda Sigga vin þinn niður í vinnu til mín (þegar ég skána af kvefinu) og ég skal líta á þetta fyrir hann og sjá hvort ég finni ekki eitthvað útúr þessu, óþarfi að láta hann bíða í örvæntingu eftir að svona net-fúskarar finni úr þessu.. Heh heh. 😉
    .
    kkv, Úlfr
    E-1851





    05.02.2009 at 00:18 #640148
    Profile photo of Samúel Þór Guðjónsson
    Samúel Þór Guðjónsson
    Participant
    • Umræður: 92
    • Svör: 1985

    því þetta eru nokkra mismunandi auglýsingar… Annars er þetta kannske fullgróft hjá Degi samt.. Hehe. Svo er síðan náttúrulega handónýt.
    .
    kkv, Úlfr
    E-1851





    04.02.2009 at 20:56 #639934
    Profile photo of Samúel Þór Guðjónsson
    Samúel Þór Guðjónsson
    Participant
    • Umræður: 92
    • Svör: 1985

    Fer eftir því á hve stórum dekkjum hann er á núna.
    Dekkin mega stækka um 10% frá skráðri stærð. En hraðamælir má ekki sýna meira en 4km umfram.
    .
    Hvað þarf að gera til að máta þetta undir… well, myndi bara troða þessu undir og máta, væntanlega þarf að skera úr og snikka eitthvað til. Jafnvel skipta um kanta eða setja á…
    .
    kkv, Úlfr
    E-1851
    .
    P.s. öryggjaboxið í patrol er að mig minnir hægra megin niðri við gólf hjá farþeganum…





    04.02.2009 at 18:03 #637536
    Profile photo of Samúel Þór Guðjónsson
    Samúel Þór Guðjónsson
    Participant
    • Umræður: 92
    • Svör: 1985

    Hérna er myndin fyrir Vals:
    [img:34hf9rjq]http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/5866/47995.jpg[/img:34hf9rjq]
    Það verður bara að nota réttan browser [b:34hf9rjq]og setja inn rétta slóð í græjurnar! þær kunna ekkert að veiða myndir úr html kóða![/b:34hf9rjq]
    .
    kkv, Úlfr
    E-1851





    04.02.2009 at 17:18 #640006
    Profile photo of Samúel Þór Guðjónsson
    Samúel Þór Guðjónsson
    Participant
    • Umræður: 92
    • Svör: 1985

    Ef þú setur vír á geyminn, sem er minni en vírinn frá geymi útí grind/boddí. Þá þarftu öryggi, afhverju? Því að ef að sá sveri skratti missir samband, þá gætu annsi mörg tæki tekið jörð sína í gegnum tækið sem þessi vír lægi að, og þar af leiðandi, kveikt í honum ef hann er of grannur.
    .
    Annars á maður ekkert að vera að tengja þetta beint á geymi, bara beint niður í jörð. Boddíið í bíl er yfirleitt mikið öflugari leiðari en vírarnir sem við erum að nota.
    .
    kkv, Úlfr





    04.02.2009 at 15:32 #639994
    Profile photo of Samúel Þór Guðjónsson
    Samúel Þór Guðjónsson
    Participant
    • Umræður: 92
    • Svör: 1985

    jú… rauður er + … (ég ætla að vona að þú hafir verið að fíflast…)
    það ætti að virka.
    Ef þú ert með vasatýpurnar af talstöðvunum (minna en útvarp) þá ætti þetta að passa í eitthvert hólfið í mælaborðinu minnir mig.
    .
    kkv, Úlfr





    04.02.2009 at 15:25 #639960
    Profile photo of Samúel Þór Guðjónsson
    Samúel Þór Guðjónsson
    Participant
    • Umræður: 92
    • Svör: 1985

    Ef mig misminnir ekki, þá voru þeir bensín patrolar sem fluttir voru hingað inn með 4,2l 6cyl bensínvél.
    Veit bara til þess að fluttr hafi verið inn með glussahitara en getur vel verið að þeir hafi komið líka beinskiptir.
    .
    Mig persónulega grunar að það sé sama sjálfskipting og var notuð aftan á 4cyl 3l vélina, sem passar líka aftan á TD42, án þess að hafa hugmynd um það raunar. Gekk líka hálf erfiðlega að finna eitthvað um þetta á google, toyotuvéla upplýsingar á wikipedia eru mikið betur sorteraðar og skiljanlegri. :(
    .
    Annars á víðfrægur maður svona patrol, Pippi held ég að hann sé nefndur. Mér skylst á honum að það hafi ekki verið neitt vesen með skiptinguna, og hann er á gleðigúmmíinu… (44" DC)
    .
    Vona að þetta hjálpi eitthvað.
    kkv, Úlfr
    E-1851
    .
    P.s. sé að samkvæmt [url=http://en.wikipedia.org/wiki/List_of_Nissan_engines:mzdq0tpw]þessu[/url:mzdq0tpw] þá er engin 4,2l 6cyl línuvél til frá Nissan sem er bensín… annaðhvort er minnið mitt að bila eða þessi listi er vitlaus.
    En gættu þín á einu, Nissan Patrol er líka til sem Ford Maverick. Gæti verið sínhvorar vélar eftir markaði.





    04.02.2009 at 15:09 #639990
    Profile photo of Samúel Þór Guðjónsson
    Samúel Þór Guðjónsson
    Participant
    • Umræður: 92
    • Svör: 1985

    Þarf ekkert fagmenn í svona, hvaða vitleysingur sem er getur tengt talstöð! *hóst*
    .
    Nóg af fíflalátum. Eins og Lalli benti á, þá er best að leggja vír að geymi, og með öryggi sem næst geymi. mæli með lágmark 2,5q vír, jafnvel 4q ef þú nennir að standa í slíku. 2,5q hafa dugað mér fínt.
    Mæli líka með að forðast að leggja þetta utan í loftnetskapla og þess háttar viðkvæmt dót.
    Svo er það sem virðist alltaf gleymast, leggðu jörðina eins stutta og hægt er. Oft fínir boltar sem halda grindinni fyrir innréttinguna og svona sem eru með fínu jarðsambandi. OG Í ‘YOTA BÆNUM EKKI UMPÓLA +/- það lætur töfrareykinn sleppa úr tækinu, og þá virkar það ekki.
    .
    Hvernig bíll er þetta annars sem þú ert að troða þessu drasli í?
    kkv, Úlfr
    E-1851





    04.02.2009 at 14:41 #639864
    Profile photo of Samúel Þór Guðjónsson
    Samúel Þór Guðjónsson
    Participant
    • Umræður: 92
    • Svör: 1985

    Sko, síðast þegar ég skoðaði matarolíu, þá kostaði hún minnst 370kr/l í europrís…
    Gæti svosem verið að þetta finnist ódýrara, en ég sá ekki alveg tilgang í að eltast við þetta ef þetta er svona skemmtilega dýrt.
    40/60 blanda af steinolíu og matarolíu ætti að vera vel frostþolið og fínt held ég.
    Ef einhver finnur matarolíu undir 150kr/l skal ég alveg taka þátt í að prófa 😀
    .
    kkv, Úlfr





    04.02.2009 at 13:45 #639860
    Profile photo of Samúel Þór Guðjónsson
    Samúel Þór Guðjónsson
    Participant
    • Umræður: 92
    • Svör: 1985

    Hverju blanda eldsneytisbirgjar í díselolíuna í dag til að frostverja hana? Það var alltaf steinolía hérna "back in the days…"
    .
    Hverskonar díselvélar eru það sem eru ekki með common rail og ekki með olíuverki?
    .
    Eftir því sem ég best veit, þá fer þetta ekki vel með gamaldagsolíuverk, og styttir líftíma þeirra, að hafa sagst keyrt um á steinolíu í 5mánuði án þess að nokkuð hafi komið uppá er eins og að kalla toyotur ódrepandi afþví að þær entust fínt fyrstu 20.000km í akstri… Þetta styttir líftímann yfir lengri tíma litið, hef engar áhyggjur af öðru, en það fer líka svolítið eftir því hve sparsamur maður er á tvígengisolíuna. Flest öll mótorolía brennur ágætlega, þannig að það er kannske ekki vandamál heldur.
    .
    Með common rail kerfin, það sem ég held að sé vandamál, eru einhverjir fjárans skynjarar. Sem ég reyndar átta mig ekki alveg á afhverju ættu að ruglast við þetta en ég leyfi þeim að njóta vafans.
    Hitt er svo annað að ég held að spíssarnir/dísurnar í common rail slitni bara margfalt hraðar ef þeir/þær tapa smurningu, þannig að í sjálfu sér er það ekki endilega víst að CR kerfi þoli þetta verr…
    .
    kkv, Úlfr





    03.02.2009 at 18:38 #637524
    Profile photo of Samúel Þór Guðjónsson
    Samúel Þór Guðjónsson
    Participant
    • Umræður: 92
    • Svör: 1985

    Jæja, Stefán neyddi mig til að taka þátt (ekki illa meint ;).
    Samúel "Úlfr" Þór + 1 á 44" 4Runner.
    Þá vantar bara einn enn í hóp 6 eða hvað? (Pottþétt mesti brashópurinn þar sem 2 hjálparsveitarbílar verða í þeim hóp.. megið þakka fyrir ef við komumst fyrir mánudag…)
    .
    kkv, Úlfr
    E-1851





    01.02.2009 at 19:48 #637096
    Profile photo of Samúel Þór Guðjónsson
    Samúel Þór Guðjónsson
    Participant
    • Umræður: 92
    • Svör: 1985

    Er skynjarin endilega ónýtur? Ég á einn svona "ónýtan" sem ég var að spá í að tæta í sundur, því mig grunar að þetta sé bara ónýtt stilliviðnám eða eitthvað ámóta gáfulegt… Það er að ég held alveg þess virði að prófa að rífa upp sílikon kíttið og skoða oní þarna… Nema þú finnir einhvern skynjara ódýrt. En þetta vill oft fara í þessum bílum eftir svona 15ára notkun. 😛
    En svo er líka oft vesen á TPS draslinu eða einhverjar vaccum slöngur sem leka. M.ö.o. þarf ekki endilega að vera skynjarinn.
    .
    kkv, Úlfr
    E-1851





    01.02.2009 at 19:32 #639716
    Profile photo of Samúel Þór Guðjónsson
    Samúel Þór Guðjónsson
    Participant
    • Umræður: 92
    • Svör: 1985

    Þetta er nú bara ámóta og mitt tölvuborð, nema mitt er úr áli og beygingarvélin var skrúfstykkið…
    Ég er líka með lengri arm.
    Ég get sagt að þetta svínvirkar, en eins og ég minntist á áður þarf að passa að borðið geti "ruggað" hæfilega mikið til að minnka líkur á að stúta harðadisknum. Ef þú hefur það svona lokað mæli ég með að bora nokkur göt f. viftuna en annars ef það er opið út undan henni (þeas ekki brúnir allan hringinn) þá þarf þess ekkert. Þessir lappar eru nú eftir all gerðri til að vera á borðum en ekki í lausu lofti.
    Svo má líka minnast á að festa þetta almennilega niður með strappa eða teygju eða einhverju og PASSA SIG Á LOFTPÚÐUNUM!!!!
    Sé alltof oft tölvuborð fyrir SRS draslinu og það er bara ávisun á afhöfðun ef maður lendir í árekstri…
    .
    kkv, Úlfr
    P.s færð RAM festingarnar hjá R.Sigmunds. Held að N1 séu ekki að selja þetta en það má alveg athuga það, grunar bara að R.sigmunds séu jafnvel ódýrari ef eitthvað er.





    31.01.2009 at 21:31 #639662
    Profile photo of Samúel Þór Guðjónsson
    Samúel Þór Guðjónsson
    Participant
    • Umræður: 92
    • Svör: 1985

    Ég hélt ég hefði skrifað svaka þráð hérna áðan, en ég er sennilega bara með hita! :/
    Allavegana, Runner hásingar, sem voru pre ’86 módelin, eru hilux hásingar. 55" sporvídd og sama og hilux.
    .
    IFS ‘runner afturhásing er hinsvegar 58,5" í sporvídd.
    Ef þú notar afturhásingu undan slíkum bíl, þá þarftu annaðhvort að nota klafaframhjólastell (mjög ólíklegt) eða nota millileggi á framhásinguna, hilux eða LC70.
    .
    Framhásing undan LC70 er á gormum, en Hilux/Runner eru á fjöðrum og þarf að mixa arminn á þær og drasl til að koma þessu fyrir.
    Fyrir utan að það er bakskorið (reverse cut) framdrif í LC70. Það ætti að vera sterkara en hitt sem er sífellt að bakka…
    .
    kkv, Úlfr
    E-1851





    31.01.2009 at 21:19 #639704
    Profile photo of Samúel Þór Guðjónsson
    Samúel Þór Guðjónsson
    Participant
    • Umræður: 92
    • Svör: 1985

    [img:3i8nyltd]http://f4x4.is/new/files/photoalbums/6115/50809.jpg[/img:3i8nyltd]
    .
    Þetta er alveg ekta "redneck" !
    Einfalt, ódýrt og gott.
    .
    Þegar ég smíðaði borðið mitt notaði ég rörbút, með 45° fláns sem ég sauð á hann og boltaði það í gólfið á bílnum, en ef þú kemst beint niðrá gólfið þá er hann bara 90°.
    Svo sauð ég annan fláns á toppinn á rörinu og boltaði þar hrútspung (RAM kúlu), notaði langan arm frá RAM og smíðaði úr álplötu borð fyrir lappann og hrútspung þar undir. Þetta hefur gefið sig vel. Passaðu þig bara á því að það er eiginlega bara betra að nota gúmmí einhverstaðar á milli flánsins og boddísins, annars endar með að þetta brotnar og svo eru þessir hörðu diskar í tölvum ekkert sérstaklega vel við ýmis skyndileg högg…
    .
    kkv, Úlfr
    E-1851





    31.01.2009 at 19:40 #639384
    Profile photo of Samúel Þór Guðjónsson
    Samúel Þór Guðjónsson
    Participant
    • Umræður: 92
    • Svör: 1985

    …að ætla sér að troða 9,5" drifi þarna afturí hjá mér… Ég held ég vaði strax bara í einhverjar vörubílahásingar.. *fliss*
    .
    kkv, Úlfr..





  • Author
    Replies
Viewing 20 replies - 441 through 460 (of 1,024 total)
← 1 … 22 23 24 … 52 →

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.