Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
14.05.2009 at 10:21 #647288
CV liðir eru *engan* veginn sniðugir.
Venjulegir hjöruliðskrossar eru mun sterkari en helvítans kúluliðirnir.
Sem dæmi má nefna að kaninn gerir mikið af því að skipta þessum kúluliðum út fyrir hjöruliðskrossa.
.
Einnig má benda á að tvöfaldur liður beggja megin myndi að ég held valda því að gráðurnar færu endanlega í rugl og skaftið væri alltaf að ýtast meira upp við átök sem myndi valda enn meiri titringi… Fyrir utan það held ég að 2 tvöfaldir liðir gætu skapað enn meira vesen útaf "snú-snú" áhrifunum. Ég efa að kúlurnar haldi liðnum algjörlega í sömu gráðu. En fólki er svosem velkomið að prófa að setja 2 tvöfalda liði ef það vill og prófa. Væri gaman að sjá útkomuna svona í þágu vísindanna. 😉
.
En ég skil ekki hvernig 2faldur liður getur verið veikari en einfaldur, þar sem álagið dreifist á 2 krossa í stað eins.
.
kkv, Úlfr
12.05.2009 at 12:25 #644112Ég átta mig ekki alveg á vandamálinu.
Ertu að meina að klossarnir hitti ekki á diskinn? eða…
Væri ágætt að fá mynd af þessu ef maður á að átta sig á hvert vandamálið er.
.
kkv, Úlfr
11.05.2009 at 18:13 #647422Er búið að lesa útúr bilanatölvunni?
.
Annars gæti mér dottið í hug vanstilltur TPS, hitaskynjari farinn, EGR ventill eitthvað að stríða þér eða jafnvel lofttappi í kælikerfinu.
Ég hef lent í að það vantaði vatn á vatnskassann hjá mér og þá datt bíllinn reyndar niður í snúning í hægagangi. En ef hann rokkar svona hátt gæti eitthvað af þessu verið bilað.
Mæli með að lesa útúr honum fyrst samt.
.
kkv, Úlfr
09.05.2009 at 21:40 #647396Ég hef heyrt um að einstaklingar hafi myndað hóp til að bjóða sig fram.
En ég hef ekki heyrt um að [b:16i1gcic]einstaklingur[/b:16i1gcic] bjóði sig fram [b:16i1gcic]sem hóp[/b:16i1gcic] í fjölda nefnda… Þetta hlítur að vera met.
.
Góðaskemmtunábjórkvöldikkv, Úlfr semgatekkimætt >(
09.05.2009 at 19:00 #647270Afhverju að vilja að losna við 2faldan lið? Þar sem 2 krossar eru sterkari en einn. Þó þeir séu örlítið grennri.
.
Ef þú ert með svipaða flánsa og toyotuflánsarni er ekkert mál að taka drifskaft úr hilux því þar eru allir krossarnir jafnstórir, bæði í 2falda liðnum og einfalda. (eða ég man allavegana ekki betur en að það séu allir hjöruliðskrossarnir eins)
.
Ég myndi allavegana velja 2faldan lið yfir einfaldan.
.
kkv, Úlfr
08.05.2009 at 19:44 #647310…eigendur þeirra verða stundum þreyttir á að aka þessu. 😉
Ætli þetta hafi nokkuð verið bílaleigubíll? Virðist vera þokkalega útbúinn samt, eða allavegana með snorkel.
Merkileg ráðgáta.
08.05.2009 at 12:06 #647258Er ekki hægt að færa götin bara, í stað þess að stytta eða lengja stífurnar? Get ímyndað mér að það sé minna vesen.
.
kkv, Úlfr
08.05.2009 at 01:06 #647252[i:1t71o3lj]
málið er það að eftir að ég setti bílinn minn á fourlink að aftan þá tókst mér ekki alveg að halda sama gráðufjölda á hjöruliðnum uppvið gírkassa og útvið hásingu.þetta veldur skemmtilegum víbring auk þess sem blessaður bíllinn er að eyðileggja bæði pinnjónsleguna og leguna í millikassanum.
[/i:1t71o3lj]
.
Er hallinn þá pósitívur við annan endann og negatívur við hinn endann, eða lætur þú pinjóninn halla uppí drif?
Ég reyndi að mæla þetta eftir bestu getu hjá mér og það kemur enginn víbringur hjá mér, minnir að ég sé með 2°pinjónshalla eða þar um bil. Mig minnir að pinnjóninn sé hallandi niður frekar en upp, en ég man þetta ekki alveg. O.o Allavegan er hann pósitívur öðru megin og neikvæður í hinn endann, með 2° negatívan halla niðri við pinnjón. (þeas +2°við kassa og -4° á pinnjón)
Þetta er allavegan til friðs hjá mér. Pinnjóninn breytist aðeins í fjöðrun en virðist vera innan skekkjumarka.[i:1t71o3lj]
1. get ég eitthvað bætt stöðuna í þessu máli með því að setja tvöfaldan lið á drifskaftið án þess að breyta hallanum á hásinguni þannig að neðri liðurinn sé í beinni línu við skaftið?
[/i:1t71o3lj]
Þú verður að láta hann halla uppí flánsinn á milikassa til að þetta virki (s.s. eins og skaftið hallar). Annars færðu bara víbring og leiðindi.
.
[i:1t71o3lj]
2. ef það er ekki hægt, er þá eini möguleikinn til þess að laga þetta að velta hásinguni fram þar til gráðurnar við drifskaftið eru eins bæði uppi og niðri? (þá með tilheyrandi lagfæringum á loftpúðafestingum ofl).
[/i:1t71o3lj]
Yep, því miður. Ekki nema setja gúmmífóðringu eins og í gömlu lödunni 😀
Hver er annars mismunurinn á pinjón og fláns millikasanns? Gráða til eða frá í negatívum halla er alveg þolanlegt (veldur sjaldnast víbringi) en ef þetta er farið að verða pósítivt getur það farið að víbra.
.
[i:1t71o3lj]
p.s. með 2falda liði að ofan, hver í fjandanum er tilgangurinn með neðri liðnum í svona setuppi ef hann þarf alltaf að vera 0° á skaft? má þá ekki bara bolta þetta helvíti fast beint við pinnjóninn?
[/i:1t71o3lj]
.
Í fullkomnum heimi myndi þetta ganga upp. En svo e ki tilfellið, því miður =/
Ástæðan fyrir því að þú þarft hjörulið þarna er sú að það verður *alltaf* einhver mismunur á gráðum, og hliðarfærsla á hásingunni. Þessu valda stífurnar og mismunur á milli stífna og drifskafts.
Til þess að svona dæmi gangi upp þarf stífan í raun að vera drifskaftið, svona eins og Unimog er með. Þá er ekki í raun drifskaft heldur er skaftið inní stífunni og krossarnir eru bara upp við kassa að mig minnir, og fastur fláns á drifið í rauninni. Svo er stífan eitthvað fest á fleiri staði í hásingunni.
Svo er að mig minir bara þverstífa, hvort ef það eru ekki stífur frá aðalstífunni yfir á hásingu.
.
Vona að þetta svari einhverju. Ég er hálf óskiljanlegur, getur bjallað á mig í fyrramálið ef þú vilt fá frekari útlistun á pinjón halla. =)
.
kkv, Úlfr
04.05.2009 at 20:07 #646784Smá villa þarna uppi. 😉
En röðin á okkur er víst svona:
[list:3vuln3j4][/list:u:3vuln3j4]
.
Í framboði er því einungis Stefán Baldvinsson.
Að því gefnu að kosið verði eftir eldri lögum, verði hjálparsveit ekki stjórnskipuð á næsta kjörtímabili.
.
Fyrir hönd Hjálparsveitar, Samúel "Úlfr" Þór, Formaður Hjálparsveitar.
23.04.2009 at 23:04 #646484Relayið hjá pabba var farið þegar þetta vandamál hrjáði hans Patrol.
Fékk annað relay hjá rótor í hafnarfirði, kostaði ekkert svakalegt. Þetta var 70A relay, og er staðsett í húddinu, hægra megin alveg upp við hvalbak.
.
Myndi mæla það og sjá hvort það sé í lagi. Annars myndi ég líka skoða kapalinn að straumskinnunni fyrir glóðarkertin.
.
kkv, Úlfr
19.04.2009 at 23:21 #646082Þetta er afar svalt.
Verst að nú gafstu mér alltof mikið af hugmyndum!!!
.
kkv, Úlfr semgeturekkihættaðpæla
18.04.2009 at 20:42 #646038Mjög líklegar þjófavörnin sjálf bara biluð.
er þetta aftermarket þjófavörn?
.
kkv, Úlfr
17.04.2009 at 09:31 #645896Getur notað klafamaskínu með stýrislengingum, það ætti að sleppa með 50mm færslu.
.
Breikkun, hilux er 55" en IFS er 58", notar hubbana af IFS stellinu, og dælur, lætur síðan renna að mig minnir 16mm spacer til að færa bremsudiskinn nær hásingunni (spacer sem kemur á milli hubsins og bremsudisks, hann er boltaður aftan frá í hubbinn).
Með þessu færðu sömu sporvídd og IFS er með.
Hægt er að nota 1,5" spacera frá Marlin Crawler en ég mæli ekki með því nema að skipta út felguboltunum sem fylgja með, því þeir eru veikari en orginal toyota.
.
Casterinn er betra að færa í c.a. 8°, getur brasað með stífurnar eða fært milliblstöngina fram og snúið liðhúsunum. Það er samt smá bras.
Reyna samt að hafa stífurnar eins láréttar og hægt er, og passa að hallinn á togstöng og þverstífu sé sá sami.
Ef þú lendir í brasi með jeppaveiki mæli ég með að leita í leitarvélinni hérna, átti einhvern góðan pistil á sínum tíma sem útlistaði alla hluti sem gott væri að skoða.
Þetta er smá föndur en bara gaman.
.
kkv, Úlfr
E-1851
16.04.2009 at 16:16 #64578830A var er alltof lítið fyrir græju sem er gerð fyrir 600W útgangsafl, 1200W peak.
Í raun þyrftir þú c.a. 100A-120A var á þetta svo dæmið eigi að ganga upp. Kaplar sem eiga að þola viðlíkan straum væru 25q ef mig misminnir ekki. 10-16q ættu þó að duga því þetta er ekki undir stöðugu álagi.
.
kkv, Úlfr
E-1851
15.04.2009 at 18:29 #645498Bara svona smá innlegg. Loftnet nýrri gps tækja skipta ekki svo rosalegu máli eins og gerði áður fyrr. Ástæðan er sú að örgjörvar og reikniaðferðir við að reikna út staðsetningu hafa þróast svo um munar og geta reiknað mun betur út staðsetningu sína og eru ekki að láta endurkast rugla upplýsingarnar.
Að vera með nýlegt gps tæki með áföstu neti í framrúðu er sennilega jafngott og eldri tækin með útiloftneti.
Ég er með útiloftnet, en ég er líka með eldgamalt tæki. Þegar ég hef verið að prófa t.d. colarado tæki í bílnum hjá mér hefur það yfirleitt virkað mjög vel, jafnvel þó það liggi á milli sætanna eða á einhverjum álíka fáránlegum stað.
.
Svo mæli ég með að þú skoðir bara nóg, og reynir að finna eitthvað sem hentar þér. Ég sjálfur kýs göngutæki og er með tölvu með því, en mörg göngutæki eru kominn með það góðan skjá að það eitt og sér sleppur. Þá ertu heldur ekki bundinn af því að ef bíllinn bilar og þú þarft að labba eitthvað, að geta ekki tekið tækið með sér. Eða jafnvel ef þig þyrstir í að klifra einhvern fjalltopp sem þú sérð á ferðum þínum.
.
kkv, Úlfr
E-1851
15.04.2009 at 18:18 #645770Spurningin er náttúrulega sú hvort þetta sé alltaf að brenna 700W. Eins og bent var á í fyrri þræði.
Ef svo er myndi ég fá mér stærri breyti, en þeir kosta töluvert. Hvað í ósköpunum ertu annars að setja í samband við þetta sem er svona rosalegt?
.
kkv, Úlfr
E-1851
13.04.2009 at 23:47 #645676Samkvæmt [url=http://is.wikisource.org/wiki/Fjalli%C3%B0_Skjaldbrei%C3%B0ur:364t3y7e]þessu[/url:364t3y7e] ljóði, er Skjaldbreiður karlkyns nafn.
Ég hef alltaf litið á þetta sem kvenkyns fleirtölu, en það er sjálfsagt rangt.
.
Þá myndi ég telja að fallbeyging þess örnefnis væri eftirfarandi:
Skjaldbreiður
Skjaldbreiðann
Skjaldbreiðum
Skjaldbreiðs
.
Nú eru sjálfsagt einhverjir íslenskufræðingar sem kunna meira fyrir sér í þessum efnum.
kkv, Úlfr
08.04.2009 at 10:50 #645468Ég hef svona haft þumalputtareglu um þessi mál.
Keyra í þeim þrýstingi sem mér finnst gott að keyra á þeim.
.
Undir bíl sem vigtar 2-2,5t:
33" – 35" = 28-32 psi
38" = 20-26 psi
44" = 18-24 psi
.
Þetta er svona sem hefur reynst mér ágætlega, misjafnt eftir dekkjategundum og bílum.
.
kkv, Úlfr
E-1851
05.04.2009 at 01:24 #645212Sjálfsagt sérviska í mér, en ég vil hafa auga í báðum endum. Ástæðan er sú að demparinn er ekki ónýtur þó það þurfi að skera á bolta eða tvo, og það er allavegana hægt að losa þessa helvítans bolta oft á tíðum… Svo er það líka sterkara.
Hitt má alveg notast við, og það er meira "frelsi" á demparanum, minni þvingun og þess háttar.
Kostir og gallar við þetta allt saman.
En ég nota bara augu, og ætla mér að halda mig við það.
Pinnarnir að vísu henta betur í trailing arm fjöðrun sökum þess að fóðringarnar slitna minna því hásingin snýr uppá sig. En ég er samt með augu að framan og aftan og það hefur verið til friðs hjá mér.
.
kkv, Úlfr
05.04.2009 at 00:51 #645164Rámar í 9,7psi. Það var amk viðvörunarljós í ‘runnernum mínum sem á að kveikja í 10psi ef´ég man rétt, og það er nánast sami mótor og LC90.
Hef séð marga með boost uppí 15-16psi. Veit ekki hversu óhætt er að fara ofar en það.
Mæli með að fólk næli sér í boost mæli og afgashitamæli áður en það fer útí svona pælingar.
Annars er nánast víst að túrbínan verður svolítið spæld og jafnvel hedd….
.
Fólk hefur veri að djöfla einhverjum skinnum í nálalokann (waste gate), en mér finnst skynsamlegra að setja til þess gerðan nálaloka.
Voodoo boost controller er ágætis græja í þetta, og kostar engar formúgur, en sjálfsagt getur maður fengið einhvern loka útí Landvélum sem ætti að gera sama gagn.
Til eru Tölvustýrðir lokar, en ég held að það sé kannske óþarfi. En maður verður að geta stillt þetta til að þurfa ekki að rífa allt draslið í sundur til að stilla þrýstinginn…
.
kkv, Úlfr
-
AuthorReplies