Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
22.01.2008 at 16:21 #610348
Eftirfarandi berst klúbbnum og er birt með leyfi Kolbrúnar:
Sæl verið þið og blessuð!
Ég verð nú að senda ykkur nokkur orð til að þakka fyrir mig og þessa stórkostlegu ferð með ykkur inn að miðju.. næstum því J
Það var margt sem kom mér á óvart og margt sem ég fékk að vita um hið góða starf sem klúbburinn er að vinna.
En það sem var best var að kynnast öllu þessu góða fólki sem var með í för.
Ég er afskaplega þakklát fyrir að hafa fengið þetta tækifæri og mun leggja mikið á mig til að komast með ef fleiri tækifæri gefast.
Svo lýsi ég mig reiðubúna til að vinna með ykkur ef það er eitthvað sem þið viljið koma á framfæri við löggjafann, þó ég sé ekki í ríkisstjórn eins og er og ráði því kannski litlu um það sem gert er, þá kann það að breytast með litlum fyrirvara.. Við sjáum nú hvernig hlutirnir gerast í pólitíkinni þessa dagana. Svo er alltaf hægt að leggja fram fyrirspurnir um mál til ráðherranna eða óska eftir umræðum utan dagskrár. Það er um að gera að nota þann vettvang sem Alþingi er og koma þar á framfæri góðum hugmyndum, t.d. umskipulag á miðhálendinu, stefnumörkun í hálendisvegum eða annað það sem stjórnvöld sýsla með og er á ykkar áhugasviði.
Ég bið fyrir bestu kveðjur til ferðafélaganna með hjartans þakklæti,
Kolbrún Halldórsdóttir
22.01.2008 at 14:34 #610344[url=http://www.siv.is/:ra6qjbmk]Siv[/url:ra6qjbmk] er búin að setja inn ferðasögu og myndir.
20.01.2008 at 22:03 #610884Ég held að þetta hafi verið RAM-inn hans Ármanns sem tók þessa veiki. Virðist hafa verið að ganga…
20.01.2008 at 20:48 #610878Jú mér heyrðist það á öllu að það þurfi að klára þetta með því að fara aðra ferð og koma þessum platta á.
Samkvæmt heimildum er hópurinn á Kjalvegi að troðast hægt og rólega suður á leið.
20.01.2008 at 19:56 #610872Á leiðinni að Kjalvegi, breytt plön. Agnes og Benni eru að draga Magga og Írisi sem eru að veita Kára og Guðrúnu drátt… er víst einn RAM í Árbúðum sem þarf að sækja … er með brotið framdrif er víst nýjasta sagan.
Jói og félagar snéru við 16km frá miðjunni og snéru við vegna veðurs.
20.01.2008 at 18:08 #610866Snéru við rétt eftir Ingólfsskála, færi sæmilegt en skyggni ekkert. Kári er líklegast með brotið framdrif og tvö lek dekk…
Hópurinn er við Ingólfsskála akkúrat núna og ætlar niður í Skagafjörðinn, spurning hvort einhver Skagfirðingur sé í stuði fyrir bíltúr og koma á móti?
20.01.2008 at 17:51 #610864Ég er náttúrulega bara fréttaritari í þjálfun svo maður er auðvitað að læra.
Við finnum okkur eitthvað meðalmagn sem við getum verið sáttir við. Annars hefur ekkert heyrst frá ferðalöngunum síðan áðan svo þetta er nú hálfgerð ekki-frétt… nema hvað þetta var að berast:
Ég hringdi fullan bíl af Ellum og fékk þær fréttir að Eyfirðingar væru að hitta Skagfirðinga sem eru búnir að vera á miðjunni núna í á annan tíma og veðrið væri að versna og þeir ætluðu síðan (a.m.k. Eyfirðingar) í Laugafell til að komast á klósettið.
Sunnlenski hópurinn er samt ekki kominn á miðjuna en er víst hrjáður af bilunum og festum eins og alvöru túrar og sagan segir að þau séu snúin við.
20.01.2008 at 17:07 #610856Já svo menn vilja fá þetta í krydduðum smáatriðum, hélt nú reyndar að hefðin væri að svoleiðis sögur kæmi að ferð lokinni…
Heyrði í nafna mínum rétt í þessu og það er víst eitthvað farið að versna veðrið og hópurinn er ekki enn kominn á miðjuna góðu. Við það brast NMT-sambandið og ekki náðist í meira af upplýsingum fyrir fréttaþyrsta félagsmenn í bili.
20.01.2008 at 14:19 #610850Er í góðu yfirlæti að ég best veit 😉
20.01.2008 at 13:57 #610844Þau nálgast Ingólfsskála eiga 2km eftir og ætla að taka kaffipásu þar samkvæmt nýjustu fréttum.
20.01.2008 at 13:34 #610842n 64 58 684
w 19 11 143
20.01.2008 at 13:14 #610840[url=http://visir.is/article/20080120/FRETTIR01/80120010:1ynllhz6]visir.is[/url:1ynllhz6] segja fréttir líka.
20.01.2008 at 13:00 #610838Þau hafa þá tekið rétta beygju 😉 ég var farinn að hafa áhyggur þarna í nokkrar mínútur.
20.01.2008 at 12:50 #610834Þarna voru þau fyrir um klukkustund síðan og eru á norðurleið sem er í áttina.
20.01.2008 at 12:30 #610830Var það ekki 64°59’11.4" N og 18°35’12.0" V ?
20.01.2008 at 11:39 #610826n 64 48 170
w 19 21 630Komu í skála í gærkvöldið um hálf tíu og eru farin af stað núna aftur á leið að miðju.
19.01.2008 at 17:24 #610810Heiðar er á leið til byggða með uppsöfnuð hitavandamál en aðrir eru á leiðinni hægt en örugglega í Kerlingafjöll það er mikill snjór á leiðinni. Hópurinn á eftir um 20km í afleggjara að Kerlingafjöllum.
19.01.2008 at 14:34 #610808Jú þakka samúðina en nýtt drif er á leiðinni til mín þökk sé þessum ágæta vef og félagsmönnum F4x4… þessu verður bara reddað eins fljótt og hægt er þó varanlegar endurbætur komi kannski ekki fyrr en síðar.
Hópurinn (20-21 bílar) er að koma að vörðunni Kerlingu og hið eðlilega ástand hlutanna er komið á… það er rauður LC80 á 44" fremstur.
19.01.2008 at 12:16 #610804Já það var víst nóg af snjó, hversu djúpur hann er kom ekki fram en eitthvað heyrðist um bras á 38" bílum. Það er víst orðið bjart yfir hjá þeim og dagurinn lofar góðu.
19.01.2008 at 12:00 #201662Á öldum ljósvakans berast þær fréttir að bílarnir frá Reykjavík séu að klára Gjábakkaveg núna rétt um 12 og það sé búið að hleypa meira úr en vaninn er og menn séu meira brosandi en vaninn er. Þrír bílar bætast svo í hópinn við Geysi og verður hópurinn c.a. 19 bílar þegar hann kemur saman.
-
AuthorReplies