Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
04.07.2006 at 12:09 #554026
Það er greinilega nauðsynlegt að kaupa græju þar sem hægt er að setja upp scangrúppur.
Þá er þetta hér listi yfir það sem er [b:3h9ie7dw]leyfilegt[/b:3h9ie7dw] fyrir félagsmenn í 4×4 (tekið saman af því sem er hér á undan):
24 Veður frá Loftskeytastöðvum
25 Veður frá Loftskeytastöðvum
26 Veður frá Loftskeytastöðvum
27 Veður frá Loftskeytastöðvum
28 Veður frá Loftskeytastöðvum
42 FÍ endurvarp
44 4×4 endurvarp
45 Almenn rás
46 4×4 endurvarp
47 4×4 beint almenn
48 4×4 beint almenn
49 4×4 beint almenn
50 4×4 beint almenn
51 4×4 beint Vesturlandsdeild
52 4×4 beint Norðurlandsdeild
53 4×4 beint Austurlandsdeild
54 4×4 beint Suðurlandsdeild
82 FÍ öfugt endurvarp fyrir 42
86 4×4 öfugt endurvarp fyrir 46
88 4×4 öfugt endurvarp fyrir 44Þessi listi ef hann reynist réttur ætti heima undir "Fróðleikur" finnst mér. Félagsaðild að Útivist myndi væntanlega gefa aðgang að rás 41 til viðbótar.
Páll spyr upphaflega um [b:3h9ie7dw]rás 16 (neyðarrás)[/b:3h9ie7dw]. Er hún opin öðrum en björgunarsveitum? Hvernig er það t.d. með björgunarsveitirnar sem eru á hálendinu í sumar? Eru þær að hlusta á okkar skvaldur á okkar rásum (sem þær hafa leyfi til held ég…?) eða á að vera hægt að ná í þær beint (vhf-16) eða þarf að fara í gegnum 1-1-2 ?
04.07.2006 at 11:04 #554020Ég datt niður á gamalt Setur (nóv 2002) og þar á bls. 14 talað um rásir 24 -28 sem veðurstöðvar:
[i:2mm3zd9a]"Loftskeytastöðvar senda gjarnan út tilkynningar ef slæmt veður er í aðsigi. Það er gert á rásum frá nr 24 til 28 í skiptabandinu. Félagar í 4×4 hafa leyfi til að láta setja þessar rás í sín fjarskiptatæki."[/i:2mm3zd9a]Er þetta enn í gangi eða er enginn með þessar rásir inni?
03.07.2006 at 20:15 #555562Og hvaða dót eru þeir að selja þessa dagana?
Annars mundu Erlingur minn að þú átt að senda mér póst 😉
03.07.2006 at 17:21 #555558Jæja ég kíkti í RadíóRaf í morgun og fékk mjög sannfærandi og skýr svör (ólíkt hinum staðnum sem ég fór á). TH-7160 var það sem mér var bent á að væri góður kostur (128 rásir) og með 4×4 afslætti er hún á u.þ.b. 45.000kr (svipað og VX4204). Best að pæla aðeins betur í þessu og sjá hvað er í hillum félagsmanna 😉
01.07.2006 at 21:06 #555628Það hefur engum "útgefnum rithöfundi" innan félagsins dottið í hug að gefa út Lútherska sögubók? Gæti verið jólabókin í ár.
Gott annars að hann sakaði ekki. Það er ljótt þegar sögur verða svona svæsnar á svona skömmum tíma! Give it time people 😉
30.06.2006 at 14:15 #555552Fínt að fá fleiri möguleika í stöðuna. Einhvern tíma heyrði ég að maður væri í langskárstu málunum með þjónustu og svoleiðis hjá RSH? Er það kannski liðinn tíð eða á maður ekkert að vera að spá í svoleiðis ?
30.06.2006 at 10:46 #198178Nú er næsta mál á dagskrá (eða kannski þarnæsta?) að skipta út gömlu kolabrennandi VHF stöðinni fyrir eitthvað sem kann á sítóna og er ekki vælandi og skælandi alla daga.
RSH er með VX4204 (501rás, allt blingið) og svo meira basic VX2000 (40 rásir, minna bling). Er eitthvað (annað en fleiri stöðvar og lýsing í tökkum) sem mælir með 4204 frekar en 2000? Á maður að láta sér 2000 nægja eða sannfæra sig um að 4204 sé 8-10þús í viðbót meira virði?
30.06.2006 at 10:02 #555538Ég er ekki viss um að neinn sem er í 25-30km radíus frá Benna geti talist einbíla. Slíkur er "presanceinn" hjá þessum bíl 😉
Annars er ég hræddastur við að keyra á eftir honum, maður gæti endað inn í pústinu og hann ekki tekið eftir því! Spurning um að hann splæsi í "bakkmyndavél" inn í pústið?
29.06.2006 at 09:53 #555444Ég hef alveg heyrt um verri leiðir til að verja verslunarmannahelgi… Hluti af þessu var reyndar á dagskrá hjá mér hvort eð er í sumar svo hví ekki að bæta góðum félagsskap við!
28.06.2006 at 15:06 #554378Af [url=http://mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1209735:zlzk8vf5]mbl.is[/url:zlzk8vf5]:
Innlent | mbl.is | 28.6.2006 | 14:21
Umhverfisráðherra ýtir úr vör átaki gegn utanvegaakstriJónína Bjartmarz, umhverfisráðherra, mun kl. 10.30 á morgun ýta úr vör átaki gegn utanvegaakstri. Ferðaklúbburinn 4×4 og Vélhjólaíþróttaklúbburinn standa að átakinu í samvinnu við Ferðafélag Íslands, Umhverfisstofnun, Landgræðsluna, Landvernd og fleiri aðila.
Kynnt verður merki og slagorð átaksins, auk þess sem ráðherra mun opna formlega vefsíðu átaksins og flytja nokkur orð.
28.06.2006 at 09:38 #555338Til lukku Benni, nú er spurningin á að losa sig við rice-fílinginn og ná þessum límmiðahaug af bílnum eða ertu hræddur um að missa einhver hestöfl við það 😉
27.06.2006 at 10:16 #555202Úf hvernig er hægt að vera svona illur á svipinn við svona verk 😉 það jaðrar við að maður sækist eftir leyfi ljósmyndarans til að nota þetta sem mynd í "Mínar upplýsingar" 😀
27.06.2006 at 10:05 #198156Eftirfarandi eingöngu er byggt á minni upplifun og aðeins sett hér inn til upplýsingar fyrir þá sem eru í svipuðum pælingum.
Eftir að hafa skoðað það sem var að finna hér á vefnum og ráðfæra mig við ýmsa aðila fjárfesti ég í nýjum dempurum og gormum undir Land Cruiser 80 bílinn minn. Fyrir valinu urðu OME850J og OME863J gormar sem eru 3″ lengri og fyrir 10-250 lbs (front) og 200-440 lbs (back) viðbótarþyngd. Þetta passaði ágætlega því áður voru 2.5″ upphækkunarklossar á upprunalegu gormunum og bíllinn viktaði 1360kg (front) og 1260 (back) létt lestaður á 38″. Það sem passar við þessa gorma eru N73L og N74L demparar frá OME, þeir eru aðeins lengri og stífari. Áður voru original demparar (lengdir) og gormar (með 2.5″ klossum á) og var það dót allt rifið í burtu.
Niðurstaðan? Jú að mínu mati allt annar bíll og betri. Má vera að gamla dótið hafi verið orðið handónýtt og að það hefði verið líka gott að setja nýja stock gorma og dempara í en ég sé ekki eftir að hafa farið þessa leið þó hún hafi verið dýrari. Náði í gær að keyra innanbæjar, utanbæjar, á fínum malarvegi, grófum malarvegi, holum og ójöfnum. Á sömu leið var bíllinn áður vaggandi út um allt og fjöðrunin var ekki taka við nógu miklu (að mér fannst). Bíllinn er samt frekar stífur og er það auðvitað spurning um smekk en það hentar mér því ég er frekar inn á evrópsku línunni en þeirri bandarísku þegar kemur að fjöðrun. Í kaupbæti er svo bíllinn miklu rásfastari og svei mér ef þetta sló ekki bara líka á jeppaveikina! Að sjá er hann svipaður að hæð að aftan en aðeins lægri að framan.
Smá til að auðvelda öðrum að finna þetta með leitinni síðar: Toyota Land Cruiser 80 LC 80 Old Man Emu OME 863J OME 850J OME863 OME850 OME 863 OME 850
25.06.2006 at 22:57 #555144Erfitt að segja, kannski er það rétt að það er oftast en frávikin eru líka svo miklu meira áberandi fyrir vikið. Líka meiri "sýnileiki" þökk sé stærðinni og umræðunni sennilega.
Það má samt alveg finna svarta sauði í öllum hópum, t.d. einstaklingurinn á rauða Econolineinum sem reyndi að taka fram úr mér *Í* Krossánni á Laugardaginn… og óð svo yfir næstu sprænu beint í andlitið á þeim sem ég ætlaði að hleypa yfir (var stopp út í kanti) og hékk svo 1 metra fyrir aftan Gunna heillengi.
Bílastæðin leysi ég samt á mjög einfaldan hátt. Leggja bara lengra í burtu og labba, holt og gott bæði fyrir lakkið á bílnum og mann sjálfan.
Og svo auðvitað þegar maður er búinn að nöldra þá man maður hvað það var sem ég ætlaði að segja… [url=http://parking.gsmblogg.is/:3guenf64]Þessi hérna heimasíða[/url:3guenf64] er ágætt dæmi um lagningar og það virðast allar bílgerðir fá sinn skammt.
25.06.2006 at 17:24 #198144Og auðvitað var ekki hægt að stilla sig um að taka nokkrar myndir og setja nokkrar í myndasafnið. Fleiri myndir (samt ekki alveg 500!) er svo að finna í myndasafninu mínu HÉR og svo í myndasafninu hennar Valdísar HÉR.
Ég vil þakka kærlega fyrir okkur, gaman að kynnast þessu svæði í svona góðum félagsskap.Tryggvi og Valdís
25.06.2006 at 15:54 #555192Það var ekki fyrr en stóru strákarnir fóru frá grillinu sem litlu strákarnir fóru að grilla plastið.. og flest allt annað sem hægt var að fá til að brenna.
Með fjölda bauka þá var enginn í ástandi til að telja ofan í einn eða neinn enda til var ekki verið að "eyða bjór" heldur "nota bjór" (sbr eyðslu á V8…)
20.06.2006 at 10:55 #554920Ég held að húsið með fallega þakinu sé of langt fyrir Benna greyið en ég mæli með [url=http://www.prozac.com/:39v7btfe]þessu[/url:39v7btfe] og [url=http://www.fura.is/:39v7btfe]þessu[/url:39v7btfe]. Ræður hvort þú notar á þig eða bílinn… 😉
19.06.2006 at 23:53 #554772Jú örugglega mikil traffík. Annars sýndist mér á fundinum áðan var orðin einhver samþjöppun um 18:00 á föstudeginum við hið fræga Select. Öruggar heimildir sögðu mér að það væri alveg óhætt að eyða meira en sólarhring þarna 😉
Hvað tókst að skrá marga á fundinum áðan?Sjáumst um helgina.
19.06.2006 at 17:31 #554870En… í úrklippunni úr Mogganum segir orðrétt:
"… þar sem slóðinn sem þeir höfðu farið var orðinn ófær vegna vatnavaxta … "
Sem gefur til kynna að þeir hafi verið á slóða en ekki utan. Ef þetta var í lok síðustu viku þá var búið að gefa út [url=http://www.vegagerdin.is/media/vegakerfid/Halendi.jpg:3hv6cu2o]kort nr 6[/url:3hv6cu2o] og þá er svæðið í kringum Langavatn (á Mýrum) ekki bannsvæði og var ekki heldur á korti nr 5. Það er því óvíst hvort þeir hafi verið brotlegir og erfitt að dæma um það byggt á þeim gögnum sem við höfum í frásögn MBL. Saklaus uns sekt er sönnuð?Ef þeir hafa hins vegar verið að náttúrusóðast þá á að sjálfsögðu að gilda það sama um alla óháð farartækinu/skemmdartækinu sem þeir velja sér að nota.
Með þessu er ég ekki á nokkurn hátt að verja mögulegt brot þessara ágætu manna. Ég vildi bara benda á að fullkomlega eðlilegt er að minnast ekki á utanvegaakstur ef ekki var um slíkt að ræða í þessu tilfelli. Spjöll gætu þó örugglega orðið einhver af björgunaraðgerðunum það er í öllu falli mjög miður.
19.06.2006 at 12:01 #554768Það væri frábært að fá að vera í samfloti við einhvern á laugardagsmorgninum þar sem ég er sennilega eini maðurinn í öllum heiminum sem hef aldrei komið í Þórsmörk. Það hlýtur að verða góð mæting fyrst svona fáir eru búnir að skrá sig í vinnu í torfærunni 😉
-
AuthorReplies