Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
09.05.2008 at 10:31 #618458
49 myndir mættar til leiks. Þetta verður hörð keppni!
08.05.2008 at 14:25 #618456Bara minna á að það er hægt að senda inn "skot" í ljósmyndakeppni F4x4 fram til 15. maí.
[url=http://4×4.trigger.is/ljosmynd/:37ri9vyv]Taka þátt[/url:37ri9vyv].
08.05.2008 at 00:30 #622342Ég er viss um að ef auglýst væru fimm sæti í "Pungsparka- og gaddavírsnefnd" þá yrði kosið á milli margra [i:2ibsqulg]hæfra[/i:2ibsqulg] umsækjenda
Á öðrum stað í Landsfundarglósunum mínum rakst ég á "Almannatengslanefnd" í umræðu um tækninefndarstörf og: "Tækni- og reglugerðarnefnd" á sama stað.
Það er reyndar mjög áhugavert að sjá að umræðan á þessum fundi snérist talsvert um almenningsálit klúbbsins og það má e.t.v. segja að það sé rauður þráður sem gekk í gegnum marga mismunandi þætti (þ.m.t. umhverfis, tækni, vef og útgáfumál). Fundarmönnum virtist almennt mjög umhugað um hvað fólki út í bæ fannst um klúbbinn.
08.05.2008 at 00:19 #622340Það er ekki oft sem margir eru sammála á þessum vef en já ég man ekki að nokkrar fullvaxta lagabreytingar hafi komið fram á landsfundi. Hins vegar er það rétt að margar hugmyndir, m.a. um aðgangstakmarkanir á vefspjallinu komu fram sem og skerping á starfssviði nefnda voru ræddar og hugmyndir um tíðni og umfang útgáfu Setursins. Þær hugmyndir voru þá allar þess eðlis að þær voru mjög hráar, þurftu frekari úrvinnslu við.
Ég er þess viss að á þessum landsfundi komu fram margar góðar hugmyndir og ef þær eru rétt útfærðar má vissulega nýta þær til hagsbóta fyrir klúbbinn.
Við skulum samt ekki missa okkur í vangaveltum um það sem betur hefði mátt fara í fortíðinni heldur hvernig við getum notað fortíðina til að gera betur.
Mér er slétt sama hvaðan gott (eða vont kemur) og langar mig að láta fylgja með "óklippt" það sem ég punktaði hjá mér á landsfundinum undir efninu
[b:3060e320]Rekstur vefsíðu[/b:3060e320]:
Vefsíðan, talað um að hún væri þung, takmarka aðgang á spjallinu meira.
Þetta væru félagsmenn og sérstaklega að auglýsingum, ættu að vera eingöngu fyrir félagsmenn. YARIS!!! 11:52.
Rekstur vefsíðu og blaðs, tekið saman, fylgiblöð með einhverju dagblaðinu. Fá blaðamennina til að vinna með okkur frítt. Vefsíðan yrði styrkt þannig
að fréttaflutningur og tilkynningar fari í gegnum vefsiðuna.
Vefurinn, loka aðgangi að því að skrifa á spjall, auglýsingar o.fl. fyrir utanfélagsmenn. Það er mikilvægt að það sem er sett inn sé undir
raunverulegum nöfnum. Má ekki vera hægt að falsa aðgang á kennitölu ömmu. Menn eru að borga félagsgjöld og þetta er OKKAR vefur. Við erum
ekkert betur sett með það að Pétur og páll út í bæ geti sett inn efni. Við erum sjálfum okkur nóg, væri hægt að selja auglýsingar (í skemmri tíma).
Vefsíðan, þar kom fram sú hugmynd að það sé bara vefstjóri sem er ekki
skrifaður undir neinu nafni. Vefstjóri sem kemur inn og lokar á og fer yfir málin. Vefstjóri. Punktur.
Vefsíðan er góður miðill en við þurfum með einhverju móti að takmarka aðgang að henni.
Er spjallið okkar til framdráttar??? Gengur fram af manni og ekki klúbbnum til sóma.
Utanfélagsmenn að henda sprengjum inn á spjallið sér til skemmtunar, það er alveg með ólíkindum leiðinlegt sem er að fara þarna inn?
07.05.2008 at 19:19 #622324Ég neyðist til að taka á mig ofangreinda synd sem Dagur bendir svo réttilega á. Fundargerð eða samantekt Landsfundar 2007 hefur ekki verið gerð og fellur sökin af því algerlega á mínar herðar þar sem ég var ritari þess ágæta fundar.
Ég á samt allt hráefni til að klára þessa vinnu og ykkur að segja byrjaði að vinna í því að ganga frá þessu í dag. Spurning hvort mér takist að bæta fyrir þessa synd mína áður en fundargerð aðalfundar birtist 😉
06.05.2008 at 21:03 #622290Mér þykja hálfkveðnar vísur sérlega leiðinlegar. Einnig finnst mér sérkennilegt að tala um lokun á spjallinu í þessum dómsdagstón. Nú hefur ekki komið fram orðrétt útgáfa af því sem lagt fyrir fundinn en innihaldið er mjög keimlíkt og hugmyndir sem komu á landsfundi sem var s.l. haust og því óvíst að þessir aðilar (ég þá væntanlega meðtalinn?) séu höfuðástæða þess að hún var lögð fram á aðalfundi s.l. sunnudag.
En efnislega í þessari hugmynd þá var talað um að takmarka aðgang að spjallinu við fullgilda og greidda félagsmenn ef ég man rétt. Það var ekkert sagt til um hvort um væri að ræða lesaðgang eða skrifaðgang né hvaða umfang ætti að vera á þessari aðgangsstýringu.
Þó aðalfundi hafi þarna veitt þessari hugmynd brautargengi með þorra atkvæða tel ég það ekki binda hendur stjórnar um hvernig útfærslunni verði (ef af verður) háttað. Ég sé t.d. ekki að að það sé sjálfgefið mál að öllu spjallinu verði harðlokað og það falið fyrir öllum ekki-félagsmönnum.
Ég veit reyndar ekki hvaða útfærslu Halli Gulli hafði í huga en ég hið minnsta skyldi þau ekki svona "hart" eins og sumir virðast hafa skilið þau. Orðalagið er a.m.k. það opið að það eru margar mögulegar útfærslur. Það mætti til að mynda takmarka skrifaðgang ekki félagsmanna án þess að hafa mikil áhrif á kynningar- og upplýsingagildi vefins út á við svo dæmi sé tekið. Svo gætu opnast nýir möguleikar í þessu við það að nýr vefur fer í loftið sem við sjáum ekki fyrir okkur í dag.
06.05.2008 at 12:53 #622258Þetta mun auðvitað ekki komast á hreint fyrr en fundargerð aðalfundar kemur fram. Mitt minni er í nokkuð góðu samræmi við orð Lauga hér að framan. Fundarstjóri sérstaklega sagði að ekki væri hægt að taka ákvörðun af þessu tagi á þessum fundi, vísaði þar til 3. gr. laganna. Var þessi tillaga borin upp undir liðnum önnur mál.
Nú var tekin upptaka af fundinum og ætti því að vera auðvelt að komast að hinu rétta og skora ég á þá sem aðgang hafa að þeirri upptöku að skera úr um þetta því minnið er brigðult. Þ.e. hvaða [b:13op2nnf]afgreiðslu[/b:13op2nnf] tillaga Halla Gulla og Sveinbjarnar hafi fengið og hvernig hún hljóðaði orðrétt.
Hvað varðar fundarstjórann þá var hann bæði vel að sér í okkar lögum og venjum í fundarsköpum félaga af þessu tagi. Tel ég hann hafa staðið sig mjög vel og stýrt fundi af hlutleysi og fagmennsku.
06.05.2008 at 11:10 #622248Ég er hjartanlega sammála að það að fella út þessa setningu í 19. gr. skapar [b:l3rj1i4a]óþarfa óvissu[/b:l3rj1i4a] en túlkun mín og margra annarra, því þetta var rætt á fjölmörgum aðalfundum landsbyggðadeilda 2007 er sú sama og fundarstjóra aðalfundar núna á föstudaginn. Einfaldasta nálgun er sú að 19. gr. er undir IV. kafla sem tekur sérstaklega á landsbyggðardeildum og því eingöngu verið að tala um aðalfundi landsbyggðardeilda en ekki "móðurfélags" sem er í 3.gr. Hún mætti hins vegar vera betri t.d. að tilgreina hverjir hafi kjörgengi og atkvæðisrétt en ekki bara rétt til setu til að útrýma þessum vafa.
Hvort þetta sé réttlátt er annað og flóknara mál, það má færa fyrir því ágætis rök að þarna séum við landsbyggðarmenn (og konur) að fá tvö atkvæði fyrir eitt félagsgjald (eitt heima í héraði og annað á landsvísu) meðan R-deildar félagi getur bara kosið á einum aðalfundi í Reykjavíkinni. Sama má segja um atkvæðisrétt aukafélaga, það er líka svona tveir fyrir einn og má deila um réttlætið í því. Vandinn tvöfaldast svo gagnvart aukafélaga í landsbyggðardeild því þar má segja að fáist fjögur atkvæði fyrir eitt gjald.
Ábending EIK á fundinum var mjög þörf og ég tel úrskurð fundarstjóra réttan og á von á að hann standist. Breytingar á lögum félaga eru flókin mál og þetta er gott dæmi að smávægileg breyting getur skapað mikla og algerlega óþarfa óvissu. Annað slíkt dæmi sem bent var á, og hafði verið bent á áður á starfsárinu, var breytingin á fjárhagsárinu.
Ég hef trú á að nýja stjórnin okkar hafi nú tekið eftir þessum málum og muni koma því í farveg að unnið verði að endurbótum á lögunum fyrir næsta aðalfund, slíkt er ekki hrist fram úr erminni korteri fyrir aðalfund.
05.05.2008 at 13:03 #620702Það er spurning hvort Halli Gulli eigi afrit af textanum eins og hann var lagður fyrir fundinn og geti sett inn á vefinn til að taka af allan vafa um innihaldið?
25.04.2008 at 14:51 #621328Annar uppvakningur kominn á kreik. Ég vildi bara taka undir orð Skúla og bæta við að auk alls þess þarfa sem klúbburinn er að gera þá gerir hann líka mjög [url=http://www.f4x4.is/new/forum/default.aspx?file=innanfelagsmal/6769:2x32qc8k]góða hluti fyrir félagsmenn sína[/url:2x32qc8k] þegar á reynir.
Vil ég líka lýsa yfir stuðningi mínum við Sveinbjörn og þá stjórn sem hann leggur til fyrir næsta starfsárs. Undanfarna viku hef ég verið í miklum samskiptum við Sveinbjörn og vil þakka honum kærlega fyrir þá miklu og góðu vinnu sem hann hefur lagt á sig.
19.04.2008 at 01:03 #619904Það er sama hvort menn eru tölvukarlar eða ekki… menn þurfa að sofa. Þar sem ég mun ekki hafa aðgang til að skrifa á þennan vef á næstunni verða menn að sækjast eftir skoðunum mínum með að:
a) senda mér tölvupóst á [url=mailto:trigger@pjus.is]trigger@pjus.is[/url]
b) skoða vefinn minn [url=http://www.trigger.is/:1539omf6]trigger.is[/url:1539omf6] eða
c) hringja í mig í síma 897-3221."Góðar" stundir
19.04.2008 at 00:17 #620888Ég held að það verði að fara að endurskoða þessa lása sem eru í gangi á þessum vef… það er greinilegt að menn VALS-a bara út og inn án virðingar við kóng eða prest… Jón eða Sr. Jón .. eða jafnvel Jón Ofsa.. sei sei sei …
19.04.2008 at 00:06 #620790Það virðist vera sem þessi tiltekni vefur taki illa í íslenska stafi. Ég auðvitað er ekki hrifinn af svoleiðis fasisma frekar en öðrum en svona er víst lífið.
18.04.2008 at 23:46 #620780Ég held að sá eini sem var að gera grín að eigin nafni hafi verið ég og það á mjög góðlátlegan hátt sem ekki tengdist málefninu á nokkurn hátt. Ég óska engum svo mikils ills að þurfa að vera metin af verðleikum út frá því hversu vel hann getur stafsett nafnið mitt, enda algerlega út-úr-kú nafn!
Við skulum frekar einbeita okkur að því sem máli skiptir eins og þeim efnislegu athugasemdum sem fram hafa komið en ekki smáatriðum eins og hvort nafn sé með Y eða I í miðjunni…
18.04.2008 at 23:39 #620774Ég sem hélt að hrissan væri bara blá ef hún væri hissa
18.04.2008 at 23:32 #620770Var dúkkan blá? Var búið að færa "afturhásinguna" aftur um meira en 20cm… maður spyr sig því ekki er dúkka dúkka nema uppblásin sé!
18.04.2008 at 23:17 #620762Enda skiptir það engu máli hvor er betri Toyota eða Patrol ef það má ekki keyra utan F-vega og almennra þjóðvega. Við verðum að standa saman.
18.04.2008 at 23:04 #620756Ég biðst forláts ef ég virðist hafa farið fram úr sjálfum mér í kvöld, það gerist stundum þegar málstaðurinn er manni kær en þú ættir kannaðast við það.
18.04.2008 at 22:58 #620750Eða ert þú komin framúr þér…?
Þegar stórt er spurt…
PS: Vonandi er ég líka velkominn þó ég sé Norðlendingur.
18.04.2008 at 22:48 #620746Hér fyrr í dag birtist pistill á þessum vef sem var á þessa leið: [Vefslóð fjarlægð – Vefnefnd]Rafræn áskorun.
Skömmu síðar var þessi sami texti horfinn af vefsíðu F4x4 og búið að loka (án aðvörunar) á aðgang þess félagsmanns sem þetta skrifaði að vefsíðu Ferðaklúbbsins 4×4.
Undanfarið hefur Ferðaklúbburinn 4×4 fengið á sig orð fyrir að mótmæla háu eldsneytisverði og vill láta til sín kveða á því sviði og gefur sér hinn eðlilega rétt til mótmæla í orði og verki. Hví eru ekki hin sömu réttindi höfð í hávegum innan þess sama klúbbs?
Í tilkynningu frá vefnefnd sem birtist þann 10. janúar þessa árs segir:
[i:2adw2nn9]Markmið spjallþráðanna er að hafa málefnalegar umræður þar sem virðing er borin fyrir öðrum spjallverjum. Ef menn fara út fyrir kurteisismörk mun vefnefnd veita viðvörun. Ef þeirri viðvörun verður ekki sinnt, er tímabundið lokað fyrir skrifaðgang viðkomandi að vefsíðunni. Ef viðkomandi lætur sér enn ekki segjast verður lokað fyrir aðganginn um lengri tíma.[/i:2adw2nn9]Sé það rétt sem mér er tjáð að lokað hafi verið á skrifaðgang (OG LES-aðgang að innanfélagsmálum) þess félagsmanns sem skrifaði þann texta sem ég vísa til án aðvörunar að beiðni stjórnar er það ekki samræmi við lýðræðisleg vinnubrögð. Það er til fordæmi fyrir því að undirskriftalistar séu birtir á þessari vefsíðu.
Tel ég að vefskilmálar og þær kröfur sem gerðar eru til pistla á þessum vef eigi að vera óháðar þeim sem þá skrifa. Ef mönnum er kerfisbundið misboðið á þessum vef er hann ekki sæmandi frjálsu áhugamannafélagi.
Með bestu kveðju
Tryggvi R. Jónsson, A-898
trigger@pjus.is
-
AuthorReplies