Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
01.11.2006 at 12:28 #566054
Aha! ég vissi að það væri eitthvað en jú ég keyri 38" LC80 dagsdaglega en keyrði svo í síðustu viku 44" LC80 reyndar bara á malbiki en…
Mér fannst 44" bíllinn ekkert verri á neinn hátt. Hann rásaði jafnmikið eða minna í hjólförum og var alveg hægt að beygja á honum. Hvorugur er náttúrulega smábíll eða miklir akstursbílar og maður tekur ekki feil á þeim og fólksbíl en ef ég væri að leita mér að fólksbíl þá væri ég sennilega ekki á svona bíl, þá ætti ég ennþá fólksbílinn minn 😉
01.11.2006 at 09:50 #566048Jú það hefur verið gert, t.d. úr 87-89 árgerðunum (jafnvel eldra?). Halli hjá [url=http://www.kliptrom.is/:2li77yeo]KT[/url:2li77yeo] í minni margrómuðu heimasveit þekkir þetta ágætlega. Hann þekkir líka að setja Patrol-framdrif sem gæti líka komið vel út.
31.10.2006 at 16:30 #566112Nú var ég líka í þessari Kaldadals-Langjökuls ferð en komst ekki með síðast en mín reynsla af umgjörð Litludeildarinnar er að það sé passað upp á alla. Eins og sjá má á myndum helgarinnar vantaði ekki hjálpina þegar hennar var þörf. Í mars á Langjökli þá snérum við sem vorum komnir norðar við og aðstoðuðum alla sem þurfti. Ég held að ég hafi t.a.m. komið með þeim síðustu að stoppinu áður en við fórum niður af jökli.
Hvaða breytingar er verið að tala um? Ætti að setja hámarksstærð í "litludeildarferðir" ? eða lágmarksstærðir í vetrarferðir eins og þessa? Það er alveg viðbúið að það sé snjór á þessum árstíma á þessum slóðum á Íslandi. Það lætur í augum uppi. Á að banna 38" og stærri í Litludeildarferðum? Til hvers?
Ég sé ekki vandamál sem er verið að reyna að búa til hér.
31.10.2006 at 14:36 #566084Fært á Innanfélagsmálaþráðinn -trj
31.10.2006 at 13:26 #566026Hafa áður komið við sögu á [url=http://www.f4x4.is/new/forum/default.aspx?file=bilarogbreytingar/7519:3rjrq12g]vefnum[/url:3rjrq12g].
Ég er með minn hækkaðan um 3" á 38" og það er svona 1-2cm of lítið að framan (lengri gormar eingöngu). Flestir 44" bílarnir eru hækkaðir meira, 6" eða meira. Af því sem ég hef séð eru til bílar sem eru hækkaðir bara á body, bara á fjöðrun og svo flestir að gera bæði.
Allir 44" bílar sem eitthvað vit er í eru með færða afturhásingu, það er mesta möstið og það kostar líka ágæta peninga, 15-30cm.Þannig að verðmiðinn er hár hvort sem maður kaupir tilbúið eða gerir þetta sjálfur, Benni (AK) er nýlega búinn að kaupa óbreyttan og fara [i:3rjrq12g]alla[/i:3rjrq12g] leið og hann getur sagt þér helling um þann feril. Ég ákvað að kaupa frekar hálfkláraðan bíl og klára. Þetta fer líka eftir hvort maður vill eyða öllum peningunum strax eða gera þetta í skrefum. Fyrir mig var það óhagstæðara að kaupa óbreyttan og fara alla leið en það er auðvitað mjög misjafnt hvaða aðstöðu/kunnáttu/o.s.frv. menn hafa.
Ég er samt alveg sammála síðasta ræðumanni… þessir verðmiðar sem maður er að sjá eru í hærra lagi en verð á frjálsum markaði ráðast af framboði og eftirspurn. Held að það séu engin ríkisafskipti í gangi á LC80-kaupum og sölum þó það sé skemmtileg samsæriskenning.
30.10.2006 at 21:28 #565972Sá FINI hjá Landvélum á 36þúsund er þar um kring. Örugglega hægt að ná því eitthvað niður, svo er það þetta klassíska Verkfærasalan/Verkfæralagerinn í Skeifunni og BYKO gæti átt þetta (samkv. verðlista þar 33þús).
30.10.2006 at 19:55 #565900Þessi "Björn Þorri – afsökun" tengist þessari frétt ekki 😉 gott mál, hafði smááhyggjur af þessu.
Mjög áhugaverðir punktar, verður fróðlegt að fylgjast með hvernig málið fer. Væntanlega verður því gerð ágæt skil hér á vefnum þegar þar að kemur.
30.10.2006 at 18:56 #565248Að einu sinni hafi Toy-in okkar verið bundin saman en þá hafi hvorugt þeirra hreyfst 😉
30.10.2006 at 18:22 #565240Mér finnst nú Stefanía vera orðin dálítið spottaglöð…. er þetta eitthvað djúpstætt hjá þér?
Það á ef ég man rétt að vera núna á fimmtudagskvöldið, 2. nóv.
30.10.2006 at 16:22 #564142Þarf ekki að fara að hita upp með einhverjum stílfærðum sögum af Gemlingum svona til að maður viti hvað maður er að fara að hætta sér út í ?
30.10.2006 at 12:43 #198847Eftir talsverða leit fann ég möguleika til að koma frá sér leiðréttingum á Íslandskortið fyrir Garmin (v3.0):
http://mercator.hnit.is/index.php?id=18Það á víst að koma leiðréttingarútgáfa sem er „fríkeypis“ og því um að gera að koma villum áleiðis til þeirra.
30.10.2006 at 10:32 #565892Þessi vefsíða [url=http://www.fjarkennsla.is/garmin/:sbshaqtb]http://www.fjarkennsla.is/garmin/[/url:sbshaqtb] er með dálitlu af leiðbeiningum.
Svo er alltaf hægt að kíkja í heimsókn til [url=http://www.garmin.com/:sbshaqtb]Garmin[/url:sbshaqtb] sjálfs og sækja Getting Started og [url=http://www.garmin.com/manuals/MapSource_MapSourceUsersGuide.pdf:sbshaqtb]User Manual fyrir MapSource[/url:sbshaqtb].
Svo er líka ágætis "Online Help" í MapSource, bara hafa forritið opið og ýta á F1.
29.10.2006 at 23:10 #565572Já og sumar VHF stöðvar eru með möguleika á dulritun á ákveðnum rásum…
En er svona brúun ekki líka spurning um inftrastructure? þarf ekki að hafa einhverjar græjur t.d. við endurvarpa til að tengjast við POTS ? (sjá SmarTrunk linkinn hér að ofan).
Spurning samt hvernig svona kerfi skalast upp í stærð og umfangi, t.d. þegar það þarf marga repeatera til að dekka stór svæði. Þetta SmarTrunk hljómar svolítið eins og það sé notað til að dekka takmarkað svæði og framlengja t.d. símakerfi. Eiginlega er VHF með SmarTrunk að líta ótrúlega svipað út og Tetra…
29.10.2006 at 23:02 #565666Valgeir er algerlega óhæfur! Enda fyrrverandi RAM eigandi, búinn að sjá "ljósið" og kominn á Búbarú!
29.10.2006 at 22:59 #565876Ef þetta er ekki [url=http://www.rs.is/sidur/vara.php?vara_id=170:fbdl9d51]þessi græja[/url:fbdl9d51] frá Garmin þá getur þú ekki notað Íslandskortin frá RS/Hnit í MapSource/nRoute við þessa græju.
Hugsanlega er [url=http://www.oziexplorer.com/:fbdl9d51]OziExplorer[/url:fbdl9d51] með support fyrir þetta hardware nú eða [url=http://www.navsoftware.com/visual_navigation_suite.php:fbdl9d51]Nobeltec[/url:fbdl9d51] nú eða [url=http://www.fugawi.com/web/:fbdl9d51]Fugawi[/url:fbdl9d51]. Öll þessi kerfi nota innskönnuð kort sem búið er að kvarða, ýmist í 1:250.000 eða 1:50.000. Ég veit ekki hver "official" leiðin er til að fá svoleiðis kort en hugbúnaðinn er hægt að kaupa á vefsíðum þeirra.
27.10.2006 at 18:43 #564132Ég þorði ekki að fara í stóraðgerð á bíldruslunni minni 13. nóv, frestaði því til 20. nóv bara til að vera 100% með að komast í þessa (verðandi) mögnuðu ferð!
Ástandið er samt það slæmt að allar helgar fram að þessu eru bókaðar svo þetta er í mínu lífi NÆSTA ferð!
27.10.2006 at 18:26 #565480Þræðir hér virðast almennt vera stofnaðir í "handahófs" flokki. Hefur vefmynd auðveldan aðgang að því að bjarga þráðum sem eru komnir á þessa braut sem Ofsi nefnir undir "Innanfélagsmál" til að draga úr þessum vanda? Ég fékk t.d. í dag póst frá aðila sem var að lesa umræðu hér á vefnum, alls ótengdur f4x4 en greinilega að fylgjast með af hliðarlínunni.
Hitt, þætti vefnefnd úr vefi að breyta robots.txt með þeim hætti að banna skriðkvikindum leitarvélanna að indexa skrár sem eru undir "new/profile" ? Eða jafnvel loka hluta persónuupplýsinga (s.s. heimilisfang og símanúmer) svo aðeins skráðir notendur (jafnvel bara félagsmenn) geti séð. Ef maður t.d. "gúgglar" fullt nafn einhvers félagsmanns er mjög líklegt að á topp 5 verði upplýsingarnar hans, farsímar, heimilisfang og ýmislegt fleira. Mér persónulega er sama um þetta en get ímyndað mér að þetta þyki einhverjum óþægilegt.
Mbk
Tryggvi R. Jónsson reporting live from Akureyri
27.10.2006 at 12:34 #564686…. við hvernig ég sé fyrir mér að GSM og sendar reikni út staðsetningu en ekki við "samsæriskenningu" um ferlunarbúnað. Þessi "miðunarþjónusta" felst væntanlega í að skoða logga frá nokkrum möstrum/sendum og fá miðunarlínu en ekki miðunarpunkt svo þarf að fá upplýsingar frá öðru mastri til að þrengja [url=http://en.wikipedia.org/wiki/Trilateration:2trx6yyv]hringinn[/url:2trx6yyv]. Þetta er hins vegar útúrdúr sem má taka upp síðar 😉
En í skýrslunni kemur skýrt fram að það sé út í hött að hafa annað neyðarsamskiptakerfi á sjó og landi. Því er ég hjartanlega sammála. Skilst að það hafi amk á tímabili verið sömu vandræði milli nágranna lögregluembætta sumsstaðar á landinu (vhf vs. tetra). Vonandi þarf ekki mörg svona tilfelli til að yfirmenn þessara mála hér á landi átti sig.
27.10.2006 at 12:12 #564682diddirridum-ið kannast allir við en hvaða specur hefur þú um hvaða upplýsingar fara á milli? Er ekki bara verið að handshake-a sig inn á næsta sendi og þá fer ID sendisins til símans og ID símans til sendisins? Hugsanlega gæti sendirinn vitað hversu langt ég er frá honum en án viðbótarbúnaðar/upplýsinga á ég örlítið erfitt að kaupa þetta svona án verulegra afsláttarkjara 😉
27.10.2006 at 12:09 #559656Þegar þú segir skemma meinaru þá valda 1) truflunum 2) varanlegu tjóni á búnaði eða 3) valda "bilunum" eins og sprengja öryggi?
-
AuthorReplies