Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
06.11.2006 at 10:21 #566548
Í lögum félagsins (2005 hósthóst…) er talað um "fjórhjóladrifsbifreiðum" og breiddin í þeim flokki er talsverð. Jepplingar og "jeppar" eru skráðir í sama ökutækjaflokk hjá US (M1) svo ekki er hægt að nota bjúrókratana til að hjálpa sér við að greina á milli.
Ég fór í mína fyrstu ferð með Litludeildinni en ég hafði tekið þá ákvörðun að stökkva dálítið út í djúpu laugina (eins og svo oft áður…) og fór í þá ferð á 38". Ef mér hefði verið bannað að fara í þá ferð sökum stærðar hefði mjög fátt verið í boði fyrir mig til að byrja á.
Ef það á að fara að takmarka eitthvað í hvorn endann sem það er þá er það mjög erfitt og eina sem hljómar vitrænt er að fararstjóri í hverri ferð geti byggt á eigin dómgreind óskað eftir að ákveðnir bílar sitji hjá. Ég er líka sammála því að það sé ágætt að hafa "meldingar" um ferðir bæði til að fararstjóri geti vitað betur hverju hann á von á í fjölda og stærð. Ef fjöldinn er mikill gæti þurft fleiri til að halda utan um hópinn og ef hópurinn er bara 38" og yfir má etv velja sér aðeins aðra leið heldur en ef öll breiddin er með í för.
Það mætti jafnvel setja ferðir í þyngdar/erfiðleikaflokka eins og hjá Útivist sem eru með ágætis töflu:
[img:1mq3jahf]http://www.utivist.is/utivist/upload/images/templates/vidmidunartafla-jeppar.gif[/img:1mq3jahf]
Erfiðleikastig jeppaferða:
* Lítið. Harðfenni, dregið í skafla á stöku stað. Þéttur og þjappaður snjór.
* Meðal. Þéttur snjór lítið um púðursnjó eða erfiða skafla, nokkuð um skarir.
* Mikið. Jöklar, nýfallinn djúpur snjór. (sjá [url=http://www.utivist.is/ferdaaaetlun/:1mq3jahf]Útivist[/url:1mq3jahf]).Svo væri einnig hægt að sérmerkja ferðir þar sem aksturinn væri ekki í fyrsta sæti og gæti t.d. hentað þeim sem vilja taka alla fjölskylduna með.
03.11.2006 at 17:05 #564158Barbara, þetta er ekki þín vika! Þetta er vegna þess að ég á afmæli á sunnudeginum og Magna fannst viðeigandi að ég kæmi með köku…
03.11.2006 at 12:49 #565840Bara hætta þessu ferðabulli og skella sér í ölæðið á Örkinni 😉
03.11.2006 at 10:53 #564474Það mætti síðan hafa þetta sem inntöku skilyrði á næsta aðalfund… splæsa einn spotta annars kemstu ekki inn. Breyta aðeins til með að þurfa að sýna félagsskírteini 😉
03.11.2006 at 10:33 #564470Þú ert greinilega að fá útrás fyrir uppsafnaða ljósmyndaþörf! Þetta var mjög sniðugt, ég hef ekki áður mætt á opið hús, fínt að hafa einhverja handavinnu við hendina 😉
03.11.2006 at 08:56 #564152… þurfa að splæsa á hina 😉
02.11.2006 at 22:23 #566272Ford 250/350 og sambærilegir VÖRUbílar eru með löglegan hámarkshraða upp á 80. Það kostar að fá niðurfelda tolla 😉
02.11.2006 at 19:41 #566252Það sem Siggi sagði… 😉 og svo nokkur svipuð atriði í viðbót sem hafa ekkert með gerð, stærð eða verð bílsins að gera. Það þarf [b:2jkphdwb]alltaf[/b:2jkphdwb] að huga að þrennu: ökumanni, ökutæki og umhverfi. Ég held að ekkert eitt af þessu geti gert hitt tvennt óviðkomandi þegar verið er að skoða þessi mál af einhverri alvöru.
02.11.2006 at 19:19 #566246Ég held að það sé alveg sama hvaða bíl maður er á… íslenska vegakerfið ber ekki 140-150km hraða á neinum löngum köflum! Menn hafa verið að brenna sig á þessu eins og t.d. á leiðinni á Bíladaga 2005, það eru ekki merktar sérstaklega þessar séríslensku hraðahindranir sem eru mjög víða á þessum öldusjó sem við köllum vegakerfi. Þættir eins og fráveituskurðir við hlið vega, ekkert á milli akstursstefna, vegaxlir sem ekki gefa svigrúm til að takast t.d. á við ef dekk springur, búfénaður og svo mætti lengi telja.
Hraðatakmarkarar eru að mínu mati frekar misráðið fyrirbæri t.d. á meðan við erum ekki með sama hámarkshraða á öllum ökutækjum. Önnur óheppileg hliðarverkun væri að menn myndu "botna" hraðatakmarkarann óháð aðstæðum og verða ennþá "hraðaheimskari" en áður.
Þessi mýta um að góður bíll geti bætt upp lélegt vegakerfi er ótrúlega skrítið fyrirbæri. Er þetta í alvörunni algeng skoðun?
02.11.2006 at 17:28 #564466I rest my case, your honor.
02.11.2006 at 16:50 #564458Ég ætla amk að mæta… sjáum til hvað fjármálin verða í góðum málum… stór útgjöld framundan 😉
02.11.2006 at 11:42 #566370Og í göngufæri frá heimili mínu 😉 það er ekki oft sem það gerist! Mæti galvaskur.
Smáupphitun fyrir kvöldið samt:
[img:3in9eysd]http://www.f4x4.is/new/files/thumbnails/default.aspx?file=files/photoalbums/4543/32084.jpg&width=140&height=160[/img:3in9eysd]
02.11.2006 at 11:36 #565672Mér datt þessi umræða í hug í gær þegar ég rakst á [url=http://www.asi.is/displayer.asp?cat_id=71&module_id=220&element_id=4069:3qbp0clh]verðkönnun ASÍ[/url:3qbp0clh] á svona þjónustu. Í [url=http://www.asi.is/upload/files/011106dekk.xls:3qbp0clh]niðurstöðunum[/url:3qbp0clh] er stærst skoðað 35" og er það "Stór jeppi". Það eru ekki allir sem taka 38 og yfir og greinilegt að ASÍ hafði engan áhuga á að hafa það í könnuninni. Spurning hvort félagið ætti að gera athugasemd eða kanna þetta sjálft og gefa út niðurstöður?
Ég fór t.d. í Hjólabarðahöllina í gær, lét rífa af felgu, setja á felgu, jafnvægisstilla 38" (14" stálfelga) og borgaði um 12.000kr fyrir, fannst það ríflegt (með 10% 4×4 afslætti).
01.11.2006 at 22:00 #566210Voðalega eru menn eitthvað heimildaglaðir í dag 😉 ekki kvarta ég:
Specific activities and sports can also cause temporary tunnel vision. Fighter pilots and acrobats may experience temporary tunnel vision from sustained high acceleration of one or more seconds. In this case, the person may also loss consciousness.[url=http://www.wisegeek.com/what-causes-tunnel-vision.htm":12zoawbv]Heimild[/url:12zoawbv]
01.11.2006 at 20:42 #566312Ætli það eina góða í þessu sé ekki að miðjan er ekki að fara neitt… nei annars! Hún færist víst bölvuð!
01.11.2006 at 19:47 #566070… passa 38" í hjólförin í malbikinu? Ég held að ég hafi aldrei átt bíl sem passar í þessi helv.. ruts. Var í sömu vandræðum á 235/45 á 17" felgu 😉 en skiptir nokkru hvort maður er að fara upp úr eða niður úr förunum? Alltaf eitthvað vesen?
Tryggvi Kvefaði(hættur að geta hugsað)
01.11.2006 at 15:54 #566306Eik skýrir þetta í [url=http://www.f4x4.is/new/forum/default.aspx?file=innanfelagsmal/7401:14fb4qg5]þessum þræði[/url:14fb4qg5] og svo má finna meira [url=http://www.f4x4.is/new/forum/default.aspx?file=gpsogleidir/6133:14fb4qg5]hér[/url:14fb4qg5] um staðsetninguna.
Var ef ég man rétt harla fjögur umræða á sínum tíma, hvað varð svo um miðjuferðina frægu? Var hún farin í skjóli nætur einhvern tíma?
01.11.2006 at 15:50 #566330[url=http://www.domstolar.is/domaleit/nanar/?ID=S200600460&Domur=4&type=1&Serial=1&Words=:2kpux57p]dómsúrskurðurinn[/url:2kpux57p].
Í annarri málsgrein undir "Niðurstöður" er ágætlega rakið hvað telst vera vegur og ætti það að vera gott fyrir þá sem eru áhugasamir um skilgreiningar 😉
01.11.2006 at 13:59 #566058Ég bara spyr? Ég hef nákvæmlega engra hagsmuna að gæta hr. Jeep og skil ekki hvaða meiningar þetta eru. Ef ég ætlaði að plata einhvern myndi ég gera það almennilega og segja: [i:3nyd5rv5]"44-bíllinn var MIKLU BETRI og ekki spurning um að ALLIR ættu að setja bílana sína umsvifalaust og án umhugsunar á 44-dekk og hananú" [/i:3nyd5rv5] (þarna sérðu.. nú var ég að plata 😉
Það er talsverður annar "munur" á þessum tveimur bílum annar en dekkjastærð og held ég að það skýri að hluta til hve jafn-slæmir þeir eru (hvorugur telst í mínum bókum akstursbíll!). T.d. er 44" bíllinn með lengra á milli hjóla, með stóran stýristjakk og með öflugan stýrisdempara (enginn tjakkur í hinum, original hjólhaf og original stýrisdempari).
Ég er viss um að ef 38" bíllinn minn væri tekinn og ekkert gert nema skrúfuð á hann 44" dekk yrði hann algerlega óökuhæfur. Það eru ýmsar aðrar breytur þarna í gangi sem vega upp á móti.
01.11.2006 at 12:51 #566184Spurning hvort þessi breyting muni ekki hafa áhrif á t.d. 10% vikmörkin sem eru í breytingaskoðun ([url=http://www.f4x4.is/new/forum/default.aspx?file=innanfelagsmal/8327:b921kqhm]sbr þetta[/url:b921kqhm]).
Það er vonandi að þetta hafi þau áhrif að það verði meiri hlýting við hámarkshraða. Mér hefur alltaf þótt kjánalegt að hafa lög og reglur sem segja eitt en svo raunveruleika sem gefur allt önnur skilaboð. Svo væri næsta mál að fá sama hámarkshraða fyrir alla á meðan við höfum ekki vegakerfi sem gefur kost á öruggum framúrakstri.
-
AuthorReplies