Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
19.12.2006 at 20:27 #571126
Jú það var rétt… það átti allt að smella saman fyrir helgi en ekki gekk svo ekki eftir, enda ýmislegt athugavert í gangi … Sé það núna að ég hafði hvort eð ekkert með bíl að gera ef ég hefði mætt!
Frumsýning verður bara að vera á nýja árinu, á morgun fer allt í gangi og verið brunað beint norður í land á "nýja" bílnum. Sunnlenskir verða bara að bíða eftir frumsýningu fram á nýja árið 😉
Kv
Tryggvi Stórtemplari
19.12.2006 at 18:55 #571862Það hefði reyndar verið gott ef þeir hefðu notað lógó-ið með réttum texta og etv vísað í vefslóð átaksins… sem virðist t.d. vera horfið af forsíðu f4x4.is …. ?
19.12.2006 at 18:46 #571122Nú skil ég hvaða álagsmeiðsl drógu vefþjóninn til dauða… 250 myndir eru bara of mikið 😉
19.12.2006 at 14:38 #571934Er til sölu hjá [url=http://www.radioraf.is/index.htm:33wpczc0]RadíóRaf[/url:33wpczc0] Smiðjuvegi 52. TK-7160 ætti nú að vera tiltölulega skynsamlegur kostur.
19.12.2006 at 09:53 #571970Er ekki síðan ennþá hýst á Akureyri? Þar af leiðandi getur þetta ekki verið vegna veðurs nema þá ofhitunar í tölvusalnum þar sem hún er!
Virðist reyndar vanta eitthvað af nýlegum myndum, þ.e. frá 17. des (16. er í lagi)?
15.12.2006 at 17:40 #571532Jú body-ið á bílnum hefur áhrif á dreifinguna, nema ef maður er með útbúnað á loftnetinu til að nota jörðina (með litlu J) í staðinn. Það sem ég er að spá í er hvort maður missi þennan eiginleika með að setja VHF loftnetið á boga (en hafa þó jarðtengt við body) eða hvort það haldist.
15.12.2006 at 00:01 #571528Hvernig er það er ekki í lagi að setja gps/cb/vhf/nmt loftnetin á þakboga? Taka allar lagnir upp um eitt gat og raða þessu svo á bogann. Þarf væntanlega að vera jarðsamband á draslinu til að það virki? Best að búa til einhvern pall undir loftnetin sem eru jarðtengd? eða er það alger óþarfi?
14.12.2006 at 19:52 #571504Jú er það ekki bara málið, láta stuðarann enda við framhornið á brettakantinum ([url=http://www.f4x4.is/new/files/photo/default.aspx?file=files/photoalbums/4212/37001.jpg:3k6der17]mynd[/url:3k6der17]).
14.12.2006 at 17:42 #571324Þú segir:
"já menn virðast vera margir a þeirri skoðun að þessir storu pikkup bilar seu ekkert öruggir…… [i:2r5joflj]held þeir seu bara hræddir um sjalfa sig[/i:2r5joflj]"Ég vil nú ekki móðga einn eða neinn eða setja út á neinn… en er bara ekki í góðu lagi að vera pínulítið hræddur um sjálfan sig og sína? Er það ekki eðlilegt?
Mbk
Tryggvi(PS: þetta á auðvitað að vera AfsakaðU í titlinum, get ekki lagfært)
14.12.2006 at 13:59 #571480Ég myndi í þínum sporum setja drop-down lista á þessa valmöguleika líka. Það auðveldar svo úrvinnslu (been there done that…). Menn geta t.d. skrifað 44, 44t og 44" og allir eru að meina 44 tommu há dekk en í úrvinnslunni þarf að hreinsa gögnin og það er mikil vinna ef margir svara. Varðandi aksturinn þá er örugglega betra að biðja bara um bil, t.d. 0-5.000km, 5.001-10.000km o.s.frv.
14.12.2006 at 13:56 #571500Það er engin bodyhækkun hjá mér ennþá nefnilega 😉
14.12.2006 at 12:29 #199166Ég hef aðeins verið að spá í hvernig menn ganga frá framstuðaranum á LC80 til að aftasti hlutinn rekist ekki í 44″. Færa menn hann fram um einhverja 5cm? Gerir það þá ekki það að verkum að búnaður eins og spil þurfa að sitja framar og taka því verr í við átak?
Einhverjar aðrar leiðir? Náttúrulega hægt að stytta hornið, taka það af, víkka stuðarann… ?
14.12.2006 at 12:24 #571476Ég mæli eindregið með að öll gögn sem þú ætlar að nota eitthvað séu fengin með lokuðum spurningum, t.d. að velja "Mjög gott, frekar gott, hvorki/né, frekar slæmt, mjög slæmt" eða tölu á lokuðu bili.
Opnir svarmöguleikar eru svo tímafrekir í úrvinnslu, en oft ágætt að gefa möguleika á commentum aftast hvort sem maður gerir svo eitthvað við þær upplýsingar eða ekki 😉Spurningalistakveðja
Tryggvi
13.12.2006 at 11:04 #571260Aðeins off-topic en pínu áhugavert í þessu samhengi að ég hef undanfarið haldið mig á 95km/klst á leiðinni Ak – Rvk og eftir þónokkrar ferðir þá hef ég komist að þeirri áhugaverðu niðurstöðu að af þeim fjöldamörgu bílum sem taka fram úr manni er stór hluti þeirra að taka fram úr manni 2var eða oftar á leiðinni.
Kv
Tryggvi Tölfræðinörd sem er á móti mismunandi hámarkshraða ökutækja.
13.12.2006 at 09:52 #571192nRoute á að nota Íslandskort (v3.0) eins og Garmin tækin sjálf. Litlaus eru þau nú en ekki tómleg, hér er [url=http://www.trigger.is/gallery2/trips/gemlingar-20061117/Gemlingar-20061118.JPG.html?g2_imageViewsIndex=1:3sc7adjb]dæmi úr MapSource (með v3.0)[/url:3sc7adjb] ef það er ekki svona þá er sennilega ekki búið að setja upp kortið eða að það þarf að fara í View -> Switch to Product og velja þar "Iceland GPS kort DEM" (eða sambærilegt).
12.12.2006 at 21:47 #571172Menn voru að pæla í þessu [url=http://www.f4x4.is/new/forum/default.aspx?file=fjarskiptamal/6469:1va9chwd]fyrir nokkrum mánuðum[/url:1va9chwd]. Græjan er til sölu hjá RS: [url=http://www.rs.is/sidur/vara.php?vara_id=170:1va9chwd]hér[/url:1va9chwd] og svo þarf væntanlega að kaupa leyfi fyrir kortunum.
12.12.2006 at 16:45 #571038… manstu nokkuð hvaðan þú varst að kaupa Diamondinn ? og hvað hann kostaði? Ég væri alveg til í að prófa ef það ætla einhverjir að taka nokkur stykki… ég bara finn ekki pláss á toppnum hjá mér fyrir gandinn eins og hans Benna, og svo er bíllinn minn ekki hvítur svo ég get ekki notað þetta 😉
Kv
Tryggvi Pjattrófa
12.12.2006 at 09:10 #571032[url=http://www.f4x4.is/new/forum/default.aspx?file=fjarskiptamal/8339:2bwvtgit]Hér var verið að tala um VHF[/url:2bwvtgit], m.a. loftnet (Benedikt Sigurgeirsson, Baldur Gunnarsson). Þó gandurinn hans Benna sé óneitanlega toppurinn (á miðjum toppnum) gæti þetta Diamond SG-7900 DualBand Mobile Antenna verið ágætis millibilsástand 😉
12.12.2006 at 09:05 #571028Uss kemur ekki Bjartvætturinn að norðan ™ í skjóli nætur! Við skerum úr um þetta mál þegar ég kem norður í næstu viku _keyrandi_ 😉
12.12.2006 at 00:41 #571024Ég vil frekar vera að fara í einhverja vitleysu en að fara ekkert 😉 Meðan enginn slasast alvarlega þá er ég sáttur 😉
Ég held að þetta bílleysi sé farið að hafa alvarlega áhrif á geðheilsuna. Það að hafa klukkutíma á dag til að fá geðveikislegar hugmyndir meðan maður röltir í og úr vinnu er engum hollt!
-
AuthorReplies