Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
25.01.2007 at 12:58 #576830
Fréttir herma (og harma) að allur snjór sé flúinn á NA-hornið og muni hafa vetursetu þar framvegis.
Ólýginn sagði að bílafloti 4×4 væri í tómu rugli, ýmist týndur á fjöllum, bilaður á fjöllum, bilaður í byggð, týndur í byggð eða stæði hálfbreyttur á bílastæðum út um allan bæ.
Kv
Tryggvi sem er farinn norður á morgun!PS: Barb… hvernig er heilsan hjá Mikka?
24.01.2007 at 14:49 #576756Sé að 90 bíllinn þinn er til sölu Ísak.. búið að finna nýjan?
24.01.2007 at 09:53 #576978Alltaf gaman að sjá svona hressandi pælingar í byrjun dags. Bíllinn hjá eik er mjög vel dreifður 58/42 væntanlega fulllestaður með ökumanni, eldsneytisbirgðum og nauðsynlegum búnaði til fjallaferðar.
Ég gerði heilmiklar mælingar á bílnum mínum með upphaflega meingallaða Toyota-hjólabilið og svo er ég byrjaður að safna mælingum eftir breytingu.
[img:jxhz8er8]http://www.f4x4.is/new/files/photo/default.aspx?file=files/photoalbums/4212/38539.jpg[/img:jxhz8er8]
Ég á ennþá eftir að fá fully-loaded mælingu eftir breytingu en um síðustu helgi með viðbótar 120L af olíu í skottinu virtist hann enn vera að bæla framdekkin meira en afturdekkin m.v. sama þrýsting.
Það sem ég sá sem var mögulega neikvætt við að færa þyngd of mikið fram var að gormarnir að aftan yrðu of stífir (hægt að laga með loftpúðum), framhásingin myndi verða fyrir meira álagi og brotna frekar (veik fyrir … hægt að laga með Patrol-hásingu) og svo hugsanlega í miklu púðri myndi framþungur bíll etv stoppa nokkrum metrum fyrr. Við langflestar aðstæður myndi samt bíll með nokkur % af þyngd til viðbótar á framdekkin virka betur. Væntanlega er samt spurning um hvenær jafnvægið veltur yfir og afturdekkin fá "raun" 51% þunga (t.d. upp brekku).
Ætli hlutfall þyngdar að framan milli 55-60% sé ekki bara mjög æskilegt?
Annað sem ég hef verið að spá í þegar þyngd er svona misdreifð, á maður að hleypa meira úr léttari endanum til að dekkin bælist eins eða halda sig við sama þrýsting allan hringinn?
23.01.2007 at 21:31 #576804Sagan segir að Tryggvi R. JónAsson ætlaði að mæta en hafi týnst á fjöllum um síðustu helgi.
23.01.2007 at 15:10 #576776Kliptrom á Akureyri, síðan var [url=http://www.f4x4.is/new/ads/default.aspx?file=dekkogfelgur/12253:10pw5omi]einhverjir að panta um daginn[/url:10pw5omi] og svo minnir mig að Kristinn Bergsson á Selfossi hafi verið með snorkel á Patrol á fínu verði líka.
23.01.2007 at 12:37 #576694Það hefur líka ákveðna kosti að halda sig við sama eintakið af bíl, maður veit hvað maður hefur en alltaf ákveðinn áhætta í að taka við (mis)viðhöldnum bílum… Mér finnst þetta flott hugmynd hjá King! Yrðir helv.. flottur 😉
23.01.2007 at 10:17 #576616Ég hef heyrt vonda (og góða hluti en oftast vonda) um þjónustuna hjá Aukaraf. Radíóraf/Kenwood er mjög safe, ég myndi miklu frekar taka TK-7160 heldur en t.d. Yaesu VX2000 að því gefnu að þær séu á sama verði.
23.01.2007 at 10:12 #576682Nei ég get ekki sagt það, bara að spyrja svona spurningar hér á spjallinu gæti orðið "áhugavert" …
En það er búið að vera leiðinlega rólegt hérna síðustu dagana svo þetta gæti kannski hleypt smá lífi í Tröllin.
Kv
Tryggvi
23.01.2007 at 09:42 #576676…. ég ætla að líta svo á sem að þú hafir ekki verið almennilega vaknaður þegar þú skrifaðir þetta. Bættu nokkrum kaffibollum og svo ísvara á heilann og reyndu svo aftur 😉
22.01.2007 at 12:25 #576604Þetta er talsvert smekksatriði, [url=http://www.f4x4.is/new/forum/default.aspx?file=fjarskiptamal/8339:1v0ypxay]HÉR[/url:1v0ypxay] er ýmislegt um VHF og svo spurði ég að mjög svipuðu í fyrra og fékk [url=http://www.f4x4.is/new/forum/default.aspx?file=fjarskiptamal/7640:1v0ypxay]fínustu svör[/url:1v0ypxay]. Vona að þetta hjálpi. Ég endaði með Yaesu 4204E og er sáttur, Kenwood var aðeins of dýr fyrir mig.
22.01.2007 at 12:22 #576622Hér eru [url=http://www.garmin.com/products/sp320/spec.html:390bilyu]Specs[/url:390bilyu] fyrir tækið. Þetta er örugglega kortahæft, RS er að selja nýrri týpu C510 og SD-kortið (124Mb) er nógu stórt fyrir 3ju útgáfu af Íslandskortinu (það er c.a. 56-58Mb).
Ég man samt ekki hvort það var nákvæmlega þetta eða Nuvi-týpan sem einn sem ég þekki keypti og það hafði þann galla að það var ekki hægt að taka/vista track með því.
Myndi kíkja í RS og skoða C510 tækið og sjá hvort að það sé með öllum þeim fídusum sem þú vilt hafa. Ég myndi giska á að það væri ekki með öllu því sem væri æskilegt að hafa í fjallaakstri þó það væri örugglega prýðilegt í innanbæjarsnattið.
21.01.2007 at 23:22 #574658Sko, slæm sæti og bilaðar miðstöðvar eru ekki skemmtilegir hlutir. Ég reyndi að hringja en þetta NMT-kerfi er alveg handónýtt eins og alþjóð veit!
Það væri lítið mál að ná VHF sambandi ef allir væru með alvöru loftnet:
[img:27wo6m98]http://www.trigger.is/gallery2/d/35237-2/IMG_0254.jpg[/img:27wo6m98]Takk samt fyrir að hafa áhyggjur, þó það væri bara í 5 mínútur 😉 Ég lít svo á sem að áhyggjurnar gangi bara upp í leigu fyrir húsnæði undir spilið þitt (bilaða) og flutningsgjöld 😉
21.01.2007 at 22:45 #574648Ég vil nú vita undir hvaða bíl þetta drifskapt á að vera sem ég var að þvælast í. Annars kom nú Tryggvi að því að græja skaft fyrir Tryggva og ég man ekki betur en að Tryggvi hafi bara staðist sig ágætlega í því allavega hefur það ekki svikið hann Tryggva frekar en annað sem hann Tryggvi hefur bent honum Tryggva á… En það flækir þó ekkert málið eins og það að báðir Tryggvarnir keyri um á eins (næstum) bílum sem eru eins á litinn!
Kveðja
Tryggvi Geðklofi
21.01.2007 at 22:28 #574644Ljótt að segja frá því Ofsi en Tryggvi R. JónAsson komst ekki á fjöll um helgina. Tryggva R. Jónssyni var hins vegar rænt af Cruiser-genginu… Málið er í rannsókn lögregluyfirvalda á Hveravöllum.
21.01.2007 at 22:23 #574638Þá er maður kominn á SV-hornið eftir nokkuð öðruvísi helgi en planað var. Þakka mínum ferðafélögum bara kærlega fyrir skemmtilega helgi!
19.01.2007 at 14:10 #574594Menn vera komnir í gírinn… Greinilegt að olíufélögin eru að græða það mikið á þessari ferð að þau keppast núna við að lækka dropann.
Sjáumst í Áfanga í kvöld.
19.01.2007 at 11:22 #576166Nú eruði að tala um alvöru tölur 😉 Ég var farinn að hafa áhyggjur þarna á tímabili.
18.01.2007 at 18:06 #576108Held að þetta passi bara ágætlega með Toy-eigendur… löngu þekkt staðreynd en ágætt að hafa formúlu fyrir þessu. Reyndar er maður orðinn svo lélegur í kippukaupunum að ekki nema helmingur ávinningsins af 4×4 afsláttum hefur farið í svoleiðis 😉 Þó er maður búinn að versla til helgarinnar! Maður er bókstaflega alltaf að græða (eða láta aðra græða á sér…).
18.01.2007 at 17:22 #576102Þarna klikkaðiru örlítið. Fyrst segja góðar fréttir (geggjaður afsláttur!) svo segja slæmar fréttir (talstöðvarskattur og hærri gjöld) og svo enda á góðum fréttum (félagsgjaldið borgar sig á 18. dögum!). Maður man bara það fyrst og siðasta sem maður les 😉 Klassískt PR-trick.
Í hverju stendur svo lítraverðið með Shell-samnings-afslætti í dag? Ég er búinn að fá 6.284kr í 4×4 afslætti það sem af er ári. Þannig að þetta ár er komið í plús hjá fleirum þó maður sé ekki á SVONA stórum bíl 😉
18.01.2007 at 15:47 #576026… bíla segir hann að þetta myndi virka ;)?
-
AuthorReplies