Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
26.02.2007 at 13:42 #582102
uss gundur! Þetta er ekki nothæft, það vantar alveg kílómetrana á bak við þetta 😉 Landbúnaðartækin okkar dísilmanna standa nú í gangi svo sólarhringunum skiptir (enda virðist vera langlæg paranoja hjá dísilmönnum út í startarana hjá sér).
26.02.2007 at 11:34 #582094[url=http://visir.is/article/20070226/SKODANIR/102260110:1qereroa]Mengunin[/url:1qereroa] skiptir kannski ekki máli en núna virðast vera komnar "tölur" svo menn geti tekið upplýsta ákvörðun um hvort verðmunurinn vs eyðslumunurinn borgi sig. Ég reiknaði þetta út fyrir tæpum 2 árum hvort það hefði borgað sig fyrir mig að kaupa frekar díesel en bensín Volvo S60 (nýjan) m.v. þann akstur sem var á þeim bíl í þau þrjú ár sem ég átti hann og ég hefði verið [b:1qereroa]7,5 ár[/b:1qereroa] að greiða mismuninn á kaupverðinu niður með "sparnaðinum" í minni eyðslu (bíll mest notaður utanbæjar).
Svo þarf bara að taka tillit til samsetningar aksturs (innan vs utan og magn fjallaferða) og þá ættu menn að geta komist að einhverri skynsamlegri niðurstöðu.
26.02.2007 at 10:01 #582294M402SA Er "Marine"/bátastöð stöð sem er með föstum rásum og ekki hægt að forrita fyrir okkar tíðnir. Sjá [url=http://www.f4x4.is/new/forum/default.aspx?file=fjarskiptamal/8130:27pbawvj]hér[/url:27pbawvj] og [url=http://www.f4x4.is/new/forum/?file=fjarskiptamal/7679:27pbawvj]hérna[/url:27pbawvj]. Um að gera að nota stöð sem virkar á því tíðnibili sem f4x4 rásirnar liggja á (153 til 164 Mhz minnir mig). Ef það er verið að nota aðrar stöðvar sem eru ætlaðar á öðrum tíðnisviðum á ákveðnum styrk þá gætu "öpdeit" hér heima jú gert það mögulegt en nota þær á annarri tíðni en það er hætt við að sendistyrkur yrði minni og notagildið því minna.
[url=http://www.f4x4.is/new/forum/default.aspx?file=fjarskiptamal/8339:27pbawvj]Ýmislegt um VHF[/url:27pbawvj] (aka VHF Rules!)
Endilega spara sér vesenið og fá sér stöð í samræmi við þá notkun sem hún á að fara í, Yaesu VX og [url=http://www.radioraf.is/talstodvar1.htm:27pbawvj]Kenwood[/url:27pbawvj] eru mjög "safe" valkostir.
25.02.2007 at 13:10 #582080Ég er með 12 ventla sjálfskiptan bíl á 38" og original hlutföllum (1:4,1) og utanbæjar er hann (á 20psi í dekkjunum) að hanga í kringum 12,5 – 13,5 L / 100km (m.v. 88-92km/klst meðalhraða). Blandaður akstur (utan vs innan) er oft í kringum 15-16 L / 100km. Bíllinn viktar 2,6 – 2,7 tonn á leiðinni í svona þjóðvegaakstur.
Áfyllingar eftir fjallaferðir oft með einhverjum þjóðvegaakstri inn í eru að fara upp í 22-23 L / 100km. Þá er bíllinn oft 100-200kg þyngri og lága drifið notað helling.
24.02.2007 at 23:18 #581966En ég skal alveg viðurkenna að maður þarf stundum að slá sig undanundir til að átta sig á hvernig á að gera hlutina á þesasri vefsíðu og ekki bara lesa leiðbeiningarnar heldur virkilega LESA leiðbeiningarnar (og það gerir auðvitað enginn). En samt frekar snúið! Skal alveg viðurkenna það.
Kv
Tryggvi (sem hefur ekkert lag á tölvum…)
24.02.2007 at 17:09 #582136Samkvæmt áreiðanlegum heimildum má ekki hleypa úr undir þessum bílum 😉
23.02.2007 at 17:38 #581908Hérna … þessar mælingar eru 7 pundin hans Magna ekki til viðbótar við 1Bar (1000hPa, c.a. 14,5psi)? Þá stöndum við í 21,5psi í heildina?
S.s. er loftþrýstingur í umhverfinu mældur með eða bara það sem bætist við (boostið)?
Kv
Tryggvi Mælinganörd
21.02.2007 at 15:05 #581706[url=http://www.f4x4.is/new/forum/default.aspx?file=ferdir/8947:75zt9lox]þá er það nokku gott fyrir alla[/url:75zt9lox] 😉 Ég sá annars bílinn hjá Jóni eftir meðferðina og hann var mjög snyrtilegur.
21.02.2007 at 07:52 #581170Þetta er hárrétt með lögun ljósgjafa og án þess að hafa gert neina griðarlega vísindalega úttekt á þessu þá held ég að þetta sé sjáanlegur munur, þ.e. að halogen-speglar með xenon-peru valdi meiri óþægindum hjá öðrum ökumönnum. Gæti reyndar verið að "aftermarket" kittin séu með hærra K en ég veit það ekki.
Ég er samt að spá í að prófa þetta í aukaháljósin hjá mér á 4300K, þar skiptir lögun ljósgjafans ekki alveg jafnmiklu máli nú og ef það verður alveg ómögulegt má alltaf setja þetta í punkkastara ef manni leiðist.
20.02.2007 at 21:29 #581150Það má s.s. skella sér á eitt H1 kitt til að setja í aukaháljósin svona ef þetta er ekki 8000K.
20.02.2007 at 19:01 #581146Jæja gamli… hvað ertu nú að bralla?
20.02.2007 at 18:37 #581058hálf milla og tómt vesen 😉 hljómar ekkert voðalega vel… en hvað er málið? á þetta bæði við um 2500 og 3500 bílana? kannski sami frambúnaður á báðum?
20.02.2007 at 17:45 #581054.. á mann þá að hætta að langa í Dodge Ram 3500 MegaCap á 49" ;)?
19.02.2007 at 12:48 #580808Þetta var alveg ÖMURLEGT tuð! Þú ert alltof jákvæður, þetta bara gengur ekki, nú er það vefnefndar að grípa í taumana áður en þessi gengdarlausa jákvæðni og bjartsýni fer að smitast yfir í aðra þræði!
Einhver verður að segja STOPP!
19.02.2007 at 11:28 #580804Legg til að þetta verði sérstakur tuðþráður félagsins 😉
Talandi um að gefa pláss! Hvað er málið með það ef það er pínu föl í vegöxlinni? Það þarf ekki að vera meter frá snjónum, hann hoppar ekki upp og bítur mann! Maður er oft kominn svo langt út á kantinn að það liggja einhverjar stikur í valnum eftir mann í svona mætingum.
19.02.2007 at 10:41 #580898Jú er það ekki? [url=http://www.husbilar.is/:1zinwdg5]Flakkarar[/url:1zinwdg5] er þetta ekki sami hluturinn eða er kannski húsbílaflotinn klofinn í tvær fylkingar? Áhugavert…
19.02.2007 at 10:39 #580798Það er margt sem fer í taugarnar á mér með ljósanotkun utan þéttbýlis.
a) fólk sem lækkar seint háuljós, hvaða vit er t.d. í því að vera fyrir aftan bíl með háu ljósin og fella þau svo þegar bíll kemur á móti … áður en bíllinn sem kemur á móti er kominn að bílnum á undan?b) ofnotkun svuntukastara, einkennandi fyrir marga fólksbíla (Subaru (G)Imp, BMW, o.fl.) og nokkrar jeppagerðir (LC120, Dodge Ram, Ford Fx50, o.fl.). Þetta er selt sem "factory option" eða jafnvel staðalbúnaður og er sem "Þokuljós" á búnaðarlista. Þetta eru [b:3oa0038f]ekki[/b:3oa0038f] þokuljós, heldur ljóskastarar með sömu dreifingu og t.d. háu geislinn. Þetta er það sem veldur mér mestum óþægindum.
c) Fólk sem er með aftaníhlöss og/eða mikinn farangur og notar ekki "levelling" takkann á framljósin. Læra til hvers allir takkarnir í bílnum eru! Low-beam á bíl sem er með rassinn niðri á götu og nefið upp í loft lítur út eins og high-beam. Ef fólk er að blikka þig í tíma og ótíma þegar þú raunverulega ert með low-beam… þá gæti þetta verið takkinn fyrir þig 😉
Ég sé reyndar ekki mikið af breyttum jeppum með stóru off-road kastarana í gangi við óviðeigandi aðstæður. Hitt er allt miklu algengara.
Kv
Tryggvi Ljósálfur
19.02.2007 at 10:15 #580894Það er auðvitað ekkert slæmt við að nýir félagar gangi í 4×4 en ef ég man rétt er það ekki eitt af markmiðum klúbbsins að skaffa á VHF. Húsbíla-fólk gæti fengið úthlutað rásum til beinna samskipta fyrir sitt félag sem þau hefðu þá fyrir sig.
Annars var mér nú hugsað til þessa á vestfjörðunum í fyrrasumar þegar tveir húsbílar voru parkeraðir hlið við hlið á veginum og voru að spjalla saman, það var ekki beint pláss til að komast fram hjá þannig að ég fagna því innilega að húsbílaeigendur fjarskiptavæðist! 😀 Meira að segja litlar UHF stöðvar geta dregið milli bíla (notaði svoleiðis síðast í gær).
Með fjar-af-skiptandikveðju…
Tryggvi
17.02.2007 at 14:00 #580742Verða ekki bílar 1995 og nýrri að vera með hvarfakút?
16.02.2007 at 09:47 #579078Rétt, það var örugglega í tengslum við yfirlýsingu SUNN, það er kort á bls 2 í PDF skjalinu sem ég vísaði á sem sýnir veginn og Guðlaugstungur. Á sama korti sést líka hvar nýi vegurinn fer yfir þann gamla. Sýnist á öllu að þetta sé kort frá NV sjálfum sem búið er að setja grænt inn á fyrir Guðlaugstungur.
-
AuthorReplies