Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
25.04.2009 at 23:35 #644774
Það er spurning hvort það sé ekki bara hægt að bæta einhverri lokun á pamellukantana einmitt upp á drulluna? Þetta var hundleiðinlegt og stundum fraus þetta allt saman í hel hjá mér.
25.04.2009 at 11:37 #644770Það er Samtak 5651679, sömu kantar á Krílinu eins og á mínum fyrrverandi, þ.e. afturkantarnir alveg "aðskilin" stykki á bretti og hurð en ekki með lokun eins og er á bílnum hjá TNT.
22.04.2009 at 19:24 #646392Það vantaði "viðbótina" hjá mér þegar ég tók eldsneyti hjá Skeljungi á Akureyri í morgun, verst ég var of illa vaknaður til að átta mig á því.
20.04.2009 at 08:23 #646050Það er hægt að tengja þjófavarnir inn á original fjarstýringarnar. Oftast fylgja þeim forvarnar-límmiðar í rúðuna nú eða hægt að renna á hljóðið og sjá hvort lúðurinn sé ekki merktur einhverjum framleiðanda.
18.04.2009 at 21:10 #646042Þjófavarnir eru skelfilega viðkvæmar fyrir öllu flökti í spennu þannig að ef rafgeymirinn er orðinn slappur gæti "þróuð" þjófavörn farið að kvarta. Lenti í þessu í fyrra mér (og nágrönnum mínum) til mikillar skemmtunar.
17.03.2009 at 20:55 #555278Ég var mjög sáttur við þetta "setup" kannski orðið aðeins of stíft að aftan eftir hásingafærsluna, mér fannst a.m.k. betra að vera með vel í aukatanknum til að hann yrði ekki óþarflega stífur að aftan. Samt í stífari kantinum að sumra mati.
Þetta er auðvitað smekksatriði og sumir vilja halda mýktinni og setja þá frekar original með klossum.
10.03.2009 at 14:48 #642880Fyrst það er verið að telja fram þá er líka til [url=http://www.flickr.com/groups/f4x4/:1lfosnra]grúppa á Flickr[/url:1lfosnra] fyrir F4x4, stórglæsilegar myndir þar sumar hverjar. Það er ágætt að geta "eyrnamerkt" myndir sem maður setur inn á aðra staði sem F4x4 myndir með svona grúppudóti en það kemur auðvitað ekkert í staðinn fyrir vefinn [b:1lfosnra]okkar[/b:1lfosnra].
10.03.2009 at 14:30 #642874Ég er þeirrar skoðunar að maður eigi að velja úr myndir til að setja inn og það er alveg hægt að segja mikla sögu með fáum vel völdum "römmum" en svo má auðvitað vísa í fleiri myndum á öðrum stað. Svo er myndatextinn sívinsæll og gerir mikið til að segja söguna.
Takmarkaðandi þáttur er líka að upp-hraði ADSL-tenginga er bara brot af niður-hraða og því mjög tímasparandi að minnka myndir niður í 600 punkta á lengri kantinn áður en maður setur myndina inn.
03.03.2009 at 10:20 #621748en það má auðvitað sækja sér lausn í [url=http://www.f4x4.is/new/photoalbum/default.aspx?file=ferdamyndir/6055/50219:9tdcfonw]heim skordýranna[/url:9tdcfonw].
01.03.2009 at 19:11 #642182Þetta er margföld fegurð! (Hrollurinn er auðvitað fallegur líka)
25.02.2009 at 07:26 #641496Ég gæti alveg verið til í rútuferð.
21.02.2009 at 19:30 #475914Ég lenti í [url=http://www.youtube.com/watch?v=oSBr2qatJGg&feature=related:h2zhjhnr]í þessum framúrakstri um daginn[/url:h2zhjhnr]. Greinilega "nýja vélin" í þessum Patrol.
20.02.2009 at 21:33 #641596Viltu ekki frekar segja okkur hvaða árgerð af Subba maður á að kaupa og hvort það eigi að vera 1500 eða 2500 og hvort hann eigi að vera blár eða grænn? 😉
18.02.2009 at 16:16 #641240Ég ætla að giska á að svarið sé léleg jarðtenging.
17.02.2009 at 20:46 #641178Tala við þennan heiðursmann og málið dautt. Hann hefur tekið sæti fyrir mig og það var betra en nýtt.
16.02.2009 at 11:00 #640958Sá þetta á síðunni sem Skúli vísar á:
[i:14wkz71o]Þeir sem óska eftir því að fá senda slíka tilkynningu frá ráðuneytinu eru beðnir um að senda tölvupóst á postur@sam.stjr.is, þar sem tilgreint er fyrir hvaða svið samgöngumála óskað er eftir að fá senda tilkynningu um; ferðamál, fjarskiptamál, siglingamál, vegamál eða umferðarmál og tölvupóstfang sem tilkynning skal sendast á.[/i:14wkz71o]Ætli netföng viðkomandi nefnda hjá klúbbnum hafi verið skráð til að fá tilkynningar frá ráðuneytinu? Sýnist þetta dekk mjög vel okkar "áhugasvið" (ferða, umferðar, fjarskipta…)
16.02.2009 at 08:36 #640952Er þetta frumvar eða þingskjal einhvesstaðar á alþingi.is ? Annars ef satt reynist, þá hef ég heyrt verri hugmyndir jafnvel bara margar síðustu vikurnar.
07.02.2009 at 12:04 #639954Sá eitt af E-unum í Ríkinu í gær og m.v. innkaupin eru engar líkur á að þeir séu þunnir. Myndi frekar giska á að þeir séu úti að leika sér í góða veðrinu.
05.02.2009 at 08:32 #640042Einn möguleikinn er að Siggi sé hreinlega öfugur og sé að heyra suðið frá félaga sínum en ekki svarið frá endurvarpanum.
Vara-svar (án orðaleiks): Ef hann er hins vegar sannanlega að fá svarið frá endurvarpanum er Tx-tíðnin líklega röng í stöðinni hjá Sigga, hugsanlega hafi sá sem forritaði stöðina hans haft RX tíðnina líka í TX. Það er (minnir mig) ekki sítónn á rás 44.
29.12.2008 at 15:05 #635714Það er ekki leyfilegt að gera afturvirkar breytingar á lögum. Því gildir þetta ekki fyrir þá sem voru óskoðaðir fyrir breytingarnar.
-
AuthorReplies