Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
06.12.2007 at 10:04 #605472
Þeir voru mjöööööög fastir á því að taka bara við elsta barni ef það væri strákur. Við sáum svo sem ekkert að því 😉
En að gríni slepptu þá eru forsendur samningsins mjög svipaðar og hefur verið, stefna að sýnilegra og meira samstarfi, auglýsingar á vefsíðu og útgefnum ritum, hefja ferðir þar sem það hentar hjá Skeljungi (hugsanlega með einhverjum tilboðum í gangi í tengslum við það) og bjóða Skeljungi að vera með kynningar á félagsfundum og á vefsíðu. Þetta er helstu verkefni og skyldur F4x4, eftir besta minni. Þetta samkomulag takmarkar heldur ekki möguleika klúbbsins á að leita eftir öðrum styrkjum og auglýsingum.
06.12.2007 at 09:48 #605698Það hefur nú samt örugglega klárast eitt af níu lífunum 😉
06.12.2007 at 08:05 #605694Sagan segir að þessi hvíti Patrol hafi fengið framhald lífdaga sinna, spurning hvort hann fari að sjást aftur?
Enginn er verri þó hann vökni… nema hann drukkni.
05.12.2007 at 22:06 #605756Gaman að heyra! Stöð 6 ? rosalegur uppgangur er í fjölmiðlamálum þarna í Skagafirðinum…? ég er bara með gufu og svo stöð tvö 😉
05.12.2007 at 14:39 #605452Það á eftir að batna en núna er best að senda email á f4x4@f4x4.is til að fá viðskiptakortið. Hafa nafn, kennitölu, félagsnr, GSM síma og heimilisfang í póstinum ásamt nafni aukafélaga ef þið viljið fá tvö kort (hans og hennar… voða voða sætt).
Þetta er svo sent til Skeljungs sem gera kortið og þegar þú færð það í hendurnar er best að þú setjir þig í samband við Þjónustuverið þeirra og annað hvort tengir við kreditkort eða látir senda reikning (sama kortið, bara tveir greiðslumöguleikar). Einnig gott að vita að sjálfgefin úttektarheimild á mánuði eru 50.000kr en því má breyta þegar haft er samband við Skeljung til að ákveða greiðslufyrirkomulag.
05.12.2007 at 14:13 #604860ok, ég hef greinilega ekki drukkið nóg af honum til að muna þetta 😉 sem segir allt sem segja þarf…
05.12.2007 at 10:58 #604852Þetta er á hraðri leið með að verða hirðbjór F4x4 😉
04.12.2007 at 21:31 #605262Er það þyngd í skráningarskírteini (án breytingarskoðunar) eða raunþyngd með einhverju í t.d. fullur af bensíni?
Svona F150 er skráður 2610kg og heildarþyngd 3265kg sem gefur okkur 655kg í burðargetu.
Það er alveg (nýlegur) Patrol þyngd er það ekki?
04.12.2007 at 20:11 #605448Það er nýlega komið í lög klúbbsins að félagsmenn geti bara verið þeir sem séu með flottar greiðslur 😉
Það er enn verið að ræða um hvoru megin línunnar skalli sé… lagabreytinganefnd situr yfir því máli fram að aðalfundi.
Forsprakinn að þessu er Eyþór varamaður enda þekktur sem maðurinn með flottasta hárið eftir árshátíð 2006…
04.12.2007 at 17:42 #604848Jú veistu það var eitthvað svoleiðis… bara fínasta glundur…
04.12.2007 at 17:40 #605436Það vill svo skemmtilega til að Skeljungur (annar hluti af samningnum…) gefur út félagsskírteinin okkar, svo að þeir eru ávalt með nýjustu og réttustu félagaskrána vegna þess. Hvernig þeir akkúrat bera sig við samanburðinn veit ég ekki en til öryggis myndi ég setja félagsnúmerið mitt einhversstaðar á umsókn um viðskiptakort þó ekki væri nema til að auðvelda þeim lífið.
04.12.2007 at 15:57 #605426Þá munu verða hægt að nota nýju félagsskírteinin sem áætlað er að komu á næsta ári (mars) eins og viðskiptakort, ólíkt núverandi sem eru í raun vildarkort. En þar sem ég er Íslendingur nenni ég ekki að bíða og ætla að reyna að sækja um svona viðskiptakort, hlýt að klóra mig fram úr því einhvern veginn.
Annars er að safna upp í myndarlegasta FAQ um þessa kortaflóru þannig að um að gera að spyrja og maður reynir að leita svara.
04.12.2007 at 13:45 #605532Fyrir valinu varð vandlega meðfarin og yfirfarin fyrrverandi varaaflsstöð. Vonum við að hún eigi eftir að eiga góða tíð í nýju starfi á fjöllum. Væntanlega ánægð með að sleppa úr byggð 😉
04.12.2007 at 13:10 #605412Hin haukfráa Lella fer með rétt mál. Verðin sem sýnd voru í gær voru dæmi miðuð við verð eldsneytis 3.12.2007, hér er tilraun til að setja þessa glæru frá Skeljungi inn í myndasafnið:
[img:1zrdoimc]http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/5508/46560.jpg[/img:1zrdoimc]
04.12.2007 at 12:45 #605408[url=http://www.skeljungur.is/category.aspx?catID=167:1d32mksy]HÉR[/url:1d32mksy] er hægt að sækja um viðskiptakortið (rauða kortið). Þeir sem vilja fá reikning (frekar en að tengja við kreditkort) þá er það án kostnaðar (seðilgjalda…) til félagsmanna F4x4.
Einnig er hægt að láta "opna" rauð kort til notkunar við dælu sem er við Búrfell (þarf að hafa samband við Skeljung til þess, en bara einu sinni og þá er opið eftir það).
04.12.2007 at 11:35 #605402Ég held að það sé óhætt að óska öllum klúbbnum til hamingju með þetta og þakka þeim Skeljungsmönnum stuðninginn.
Ég játa að ég þekki samninginn nú "ágætlega" en ég varð samt örlítið ringlaður á köflum í gær. Þannig að nánari skýringar eru á leiðinni, bæði hvað er í boði og hvernig er best að nýta það sem mest og sem víðast. Það er jú til einskis að hafa góð kjör ef enginn veit af þeim 😉
04.12.2007 at 11:32 #605528Skálanefnd er búinn að tryggja sér 30kW vél í Setrið og er nú að klassa hana til og stefnt er að því að fara með hana upp eftir um miðjan mánuðinn.
Verði ljós sögðu þeir … og það varð ljós.
02.12.2007 at 21:14 #605332Það hafa nú nýlegar rellur með beina innspýtingu og allan pakkann átt í vandræðum með þetta 😉
02.12.2007 at 21:06 #605328Sýnist þetta bara verið koma hjá þér, annars velur maður bara nýja skrá og segir "Bæta við" eða hvað sem nú stendur á takkanum þarf tiltölulega ofarlega á síðunni sem maður bætir myndum inn með.
30.11.2007 at 17:22 #604824Er verið að taka forskot á sæluna eitthvað? Alveg tæpir 3 tímar í þetta ennþá elskurnar mínar….
-
AuthorReplies